Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 33
Á
jólahátíðinni ber okkur sem
kristnum mönnum og trúuð-
um að skoða breytni okkar á
því ári sem er að líða og meta
hvort við höfum fylgt eftir því
sem við að minnsta kosti kennum börnum
okkar að séu grundvallargildi samfélags-
ins. Allir megindrættir stjórnmála okkar
byggjast á þessum gildum. Þau fela í sér af-
dráttarlausa viðurkenningu á mikilvægi
samhjálpar og á því að við berum ábyrgð á
bróður okkar og systur. Öll lífsgildi okkar
góða íslenska samfélags endurspegla djúpa
og rótgróna virðingu fyrir lífi. Vopnleysi og
herleysi Íslendinga er öðru fremur undir-
strikun á því að gildismat okkar felur í sér
aðrar leiðir til að leysa alvarlegan ágrein-
ing en þær að grípa til valds og vopna.
Leiðtogar Íslendinga, andlegir og verald-
legir, hafa alltaf lagt áherslu á friðsemd í
samskiptum þjóða. Oftar en ekki hafa þeir
notað jólin til að leggja ríka áherslu á þessi
viðteknu gildi okkar samfélags. Mér verður
þannig ógleymanlegt til æviloka þegar ég
sat með frænkum mínum í Dómkirkjunni á
jólum 1972 og hlustaði á herra Sigurbjörn
Einarsson biskup Íslands gagnrýna með
hnífskörpum rökum loftárásir Bandaríkja-
hers á Hanoi, höfuðborg Norður-Víetnams.
Sú prédikun var eins og hreinsandi steypi-
bað fyrir íslensku þjóðina og leiddi til mik-
illa umræðna. Slíkir kennimenn eru leið-
togar. Obbi íslensku þjóðarinnar, og nær
öll íslenska æskan, mótmælti á þeim tíma
hatrammlega gegn ofbeldisstríðinu í Víet-
nam. Allir vita nú hvernig það fór. Í dag er
Írak Víetnam gærdagsins. Á jólum ber
okkur skylda til að líta til baka og meta
hvernig við Íslendingar höfum breytt
gagnvart írösku þjóðinni líkt og herra Sig-
urbjörn Einarsson, einn merkasti kenni-
maður og biskup síðustu aldar, gerði árið
1972 gagnvart háttsemi Bandaríkjamanna í
Víetnam.
Ábyrgð okkar
Það nístir mig sem Íslending að horfa
upp á allar þær hörmungar sem orðið hafa í
Írak. Það særir mig að við íslenskir borg-
arar sem erum algerlega andstæð því sem
er að gerast í Írak skulum eigi að síður
bera okkar skerf af ábyrgðinni á þeirri
skelfingu sem stríðið hefur þröngvað inn í
líf fjölda saklauss fólks í Írak. Í mínu nafni
en án þess að spyrja mig eða aðra þegna ís-
lenska ríkisins var umheiminum tilkynnt að
þjóð mín, Íslendingar, styddu innrásina.
Okkur var hvergi gefinn kostur á að koma
andstöðu okkar á framfæri áður en ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar var tilkynnt sendi-
herra Bandaríkjanna. Skömm Halldórs Ás-
grímssonar og Davíðs Oddssonar yfir verki
sínu var svo alger, að þeir þorðu hvorki að
láta ríkisstjórnina taka formlega ákvörðun
um stuðninginn né reifa málið í sínum eigin
þingflokkum. Svo illa kvaldi samviskan þá
yfir misgjörðinni að þeir þorðu ekki heldur
að bera málið upp við utanríkismálanefnd
Alþingis, sem lögum samkvæmt nýtur þó
þeirrar sérstöðu að ríkisstjórn á hverjum
tíma þarf að bera undir hana meiriháttar
ákvarðanir á sviði utanríkismála. Skyldi
vera hægt að taka afdrifaríkari ákvörðun
en styðja og taka ábyrgð á styrjald-
arrekstri?
