Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 32
Bókagjöfin kom
í góðar þarfir
32 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
R
agnar Önundarson, við-
skiptafræðingur í Garða-
bæ, ritar grein í Morg-
unblaðið síðastliðinn
mánudag og fjallar þar
um fyrirhugaðar framkvæmdir við
breikkun Reykjanesbrautar í Garða-
bæ. Hann veitist þar að undirrituðum
með sérkennilegum hætti. Það spaugi-
lega við greinina er að hann kvartar
sáran undan því að mér hafi tekist sér-
lega vel til við uppbyggingu vegakerf-
isins. Og að samgönguráðherra sé
,,dillað“ fyrir miklar framkvæmdir
sem hann kallar ,,gæluverkefni“ og
sendir með því tóninn til þeirra sem
njóta umferðarmannvirkjanna. Gall-
inn virðist vera sá að þau umferð-
armannvirki, sem ég hef staðið fyrir
að láta gera, gagnast honum ekki. Ég
vil leyfa mér að benda Ragnari Ön-
undarsyni á að í minni ráðherratíð
hefur Reykjanesbrautin verið tvöföld-
uð í nágrenni við hann og mislæg
gatnamót byggð sem hann nýtir vænt-
anlega daglega. Í minni tíð, sem sam-
gönguráðherra, hefur verið varið
meiri fjármunum til framkvæmda við
umferðarmannvirki á höfuðborg-
arsvæðinu en í annan tíma. Það er
jafnframt ljóst að ég hef ekkert dregið
af mér við að tryggja vegabætur um
landið allt. Það hefur ríkt sátt um það
á Alþingi að bæta samgöngukerfið í
landinu og vinna hratt að þeim verk-
efnum svo sem kostur er.
Ragnar kynnir sig sem sjálfstæð-
ismann í Garðabæ. Vissulega er það
ánægjulegt að hann skuli gera les-
endum grein fyrir því að hann sé sjálf-
stæðismaður. Ekki verður hins vegar
séð hverju það skiptir hvort hann er í
einum flokki fremur en öðrum þegar
hann fjallar um skipulagsmál og und-
irbúning framkvæmda við breikkun
einnar mestu umferðaræðar vegakerf-
isins. Af langri reynslu minni sem póli-
tískur bæjarstjóri (var sautján ár bæj-
arstjóri), þingmaður og ráðherra tel
ég það augljósan vott um vondan mál-
stað þegar menn skreyta sig með
flokksskírteini í þeim tilgangi að njóta
forréttinda eða gera tilraun til þess að
koma höggi á menn í því skjóli sem
viðkomandi halda að þeir hafi af því að
vera í stjórnmálaflokki. Það dregur
mjög úr trúverðu
um augum þegar
beitt. Fyrir mér e
sjálfstæðismaður
hugsjónum heiða
flokksmanna. En
líðst til lengdar a
það sem sverð til
eða skjöld til varn
vondum málstað í
inhagsmunaskyni
geta veifað flokks
skírteini Sjálfstæ
isflokksins. Það e
mín að Ragnar Ö
arson átti sig á þe
staðreyndum og g
hófs í málflutning
Gerð umferðar
virkja er vandasa
verkefni. Gildir þ
síst í þéttbýli þar
byggð hefur verið
lögð nærri fjölför
Á Íslandi gilda lö
hvernig sveitarstj
yfirvöld koma að
mannvirkja á bor
eru um okkar fag
irbúning að breik
brautar í Garðabæ
verið farið að lögu
hafa verið settar
áður hefur þekks
landi. Af hálfu sam
hafa engar athug
við það og engin s
Sturla Böðvarsson svarar
Ragnari Önundarsyni ’Við undirbúning aðbreikkun Reykjanes-
brautar í Garðabæ hefur
í einu og öllu verið farið
að lögum og reglum. Þar
hafa verið settar strang-
ari kröfur en áður hefur
þekkst við vegagerð hér
á landi. ‘
Hvers á Garðabær að
Við finnum fyrir mikilli aukn-ingu beiðna milli ára, en éggeri ráð fyrir að vel á þriðjaþúsund einstaklinga hafi leit-
