Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta bókin um íslenska stjörnuhimininn Loksins er fáanleg handbók fyrir þá sem hafa unun af því að horfa til himins á vetrarkvöldum. Með myndum og kortum og greinargóðum upplýsingum er kennt hvernig best er að standa að stjörnuskoðun hérlendis. Bók sem ekkert heimili getur verið án. Í fyrsta sinn á Íslandi! • 53 stjörnumerki sem sjást frá Íslandi • Allt um stjörnuskoðun • Örnefnakort af tunglinu • Mikill fjöldi mynda og stjörnukorta Stjörnuskífa fylgir með! 1. sæti Handbækur 2. prentun komin í verslanir 1. prentun uppseld 2. sæti Handbækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 15. – 21. des. MEIRIHLUTI þeirra jólatrjáa sem prýða heimili lands- manna um jólin er norðmannsþinurinn sem er fluttur inn frá Danmörku. Að sögn Kristins Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Blómavals, eru á bilinu 80–90% allra seldra lifandi jólatrjáa hérlendis norðmannsþinur. Hann reiknar með að heildarsala jólatrjáa á landsvísu sé á bilinu 40–45 þúsund jólatré og gætu íslenskir skógar ekki annað slíkri eftirspurn. Íslenska stafafuran hefur verið mjög vinsæl fyrir þessi jól og sums staðar selst upp, en framboðið er skiljanlega mun minna en á erlendum trjám. Jólatré hérlendis koma úr grisjuðum skógum en eru ekki sérstaklega ræktuð til þess líkt og í Danmörku. Af íslensku trjátegundunum selst mest af stafafuru og rauðgreni. „Við fáum engan veginn annað eftirspurn eft- ir íslenskum trjám,“ segir Kristinn. Mest selt síðustu daga fyrir jól Aðspurður segir Kristinn jólatrjáasöluna ná hámarki tveimur dögum fyrir jól en hann átti von á því að heild- arsalan í gær næmi á bilinu 10–15% af heildarsölu jóla- trjáa sem hófst 1. desember. Hann segist hafa veitt því eftirtekt að fólk kaupi hærri jólatré en oft áður. Hann bendir á að verð á jólatrjám hafi verið að lækka og getur það átt sinn þátt í því að fólk kaupi hærri og dýrari tré. Hann segir að tré sem eru á bilinu tveir til tveir og hálfur metri á hæð séu orðin mjög algeng. „Við höfum aldrei selt eins mikið í sögu Blómavals af yfir tveggja metra trjám,“ segir Kristinn. Mest hefur selst af norðmannsþin hjá Garðheimum líkt og í Blómavali enda mest framboð af þeim trjám. Þar var búist við að gærdagurinn yrði einn stærsti söludag- urinn fyrir jól líkt og undanfarin ár. Að sögn Steinunnar Reynisdóttur, deildarstjóra garðyrkjudeildar, hefur sal- an verið nokkuð jöfn í desember. Hún segir töluvert framboð hafa verið af íslenskum trjám en þau séu hins vegar að klárast. „Það eru allir að leita að coca cola- trénu,“ segir Steinunn aðspurð um hvernig jólatré fólk sé að leita að. Hún segist eiga við með því að trén eigi að vera þétt alla leið upp og ekki mjög umfangsmikil. Þægilegt að eiga við gervitrén Hjá Bandalagi íslenskra skáta (BÍS) er hægt að kaupa eina tegund gervitrés í mörgum stærðum, eða frá 90 cm upp í fimm metra hátt. Tréð er einna líkast norðmanns- þin í útliti að sögn Þorsteins Sigurðssonar, framkvæmd- arstjóra BÍS. Hann telur að rúmur helmingur íslenskra heimila sé með gervitré. BÍS hóf sölu á gervitrjám fyrir 11 árum og frá þeim tíma hafa á bilinu 17–20 þúsund gervitré selst hjá BÍS. Hann segir fólk duglegt að kaupa gervitré þótt eitthvað hafi dregið úr sölunni að und- anförnu enda fleiri aðilar farnir að selja gervitré. Meirihluti jólatrjáa er