Lái mér hver sem vill en þegar jólin
nálgast umvafin friðarboðskap verður mér
þungt í sinni yfir þeirri tilfinningu að ég
skuli nauðugur bera hluta af þeirri siðferði-
legu ábyrgð sem innrásarþjóðirnar bera á
hörmungunum í Írak. Hvorki ég né aðrir
andstæðingar stríðsins getum kastað af
okkur þeim klyfjum nema við gerum allt
sem heimilt er innan ramma laganna til að
breyta hinni formlegu ákvörðun íslenskra
stjórnvalda um stuðning við innrásina. Í
samræmi við þessa afstöðu lagði ég sem al-
þingismaður og formaður Samfylking-
arinnar fram tillögu á Alþingi ásamt fé-
lögum mínum Steingrími J. Sigfússyni og
Guðjóni A. Kristjánssyni formönnum hinna
stjórnarandstöðuflokkanna um að Ísland
yrði formlega tekið með táknrænum hætti
af lista hinna staðföstu, viljugu og vígfúsu
þjóða. Það er í algeru samræmi við stefnu
Samfylkingarinnar. Við lögðum líka til að
Alþingi tæki með formlegum hætti undir
yfirlýsingu Kofis Annans, aðalritara Sam-
einuðu þjóðanna, um að innrásin hefði verið
ólögmæt. Sömuleiðis var það hluti af okkar
tillögu að tildrög stuðningsyfirlýsingar Ís-
lendinga yrðu rannsökuð, en eins og frægt
er orðið hefur Halldór Ás-
grímsson formaður Fram-
sóknarflokksins orðið marg-
saga um þau en það verður
efni annarrar greinar.
Við, Íslendingar sem erum
andstæðir stríðinu í Írak og
stuðningi íslenskra stjórn-
valda við það, þurfum líka að
tjá umheiminum það í verki
með friðsömum hætti. Fyrr
höfum við ekki kastað af okk-
ur þeirri ábyrgð sem við ella
berum fyrir tilverknað rík-
isstjórnarinnar. Þjóðarhreyf-
ingin hefur góðu heilli skapað
farveg til að lýsa fyrir heim-
inum að mikill meirihluti ís-
lensku þjóðarinnar er
andsnúinn innrásinni í Írak. Auglýsingin
sem Þjóðarhreyfingin mun birta í New
York Times í næsta mánuði er sá farvegur,
og ég hvet alla Íslendinga, hvar í flokki sem
þeir standa, til að leggja af mörkum til að
fjármagna það þjóðþrifaverk.
Upplognar ástæður innrásar
Í kjölfar innrásarinnar hafa 100.000 –
eitt hundrað þúsund – íraskir borgarar fall-
ið fyrir sprengjum og byssukúlum. Íslensk-
ir ráðamenn tala jafnan eins og þeir séu
stoltir af þessum stuðningi og þeir hafi átt
þátt í að bjarga Írak frá glötun. Davíð
Oddsson sagði í umræðum á fyrsta starfs-
degi þingsins að Íslendingar ættu að vera
stoltir af atbeina sínum að þróuninni í Írak
því hún hefði gefið Írökum von. Hvaða von
hafa þeir hundrað þúsund Írakar, sem
breska læknaritið Lancet segir að hafi far-
ist í styrjöldinni?
