Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR UM JÓLIN
23:30. Davíð Ólafsson syngur einsöng.
Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Stein-
ar Guðmundsson. Sóknarprestur Björn
Sveinn Björnsson. Jóladagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 15:30. Kór Hvals-
neskirkju syngur. Organisti Steinar Guð-
mundsson. Sóknarprestur Björn Sveinn
Björnsson. Garðvangur. Jólahelgistund kl.
12:30.
AKRANESKIRKJA: Aðfangadagur. Aftan-
söngur kl. 18. Einsöngur: Elfa M. Ingva-
dóttir. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30.
Einsöngur: Ásdís Kristmundsdóttir. Jóla-
dagur. Sjúkrahús Akraness: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 13. Akraneskirkja: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Fiðluleikur: Hulda
Halldórsdóttir og Kristín Sigurjónsdóttir.
Annar jólum. Dvalarheimilið Höfði: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 12.45. Akraneskirkja:
Skírnarguðsþjónusta kl. 14.
BORGARPRESTAKALL: Aðfangadagur:
Aftansöngur í Borgarneskirkju kl 18. Mið-
næturguðsþjónusta í Borgarkirkju kl
22.30. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Borgarneskirkju kl 14. Hátíðarguðsþjón-
usta í Álftártungukirkju kl 16. Annar jóla-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta í Akrakirkju
kl 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldr-
aðra kl 16.30.
SAURBÆJARPRESTAKALL: Að-
fangadagur: Hallgrímskirkja í Saurbæ:
Hátíðarguðþjónusta kl. 23.00. Annar í jól-
um: Leirárkirkja: Hátíðarguðþjónusta kl.
13.30. Innra-Hólmskirkja: Hátíð-
arguðþjónusta kl. 15.00.
REYKHOLTSPRESTAKALL: Reykholt. Að-
fangadagur: Barnastund kl. 11.30. Messa
kl. 22. Jóladagur: Síðumúli. Messa kl. 11.
Stóri-Ás. Annar jóladagur: Messa kl. 14
fyrir Stóra-Áss- og Gilsbakkasóknir.
HNÍFSDALSKAPELLA: Aðfangadagur: Aft-
ansöngur kl. 18:00. Kvennakórinn syngur
undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sr. Magn-
ús Erlingsson.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Aðfangadagur: Mið-
næturmessa kl. 20:30. Kór Ísafjarð-
arkirkju syngur undir stjórn Huldu Braga-
dóttur. Sr. Magnús Erlingsson. Jóladagur:
Hátíðarmessa kl. 14:00. Kór Ísafjarð-
arkirkju syngur undir stjórn Huldu Braga-
dóttur. Ingunn Ósk Sturludóttir syngur ein-
söng. Sr. Magnús Erlingsson. Jólamessa á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði kl.
15:30. Kór starfsfólks HSÍ syngur. Sr.
Magnús Erlingsson.
LAUGALANDSPRESTAKALL: Að-
fangadagur: Hátíðarmessa í Grund-
arkirkju kl. 22. Jóladagur: Messa í
Munkaþverárkirkju kl. 11, sama dag
messa í Möðruvallakirkju kl. 13:30. Ann-
ar jóladagur: Messa í Kaupangskirkju kl.
13:30. Sóknarprestur.
HRÍSEYJARKIRKJA: Aðfangadagur:
Aftansöngur kl. 18:00.
STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.
MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Að-
fangadagskvöld: Jólastund fyrir alla fjöl-
skylduna í Möðruvallakirkju kl. 23:30.
Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Glæsi-
bæjarkirkju kl. 11:00. Hátíðarguðsþjón-
usta í Möðruvallakirkju kl. 14:00. Kirkju-
kaffi á prestssetrinu. Annar jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta í Bægisárkirkju kl.
11:00. Hátíðarguðsþjónusta í Bakka-
kirkju kl. 14:00. Kirkjukaffi á Bakka. 29.
desember: Hátíðarguðsþjónusta í Skjald-
arvík kl. 11:00.
