Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓNVARP
06.00 Fréttir.
06.05 Árla dags. Umsjón: Vilhelm G. Krist-
insson.
06.45 Veðurfregnir.
06.50 Bæn. Séra Örn Bárður Jónsson flytur.
07.00 Fréttir.
07.05 Árla dags.
07.30 Morgunvaktin. Fréttir og fróðleikur.
Stjórnandi: Óðinn Jónsson.
07.30 Fréttayfirlit.
08.00 Fréttir.
08.30 Fréttayfirlit.
08.30 Árla dags.
09.00 Fréttir.
09.05 Laufskálinn. Umsjón: Anna Margrét
Sigurðardóttir.
09.40 Úr Gráskinnu. Þórbergur Þórðarson les
þjóðsögur. Hljóðritun frá 1962. (1:4)
09.50 Morgunleikfimi með Halldóru Björns-
dóttur.
10.00 Fréttir.
10.03 Veðurfregnir.
10.15 Norrænt. Af músik og manneskjum á
Norðurlöndum. Umsjón: Guðni Rúnar Agn-
arsson.
11.00 Fréttir.
11.03 Samfélagið í nærmynd. Umsjón: Leifur
Hauksson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
12.00 Fréttayfirlit.
12.03 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.50 Dánarfregnir og auglýsingar.
13.00 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og
óstaðbundnar.
14.00 Fréttir.
14.03 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og
óstaðbundnar.
15.00 Fréttir.
15.03 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og
óstaðbundnar.
16.00 Fréttir.
16.10 Veðurfregnir.
16.13 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og
óstaðbundnar.
17.00 Fréttir.
17.03 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og
óstaðbundnar.
18.00 Kvöldfréttir.
18.24 Auglýsingar og dánarfregnir.
18.34 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og
óstaðbundnar.
20.00 Jólakveðjur. Kveðjur í sýslur landsins.
21.55 Orð kvöldsins. Hildur Eir Bolladóttir
flytur.
22.00 Fréttir.
22.10 Veðurfregnir.
22.15 Jólakveðjur. Kveðjur í sýslur landsins,
almennar kveðjur og óstaðbundnar.
23.25 Ljúfir jólatónar.
00.00 Fréttir.
00.10 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og
óstaðbundnar.
01.00 Útvarpað á samtengdum rásum til
morguns.
RÍKISÚTVARPIÐ RÁS 1 FM 92,4/93,5
SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 SÝNSKJÁREINNI
BÍÓRÁSIN
16.30 Þrekmeistarinn
2004 e.
16.50 Leiðarljós (Guiding
Light)
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 Stundin okkar
18.15 Fræknir ferðalangar
(Wild Thornberries)
(18:26)
18.45 Jóladagatal Sjón-
varpsins (23:24)
19.00 Fréttir, íþróttir og
veður
19.35 Kastljósið
20.10 Nýgræðingar
(Scrubs III) Gam-
anþáttaröð um læknanem-
ann J.D. Dorian og ótrú-
legar uppákomur sem
hann lendir í. Aðalhlutverk
leika Zach Braff, Sarah
Chalke, Donald Adeosun
Faison, Ken Jenkins, John
C. McGinley og Judy
Reyes. (63:68)
20.35 Tala úr sér vitið
Heimildarmynd í léttum
dúr um farsímanotkun eft
ir Sigurgeir Orra Sig
urgeirsson.
21.10 Launráð (Alias III)
Bandarísk spennuþátta-
röð. Meðal leikenda eru
Jennifer Garner, Ron
Rifkin, Michael Vartan og
Carl Lumbly. Atriði í þátt-
unum eru ekki við hæfi
barna. (59:66)
22.00 Tíufréttir
22.20 Af fingrum fram
Gestur hans í þessum
þætti er Rafn Jónsson. e.
23.10 Jólatréð (The
Christmas Tree) Fjöl-
skyldumynd frá 1996 um
nunnu og mann sem
vingast við hana. Leik-
stjóri er Sally Field og í
helstu hlutverkum eru Jul-
ie Harris, Trini Alvarado,
Andrew McCarthy og Suzi
Hofrichter. e.