Nú er svo komið að fyrir liggja óyggjandi
staðfestingar eftir rannsóknir óháðra
breskra og bandarískra þingnefnda að inn-
rásin í Írak var gerð á upplognum for-
sendum. Hún átti að verða til að uppræta
gereyðingarvopn Saddams Husseins og
eyða víghreiðrum hermdarverkasamtaka á
borð við Al-Queida. Niðurstaða þver-
pólitískra þingrannsóknarnefnda í báðum
innrásarríkjunum er hins vegar sú að ekki
hafi fundist tangur né tetur af gereyðing-
arvopnum. Þar sannaðist það sem Robin
Cook fyrrum utanríkisráðherra Breta
sagði þegar hann tilkynnti afsögn sína úr
ríkisstjórn Breta sem leiðtogi þingsins, að
leynilegar upplýsingar breskra njósnara
sýndu að í Írak væru engin efnavopn nema
leifar þeirra sem búin voru til með leyfi
Bandaríkjamanna og Breta á þeim tíma
þegar Saddam Hussein var helsti fullrúi
þeirra í þessum heimshluta og framdi með
þeim hrannmorð á Kúrdum án þess að vinir
Saddams í vestrænum ríkisstjórnum sæju
þá ástæðu til að skikka hann til friðar með
vopnavaldi. Sama máli gilti um víghreiður
Al-Queida. Engin merki hafa fundist um að
Írak hafi undir Saddam Hussein verið sér-
stakt útibú Al-Queida. Þvert á móti hefur í
auknum mæli komið fram að þeir sem
Bandaríkjamenn hafa litið á sem helstu
stuðningsmenn sína á svæðinu, Sádi-
Arabar, hafi fjármagnað Al-Queida í ríkum
mæli. Staðreyndin var einfaldlega sú, að
ástæðurnar sem búnar voru til fyrir innrás-
inni í Írak voru án flugufótar.
Það er svo þyngra en tárum taki að
heyra íslenska ráðamenn, ekki síst for-
sætisráðherrann, tala um að fortíðin skipti
ekki máli varðandi Írak. Nú sé það bara
framtíðin sem eigi að telja. Telur Halldór
Ásgrímsson kannski að fortíðin skipti ekki
máli fyrir þá hundrað þúsund saklausu
borgara sem hafa farist í átökunum sem Ís-
lendingar styðja í Írak, konur, börn og
gamalt fólk? Hvílíkur glannaskapur að tala
svona!
Staða íraskra kvenna
Nú er svo komið að algert uppnám ríkir í
Írak. Það ríkir í reynd borgarastyrjöld í
landinu. Ástandið versnar dag frá degi.
Þeir tveir Íslendingar sem
bera ábyrgð á stuðningi Ís-
lands við innrásina, Davíð
Oddsson og Halldór Ás-
grímsson, virðast algerlega
blindir á stöðuna í Írak. Ég
hef fyrr í þessari grein rifj-
að upp glannaleg ummæli
utanríkisráðherra í þá veru
að við Íslendingar ættum
að vera stoltir af okkar
þætti í þróuninni í Írak. En
það bar ekki síður vitni um
ótrúlega vanþekkingu þeg-
ar formaður Sjálfstæð-
isflokksins sagði, orðrétt,
um íraskar konur: „Konur
eiga nú von í þessu landi
sem þær áttu enga áður.“
Hvaða von er það sem utanríkisráðherra
Íslands er að tala um í þessum orðum?
Guðbjörg Sigurðardóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, var í Írak um hríð og hún sendi
Morgunblaðinu fyrir skömmu grein þar
sem hún ræddi stöðu kvenna í Írak í kjölfar
innrásarinnar. Hún greinir frá því hvernig
innrásin hefur sums staðar leitt skelfilegar
hörmungar yfir konur sérstaklega: „Sums
staðar hafa karlar nauðgað ungum stúlkum
„til að verða á undan Bandaríkjamönnum“.
