Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ * EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSwww.borgarbio.is Lokað í dag, Þorláksmessu Miðasala opin í allan dag frá 15.30 - 23.00 l ll . - . Forsala hafin! Bíómiðar, gjafakort og Idol-miðarí i , j f t I l- i Tryggið ykkur gjafakort í bíó, miða á Stuðmannamyndina Í takt við tímann og á úrslitin í Idol stjörnuleit í Smáralind! i j í í , i i i í li i í l j l i í li                                                                 !" ## # #$%&#' ()'* #+,-&#.# / #'#0 #1 . &# #2  (&  #,!&# .3* &#-)#4#/ &#$#5/  4&##!"#4#56(                            ; $; .! $$4 DP  @   , 5#7 ) " 83' #9* 8#, 4 :/  ;#/"#1" <# * /# * / 4 =  3 5 #03)/ :/  -  4 84>>#?/ #1   $)#8"  @ A"3#-) A"#1 ' 4 B 5*#$) " AC -D#5 :/  , >> ,/ " :/  5// C 2"/ !#!  ,#1( $  1)/ 0"' 0 # #'#34  $4ED# #.  #(4((* -'#D#  F# 4 9 # G4 H#/#. 1"#  #4  - //#+ #3 #-4 #- G 9 #2 A">4' $)#8"  @ )#/. /#>I /# D' J #K4 24L#!4# /#H#H4/G#, 5* 24#14/>4 <#I 3C/ <  #; "' !.>  1/) *  ,>#9 5G4 H#-. 2"/ H#!3#,  9 #2                    , 1  1  8#,  $4ED ;-1 1 .  1 .   <  #!" 1 .  #!" 5-+ 1 .  1 .  1 .  1 .  B  #!" 1/   ##M #M4 1  1 .  1 .  B  B  #!" N4 5-+ ,-9    SAFNPLÖTURÖÐIN Pottþétt hefur notið gríðarlegra vinsælda í árafjöld. Leiða má líkur að því að gott gengi slíkra safn- plata hér á Fróni hafi eitthvað að gera með þá staðreynd að hér hefur aldrei þrifist smáskífu- markaður, einfaldlega vegna smæðar sam- félagsins. Plata númer 36 er nýkomin út og að vanda er að finna þar ógrynni smella og vinsælla slag- ara sem kætt hafa útvarpshlustendur sem aðra tónlistaráhugamenn undanfarna mánuði. Bæði er hér að finna erlend lög og íslensk, alls fjörutíu talsins, og er þeim dreift á tvo geisla- diska. Höggþétt! HVAÐ sölu og vin- sældir varðar síðustu metrana fram að jólum verður Birgitta Haukdal að telj- ast óskoruð drottning. Barna- plata hennar, Perlur, hefur slegið í gegn og hefur setið á toppi Tónlistans megnið af desembermánuði. Umslagshönnun disksins er í skemmtilegu jafnvægi við innihaldið; falleg og ljúf barnalög, en Birgitta er í líki engils framan á plötunni. Perlur er fyrsta sólóplata Birgittu og líklegt að þetta góða gengi gefi henni byr undir báða englavængi og framhald verði því á þessari starfsemi. Birgittufár! DIDDÚ eða Sigrún Hjálmtýsdóttir eins og hún heitir réttu nafni hefur um árabil verið ein dáðasta söngkona þjóð- arinnar, jafnvíg á popp og klassík og býr yfir áreynslu- lausum sjarma sem hefur heillað lærða sem leika á farsælum ferli. Nú er komin út ný plata með Diddú, Ave María, sem hún vinnur ásamt Blásarasextett Mosfellsdals en plötuna prýða lofsöngvar um Maríu guðsmóður, alls nítján talsins. Undanfarin ár hefur Diddú unnið mikið með Blásarasextettinum en hann er skipaður þeim Sigurði I. Snorrasyni, Kjartani Óskarssyni, Emil Friðfinnssyni, Þorkeli Jóels- syni, Brjáni Ingasyni og Birni Árnasyni. Lofsamlegt! JÓHANN Már Jó- hannsson, bóndi í Skagafirði, hefur alla tíð verið söng- elskur mjög en hann og fjölskylda hans hafa löngum kveðið við raust og á meðal bræðra Jóhanns er sjálfur stórtenórinn Krist- ján Jóhannsson. Fyrir réttum tuttugu árum gaf Jóhann út hljómplötuna Bóndinn og nú fylgir hann henni loksins eftir með plötunni Frá mín- um