Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 43

Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 43 MINNINGAR Það var á fallegum hvítum vetrarmorgni sem hann pabbi minn hvarf úr þessum heimi. Þeir voru líka ófáir hvítu vetrarmorgnarnir í hans lífi sem hann hvarf út í norðlensku hríð- ina og frostið og hraðaði sér til vinnu. Myndir og minningar svífa fyrir hugskotssjónum okkar sem eft- ir erum. Fyrstu árin í „silfurhöllinni“ og við Guðrún Björk bara tvær þá. Leikföng voru smíðuð af miklum hagleik, svo og rúmin okkar systra. Ég sé hann hlaupa út úr stofunni í þessu húsi með logandi jólatré því eitt kertaljósið nældi í grein. Um næstu jól var komin jólasería úr vasaljósaperum, máluðum öllum regnbogans litum. Áhugamálin á yngri árum tengd- ust mest íþróttum og veiðiskap, var mikið á skíðum, og tók þátt í skíða- keppnum. Hann var óþreytandi að segja okkur sögur af veiðiferðunum með sínum góðu vinum frá yngri ár- um. Einhver þeirra átti bát og þeir veiddu silung og svartfugla og tíndu egg. Frá blautu barnsbeini vönd- umst við því fuglakjöti og svartfugls- eggjum og það var hátíð þrungin minningum um „svörtu eggin“ þegar hann svo löngu síðar keypti svart- fuglsegg á vorin. Hann var tvo vetur í Héraðsskól- anum í Reykholti, en hélt ekki áfram á námsbrautinni því áhuginn lá ann- ars staðar, á vélum og tengdum störfum og því sem var í deiglunni á þessum tíma. Á veturna var oft at- vinnuleysi á Siglufirði og fremur en þiggja nokkuð af nokkrum fór hann víða um land þar sem vinnu var að fá, annars vann hann á sumrin hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, í Paul, SR-30, SRN og SR-46 þar til hann var fastráðinn og var þá á sumrin í SR-46 og á veturna á vélaverkstæð- inu. Oft var bara dagvinnan á vet- urna sem varla nægði þegar fjöl- skyldan fór að stækka. Hann tók því alla eftirvinnu sem bauðst og var vaktmaður í togurunum um tíma á meðan þeir voru í landi. Hins vegar var mikil vinna í síldarverksmiðjun- um á sumrin. Hann var léttur á fæti þá, þegar hann snaraðist í vinnuna, en svo á reiðhjóli í mörg ár. Og þeg- ar ég söng – Afi minn fór á honum Rauð – fyrir soninn tveggja ára sagði sá stutti: „Neei, afi minn fór á hjóli.“ Hann var árum saman í brunaliðinu og það var oft ekki góð líðan meðal okkar heima þegar stór- brunar áttu sér stað. Hann kom allt- af heim í hádegismat, þótti vænt um vinnuna sína, og sagði okkur þá ým- islegt þaðan, þó ekki alltaf við mik- inn fögnuð yngismeyja, sem ekki höfðu sérstakan áhuga á þurrkurum, skilvindum, gúanói eða síldarmjöli. Um sumarfrí var ekki að ræða um hábjargræðistímann, en þegar við Guðrún Björk vorum litlar átti pabbi árabát og á sunnudögum fórum við oft yfir um fjörð. Ég man þegar hann hnyklaði vöðvana við róðurinn og ég hélt að pabbi minn væri með stærri og sterkari mönnum, en seinna sá ég að hann var svona rétt meðalmaður á hæð. Þetta var okkar sumarfrí við leik í fjörunni og göngu- ferðir um Kambaláana og móðir okkar síðar ein af stofnendum Úti- vistar þarna í essinu sínu. Heimili foreldra okkar var alltaf fallegt og notalegt. Þar fór saman smekkvísi og röggsemi móður okkar og skilningur pabba á því að eiga hlýlegt heimili. Þau áttu alltaf marga og góða vini og oft var glatt á hjalla og gestkvæmt í gegnum árin. Pabbi hafði hönd í bagga með heimilis- JÓHANNES JÓNSSON ✝ Jóhannes Jóns-son fæddist á Siglufirði 20. júlí 1916. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 14. