Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 4

Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða dæmdi í gær rúmlega þrítugan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn fimm 12-14 ára unglings- drengjum veturinn 2002-2003. Hann var sýknaður af brotum gegn tveim- ur drengjum og bótakröfum þeirra vísað frá. Maðurinn, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var forstöðumaður fé- lagsmiðstöðvar á Patreksfirði þegar hann framdi kynferðisbrotin gegn piltunum fimm en hann var áður af- leysingamaður hjá lögreglu. Brotin áttu sér stað í félagsmiðstöðinni. Í dómnum segir að maðurinn hafi sem forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar haft ákveðið boðvald yfir drengjunum og þeir hafi litið upp til hans. Þá hafi foreldrar og forráða- menn treyst honum fyrir þeim og það sé sérlega alvarlegt hvernig hann hafi brugðist því trausti. Hann hafi rætt við drengina sem voru á viðkvæmu þroskastigi, um kynlíf og kynþroska að því er virðist undir því yfirskini að hann væri að fræða þá og sýndi þeim í klámmyndir. Með þessu virðist hann á kerfisbundinn hátt hafa leitast við að gera þá móttæki- lega fyrir kynmökum. Þótti aðferðin sýna skýran og einbeittan brotavilja hans. Dómurinn taldi að brotin gegn drengjunum væru til þess fallin að valda þeim sálrænu tjóni. Maðurinn þótti ekki eiga sér neinar málsbætur. Brotin gegn drengjunum fimm voru misjafnlega alvarleg og mis- jafnlega mörg. Alvarlegustu brotin fólu í sér endurtekin kynferðismök, önnur en samræði. Hann var sýkn- aður af kynferðisbrotum sem hann var sakaður um að hafa framið í byrjun tíunda áratugarins gegn pilti sem þá var 11-13 ára gamall og fyrir meint kynferðisbrot í félagsmiðstöð- inni gegn 12 ára dreng. Brot mannsins varða við 202. gr. almennra hegningarlaga en þar seg- ir í 1. mgr. að hver sá sem hefur sam- ræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Önnur kyn- ferðisleg áreitni en sú sem greint sé á um í 1. mgr. varði allt að 4 ára fang- elsi. Hann var einnig sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr. sem fjallar um blygðunarsemisbrot. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða þremur piltanna 700 þúsund í miska- bætur, þeim fjórða 300 þúsund og þeim fimmta 50 þúsund og til að greiða hluta sakarkostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp af Er- lingi Sigtryggssyni dómstjóra, með- dómendur voru Greta Baldursdóttir héraðsdómari og Þorgerður Er- lendsdóttir dómstjóri. Sigríður Frið- jónsdóttir sótti málið f.h. ríkissak- sóknara en Gylfi Thorlacius hrl. var til varnar. Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Reyndi kerfisbundið að gera drengina móttækilega fyrir kynmökum EMANUEL R. Meyer, fyrrverandi aðalfor- stjóri og stjórnarfor- maður Alusuisse, lést í Zürich í Sviss 7. desem- ber sl. 86 ára að aldri. Meyer var helsti hvata- maðurinn að byggingu álversins í Straumsvík. Kom hann oftsinnis hingað til lands vegna þess og raunar oftar þar sem hann varð mik- ill Íslandsvinur og gekk á fjöll hérlendis. Meyer var hagfræð- ingur að mennt og gekk árið 1942 til liðs við Aluminium- Industrie-Aktien-Gesellschaft eins og Alusuisse nefndist þá. Starfaði hann fyrstu árin við ýmis verkefni í Ungverjalandi og á aðalskrifstofum fyrirtækisins. Árin 1947-48 stýrði hann þýskri súrálsverksmiðju og sinnti síðar ýmsum störfum í Evrópu og Ameríku. Meyer sat í stjórn Alusuisse í 22 ár. Hann varð aðstoð- arforstjóri árin 1956-59 og aðalforstjóri 1960. Gegndi hann því starfi til ársins 1976 þegar hann varð stjórnarfor- maður. Í janúar 1986 hætti hann störfum sem stjórnarformaður og settist í helgan stein. Árin sem Meyer veitti Alusuisse for- stöðu var framleiðslu- geta fyrirtækisins á áli og súráli aukin mjög og hann hafði forgöngu um fjárfesting- ar í