bæjardyrum séð. Það var Þórir Úlfarsson sem stýrði upptökum plötunnar en platan geymir bæði ný íslensk lög sem og önnur eldri og sígildari en á meðal laga eru t.d. „Rósin“, „Vetrarsól“, „Til eru fræ“, „Söknuður“ og „Þú komst í hlaðið“. Bústólpi! VEGUR hljómsveitarinnar Jagúar hefur vaxið jafnt og örugglega frá því hún var stofnuð fyrir tæpum sjö árum síðan. Platan Hello Somebody! er sú þriðja sem þeir fé- lagar senda frá sér, en 1999 gaf hljómsveitin út sína fyrstu plötu, Jagúar, og 2001 kom út önnur plata sveitarinnar, Get the Funk Out. Á fyrstu tveim- ur plötunum er að finna ósungið sálarkennt gleðifönk af gamla skól- anum. Á þessari plötu kveður hins vegar við nýjan tón; Tónlistin hefur tekið stakka- skiptum, hún er diskóskotnari en áður, ekki er laust við að andi gömlu Shaft þáttanna svífi stundum yfir vötnum. Jafnframt hefur Samúel Jón Samúelsson, sem fram að þessu hefur leikið á básúnu, hafið upp raust sína og tekið til við að syngja samhliða básúnu- leiknum. Hinn þekkti upptökustjóri Al Stone, sem m.a. hefur unnið með Björk og Jamiroquai, leggur Jagúar lið í tveimur lög- um og ef grannt er hlustað má jafnvel greina áhrif hans víðar. Þessi umbreyting kattardýrsins er svo sannarlega af hinu góða, en Jagúar hefur aldrei verið í betra formi en hér, og er þá þó nokkuð sagt. Ekki er hægt annað en dást að leikni þeirra félaga þegar kemur að hljóðfæraleik, en hann er með eindæmum góður. Þegar tvinnast saman léttur, en taktfastur trommuleikur hins eitursnjalla trymbils Sigfúsar Óttarssonar og snilldarlegur bassaleikur Inga S. Skúlasonar verður til þéttur og einkar grúvandi grunnur sem hljómborð, blásarar og gítar byggja svo of- an á á einkar smekklega hátt. Punktinn set- ur svo Samúel sjálfur með sínum flauels- mjúka söng. Það má reyndar ótrúlegt teljast að það skuli hafi tekið hljómsveitina allan þennan tíma á uppgötva það að hann væri brúklegur söngvari, en söngur hans hæfir tónlist sveitarinnar ótrúlega vel. Platan er einkar heildstæð, og eru lögin nokkuð jöfn að gæðum. Ber þó hæst lögin „Funky Junky“, hið margslungna „Free- dom“ og upphafslagið „Bodyparty“. Það eru tvö síðustu lög plötunnar, „Must be Good“ og „Funky Fried Chicken“, sem bera einna mestan keim af fyrri plötum hljómsveit- arinnar, ágætis lög en „Must be Good“ geldur þó fyrir fullmiklar teygjur og end- urtekningar og kallar beinlínis á framhjá- hlaup þegar komið er fram yfir miðbik þess. Það leynir sér ekki að gleðin er ráðandi afl á þessari plötu, spilagleði þeirra Jagúar- manna nær svo sannarlega að skína hér í gegn. Útilokað má telja að hægt sé að hlýða á þessa plötu án þess í það minnsta að kinka kolli í takt. Tvímælalaust stuð- og dansvænasta plata ársins, og sannarlega góð tilbreyting á tím- um þar sem móðins er að söngla veikum falsetturómi í lágstemmdum moll. Snyrtimennskan í fyrirrúmi TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Hljómsveitina Jagúar skipa þeir Börkur Hrafn Birg- isson (gítar), Daði Birgisson (hljómborð), Ingi S. Skúlason (bassi), Kjartan Hákonarson (trompet), Samúel Jón Samúelsson (söngur/básúna), Sigfús Örn Óttarsson (trommur). Smekkleysa gefur út. Jagúar – Hello somebody!  