Fjöldamargar konur í háskólum hafa verið
beittar ofbeldi fyrir það eitt að ganga í
gallabuxum eða vera ekki með blæju. Kon-
ur sem heimsækja hárgreiðslustofur verða
fyrir árásum og eru klipptar opinberlega
þeim til minnkunnar. Þúsundum bréfa hef-
ur verið dreift þar sem konur eru varaðar
við óíslömsku hátterni, svo sem að ganga
berhöfðaðar, mála sig, heilsa karlmönnum
með handabandi eða umgangast þá. Meira
en 1.000 konur hafa hætt háskólanámi til að
sleppa undan þessum ofsóknum.“
Við þessar aðstæður búa konur sums
staðar í Írak og samt leyfir íslenski utan-
ríkisráðherrann sér að halda því fram að
íraskar konur ættu sér nú von sem þær
áttu ekki áður! Mann setur hljóðan gagn-
vart gáleysilegu tali af þessu tagi. Íslenskir
ráðamenn kunna ekki einu sinni að skamm-
ast sín fyrir voðaverkin sem innrásin leiddi
til, heldur eru þeir svo kyrfilega lokaðir í
fílabeinsturni sínum að þeir
virðast ekki hafa hugmynd um á
hvaða klafa þeir bundu íslensku
þjóðina með stuðningnum við
ósköpin í Írak. Þeir eru svo full-
komlega úr tengslum við veru-
leikann sem þeir hafa átt þátt í
að skapa að þeir telja sjálfum
sér trú um að þeir hafi fært nýja
von íröskum konum, sem búa
við daglegt ofbeldi og eiga yfir
höfði sér misþyrmingar. Nið-
urstaða Guðbjargar Sigurðardóttur er
skýr: „Það sem innrás og herseta hefur
fært írösku þjóðinni er einna helst lögleys-
an og uppgangur fasískra íslamskra
hryðjuverkahópa sem með hræðslu og
hryllingi vilja koma á miðaldalögum sem
bitna verst á konum og börnum.“
Af lista hinna viljugu, vígfúsu
Stuðningur við innrásina í Írak var veitt-
ur að íslensku þjóðinni fornspurðri, og án
lögbundins samráðs við fulltrúa hennar.
Ekki ætla ég að þá tvímenninga Davíð og
Halldór hafi órað fyrir því hvað innrásin
hefði í för með sér. Nú horfast menn hins
vegar í augu við staðreyndir. Þjóðir heims,
þar á meðal Ísland, komast ekki hjá því að
taka þátt í uppbyggingunni sem feigðar-
flanið hefur leitt til í Írak. Sjálfur tel ég að
siðferðileg ábyrgð þeirra sem studdu inn-
rásina sé slík, að þeim beri siðferðileg
skylda til að kosta miklu meira til uppbygg-
ingarinnar en ætlað var. En á jólum eiga
kristnar þjóðir að horfast í augu við að það
er í andstöðu við þeirra eigin grundvall-
argildi að styðja óhæfu á borð við innrásina
í Írak. Við Íslendingar eigum að nota jólin
til að íhuga með hvaða hætti við getum
bætt fyrir þau mistök sem í okkar nafni
voru gerð með stuðningi við innrásina. Þau
eru svartasti bletturinn á utanríkisstefnu
Íslendinga um áratugi. Minning hinna
hundrað þúsund saklausu kallar á end-
urmat af hálfu okkar Íslendinga.
Össur Skarphéðinsson
gagnrýnir ríkisstjórnina
fyrir að styðja innrás
Bandaríkjamanna í Írak
Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
’Við Íslendingar eigum að notajólin til að íhuga með hvaða hætti
við getum bætt fyrir þau mistök
sem í okkar nafni voru gerð með
stuðningi við innrásina. Þau eru
svartasti bletturinn á utanrík-
isstefnu Íslendinga um áratugi.‘
Össur Skarphéðinsson
Hundrað þúsund
Írakar eru fallnir
ugleika manna í mín-
slíkum aðferðum er
er það heiður að vera
r og mega vinna að
rlegra
gum
ð nota
árása
nar
í eig-
i að
s-
æð-
er von
nund-
essum
gæti
gi.
rmann-
amt
það ekki
r sem
ð skipu-
rnum umferðaræðum.