AKUREYRARKIRKJA: Aðfangadagur: Aft-
ansöngur kl. 18. Sr. Svavar A. Jónsson.
Kór Akureyrarkirkju syngur. Björn Steinar
Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar frá
kl. 17.30. Miðnæturmessa kl. 23.30. Sr.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Kammerkór Ak-
ureyrarkirkju syngur. Stjórnandi: Eyþór Ingi
Jónsson. Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 11.
Sr. Svavar A. Jónsson. Kór Akureyrarkirkju
syngur. Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir.
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Messa á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 16.
Sr. Svavar A. Jónsson. Annar dagur jóla:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Helgileikur.
Barnakórar og Stúlknakór Akureyrarkirkju
syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
Mikill almennur söngur. Gengið í kringum
jólatréð eftir messu. Messa á Seli kl.
14.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Org-
anisti: Jón Viðar Guðlaugsson. Hátíðar-
guðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni kl.
17. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Eyþór
Ingi Jónsson.
GLERÁRKIRKJA: Aðfangadagur: Aftan-
söngur kl. 18. Prestur: Sr. Gunnlaugur
Garðarsson. Einsöngur: Ari Jóhann Sig-
urðsson tenór. Félagar úr Kór Glerárkirkju
syngja. Organisti: Hjörtur Steinbergsson.
Aðfangadagskvöld: Miðnæturmessa –
jólasöngvaka kl. 23.30. Komið og syngið
með okkur jólasálmana. Prestur: Sr. Guð-
mundur Guðmundsson. Félagar úr Kór
Glerárkirkju leiða almennan söng. Org-
anisti: Hjörtur Steinbergsson. Jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur: Sr.
Arnaldur Bárðarson. Einsöngur: Sigrún
Arna Arngrímsdóttir mezzosópran. Kór
Glerárkikju syngur. Organisti: Hjörtur Stein-
bergsson. Annar dagur jóla: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14. Prestar. Sr. Arnaldur
Bárðarson og sr. Gunnlaugur Garðarsson.
Barnakór Glerárkirkju syngur. Stjórnandi:
Ásta Magnúsdóttir. Organisti: Hjörtur
Steinbergsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Annar
jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 17. 29.
des.: Kl. 14.30 jólahátíð fyrir eldri borgara
í Víðilundi 24. 30. des.: Kl. 17 fjölskyldu-
jólatréskemmtun. Allir velkomnir.
LAUFÁSPRESTAKALL:
Svalbarðskirkja: Aðfangadagur: Aftan-
söngur kl. 16 (sr. PÞ).
Grenivíkurkirkja: Söngur á jólanótt 24.
des. kl. 22 (sr. PÞ).
Laufáskirkja. Annar jóladagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. (sr. PÞ).
LJÓSAVATNSPRESTAKALL:
Þorgeirskirkja: Jóladagur: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. (sr. PÞ). (Guðsþjónustan
er sameiginleg fyrir Ljósavatns- og Háls-
sóknir.) (Fyrirhuguð kyrrðarstund í Þorgeirs-
kirkju 30. des. fellur niður.)
Lundarbrekkukirkja: Annar jóladagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 14 (sr. GJ).
Þóroddsstaðakirkja: Annar jóladagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 16 (sr. GJ).
EIÐAPRESTAKALL:
Eiðakirkja. Aðfangadagur: Aftansöngur kl.
23. Organisti Kristján Gissurarson. Kór
Eiðakirkju. Einsöngur: Kristín Halldórs-
dóttir.
Kirkjubæjarkirkja: Jóladagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 13. Organisti Magnús
Magnússon. Kór Kirkjubæjar- og Sleð-
brjótssókna.
Sleðbrjótskirkja: Jóladagur: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 15. Organisti Magnús Magn-
ússson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjóts-
sókna.
Hjaltastaðarkirkja: Annar jóladagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 14. Organisti Sunc-
ana Slamning. Kór Hjaltastaðarkirkju.