að til okkar í desembermánuði einum,“
segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, for-
maður Mæðrastyrksnefndar, en nefnd-
in hefur úthlutað þrisvar í viku síðastlið-
inn mánuð. Síðasti úthlutunardagurinn
var sl. mánudag, en Ragnhildur var við
símann í gær til þess að bregðast við
neyðartilfellum. Aðspurð segir Ragn-
hildur sífellt fleira yngra fólk leita sér
aðstoðar fyrir jólin. „Auk þess verð ég
vör við að það er stór hópur að leita til
okkar í fyrsta skiptið. Sjálf hef ég einnig
miklar áhyggjur af stöðu erlends starfs-
fólks sem er illa sett og veit jafnvel ekki
hvar það getur leitað sér aðstoðar.“
Að sögn Ragnhildar felst aðstoðin í
því að gefa föt, jólagjafir, leikföng og
bækur auk matar. „En mörg fyrirtæki
hafa gefið okkur góðar gjafir,“ segir
Ragnhildur og nefnir sérstaklega mat-
armiða að gjöf frá Bónus sem komið hafi
í góðar þarfir.
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi
hjá Hjálparstafi kirkjunnar, segist
finna þó nokkra aukningu hjálparbeiðna
milli ára. „Ég myndi áætla að aukningin
væri kringum 15% miðað við í fyrra, en
alls hafa rúmlega ellefu hundruð fjöl-
skyldur leitað til okkar nú í desem-
bermánuði.“ Aðspurð segir Vilborg
mun meira um að ungt fólk og einstæð-
ingar leiti aðstoðar. „Ég sé talsvert
aukna þörf á ákveðnum svæðum í
Reykjavík, má þar nefna innan póst-
svæðis 101, og mikla aukningu utan
Reykjavíkur, sérstaklega á Suðurlandi
og Suðurnesjum og þar sem langvar-
andi atvinnuleysis hefur gætt,“ segir
Vilborg.
Vantar aukatekjur
Miriam Óskarsdóttir, verkefnastjóri
hjá Hjálpræðishernum, áætlar að þar á
bæ hafi eitthvað á fjórða hundrað ein-
staklinga fengið aðstoð fyrir jólin og
segir hún það nokkra aukningu milli
ára. Var þar bæði um að ræða gjafaút-
tektir í Bónus og úthlutun fatnaðar í
fatabúð hersins í Garðastræti. Á að-
fangadag verður Hjálpræðisherinn að
vanda með opið hús þar sem boðið er
upp á jólamat. Miriam segir erfitt að
áætla fyrirfram hvað þau geti átt von á
mörgum. . Aðspurð segir Miriam hóp-
inn sem leiti til Hjálpræðishersins afar
blandaðan, en ávallt sé nokkuð um að
sama fólkið leiti til þeirra ár eftir ár.
„Enda virðist fólk sem lendir í fjárhags-
erfiðleikum eiga erfitt með að ná sér úr
þeim aftur. Það segir sig sjálft að fólk
sem lent hefur í
skuldabagga og
nær sér ekki upp
aukatekjur til að
dag um jólin,“ seg
að ekki leiti allir s
henni að halda.
Fólk á að kom
Áætla má að um
staklingar séu að
sem borist hafa Fj
það sem af er ári,
allt landið. Að s
Flosadóttur, form
Þörf á neyðar
hefur aukist m
ÓLAFUR Jóhann Ólafsson rithöfundur
færði Fjölskylduhjálp Íslands á fimmta
tug áritaðra eintaka af nýjustu bók
sinni, Sakleysingjunum. Bókunum var
dreift til þeirra sem leituðu til Fjöl-
skylduhjálparinnar í vikunni. Einnig
hefur hann styrkt starfið með veglegri
peningagjöf. Ásgerður Jóna Flosadótt-
ir, formaður Fjölskylduhjálparinnar,
þakkaði Ólafi Jóhanni Ólafssyni fyrir
gjöfina. Auk þeirra eru á myndinni Árni
Ólafsson sonur Ólafs Jóhanns, hjálp-
arkonurnar Ragna Rósantsdóttir, Ingi-
björg Arelíusardóttir, Guðrún Magn-
úsdóttir, Guðbjörg Pétursdóttirásamt
ungu fólki sem hjálpaði til nú fyrir jólin.