00.45 Kastljósið e.
01.10 Dagskrárlok
06.58 Ísland í bítið
09.00 Bold and the Beauti-
ful
09.20 Í fínu formi
09.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours
12.25 Í fínu formi
12.40 Jag (Drop Zone)
(20:25) (e)
13.25 Lífsaugað (e)
14.05 The Block 2 (5:26)
(e)
14.50 Miss Match (11:17)
(e)
15.35 Bernie Mac 2 (Bern-
ie Mac Rope-A-Dope)
(11:22) (e)
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.53 Neighbours
18.18 Ísland í dag
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag
19.35 Jesús og Jósefína
(23:24)
20.00 Osbournes Christ-
mas Special (Jól hjá Os-
bourne-fjölskyldunni).
20.50 Adams Sandler’s
Eight Crazy Nights (Átta
villtar nætur) Leikstjóri:
Seth Kearsley. 2002.
22.20 The North Holly-
wood Shoot-Out (Skotbar-
dagi í Hollywood) Aðal-
hlutverk: Michael Madsen,
Ron Livingston, Ray Bak-
er og Mario Van Peebles.
Leikstjóri: Yves Simon-
eau. 2003.
23.50 Crossing Jordan 3
(Réttarlæknirinn) Bönnuð
börnum. (11:13) (e)
00.35 The Spanish Priso-
ner (Spænski fanginn) Að-
alhlutverk: Steve Martin,
Campbell Scott og Ben
Gazzara. Leikstjóri: David
Mamet. 1997.
02.20 Fréttir og Ísland í
dag
03.40 Ísland í bítið (e)
05.15 Tónlistarmyndbönd
frá Popp TíVí
16.00 Sjáðu
16.30 70 mínútur
18.15 David Letterman
19.00 World’s Strongest
Man (Sterkasti maður
heims)
19.30 European PGA Tour
(Dunhill Championship)
20.30 NFL-tilþrif
21.00 Gods Must Be Crazy,
The (Guðirnir hljóta að
vera geggjaðir) Þriggja
stjarna gamanmynd sem
gerist meðal búskmanna í
óbyggðum Afríku. Xixo
veit ekkert um vestræna
menningu og verður því
furðu lostinn þegar kók-
flaska verður á vegi hans.
Leikstjóri: Jamie Uys.
1981.
22.45 David Letterman
23.30 Boltinn með Guðna
Bergs
01.00 Romancing the
Stone (Ævintýrasteinn-
inn) Aðalhlutverk: Michael
Douglas, Kathleen Turn-
er, Danny Devito, Zack
Norman og Alfonso Arau.
Leikstjóri: Robert Zem-
eckis. 1984. Bönnuð börn-
um.
07.00 Blandað efni
17.00 Ron Phillips
17.30 Gunnar Þor-
steinsson (e)
18.00 Joyce Meyer
18.30 Fréttir á ensku
19.30 Í leit að vegi Drott-
ins
20.00 Kvöldljós
21.00 Um trúna og til-
veruna (e)
21.30 Joyce Meyer
22.00 Acts Full Gospel
22.30 Joyce Meyer
23.00 Fréttir frá CBN
00.00 Nætursjónvarp
Sjónvarpið 22.20 Gestur Jóns Ólafssonar í þættinum
Af fingrum fram verður Rafn heitinn Jónsson, sem féll frá í
ár eftir margra ára baráttu við MND-sjúkdóminn. Þeir fé-
lagar ræða farsælan tónlistarferil Rafns.
06.00 Joe Dirt
08.00 Four Weddings And
A Funeral
10.00 Muppet Treasure
Island
12.00 Tortilla Soup
14.00 Joe Dirt
16.00 Four Weddings And
A Funeral
18.00 Muppet Treasure
Island
20.00 Tortilla Soup
22.00 Braveheart
00.55 Skammdegi
02.25 Showtime
04.00 Desperado
OMEGA
RÁS2 FM 90,1/99,9 BYLGJAN FM 98,9
00.10 Glefsur. Brot af því besta úr morgun- og
dægurmálaútvarpi gærdagsins. 01.00 Fréttir.
01.03 Ljúfir næturtónar. 02.00 Fréttir. 02.03
Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Næt-
urtónar. 05.00 Fréttir og fréttir af veðri og flug-
samgöngum. 05.05 Næturtónar. 06.00 Fréttir.