Bakkagerðiskirkja: Annar jóladagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 16. Organisti Krist-
ján Gissurarson, Kór Bakkagerðiskirkju.
VALLANESPRESTAKALL:
Egilsstaðakirkja. Aðfangadagur. Aftan-
söngur kl. 18. Organisti (og í öllum guðs-
þjónustum Vallanesprestakalls um hátíð-
arnar) Torvald Gjerde. Barnakór auk Kórs
Egilsstaðakirkju. Fiðluleikur: Ester Ómars-
dóttir og Svandís Sveinsdóttir. Jólanæt-
urmessa kl. 23. Einsöngur: Þorbjörn
Björnsson. Blásturshljóðfæri: Imogene
Newland og Tristan Michael Willems. Ann-
ar í jólum. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ein-
söngur: Kristín Halldórsdóttir. Blást-
urshljóðfæri: Imogene Newland og Tristan
Michael Willems. Sjúkrahús Egilsstöðum:
Jólaguðsþjónusta kl. 15.
Þingmúlakirkja: Jóladagur. Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. Einsöngur: Sædís Harð-
ardóttir, fiðluleikur: Guðmundur Gíslason.
Vallaneskirkja. Jóladagur. Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 16. Fiðluleikur: Guðmundur
Gíslason. Sóknarprestur.
VALÞJÓFSSTAÐARPRESTAKALL: Kirkju-
selið í Fellabæ: Aðfangadagur: Helgistund
kl. 23. Drífa Sigurðardóttir annast undirleik
við almennan söng.
Áskirkja í Fellum: Jóladagur: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. Organisti: Kristján Giss-
urarson, kór Ássóknar í Fellum, Fanney Vig-
fúsdóttir syngur einsöng.
Valþjófsstaðarkirkja: Jóladagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 17. Organisti: Kristján
Gissurarson, kór Valþjófsstaðarkirkju,
Fanney Vigfúsdóttir syngur einsöng.
Hofteigskirkja: Annar í jólum: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Organisti: Tryggvi Her-
mannsson. Kór Hofteigskirkju, Kolbjörg
Benediktsdóttir leikur einleik á flautu.
NORÐFJARÐARPRESTAKALL: Norðfjarð-
arkirkja. Aðfangadagur: Aftansöngur kl.
18. Trompetleikur: Bjarni Freyr Ágústsson.
Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Trompetleikur: Bjarni Freyr Ágústsson.
Annar jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Breiðabliki kl. 10.30. Mjóafjarðarkirkja:
27. des.: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Far-
ið frá bryggju kl. 11.30. Gestir velkomnir
með til kirkju.
VÍKURPRESTAKALL: Aðfangadagur. Aftan-
söngur í Víkurkirkju kl. 18. Organisti Krist-
ín Waage. Kór Víkurkirkju syngur. Jóladag-
ur: Guðsþjónusta í Reyniskirkju kl. 14.
Organisti er Kristín Björnsdóttir. Almennur
safnaðarsöngur. Hátíðarguðsþjónusta í
Skeiðflatarkirkju kl. 16. Organisti er Krist-
ín Björnsdóttir. Kór Skeiðflatarkirkju syng-
ur. 29. des.: Helgistund á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hjallatúni í Vík kl. 20.
Organisti er Kristín Waage. Kór Víkurkirkju
syngur. 30. des.: Guðsþjónusta í Sól-
heimakapellu kl. 20.30. Organisti er Krist-
ín Björnsdóttir. Almennur safnaðarsöngur.
ODDAPRESTAKALL: Aðfangadagur: Helgi-
stund í Kapellunni Lundi, Hellu, kl. 16.
Stúlknakórinn Hekla leiðir sönginn. Aftan-
söngur í Þykkvabæjarkirkju kl. 18. Kór
Odda- og Þykkvabæjarkirkna leiðir söng-
inn. Aftansöngur í Oddakirkju kl. 22. Eldri
félagar úr Stúlknakórnum Heklu leiða
sönginn. Organisti við allar athafnirnar
Nína María Morávek. Jóladagur: Hátíðar-
guðsþjónusta í Oddakirkju kl. 14. Kór
Odda- og Þykkvabæjarkirkna leiðir söng-
inn. Organisti Nína María Morávek. Annar
jóladagur: Hátíðarmessa í Keldnakirkju
kl. 14. Almennur safnaðarsöngur. Org-
anisti Guðjón Halldór Óskarsson.
