Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Krakkar!
Blaðið
ykkar
á aðfangadag
ÞAÐ er stórhættulegt að smygla fíkniefnum
innvortis og það hlýtur einnig að vera sér-
staklega niðurlægjandi fyrir smyglarann þeg-
ar upp um hann kemst.
Þegar maður er handtekinn vegna gruns
um að hann hafi fíkniefni innvortis er hann
sendur í röntgenmyndatöku á sjúkrahúsi en
fíkniefnahylki sjást greinilega á röntgen-
mynd. Ef hann reynist hafa fíkniefni í maga
eða endaþarmi er hann fluttur á lögreglustöð-
ina við Hverfisgötu eða, í þeim tilfellum sem
rannsóknin er í höndum lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli, á lögreglustöðina í Keflavík. Á
báðum þessum stöðum eru sérhönnuð klósett
sem smyglarar eru látnir gera þarfir sínar í.
Það er ekki óalgengt að það taki um tvo sólar-
hringa fyrir fíkniefnahylki sem hafa verið
gleypt að ganga niður og dæmi eru um að það
hafi tekið allt að 5-6 daga. Á meðan fær
smyglarinn hvergi annars staðar að létta á
sér nema í þetta tiltekna klósett og alltaf fylg-
ist lögreglumaður með til að tryggja að sönn-
unargögnum sé ekki spillt. Stykkin sem
smyglarinn gerir í klósettið falla niður í poka
sem hægt er að gera loftþétta með því að
stíga á fótstig á klósettinu. Fíkniefnahylkin
eru þrifin og sótthreinsuð áður en þau eru
send til tæknideildar í rannsókn.
Ef konur smygla fíkniefnum í leggöngum
er náð í þau áður en henni er sleppt.
Þá þarf varla að fjölyrða um hættuna sem
fylgir því að smygla fíkniefnum innvortis, ekki
síst ef þau hafa verið gleypt. Því til staðfest-
ingar þarf ekki annað en að benda á örlög
Vaidasar Juceviciusar sem fannst látinn í
höfninni á Neskaupstað í febrúar. Banamein
hans var þarmastífla vegna fíkniefnahylkja
sem ekki gengu niður. Hann var með um 223
grömm af amfetamíni innvortis.
Myndist stífla í garnakerfi líkamans er að-
eins tímaspursmál hvenær hún dregur menn
til dauða, komist þeir ekki undir lækn-
ishendur.
Hætta á að umbúðirnar rofni
Þá er einnig hætta á að umbúðir utan um
efnin rofni en það veldur bráðri lífshættu,
ekki síst ef hylkið rofnar meðan á flugferð
stendur og langt þar til viðkomandi kemst til
læknis. Áhrifin eru líkust því að hann hafi
tekið of stóran skammt fíkniefna en hvert
hylki inniheldur yfirleitt margfaldan dauða-
skammt af fíkniefnum. Hættan á þessu
eykst eftir því sem hylkin eru lengur í maga.
Mörg dæmi eru um það erlendis að fíkni-
efnasmyglarar hafi látist eftir að fíkniefna-
hylki rofnar í maga þeirra. Miðað við hversu
algengt er orðið að menn smygli hingað
fíkniefnum innvortis hlýtur aðeins að vera
tímaspursmál hvenær það gerist hér á landi.
Smygl á fíkniefnum innvortis er bæði stórhættulegt og niðurlægjandi
Sitja á klósettinu
undir strangri gæslu
Morgunblaðið/Golli
Plastpoki með þeim stykkjum sem smygl-
arinn gerir í klósettið er settur í plastdós.
NÝVERIÐ kom út saga Flugleiða
sem ber heitið Á flugi – áfangar í
sögu Flugleiða. Flugleiðir standa að
útgáfu bókarinnar í tilefni 30 ára af-
mælis félagsins á síðasta ári en höf-
undar bókarinnar eru þær Helga
Guðrún Johnson og Sigurveig Jóns-
dóttir.
Helga Guðrún og Sigurveig segja
erfitt að rekja sögu Flugleiða án
þess að skoða forsöguna. Í upphafs-
kafla bókarinnar er stiklað á stóru
varðandi fyrstu 70 ár íslenskrar
flugsögu. „Það er svo mikil saga á
bak við aðdragandann að tilurð
Flugleiða, að við ákváðum að segja
söguna allt frá stofnun fyrsta flug-
félagsins á Íslandi,“ segir Sigurveig.
Þær segja Flugleiðir hafa orðið til
á erfiðum tímum og sameining
gömlu keppinautanna, Loftleiða og
Flugfélags Íslands, í eitt fyrirtæki
hafa verið örðuga. „Þetta var flókin
sameining og tók langan tíma,“ seg-
ir Helga Guðrún. Hún bendir á að
þótt skrifað hafi verið undir og fé-
lögin sameinuð 1973 hafi sameining-
unni í raun ekki verið lokið fyrr en
nokkrum árum seinna. „Jafnvel má
segja að henni hafi ekki endanlega
verið lokið fyrr en starfsaldurslistar
flugmanna voru sameinaðir árið
1981,“ segir Helga Guðrún. Að auki
hafi þetta verið í fyrsta sinn sem
svona stór félög sameinuðust á Ís-
landi og miklar tilfinningar hafi eðli-
lega legið þar að baki. „Eftir samein-
ingarárin komu alvöru þrengingar
þar sem félagið var alveg við það að
verða gjaldþrota,“ segir Helga Guð-
rún og vísar til „mögru áranna sjö“ í
sögu félagsins, eða 1979-1986.