06.05 Einn og hálfur með Magnúsi R. Ein-
arssyni. 07.30 Morgunvaktin. Fréttir og fróð-
leikur. Stjórnandi: Óðinn Jónsson. 07.30 Frétta-
yfirlit. 08.00 Fréttir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.30
Einn og hálfur með Gesti Einari Jónassyni. 09.00
Fréttir. 10.00 Fréttir. 10.03 Brot úr degi. Um-
sjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 11.00 Fréttir.
11.30 Íþróttaspjall. 12.00 Fréttayfirlit. 12.03
Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45
Poppland. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson,
Guðni Már Henningsson og Freyr Eyjólfsson.
14.00 Fréttir. 15.00 Fréttir. 16.00 Fréttir.
16.10 Dægurmálaútvarp Rásar 2. Starfsmenn
dægurmálaútvarpsins rekja stór og smá mál
dagsins. 17.00 Fréttir. 18.00 Kvöldfréttir.
18.24 Auglýsingar. 18.26 Tónlist að hætti húss-
ins. 19.00 Sjónvarpsfréttir og Kastljósið. 20.00
Ljúf jólatónlist með Ragnari Páli Ólafssyni. 22.00
Fréttir. 22.10 Ljúf jólatónlist. Að hætti hússins.
00.00 Fréttir.
05.00-07.00 Reykjavík síðdegis endurflutt
07.00-09.00 Ísland í bítið
09.00-12.00 Ívar Guðmundsson
12.00-12.20 Hádegisfréttir
12.20-13.00 Óskalaga hádegi
13.00-16.00 Bjarni Arason
16.00-18.30 Reykjavík síðdegis
18.30-19.30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Ísland í
dag.
19.30 Bragi Guðmundsson
Fréttir: Alltaf á heila tímanum kl. 9.00–17.00
íþróttafréttir kl. 13.
Jólakveðjur á Rás 1
Rás 1 13.00 Ómissandi þáttur í
jólaundirbúningnum er að hlusta á
lestur jólakveðja á Þorláksmessu.
Hinar góðkunnu þularraddir fá á sig
jólalegt yfirbragð þegar lesnar eru
kveðjur. Jólalög frá ýmsum löndum
eru leikin fyrir þá hlustendur sem
enn eru að skreyta, pakka inn og
leggja síðustu hönd á jólaundirbún-
inginn.
ÚTVARP Í DAG
07.00 70 mínútur
17.00 70 mínútur
18.00 17 7
19.00 Íslenski popp listinn
21.00 Idol Extra (e)
21.30 Prófíll
22.03 70 mínútur
23.10 Headliners (Metal-
lica) Tónlistarþáttur sem
gerir manni kleift að kynn-
ast sínum uppáhalds-
hljómsveitum.Hljómsveit-
irnar koma fram í
sjónvarpssal og spila fyrir
áhorfendur. (e)
23.40 Sjáðu (e)
00.00 Meiri músík
Popp Tíví
17.00 The Jamie Kennedy
Experiment (e)
17.30 Þrumuskot - ensku
mörkin (e)
18.30 Fólk - með Sirrý (e)
19.30 Borðleggjandi með
Völla Snæ (e)
20.00 Malcolm In the
Middle
20.30 Everybody loves
Raymond
21.00 The King of Queens
21.30 Will & Grace
22.00 CSI: Miami
22.45 Jay Leno
23.30 The Bachelorette
Chris hinn ómótstæðilegi
kallar karlana saman og
útskýrir fyrir þeim að á
næstunni verði á einu
stefnumótinu fái einn að
vera með Meredith, á öðru
fái tveir að hitta hana og á
því þriðja fái sjö að manga
með henni. (e)
00.15 The L Word - loka-
þáttur Opinská þáttaröð
um lesbískan vinkvenn-
ahóp í Los Angeles. Smá-
bæjarstelpan Jenny eltir
kærastann sinn til borg-
arinnar en uppgötvar nýja
hlið á sjálfri sér þegar hún
kynnist kaffihúsaeigand-
anum Marinu. Bette og
Tina hafa verið í föstu
sambandi í 7 ár og langar
að eignast barn, hár-
greiðslukonan Shane hef-
ur ekki trú á föstum sam-