Grétar Mar Hreggviðsson FÁIR tónlistarmenn íslenskir hafa fengið ann- að eins lof erlendis fyrir plötur sína og Jóhann Jóhannsson. Englabörn fengu að vonum lof- samlega dóma þegar breska útgáfan Touch, sem er ein sú virtasta á sínu sviði, gaf þau út á disk og undanfarið hafa erlendir miðlar keppst við að lofa Virðulega forseta, sem Touch gaf út í haust. Þetta tónverk Jóhanns Jóhannssonar vakti mikla athygli hér á landi þegar það var frumflutt enda býsna nýstárlegt í einfaldleika sínum, einfaldleika sem verður annað og meira eftir því sem rýnt er í verkið því í því býr mikil hugsun. Það var tekið upp í Hallgrímskirkju á sínum tíma og rýmið í kirkjunni markvisst not- að til að ná fram styrk án hávaða sem heyrist einkar vel á DVD disknum sem fylgir en á hon- um er sex rása svonefnd hringhljómblöndum – 24 bita 5.1 „surround“ eins og það kallast – frá- bær flutningurinn hljómar ævintýralega vel. Upphafsstef verksins, taktarnir tólf, er einkar skemmtilega upphafið og hátíðlegt, hljómurinn eins og standi hlustandinn í dóm- kirkju og líti inn kirkjuskipið til himins – geysifagurt stef og eftirminnilegt. Smám sam- an lengist svo bilið milli taktanna, áheyrandi kemst nánast í leiðslu, hugsunin hnitar hæg- fara hringi en ólgan undir kemur í veg fyrir að einbeitingin slakni. Þegar breytingarnar eru svo hægfara verður hvert tilbrigði æv- intýralegt og hlýtur miklu meira vægi og þunga en ella. Um miðbikið dregur svo saman með töktum aftur og smám saman komum við að upphafspunkti, enda eða nýju upphafi. Undir kraumar svo óreiðan, bordúntónninn / grunntónninn, sífelld og síbreytileg óreiðan sem leiðir okkur frá röð og reglu yfir í óreiðu, óreiðuna sem bíður okkar allra. Stefið svo há- tíðlegt og upphafið, fyrirheit um fagra framtíð, glæstar vonir sem leysast upp í óreiðu; „Ég er Ozymandias, konungur konunganna,“ segja styttubrotin í eyðimörkinni. Framvindan í verkinu lofar okkur endurfæðingu, hringrás, en sannleikurinn er aldrei langt undan: mis- kunnarleysi grunntónsins þylur í sífellu eyð- ing, eyðing – á endanum dreifist öll orka og verður ónýtanleg. Lífsorka líka. Það er býsna erfitt að lýsa tónlistinni á þess- ari plötu Jóhanns, hún segir svo margt án þess að segja það, sýnir útlínur og gefur í skyn. Þeir sem sitja rígfastir í fræðunum eiga erfitt með að meta annað eins og Viðurlega forseta, tón- list sem er ris- og áhrifamikil án þess að lúta Lögmálinu, skapar sín eigin lögmál. Við hin sem ekkert vit höfum á tónlist en kunnum að meta fegurð tökum henni fagnandi. Óreiðan sigrar Árni Matthíasson TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Virðulegu forsetar, verk fyrir ellefu málmblásara, slag- verk, rafhljóð, tvö orgel, píanó og rafbassa. Jóhann leikur sjálfur á píanó og framleiðir rafhljóð, Guð- mundur Sigurðsson og Hörður Bragason leika á orgel, Skúli Sverrisson á bassa, Matthías M.D. Hemstock á slagverk, Eiríkur Örn Pálsson, Ásgeir Steingrímsson, Einar St. Jónsson og Guðmundur Hafsteinsson leika á trompeta, Emil Friðfinnsson, Anna Sigurbjörnsdóttir, Stefán Jón Bernharðsson og Þorkell Jóelsson á horn og Sigurður Már Valsson á túbu. Caput leikur undir stjórn Guðna Franzsonar. Touch gefur út. DVD diskur með mjög endurbættum hljómi fylgir. Jóhann Jóhannsson – Virðulegu forsetar 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.