Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 27
Fallega skreyttir pakk-ar í hrúgu undir jóla-trénu vekja eftir-
væntingu og tilhlökkun
meðal margra barna og ef-
laust sumra af eldri kynslóð-
inni líka. Og þó flestir fylgi
eftir hefðbundnum aðferðum
við innpökkun jólagjafanna
eru alltaf einhverjir sem sýna
frumlegheit og leyfa sköp-
unargleðinni að njóta sín.
Föndur- og tómstunda-
klúbburinn Hugmyndabanki
heimilanna og verslunin
Föndra stóðu nýlega fyrir
keppni um gerð frumlegustu
jólapakkana og virðist land-
ann ekki skorta hugmynda-
gleði þegar kemur að inn-
pökkun á jólapökkum því á
þriðja hundrað hugmyndir
að pökkum af öllum stærðum
og gerðum bárust í keppnina.
„Það var úr vöndu að ráða,
enda hugmyndirnar marg-
ar,“ segir Margrét Þóra Þor-
láksdóttir markaðsfulltrúi
hjá Hugmyndabanka heim-
ilanna sem átti sæti í dóm-
nefndinni auk þeirra Svölu
G. Þormóðsdóttur ritstjóra
og Guðbjargar Magnúsdóttur,
verslunarstjóra Föndru.
„Þarna voru til að mynda tvær
hugmyndir sem voru útfærðar á
mjög sérstakan hátt sem við tókum
mikið tillit til, en Símaskráin var
notuð við gerð þeirra beggja,“ seg-
ir Margrét. Í öðru tilfellinu var
Símaskráin þannig notuð sem askja
utan um gsm-síma og í hinu tilfell-
inu var síða með nafni þess sem að
fá á pakkann ljósrituð og merkt
með merkipenna.
Tveir pakkanna tíu sem verð-
launaðir voru, voru verk Ásdísar
Sigurðardóttir, en verðlaunahaf-
arnir hlutu allir ársáskrift að bók-
um Hugmyndabanka heimilanna
og gjafabréf frá versluninni
Föndru.
Frumlegir jólapakkar
FÖNDUR
Prjónapakki: Ásta Guðrún Jóhannsdóttir
festir hliðarnar saman með kínaprjónum.
Fyrir Clapton-aðdáendur: Bergur
Hallgrímsson á þessa hugmynd.
Undir konunglegar gjafir: Hásæti
Herdísar Egilsdóttur.
Símaskráin í nýju hlutverki: Þessi skrá er
annar pakka Ásdísar Sigurðardóttur.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 27
NEYTENDUR
Ájólum þegar fólk skartar sínufínasta pússi lenda margir íþví að fá bletti í sparifötin.
Þegar sósa, súkkulaði, rauðvín, kaffi,
kertavax eða annað slæðist í fötin,
skiptir miklu að bregðast fljótt og
rétt við aðstæðum. Að sögn Hjördís-
ar Eddu Broddadóttur, fram-
kvæmdastjóra Leiðbeiningastöðvar
heimilanna, er íslenskt vatn, gamli
góði uppþvottalögurinn og demants-
sápan oft bestu áhöldin við bletta-
hreinsun. „Hægt er að kaupa alls
konar blettaeyða úti í búð, en sumir
eru svo sterkir að séu þeir látnir
liggja of lengi á flíkinni, geta þeir
eyðilagt hana og á því hefur enginn
áhuga.“
Alls konar óhöpp geta fylgt jóla-
boðum og veisluhöldum og því birt-
ast hér nokkur holl ráð frá Hjördísi
Eddu varðandi bletti og hreinsun
þeirra.
Súkkulaðið:
Heitt súkkulaði tilheyrir jólum, en
fari það í föt eða á dúkinn, er ým-
islegt til ráða. Ef þvo má efnið í 95°C
heitu vatni, fara blettirnir yfirleitt,
en ef efnin þola einungis lægra hita-
stig, er ráðlagt að taka þá til frekari
meðhöndlunar fyrir þvott. Blett-
inum skal fyrst dýfa í nýmjólk og
þvo síðan við 60°C. Ef hitastigið má
aðeins vera 40°C, þarf að skola ný-
mjólkina örlítið úr með vatni. Upp-
þvottalögur er síðan settur á blett-
inn og hann hulinn með plasti svo
hann haldist rakur. Látið liggja í 4–6
klst. eða yfir nótt og þvegið síðan.