HRAUNGERÐISKIRKJA: Jóladagur: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 13:30. Söngkór Hraun-
gerðisprestakalls syngur hátíðartónlag
Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Eyrúnar
Jónasdóttur. Kristinn Á. Friðfinnsson.
LAUGARDÆLAKIRKJA: Jóladagur: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 15:00. Velunnarar
Laugardælakirkju leiða almennan safn-
aðarsöng og hið sígilda messutónlag undir
stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Kristinn
Á. Friðfinnsson.
VILLINGAHOLTSKIRKJA: Annar jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:30. Söngkór
Hraungerðisprestakalls syngur hátíð-
artónlag Bjarna Þorsteinssonar undir
stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Kristinn Á. Frið-
finnsson. Fyrsta guðsþjónusta í Vill-
ingaholtskirkju á nýju ári verður sunnudag-
inn 9. janúar kl. 13:30.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Aðfangadagur:
Guðsþjónusta kl. 18.00. Félagar úr Skál-
holtskórnum syngja. Prestur sr. Egill Hall-
grímsson. Miðnæturmessa verður á jóla-
nótt kl. 23.30. Kammerkór
Biskupstungna syngur ásamt félögum úr
Skálholtskórnum. Sr. Sigurður Sigurð-
arson vígslubiskup annast prestsþjón-
ustuna. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 14.00. Skálholtskórinn syngur. Sungnir
verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteins-
sonar. Organisti Hilmar Örn Agnarsson.
Prestur sr. Egill Hallgrímsson.
BRÆÐRATUNGUKIRKJA: Annar jóladag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30. Fé-
lagar úr Skálholtskórnum syngja. Sókn-
arprestur.
HAUKADALSKIRKJA: Annar jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.00. Félagar úr
Skálholtskórnum syngja. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Aðfangadagur: Aftan-
söngur kl. 18. Hátíðarsöngvar síra Bjarna
Þorsteinsonar. Jólanótt: Hátíðarmessa kl.
23.30. Jóladagur: Guðsþjónusta á Heil-
brigðisstofnuninni á Selfossi kl. 11. Hátíð-
armessa kl. 14 í Selfosskirkju. Hátíð-
arsöngvar síra Bjarna Þorsteinssonar.
STOKKSEYRARKIRKJA: Aðfangadagur:
Aftansöngur kl. 18.
EYRARBAKKAKIRKJA: Aðfangadagur:
Guðsþjónusta kl. 23.30.
GAULVERJABÆJARKIRKJA: Jóladagur:
Guðsþjónusta kl. 14.
KUMBARAVOGUR: Jóladagur: Guðsþjón-
usta kl. 15.30.
HVERAGERÐISKIRKJA: Aðfangadagur:
Aftansöngur kl. 18.
KOTSTRANDARKIRKJA: Jóladagur: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14.
HJÚKRUNARHEIMILIÐ ÁS: Jóladagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 15.30.
Morgunblaðið/Ásdís
MINNINGAR
Elsku amma Helgó;
þessar tvær bænir bið
ég á hverju kvöldi.
Vertu, Guð faðir, faðir
minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kolbrún Klara.
Eins og segja má um flesta sem á
Íslandi búa lærði ég í æsku grófa línu
á milli þess hvað var gott og þess hvað
var ekki nógu gott.
Uppalinn á Amtmannsstíg hjá
KFUM og í Vatnaskógi lærði krakki
undirstöðu þess siðferðis að breyta
rétt. Oft hafa komið upp hnökrar í líf-
inu en þessi grunnur sem mér var
innrættur gildir enn sem glóandi gull.