norðmannsþinur en furan vinnur á „Það eru allir að leita að coca cola-trénu“ Morgunblaðið/RAX Guðjón og Kristjana kaupa jólatré í Garðheimum. NEFND, sem vinnur að því að Bobby Fischer fái frelsi, hefur leitað til Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, og beðið hann að beita sér fyrir því að Bobby Fischer fái að yfirgefa Japan og fara til Íslands. Í gær hafði ekki borist svar við mála- leitaninni. Koizumi var sent bréf 20. desember síð- astliðinn og undir það ritar John Bosnitch, sem unnið hefur að lausn Fischers. Þar kemur fram að nefndin telur sig hafa óvefengjanlegar sannanir fyrir því að bandaríska utanríkisráðuneytið hafi ekki beitt lögmætum aðferðum þegar vegabréf Fischers var ógilt. Svo virðist sem reyna hafi átt að fá Fischer framseldan frá Japan „bakdyrameg- in“ vegna alls óskyldrar ákæru frá 1992. Bréfritari kveðst ekki hafa ritað Koizumi fyrr því fram að þessu hafi engin leið virst fær, að jap- önskum lögum, fyrir forsætisráðherra landsins að beita valdi sínu til að leysa þetta mál með friðsamlegum hætti. Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands, hinn 15. desember síðastliðinn, um að hún sé fús að veita Fisch- er dvalarleyfi hér á landi og leyfa honum að koma vega- bréfslausum hafi breytt stöð- unni. Þar til þetta boð barst hafi verið erfitt fyrir Japan að leyfa Fischer að yfirgefa landið, því hann sé án gildra ferðaskilríkja. Vitnað til tengsla við „Ljónshjarta“ Vitnað er til þess að forsætisráðherra Japans gefur út fréttabréf sem heitir „Ljónshjarta“ og á það að vísa til þess að hár forsætisráðherrans þyk- ir líkjast ljónsmakka. Bréfritari telur titilinn frem- ur vísa til hjartalags en hárs Koizumis, manns sem sýnir þá dirfsku að breyta rétt í erfiðum kring- umstæðum. Þekktasta „ljónshjartað“ hafi verið Ríkarður I, Englandskonungur, sem sjálfur varð fyrir því að vera haldið saklausum fjarri fóstur- jörðinni. Enginn maður, hvorki konungur skák- borðsins né konungur lands, ætti að þurfa að þola langa fangavist þegar réttlát og skynsamleg leið opnaðist til að láta hann lausan. Í japönskum lög- um sé fær leið, „sjálfviljug brottför“. Þar er ein- staklingi, sem stendur frammi fyrir því að vera vísað frá Japan, leyft að yfirgefa landið af eigin vilja. Boð Íslands um að taka við Fischer, án gilds vegabréfs, geri „sjálfviljuga brottför“ mögulega. Höfðað til forsætisráðherra Japans að láta Fischer lausan Junichiro Koizumi  Sjá www.mbl.is/ítarefni FUNDUR um Bobby Fischer var haldinn í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í gær, á vegum Fischer- nefndarinnar. Þar var sagt frá ævi skáksnillings- ins sem hlaut heimsmeistaratitil þegar hann sigr- aði Boris Spassky í „einvígi aldarinnar“ í Reykja- vík 1972. Á dagskrá fundarins var umfjöllun um ávinning sem íslenska þjóðin hafði af skákeinvíginu, lestur Ólafs Jóhanns Ólafssonar úr nýrri skáldsögu sinni, Sakleysingjarnir og ávörp Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambandsins, Guð- mundar G. Þórarinssonar, fyrrverandi forseta Skáksambandsins, Helga Ólafssonar stórmeist- ara, Sæmundar Pálssonar og Hrafns Jökulssonar. Morgunblaðið/Ómar Fundað um Fischer SÆMUNDUR Pálsson, stuðningsmaður og vin- ur Bobby Fischers skákmeistara, taldi í gær ólíklegt að nokkuð nýtt yrði að frétta af málum Fischers fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Í dag