Nýmjólkin hefur því hlutverki að
gegna að fitan í mjólkinni vinnur á
óhreinindum.
Kertavaxið:
Ef kertavax lendir í dúk, er best
að setja hann í frysti svo kertavaxið
harðni og þá er hægt að brjóta og
skafa sem mest í burtu. Það sem eft-
ir er hverfur síðan í þvottinum ef þvo
má við 60°C. Ef dúkurinn þolir ein-
ungis 40°C er best að bleyta blettinn
með vatni og setja síðan upp-
þvottalög sem látinn er liggja í 4–6
tíma eða yfir nótt, umlukinn plasti.
Dúkurinn er svo þveginn. Ef enn er
eftir litablettur, má fjarlægja hann
með því að nudda blettinn varlega
með própanóli eða hreinsuðu bens-
íni.
Fari kertavax í gólfteppi, þarf að
fjarlægja eins mikið og hægt er með
gaffli. Bómullarklútur er síðan vætt-
ur með hreinsuðu bensíni og nuddað
varlega. Ef teppið er mjög ljóst get-
ur orðið erfitt að fjarlægja blettinn
alveg. Reynandi er að bleikja litar-
blett með vetnisperoxíði, sem fæst í
lyfjabúðum, en fara skal að öllu með
gát.
Rauðvínið:
Besta ráðið er að taka rauðvíns-
bletti í fötum og dúkum strax til
meðhöndlunar með því að láta blett-
inn snúa niður og kalt vatn renna í
gegnum efnið. Vatnið þarf ekki að
vera ískalt. Bletturinn er nuddaður
varlega um leið. Ef um gamla bletti
er að ræða er ráðlagt að væta blett-
inn örlítið með vatni, eins heitu og
efnið þolir. Síðan er settur upp-
þvottalögur eða sólskinssápa, blett-
urinn hulinn plasti og látið liggja yfir
nótt. Efnið sett í þvott að svo búnu.
Ef litablettur er eftir, er hægt að
bleikja eða aflita blettinn sé efnið
hvítt. Ef rauðvín fer í gólfteppið, er
ráðlagt að væta blettinn með froðu
af uppþvottalegi með því að þeyta
saman 1 msk. af uppþvottalegi og 1
dl af vatni. Froðan er borin á með
svampi. Þegar hún hverfur ofan í
teppið, er hún að vinna á óhreinind-
unum. Þá er tekinn klútur, sem búið
er að vinda upp úr volgu vatni og
þurrkað yfir með honum. Ef enn er
blettur, má reyna hreinsað bensín.
Sósan:
Fari sósa í fötin er gott að eiga
hreinsað bensín í hreinsiefnaskápn-
um því það reynist vel á ýmsa fitu-
bletti. Hreinn bómullarklútur er
vættur með hreinsuðu bensíni, blett-
urinn nuddaður varlega og að lokum
farið yfir með vatni. Sé hreinsað
bensín ekki fyrir hendi, er best að
nota góðan uppþvottalög eða sól-
skinssápu. Fyrst þarf að væta blett-
inn örlítið með eins heitu vatni og
flíkin þolir. Síðan þarf að setja vel af
uppþvottalegi og hylja blettinn með
plasti svo hann haldist rakur. Látið
liggja yfir nótt og flíkin þvegin
venjubundið.
HÚSRÁÐ | Vatn og uppþvottalögur gott við blettahreinsun
Skjót viðbrögð við blettum
Leiðbeiningarstöð heimilanna
veitir ráðgjöf í síma 908-
2882.
join@mbl.is
Haukur Snorrason.
