Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 29
MENNING
Afgrei›slutími Vínbú›a
yfir hátí›irnar
Fimmtudagurinn 23. desember
Vínbú›irnar Hvolsvelli og Fáskrú›sfir›i eru opnar til kl.19.00.
Vínbú›in Djúpavogi er opin til kl. 20.00.
Vínbú›in fiorlákshöfn er opin til kl. 21.00.
A›rar Vínbú›ir eru opnar til kl. 22.00.
Föstudagurinn 24. desember
Vínbú›irnar Dalvegi, Höfn og Kirkjubæjarklaustri
eru opnar til kl. 13.00.
A›rar Vínbú›ir eru opnar til kl. 12.00.
Fimmtudagurinn 30. desember
Vínbú›ir á höfu›borgarsvæ›inu (nema Smáralind),
Akureyri og Húsavík eru opnar til kl. 20.00.
Vínbú›irnar Hólmavík, Stykkishólmi og
Hvammstanga eru opnar til kl. 18.00.
A›rar Vínbú›ir eru opnar til kl. 19.00.
Föstudagurinn 31. desember
Vínbú›ir á höfu›borgarsvæ›inu, Akureyri, Akranesi,
Borgarnesi, Höfn og Kirkjubæjarklaustri eru opnar
til kl. 13.00.
Vínbú›in Dalvegi er opin til kl. 14.00.
A›rar Vínbú›ir eru opnar til kl. 12.00.
Nánari uppl‡singar um afgrei›slutíma er a› finna á vinbud.is
böndin án hljóðnema fyrir mörg þús-
und áheyrendur. Framboð og eft-
irspurn ráða síðan um launin.“
Skin og skúrir
Hjá listamönnum skiptast á skin
og skúrir. Einn daginn gengur vel,
annan daginn ekki eins vel. „Stund-
um fáum við glimrandi gagnrýni,
stundum jafnvel hræðilega. Stundum
er maður heppinn, stundum óhepp-
inn. Aðalatriðið er að halda haus og
hafa trú á sjálfum sér. Svo er líka
mikilvægt að sætta sig við að smekk-
ur manna er mismunandi og að vera
ekki með tilætlunarsemi. Sjálfsagt
mál er að reyna að koma sér á fram-
færi en ef áhugi er ekki fyrir hendi er
óþarfi að láta það draga sig niður.“
Ellefu ár eru síðan Bjarni stóð
fyrst á óperusviði og í sjö ár hefur
hann haft sönginn að atvinnu. Hann
segir gang mála hingað til langt fyrir
ofan þær væntingar sem hann hafði
þegar hann var í námi. „Ég hef verið
mjög heppinn. Ég hef oft verið réttur
maður, á réttum stað, á réttum tíma.
Mér hefur verið boðið að syngja hlut-
verk sem henta mér vel og nærri
undantekningarlaust fengið mjög
góðar viðtökur. Markmiðið hefur um-
fram allt verið að stunda listina og
lifa af henni, að söngurinn sé ekki
bara hobbí. Það hefur til allrar ham-
ingju verið raunin.“
Fylgir röddinni
Í eitt skipti gekk Bjarni þó á vegg.
„Ég reyndi lengi að fá að syngja með
Sinfóníuhljómsveit Íslands; sendi inn
upptökur og ferilsskrá og mætti
m.a.s. í fyrirsöng sem stjórnendur
Sinfóníunnar hreinlega gleymdu. Það
tók mig langan tíma að sætta mig við
þetta en eins og ég minntist á áðan,
þá er ekki hægt að vera með neina til-
ætlunarsemi. Annaðhvort fellur mað-
ur í kramið eða ekki.“
Að óbreyttu á Bjarni mörg ár eftir
sem söngvari. Hann varast þó að
setja sér markmið. „Það er mjög erf-
itt fyrir söngvara að setja sér mark-
mið, stefna að einhverju sérstöku.
Röddin er hljóðfæri okkar og við
verðum að hlýða því. Hún þróast í
ákveðna átt og við eigum ekki ann-
arra kosta völ en að fylgja henni. Ég
hef lagt áherslu á að gera ólíka hluti á
mínum ferli, syngja mismunandi tón-
list. Þegar ég er t.d. að syngja mikinn
Wagner, eins og í ár, er ágætt að
skipta yfir í eitthvað léttara, eins og
Rósariddarann. Þannig þroskast
maður að mínu viti best sem lista-
maður.“
Og lífið er ekki bara ópera. „Það er
mjög mikilvægt fyrir óperusöngvara
að syngja annað veifið á tónleikum
líka, leggja rækt við ljóðatónlistina.
Það er allt öðruvísi samband við
áheyrendur. Ég hef sungið talsvert
hér heima undanfarin misseri og finn
að fólk fylgist með mér. Það vill
heyra í okkur söngvurunum sem bú-
um og störfum erlendis. Það er mjög
jákvætt enda brýnt fyrir mig að fá
viðbrögð við því sem ég er að gera
hérna heima. Ég er nefnilega ekkert
öðruvísi en aðrir Íslendingar – þjóð-
rækinn. Stoltur af því að vera Íslend-
ingur!“
orri@mbl.is
Ljósmynd/Jacqueline Krause-Burberg
Bjarni Thor í hlutverki Óðins í Rínargullinu eftir Wagner í Karlsruhe.
GUÐBERGUR Bergs-
son fær afar góða dóma í
heilsíðuumfjöllun gagn-
rýnanda Svenska
Dagbladet um þriðju bók
hans sem kemur út á
sænsku, Faðir og móðir
og dulmagn bernsk-
unnar.
„Guðbergur Bergsson
er hvasst skáld af Guðs
náð sem fer eigin leiðir
af festu,“ segir m.a. í
dómi Stefan Spjut. Hann
segir um bókmennta-
legan viðburð að ræða og
segir synd að svo fáar af bókum Guð-
bergs hafi verið þýddar
á sænsku. Hinar tvær
eru Svanurinn og Sú
kvalda ást sem hug-
arfylgsnin geyma.
Guðbergur er sagður
mikill listamaður, þver-
sagnakenndur sem af-
komandi hinna þöglu
sterku Íslendinga en á
sama tíma heimsborgari
á Spáni. „Skáldævi-
sögu“ hans er hrósað,
þar komi skýrt fram til-
finningar barns og Guð-
bergur lýsi töfrum
bernskunnar eftirminnilega.
„Skáld af Guðs náð“
Bækur | Guðbergur fær góða dóma í Svíþjóð