böndum og finnur sér því
nýjan rekkjunaut í hverri
viku en hin tvíkynhneigða
Alice leitar að hinni einu
sönnu ást. Framagjarni
tennisleikarinn Dana þorir
ekki út úr skápnum af ótta
við áhrifin sem það kynni
að hafa á feril henn-
ar.Magnaðir þættir um
sterkar konur. (e)
01.00 Bonfire of the Van-
ities
03.00 Óstöðvandi tónlist
Stöð 2 sýnir þátt um Osbourne-jólahaldið
ÝMISLEGT hefur gengið á
í lífi Osbourne-fjölskyld-
unnar síðustu misseri og
flest fyrir opnum tjöldum,
enda samþykkti fjölskyldan
að hleypa myndavélum
MTV-sjónvarpsstöðvarinnar
inn á heimili sitt og festa á
filmu öll atvik í lífi hennar;
smá sem stór. Skin og skúr-
ir hafa skipst á eins og hjá
flestum; m.a. slasaðist fjöl-
skyldufaðirinn, Ozzy, lífs-
hættulega, eiginkona hans,
Sharon, fékk krabbamein og
systkinin Kelly og Jack
lentu í vandræðum með
vímuefnaneyslu. Í kvöld
slappa þau hins vegar af og
halda jólin hátíðleg með sín-
um hætti. Reyndar má fast-
lega búast við því að sá hátt-
ur verði talsvert
frábrugðinn hefðbundnu
jólahaldi, en það kemur í
ljós á Stöð 2 í kvöld.
Reuters
Jól með Osbourne-
fjölskyldunni eru á dag-
skrá Stöðvar 2 kl. 20 í
kvöld.
Jól í húsi Ozzys
ÞAÐ ER ekki hægt að segja að
ég hafi fylgst mjög náið með
Idol-Stjörnuleit á Stöð 2 í ár,
en þó held ég að ég hafi séð og
heyrt til allra keppenda í 32
manna úrslitum. Þættirnir eru
hin besta skemmtun og nokkr-
ir keppendur eru afar hæfi-
leikaríkir en aðrir lakari eins
og gengur.
Þó er tvennt sem hefur vak-
ið athygli mína varðandi fram-
göngu keppenda. Fyrra atriðið
varðar enskuframburð þeirra
sem er alveg hreint óhemju lé-
legur, með sárafáum undan-
tekningum. Auðvitað er þetta
svo sem skiljanlegt þar sem
okkur er ekki eðlislægt að tala
ensku en þó held ég að hægt sé
að gera þær kröfur til fólks
sem velur sér að syngja á eng-
ilsaxnesku frekar en móður-
málinu að það fari skammlaust
með textann. Sá sem ber orðið
„touch“ fram „töts“ á hrein-
lega frekar að velja sér lag á ís-
lensku til að flytja. Þarna er
um fagurfræðilegt mat að
ræða, hvort sem það á rétt á
sér eða ekki, en auðvitað flokk-
ast þetta samt undir hrein-
ræktað röfl og nöldur.
Hitt atriðið er kannski öllu
alvarlegra fyrir hina söngelsku
þjóð. Það er hinn greinilegi
skortur á frambærilegum karl-
söngvurum hér á landi. Allir
bestu söngvararnir eru stelp-
ur. Hver er skýringin á þessu?
Engin vöntun virðist vera á
mjög hæfileikaríkum söngkon-
um.
Hvað sem þessu nöldri líður
er Stjörnuleit hin besta
skemmtun. Hún hefur verið
himnasending fyrir listræna
æsku þessa lands og gefið
henni færi á að spreyta sig á
frægðinni. Við verðum vitni að
því hvernig krakkarnir færast
allir í aukana; sjálfsálit og -ör-
yggi vaxa og flestir takast þeir
á við þetta verkefni af mikilli
alvöru og metnaði.
Nöldur um Stjörnuleit
Ljósvakinn
Ívar Páll Jónsson
STJARNAN 94,3SKONROKK 90,9X-ið FM 97,7 FM957 FM 95,7LINDIN FM 102,9RADÍÓ REYKJAVÍK 104,5ÚTVARP SAGA FM 99,4LÉTT FM 96,7ÚTVARP BOÐUN FM 105,5KISS FM 89,5ÚTVARP LATIBÆR FM 102,2MIX FM 91,9