Margví
Rauða
„UM 40 úthluta
fleiri úthlutani
nákvæmar tölu
flokkunarstöðv
anfarin ár hafa
kvæmt upplýsi
neyðaraðstoð t
Kópavogsde
að neyðarstoð v
jólin. Samstarf
Lionsklúbbinn
aðstoð fyrir jól
Rauða kross Ís
urlandi. Hjálpa
Konukot, ath
opið yfir hátíða
Talsmenn hjálparsamtaka
segja mikla þörf á að að-
stoða einstaklinga fyrir
jól. Njóta þau liðveislu
margra fyrirtækja.
RAFRÆN SAMSKIPTI
Í gær voru undirritaðir samningarsem leiða til þess að svonefnd
læknabréf verða send rafrænt á milli
aðila. Það er nútíminn og af því leiðir
töluverðan sparnað.
Þessi samningar ætti hins vegar að
vekja upp spurningar um það hvort
ekki sé tímabært að önnur samskipti
lækna verði einnig færð í rafrænt form
a.m.k. að töluverðu leyti. Þar er átt við
samskipti á milli lækna og sjúklinga
þeirra.
Enn ríkir það fyrirkomulag alltof
víða að sjúklingar þurfa að hringja í
lækni á tilteknum tíma á degi hverjum
ef þeir þurfa á því að halda að komast í
samband við hann. Símatími læknanna
er í mörgum tilvikum klukkutími eða
svo og þá hefst mikil seta við símann
hjá þeim sem þurfa á þjónustu að
halda. Mikill fjöldi sjúklinga hringir
gjarnan á sama tíma og augljóst
hversu óhagkvæmt þetta kerfi er fyrir
alla aðila.
Notkun tölvupósts er orðin mjög
víðtæk. Auðvitað er ljóst að í mörgum
tilvikum þurfa sjúklingar að tala við
lækna sína eða heimsækja þá á stofu
þeirra. En í öðrum tilvikum dugar
sjúklingunum að eiga samskipti við
viðkomandi lækni með tölvupósti.
Þessi samskiptaaðferð er nú þegar
notuð í takmörkuðum mæli en hvað
mælir á móti því að taka upp almenn
rafræn samskipti á milli læknis og
sjúklings þegar það á við?
Síminn er alls ekki orðinn úrelt sam-
skiptatæki heldur þvert á móti. Notk-
un hans hefur farið vaxandi eftir að
farsímar komu til sögunnar. En það
gefur auga leið að samskipti um tölvu-
póst eru þægilegri fyrir báða aðila,
lækna og sjúklinga, þegar það sam-
skiptaform á við.
Aukin rafræn samskipti geta aug-
ljóslega stuðlað að því að bæta þjón-
ustu heilbrigðiskerfisins við sjúklinga.
Þess vegna á að taka þau upp með
skipulegum hætti og í ríkara mæli en
nú er.
SAMIÐ VIÐ
LEIKSKÓLAKENNARA
Ígærkvöldi náðust nýir kjarasamn-ingar á milli launanefndar sveit-arfélaganna og Kennarasam-
bands Íslands vegna leikskóla-
kennara. Ná samningarnir fram á
haust 2006.
Sérstök ástæða er til að fagna þess-
um samningum. Margir hafa haft af
því áhyggjur að ný og erfið kjaradeila
væri í uppsiglingu í kjölfar kjaradeilu
grunnskólakennara. Nú eru þær
áhyggjur úr sögunni.