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju 21. desember. störfunum þegar með þurfti, t.d. þegar fjölg- un varð í fjölskyldunni eða af öðrum ástæðum. Móðir okkar rak hár- greiðslustofu í mörg ár, og það kom aldrei nið- ur á heimilinu bæði vegna hennar einstöku skipulagshæfileika og að hann lagði sitt af mörkum. Jólin fram- undan vekja margar minningar, pabbi að moka snjóskaflana, sjóða hangikjötið, hreinsa sviðin, festa jólatréð á síldartunnu á meðan mamma sér um jólahárgreiðsluna fyrir frúr bæjarins ásamt köku- bakstrinum og jólaundirbúningnum. Síldin hvarf og fjölskyldur fóru að tínast úr bænum. Pabba var það þungbær tilhugsun að fara, en yngstu dæturnar þrjár voru að nálg- ast framhaldsskólaaldur og erfitt að senda allar í skóla í einu því ekki virtust bjartir tímar framundan. Það varð því úr að fjölskyldan fór suður 1972 og hann gerðist húsvörður í Sólheimum 25. Hann sinnti því af trúmennsku og þótti vænt um fólkið í húsinu, en það var einmanalegt starf og hann saknaði kallanna af verkstæðinu og saknaði Siglufjarðar sárt í fyrstu. Smám saman rjátlaðist það þó af honum og hann fór að kunna prýðilega við sig í Reykjavík og varð alveg sáttur. Árið 1980 gerð- ist hann næturvörður í Verzlunar- bankanum þar sem honum líkaði af- ar vel og talaði alltaf hlýlega um allt og alla þar. Loksins á miðjum áttunda ára- tugnum áttaði hann sig svo á að það væri ekki svo vitlaust að fara í sum- arfrí og fór næstu árin með sinni frú til margra landa. Þau fóru daglega í langar gönguferðir, hann með hatt sinn og staf og með augu og eyru op- in yfir því sem merkast var. Pabbi fylgdist alla tíð mjög vel með fréttum og fréttatímar voru heilagir, hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og fylgdist vel með, las mikið og það var oft ákveðið þema í gangi í bókmenntunum. Hann hafði óbilandi lífsvilja, en var oft lasinn hin síðari ár, lét þó lítið yfir því. Varð svo að fara á sjúkrahús af ýmsum orsök- um, oft alvarlegum, og stóð mamma alltaf þétt við hlið hans og vaktaði hann dag og nótt „Pabbi hefur níu líf,“ sögðum við. Þau voru ekki með bíl síðustu árin, en fóru mikið í bæ- inn, gjarnan á kaffihús, lásu blöðin og áttu notalegar stundir á meðan hann treysti sér til. Hann hafði stálminni allt til síð- ustu stundar hvort sem var um gamla daga eða nútímann. Það voru hans bestu stundir að sitja og tala saman í rólegheitum eins og hann sagði. Við sátum saman stund nán- ast í viku hverri og umræðuefnin voru Siglufjörður fyrr og nú, upp- vaxtarárin hans og það sem var efst á baugi í landinu. Við rifjuðum ým- islegt upp og ég spurði margs um fólkið og fjöllin og varð þess áskynja að ég hafði alls ekki þekkt ýmis fög- ur og tilkomumikil fjallanöfn. Hann naut þess að segja frá og við vorum bókstaflega fyrir norðan í huganum þessar stundir. Jonni Jóns var mjög fastur fyrir og þegar hann hafði myndað sér skoðun varð henni ekki haggað nema rök væru óumflýjanleg, stoltur og lét ekki beygja sig á lífsleiðinni á meðan hann taldi réttlætið vera sín megin. Hann var gætinn í fjármálum og greiddi alltaf á gjalddaga, gerði ekki miklar kröfur til lífsins og vildi helst hafa hlutina í föstum skorðum. Hann fylgdist vel með barnabörn- unum og barnabarnabörnunum, spurði mikið um þau og var stoltur af þeim öllum, en átta þeirra búa er- lendis í þremur löndum og ein dóttir. Síðustu vikurnar sem móðir okkar og við systur vöktum hjá honum var gott að halda í hlýjan lófa hans og muna eftir örygginu sem hann veitti þegar hann leiddi