g sem segja til um
tjórnir og samgöngu-
skipulagi og gerð
rð við vegi sem lagðir
gra land. Við und-
kkun Reykjanes-
æ hefur í einu og öllu
um og reglum. Þar
strangari kröfur en
t við vegagerð hér á
mgönguráðherra
gasemdir verið gerðar
skilyrði verið sett eða
takmarkanir gagnvart Vegagerðinni
eins og Ragnar Önundarson lætur í
veðri vaka. Milli samgönguráðherra
og bæjaryfirvalda í Garðabæ standa
engar deilur. Ég tel það
skyldu mína að vinna
með bæjaryfirvöldum í
Garðabæ að því mik-
ilvæga verkefni að
byggja upp samgöngu-
mannvirkin í þessu vax-
andi bæjarfélagi. Ég
mun ekki láta klámhögg
Ragnars Önundarsonar
trufla mig í þeim ásetn-
ingi. Ég hef fundið það
mjög greinilega að rétt-
sýnir menn í Garðabæ
kunna Ragnari Önund-
arsyni litlar þakkir fyrir
það framtak að nota síð-
ur Morgunblaðsins fyrir
tilefnislausar og
ódrengilegar árásir á einstaklinga í
nafni Garðbæinga. Það er langmesta
hagsmunamál Garðbæinga að rétt-
kjörin stjórnvöld bæjarins fái frið til
þess að vinna sitt mikilvæga starf við
uppbyggingu samgöngumannvirkja í
góðri samvinnu við samgönguyfirvöld
í landinu. Reynsla mín af stjórnendum
í Garðabæ bæði fyrr og síðar er á
þann veg að þeim er best treystandi
fyrir því að halda vel á hagsmunum
bæjarins og bæjarbúa.
Höfundur er samgönguráðherra.
Sturla Böðvarsson
ð gjalda?
í einhverjum miklum
er kannski á örorku
og það vantar þessar
geta gert sér glaðan
gir Miriam og bendir á
ér hjálpar sem þurfi á
ma til okkar stolt
m sextán þúsund ein-
ð baki þeim beiðnum
jölskylduhjálp Íslands
en samtökin þjónusta
sögn Ásgerðar Jónu
anns Fjölskylduhjálp-
ar Íslands, leituðu um tvö hundruð fjöl-
skyldur til samtakanna í vikubyrjun og í
gær var opið til að sinna þeim sem ekki
áttu heimangengt í upphafi vikunnar.
Aðspurð telur Ásgerður ekki að þörf-
in hafi aukist milli ára, en hún sé hins
vegar orðin mun sýnilegri en áður var.
„Ég er ekki á því að þetta hafi aukist,
hins vegar held ég að fólk sýni meiri
sjálfsbjargarviðleitni. Eftir því sem
vandinn er sýnilegri þá þorir fólk frekar
að koma. Við leggjum líka áherslu á að
fólk eigi að koma til okkar stolt, því í
flestum tilfellum er það ekki fólki sjálfu
að kenna hver staða þess er.“
raðstoð
milli ára
Morgunblaðið/RAX
ísleg aðstoð
krossins um jólin
anir hafa verið á viku og okkur sýnist þetta ætla að verða
ir nú síðustu vikurnar fyrir jól en í fyrra, án þess að ég hafi
ur á þessari stundu,“ segir Örn Ragnarsson, formaður fata-
var Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og und-
a deildir Rauða krossins aðstoðað fólk í mikilli þörf, en sam-
ngum frá Rauða krossinum er ríflega helmingur af
til einstaklinga í ár veittur í desembermánuði.
ild Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefnd starfa saman
við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur í Kópavogi fyrir
f Rauða kross deilda á Austurlandi við Verkalýðsfélagið Afl,
Múla og Kaupfélagið er gott dæmi um farsælt samstarf um
lin segir Helga G. Halldórsdóttir, sviðsstjóri innanlandsviðs
lands, en saman aðstoða þessir aðilar 30 einstaklinga á Aust-
arsími Rauða krossins, 1717, er opinn allan sólarhringinn og
hvarf fyrir heimilislausar konur í Eskihlíð 4 í Reykjavík er
arnar frá 21–9.