„Mér finnst jólasnjórinn það sem
skiptir mestu máli.“
Hvað er ómissandi
á jólum?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólasnjór
Það er góður siður að gefagjafir á jólum enda ekki áneinum árstíma meira versl-
að en í desember. Stundum fá menn
fleira en eitt eintak af sama hlutn-
um í jólagjöf og eru dagarnir milli
jóla og nýárs þá gjarnan nýttir til
að skila þeim í verslanir og fá aðra
ef því er að skipta. Líklega eru
bækur algengasti hluturinn sem
menn skila eftir jól og virðast regl-
ur um skil á þeim vera í nokkuð
föstum skorðum. Hið sama gildir þó
ekki um alla hluti og að sögn Sess-
elju Ásgeirsdóttur hjá Neytenda-
samtökunum er afar mikilvægt að
kynna sér skilareglur verslana.
„Kaupmönnum er í sjálfsvald sett
hvort þeir taka aftur við ógölluðum
vörum og hvort þeirra verslun tek-
ur upp reglur um skilarétt,“ sagði
Sesselja varðandi almennar reglur
um skilarétt í verslunum.
„Á hverju ári má segja að upp
komi vandamál varðandi skil á jóla-
gjöfum,“ sagði Sesselja ennfremur.
„Margar verslanir byrja með útsöl-
ur strax eftir áramót, og dæmi eru
um að útsölur hefjist milli jóla og
nýárs.
Neytendasamtökin hvetja því
neytendur til þess að kynna sér sér-
staklega skilareglur verslana. Ekki
er í lögum kveðið á um rétt til að
skila eða skipta vöru sem ekki er
gölluð. Það er undir versluninni
komið hvort hún tekur við vörunni
aftur og ef svo er þá á hvaða for-
sendum það er, hvort skipta þurfi í
aðra vöru, gefin verði inneignarnóta
eða hvort varan verði endurgreidd.
Flestar verslanir skipta vöru ef
komið er með hana í verslunina inn-
an hæfilegs tíma frá því kaupin áttu
sér stað en sjaldgæfara er að versl-
un bjóði upp á að skila vöru þannig
að andvirði hennar sé greitt til
baka.“
Sesselja sagði að margar versl-
anir hefðu tekið ákvörðun um að
fylgja verklagsreglum um skilarétt
sem teknar voru saman af iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytinu og hafa
Neytendasamtökin birt nöfn þeirra
verslana á heimasíðu sinni ef þess
er óskað.
Inneignarnótur
Þegar vöru er skipt bjóða versl-
anir oft upp á inneignarnótu ef
neytandinn finnur ekkert í staðinn
fyrir vöruna sem hann keypti. Í
mörgum tilvikum eru hins vegar
sett einhver skilyrði fyrir notkun
inneignarnótunnar.
Að sögn Sesselju er algengt að
kveðið sé á um það á nótunni að
ekki sé heimilt að nota hana á út-
sölu. „Samkvæmt verklagsreglum
um skilarétt er ljóst að neytandinn
á rétt á að nota inneignarnótu á út-
sölu ef hún er gefin út 14 dögum
fyrir útsöluna eða fyrr.
Einnig er í mörgum tilvikum
kveðið á um gildistíma inneignar-
nótunnar. Ef ekki er kveðið á um
hann á nótunni gildir hún í fjögur
ár samkvæmt fyrningarlögum.“
Gjafabréf
Við kaup á gjafabréfi getur verið
mikilvægt að kynna sér vel þau
skilyrði sem sett eru um notkun
þess.
„Til að mynda er gildistími þeirra
oft takmarkaður og í sumum til-
vikum er jafnvel um mjög stuttan
gildistíma að ræða. Afar vafasamt
getur verið að hafa gildistíma gjafa-
bréfa mjög stuttan þar sem um
mikla peninga getur verið að ræða,“
sagði Sesselja Ásgeirsdóttir hjá
Neytendasamtökunum.
SKIL Á GJÖFUM
Mikilvægt að kynna sér
skilareglur verslana
Morgunblaðið/ÞÖK
Mikilvægt að kynna sér skilaréttinn: Ekki er í lögum kveðið á um rétt til að
skila né skipta vöru sem ekki er gölluð þótt flestar verslanir skipti vörum.
svg@mbl.is