okkur sem börn og nú vorum við að reyna að veita hon- um öryggi. Pabbi var þannig að okk- ur fannst alltaf að allt væri í lagi ef hann var til staðar, t.d. í stórhríð- unum fyrir norðan þegar húsið hrist- ist og skókst og sá ekki út úr augum og síðar sýndi hann það á ýmsan hátt í tilveru okkar. Nú þegar hann er farinn er söknuður okkar sár, en að hafa fengið að hafa hann svona lengi hjá okkur er þó þakkarvert. Við fórum öll með barnabænina okkar við dánarbeð hans: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Erla Nanna Jóhannesdóttir. Fallin er frá fyrir aldur fram Edda Jóns- dóttir eftir stutta sjúkralegu. Edda var ljúf í viðmóti og hvers manns hug- ljúfi, jákvæð og samviskusöm. Hún var afskaplega félagslynd og mætti alltaf þegar starfsmenn gerðu sér dagamun eða fóru í ferðalög. Aðeins þrjátíu og eins árs að aldri varð EDDA JÓNSDÓTTIR ✝ Edda Jónsdóttirfæddist á Djúpa- vogi 6. október 1940. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut laugardaginn 11. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju 18. desember. Edda fyrir þeirri sorg að missa eiginmann sinn í blóma lífsins frá 5 ungum börnum sem hún af miklum dugnaði kom til manns. Erfitt er að gera sér í hugar- lund þau spor sem hún stóð í. Vistmenn og starfsmenn hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands voru þess aðnjótandi í 16 ár að njóta starfskrafta hennar sem hefði mátt vera lengri. Fyrir hönd Heil- brigðisstofnunar Suðausturlands sendi ég börnum Eddu og aðstand- endum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún J. Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR SIGURDÓRSSONAR, Akurgerði, Hrunamannahreppi. Tryggvi Guðmundsson, Anna Brynjólfsdóttir, Ármann Guðmundsson, Hrefna Hannesdóttir, Hlynur Tryggvason, Hannes Ármannsson og Bergný Ármannsdóttir. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SVEINSSON, Safamýri 61, lést þriðjudaginn 21. desember. Helga Ólafsdóttir, Guðmundur Björnsson, Erla Guðmundsdóttir, Jónas Rafn Stefánsson, Björn Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson og langafabarn. Elskuleg móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR frá Sílalæk, Hjarðarhaga 60, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. desember. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Ingibjörg Kristín Ólafsdóttir, Sigríður Elín Ólafsdóttir. Elskulegur bróðir okkar og mágur, INGI VIGFÚS GUÐMUNDSSON, Skagasel 9, Reykjavík lést á heimili sínu fimmtudaginn 16. desem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir, Samúel J. Guðmundsson, Valey Guðmundsdóttir, Svavar Valdimarsson, Guðmundur Guðmundsson, Ólína Steinþórsdóttir, Halldór Guðmundsson, Inga L. Þorsteinsdóttir, Guðrún Unnur Guðmundsdóttir, Guðjón Þór Gíslason og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, HILDA ÁRNADÓTTIR frá Ásgarði, Vestmannaeyjum, til heimilis á Lindarsíðu 4, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 17. des- ember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey frá Höfða- kapellu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B dvalarheimilinu Hlíð. Hörður Svanbergsson. Bróðir minn, FRIÐGEIR GUÐJÓNSSON, sem lést á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, aðfaranótt mánudagsins 20. desember, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju, Þistilfirði, þriðjudaginn 28. desember kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Árnína Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.