mun vera frídagur í Japan og skrifstofur lok- aðar. Mosoko Suzuki, lögmaður Fischers, óskaði eftir fundi með yfirvöldum málefna útlendinga. Þegar hún mætti, ásamt sér eldri og reyndari lögfræðingi, til fundarins í gær var þeim tjáð að vegna mikilvægis málsins hefði vettvangur þess og öll gögn verið flutt frá skrifstofu útlendinga- eftirlitsins á flugvellinum í höfuðstöðvarnar inni í borginni. Því þurfti að óska eftir öðrum fundi sem verður í fyrsta lagi í fyrramálið. Að sögn Sæmundar ætlaði Fischer að hringja í hann í dag, þótt ólíklegt væri að hann gæti flutt nokkr- ar nýjar fréttir. Í málinu er á vissan hátt þrátefli, að sögn Sæ- mundar. Japanir munu vilja að Fischer falli frá máli sem hann höfðaði vegna þess að hann var sviptur vegabréfinu að beiðni Bandaríkja- manna. Sæmundur segir Fischer og fleiri telja að ef hann falli frá málssókninni verði hann um- svifalaust fluttur til Bandaríkjanna. Sæmundur kvaðst ekki mundu fara til Japans fyrr en eitthvað væri fast í hendi varðandi lausn Fischers. „Ég er tilbúinn með þetta lítilræði sem ég tæki með mér í töskum. Ég færi strax, hvort heldur með áætlunarflugi eða á annan hátt. Maður fer ekkert fyrr en fæst grænt ljós á þetta – það grænt að það liggi ljóst fyrir að þeir ætli að sleppa honum,“ sagði Sæmundur. Þrátefli í máli Bobby Fischers AÐALHEIÐUR Steingrímsdóttir kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri og varaformaður Félags framhaldsskólakennara er ein í kjöri til formanns félagsins næsta kjörtímabil. Elna K. Jónsdóttir, sem verið hefur formaður félagsins síð- ustu ár, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Tíu gefa kost á sér í önnur sæti í stjórn félagsins. Stjórnina skipa fimm menn og þrír til vara. Formaður er kosinn sér- staklega en aðrir stjórnarmenn saman. Kjörseðlum ber að skila fyr- ir 12. janúar nk. Nýr formaður FF ELDUR kom upp í íbúð í parhúsi á Fáskrúðsfirði um kl. 14 í gær. Hús- ráðandi, sem býr einn, var ekki heima þegar kviknaði í. Ekki er tal- ið að eldurinn hafi verið mikill og var hann kulnaður þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. Íbúðin er þó mjög mikið skemmd af völdum reyks, og rúður sprungnar. Eld- skemmdir eru mestar í eldhúsi, en ekki liggur fyrir hver upptök elds- ins voru. Lögreglan á Fáskrúðsfirði rannsakar málið. Eldur í íbúð KB banki og Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, hafa undirritað samning þess efnis að ábyrgð KB banka getur komið í stað sjálfskuld- arábyrgðar einstaklings sem hefur verið að öllu jöfnu skilyrði náms- lána hjá LÍN. Í stað þess að tilnefna ábyrgð- armann, t.d. foreldri eða skyld- menni, geta námsmenn nú samið um bankaábyrgð á námslán sín beint hjá KB banka. Ábyrgð er veitt fyrir hvert skólaár í einu, og því þarf námsmaður að sækja um nýja námslánaábyrgð í upphafi hvers skólaárs. Fyrir veitta ábyrgð þarf lántakandi að greiða 2,5% ábyrgð- argjald af lánsfjárhæð og 350 kr. afgreiðslugjald. Friðrik Hall- dórsson, framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs og Hafliði Krist- jánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, undirrituðu samn- inginn fyrir hönd KB banka. Gunn- ar Birgisson, stjórnarformaður og Steingrímur Ari Arason, fram- kvæmdastjóri, undirrituðu samn- inginn fyrir hönd LÍN. LÍN semur við KB banka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.