Noregi, Bandaríkjunum, Þýska- landi og á Íslandi. Einnig færði fyr- irtækið út kvíarnar undir stjórn hans, m.a. með stofnun fyrirtækja til að afla hráefnis til álvinnslu, farið var út í efnaframleiðslu og verk- fræði- og þjónustustarfsemi aukin. Andlát EMANUEL R. MEYER LÖGREGLAN í Reykjavík afhenti fyrr í vikunni verðlaun þeim börn- um sem skiluðu réttum lausnum í umferðargetraun. Umferðarstofa dreifði jólagetrauninni í samstarfi við lögregluembættin, ríkislög- reglustjóra og með stuðningi sveit- arfélaga jólagetraun til grunn- skólabarna á aldrinum 6 til 10 ára. Hér tekur Róbert Snær Ólafsson við verðlaunabók sinni hjá Gunnari Helga Stefánssyni lögreglumanni. Morgunblaðið/Þorkell Börnin verðlaunuð GEORG Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, hefur verið skipaður forstjóri Landhelgisgæsl- unnar frá og með 1. janúar næst- komandi en þá lætur Hafsteinn Hafsteinsson, núverandi for- stjóri Landhelg- isgæslunnar, af störfum að eigin ósk. „Þetta leggst ágætlega í mig og ég er mjög spenntur fyrir að takast á við þetta verkefni,“ sagði Georg í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt, að fá tæki- færi til þess að stýra þessari mikil- vægu stofnun sem er Landhelgis- gæslan,“ sagði Georg ennfremur. Georg er fjórði maðurinn sem titlaður verður forstjóri Landhelg- isgæslunnar. Fyrstur til að bera þann titil var Pétur Sigurðsson, síð- an var Gunnar Bergsteinsson for- stjóri og þá Hafsteinn Hafsteins- son. Aðspurður hvort hann væri eitt- hvað farinn að leggja niður fyrir sér hvaða áherslur hann myndi vera með í starfinu, sagði hann að fyrst væri að kynna sér innviði starfsem- innar og kynnast starfsmönnum, en almennt mætti segja að höfuðverk- efnið væri að nútímavæða Land- helgisgæsluna og þá sérstaklega með hliðsjón af tækjakosti hennar en samt sem áður innan marka fjár- heimilda stjórnvalda. Átta aðrir sóttu um embættið. Næsti forstjóri Landhelgisgæslunnar Þakklátur fyrir auðsýnt traust Georg Kr. Lárusson STJÓRN lífeyrissjóðsins Lífiðnar hefur ákveðið að lækka vexti á nýj- um sjóðfélagalánum Lífiðnar í 4,2%. Vextir lána með breytilegum vöxtum lækka líka og verða 4,5% Fram kemur í frétt frá sjóðnum að að sjóðfélagalán Lífiðnar eru alltaf uppgreiðanleg án upp- greiðsluálags og einnig er alltaf hægt að greiða inn á þau án álags. Þá kemur fram að ákveðið hefur verið að falla frá kröfu um samn- ing um séreignasparnað við sér- eignadeild sjóðsins sem skilyrði fyrir veitingu lána með föstum vöxtum, en áfram er gerð krafa um fyrsta veðrétt. Engin hámarks- fjárhæð er á sjóðfélagalánum, en lánað er til 5-40 ára gegn veði í fasteign. Lífiðn lækkar vexti í 4,2% FJÓRAR íbúðir í sama húsinu í Breiðholti urðu fyrir tjóni af völd- um innbrotsþjófa í gær. Farið var inn í tvær íbúðir á 3. hæð hússins og stolið verkfærum úr annarri þeirra og stórum Electrolux-ísskáp að verðmæti 300 þúsund úr hinni. Í ís- skápnum er ísmolavél sem tengd er við vatnslögn. Var tengið rifið frá lögninni með þeim afleiðinum að vatn flóði um íbúðina og lak niður á tvær íbúðir á hæðunum fyrir neðan. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Stórtjón vegna innbrots FRÉTTASKRIF DV um Steingrím Njálsson hafa verið kærð til lög- reglunnar. Þetta staðfestir Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlög- maður, sem sent hefur kæru til lög- reglunnar fyrir hönd Steingríms en Hilmar segir DV m.a. hafa birt rangar fullyrðingar um skjólstæð- ing sinn. Þarna séu á ferðinni sóða- skrif og rangar sakargiftir sem DV hafi sett fram að undanförnu sem staðreyndir væru. Hilmar nefnir sem dæmi skrif DV um að Steingrímur hafi ráðist á konu í húsinu þar sem hann býr og að hann hafi komið á leikskóla, þóst vera starfsmaður borgarinnar og brýnt eldhúshnífa þar. Kæra DV til lögreglunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.