„Árið 1987 varð svo viðsnúningur
þegar djarfar ákvarðanir voru tekn-
ar sem skiptu sköpum fyrir framtíð
félagsins,“ segir Sigurveig. Flug-
vélaflotinn var endurnýjaður ásamt
því að nýtt leiðakerfi var innleitt,
sem bæði reyndist happadrjúgt og
dugði vel. „Þá hefst þessi mikla upp-
bygging í ferðaþjónustu á Íslandi,“
segir hún. Helga Guðrún segir
næsta stóra skref í sögu Flugleiða
vera þegar félagið hættir að vera
einvörðungu flugfélag og er skil-
greint sem ferðaþjónustufyrirtæki.
Mikil fjölgun áfangastaða
Sigurveig bendir á að á tíunda
áratug síðustu aldar hafi áfanga-
stöðum erlendis fjölgað stórkost-
lega. „Til dæmis var farið að fljúga
til fleiri staða í Bandaríkjunum frá
Keflavík en frá nokkrum öðrum stað
á Norðurlöndunum.“ Þá segja þær
sömuleiðis einkar athyglisvert að
skoða afkomu Flugleiða síðustu þrjú
árin, eða eftir hörmungarnar í
Bandaríkjunum 11. september 2001.
Á meðan velflest flugfélög, bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum hafi lent
í gífurlegum rekstrarerfiðleikum og
jafnvel lagt upp laupana, hafi Flug-
leiðir skilað einhverri bestu afkomu
í sögu sinni. Í bókinni er reynt að
skýra hvernig á þessu stendur.
Sigurveig og Helga Guðrún segja
sögu Flugleiða ekki síst merkilega
fyrir það hvernig hún endurspeglar
íslenska samfélagsþróun. Í takt við
breytingar í samfélaginu hefur flug-
ið gjörbreyst á þessum tíma. Flug
snýst nú ekki einvörðungu um flug-
vélina og tæknilega þætti flugsins.
Nú hafa til dæmis viðskiptafræð-
ingar og verkfræðingar mikið um
það að segja hvert félagið stefnir og
hvert sé flogið. Þær segja vinnuna á
bak við bókina eðlilega vera mikla,
enda hafi farið hálft annað ár í gerð
hennar. Ekki síst hafi mikil vinna
verið fólgin í því að velja og finna
ljósmyndir í bókina, en þær skipta
hundruðum. M.a. var miklum fjölda
einnota myndavéla dreift á alla
vinnustaði Flugleiðafólks og voru
teknar myndir af starfseminni víðs
vegar um heiminn á einum og sama
deginum.
Saga Flugleiða í 30 ár komin út í bók
Endurspeglar íslenska
samfélagsþróun
Morgunblaðið/Kristinn
Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir, höfundar bókarinnar.
Faðirinn neitaði því að hafa vitað af fíkniefnasmygl-
inu en héraðsdómur taldi þá skýringu ekki trúverðuga,
m.a. í ljósi þess að hann neitaði í fyrstu að svara spurn-
ingum lögreglu og að framburður hans hefði breyst
þegar leið á rannsókn málsins.
Auk refsingarinnar var höfuðpaurinn dæmdur til að
sæta upptöku á 2,8 milljónum króna sem héraðsdómur
taldi að væri ávinningur innflutningsins og félagi hans,
sá sem var stórtækari í sölustarfseminni, þarf að greiða
1,1 milljón króna.
Dóminn kváðu upp Arnfríður Einarsdóttir settur
héraðsdómari sem dómsformaður og héraðsdómararnir
Símon Sigvaldason og Jón Finnbjörnsson. Kolbrún
Sævarsdóttir sótti málið f.h. ríkissaksóknara. Verj-
endur voru Jóhann Albert Sævarsson hrl., Björn Þorri
Viktorsson hrl., Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. og
Sveinn Andri Sveinsson hrl.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fjóra
menn í fangelsi í tengslum við smygl á 15 kílóum af
hassi til landsins í hjólbörðum árið 2003. Þá voru tveir
þeirra dæmdir til að sæta upptöku á fíkniefnagróð-
anum, samtals 3,9 milljónum króna.
Höfuðpaurinn í málinu, sá sem skipulagði, keypti og
flutti hassið inn frá Danmörku, hlaut 20 mánaða fang-
elsi. Efnin flutti hann inn í þremur ferðum, einni með
Norrænu en hinar tvær komu með flutningaskipum.
Tveir félagar sem seldu hassið fyrir hann hér á landi
fengu átta mánuði hvor. Annar var einnig sakfelldur
fyrir að hafa hjálpað til við að útvega fé til að fjár-
magna innflutninginn. Þá var faðir höfuðpaursins
dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
að leyfa honum að flytja hjólbarða inn á sínu nafni, vit-
andi að í þeim væru fíkniefni. Refsing hans var skil-
orðsbundin til tveggja ára.
Dæmdir fyrir hasssmygl