Leikskólar hafa ekki skipað þann
sess í skólakerfi landsmanna, sem
þeim ber. Þegar þeir fóru að ryðja sér
til rúms að ráði fyrir 30-40 árum var
deilt um tilvistarrétt þeirra og margir
voru þeirrar skoðunar, að lítil börn
hefðu ekki gott af því að vera á leik-
skólum. Aðrir töldu leikskóla
geymslustaði fyrir börn meðan for-
eldrar sinntu störfum utan heimilis.
Þessar deilur eru að baki. Nú er það
talin sjálfsögð krafa að barn geti feng-
ið inngöngu í leikskóla. Að vísu hefur
samfélagið enn ekki staðið sig nógu vel
í að uppfylla þær skyldur en væntan-
lega er ekki langt í að það takist. Enn
ríkir það fornaldarfyrirkomulag að
skólagjöld eru greidd á leikskólastigi á
meðan enn er deilt um hvort taka eigi
upp skólagjöld á háskólastigi. Auðvit-
að eiga leikskólar að vera ókeypis eins
og grunnskólar og framhaldsskólar.
Störf leikskólakennara verða seint
ofmetin. Þeir gegna afar mikilvægum
störfum og geta haft mikil áhrif á það
hvernig einstaklingi farnast í lífinu.
Góður leikskóli er gulls ígildi. Það er
ánægjulegt að ekki skyldi til þess
koma að leikskólakennarar þyrftu að
fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram
betri kjörum. Þeir áttu rétt á betri
kjörum.
MÁL KHODORKOVSKÍS
Míkhaíl Khodorkovskí, rússneskiauðkýfingurinn, sem sakaður
hefur verið um einhver stórfelldustu
skattsvik í sögu Rússlands, sagði í
fyrradag, að rússnesk stjórnvöld hefðu
eyðilagt eitt bezt rekna olíufélag í land-
inu með sölu hluta þess um síðustu
helgi. Sá hluti var seldur til þess að
knýja fram greiðslu á ógreiddum skött-
um.
Mál Khodorkovskís hefur vakið
mikla athygli um allan heim, alveg sér-
staklega í Rússlandi og á Vesturlönd-
um.
Dagblöð á Vesturlöndum hafa í lang-
flestum tilvikum gagnrýnt Pútín Rúss-
landsforseta mjög harðlega vegna með-
ferðarinnar á Khodorkovskí og talið, að
mál hans mundi draga úr erlendum
fjárfestingum í Rússlandi.
Þessi viðbrögð eru að því leyti til um-
hugsunarverð að ekkert þessara blaða
mundi gagnrýna stjórnvöld á sínum
heimaslóðum fyrir að gera ráðstafanir
til að stöðva stórfelld skattsvik og ekk-
ert þeirra hefur haldið því fram, að
Khodorkovskí hafi verið sakaður rang-
lega um mikil og víðtæk skattsvik.
Er verið að halda því fram, að rúss-
nesk stjórnvöld megi ekki taka á skatt-
svikum heima fyrir? Er verið að halda
því fram, að erlendir fjárfestar fáist
ekki til að fjárfesta í rússnesku at-
vinnulífi nema tryggt sé að þeir geti
stundað þar skattsvik að vild?
Hafi einhverjir eyðilagt rússneska
olíufélagið Yukos eru það augljóslega
þeir stjórnendur þess, sem ábyrgð bera
á skattsvikum, sem ekki hafa verið
véfengd.
Þótt Stalín og glæpaverk hans séu
mönnum á Vesturlöndum enn í fersku
minni er ekki hægt að setja samasem
merki á milli hans og Pútíns og halda
því fram, að Pútín megi ekki koma á
lögum og reglum í Rússlandi, sem hann
hefur verið kjörinn til að stjórna í lýð-
ræðislegum kosningum, sem heldur
ekki hefur verið dregið í efa, að hafi far-
ið sæmilega vel fram.