Móðursystir mín, María Helga-
dóttir, gaf mér ekki aðeins ofangreind
gildi heldur einnig vináttu frá því að
ég man eftir mér og henni. Vinátta er
hvítagull.
Í dag er svokölluð stórfjölskylda að
missa tengingar sín á millum og allt
MARÍA
HELGADÓTTIR
✝ María Helgadótt-ir fæddist á Ísa-
firði hinn 5. septem-
ber 1908. Hún lést í
Seljahlíð, heimili
aldraðra, hinn 14.
desember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Nes-
kirkju 21. desember.
það sem var í heiðri haft
á sínum tíma, að klæða
sig upp og hitta frænd-
ur og vini er á undan-
haldi.
Þegar stórfjölskyld-
unni var boðið að Dun-
haga til Maríu Helga-
dóttur, Guðmundar,
Ingu og Þorsteins þá
mætti stórfjölskyldan.
Þó að rúmlega 40 ár séu
liðin eru þessar stundir
enn á lífi.
María Helgadóttir
frá Odda, Ísafirði, var í
mínum huga ein sú al-
besta manneskja sem ég hef lifað.
Megi þessi yndislega kona fá góða
hvíld og uppskera þá góðvild, sem
hún sjálf stofnaði til.
Helgi Steingrímsson.
Heppinn. Hvernig er hægt að
tengja heppni andláti? Jú, með því að
hafa átt þess kost að kynnast Maríu
Helgadóttur. Þó ég hafi aðeins þekkt
hana síðustu 20 ár ævi hennar, er hún
og verður ein þeirra sem standa
fremst í hafsjó minninganna. María
átti sér sérstaka kímni sem aðeins var
á kostnað hennar sjálfrar og þegar
kímnin var í bland við fljótfærnina
sem hún átti til, varð úr ein skemmti-
legasta blanda sem ég hef kynnst.
María var höfðingi heim að sækja.
Allt fas hennar einkenndist af virðu-
leika, án alls hroka og oft minnti hún
mig á drottningarmóðurina ensku,
þegar hún sat og spjallaði við gesti
sína.
María, ég þakka þér fyrir þessa
stuttu samfylgd og veit með vissu að
þú hefur með gæsku þinni bætt alla
þá sem þér komu nærri.
Friðrik G. Gunnarsson.
Elsku kallinn minn.
Nú ertu farinn og hér
sit ég með sorg í hjarta
og söknuð í huga.
Þú sýndir mér þann
heiður að þú kallaðir mig dóttur
þína. Eitt árið er ég var væntanleg
heim frá Englandi talaðir þú af svo
mikilli sannfæringu við nýja sum-
arstarfsfólkið á Sólheimum um dótt-
ur þína sem væri að koma heim að
forstöðukonan var spurð að því
hvort Hreiðar ætti virkilega dóttur.
Þvílík var sannfæring þín og í raun
er það svo lýsandi fyrir það hvernig
þú varst. Húmoristi fram í fingur-
góma, þrjóskur með eindæmum en
ótrúlega einlægur og leikari af guðs
náð. Í huga mínum þjóta ótal sýnir:
ég að dekstra þig á morgunfund á
Sólheimum, „Hreiðar minn mundu
gleraugun, mundu tennurnar og
heyrnartækið, annars les ég ekki í
kvöld!“ Það sem við gátum lesið af
ævintýrabókunum eftir Enid Blyt-
on, Kíkí var nú í miklu uppáhaldi og
ef maður las vitlaust eða breytti ein-
hverju í bókunum varstu fljótur að
benda á að svona væri þetta ekki.
Ég held að allur þessi lestur hafi nú
fært mér þann stall sem ég fékk hjá
þér, ekki persónutöfrar mínir, en
kannski í bland. Það er ekki eins að
lesa þær án þín. Nú er hún Helene
Rún mín að komast á þann aldur að
ég geti farið að lesa þær fyrir hana.
Ég man svo vel er þú læddist í heim-
sókn til mín í Hverakot rétt áður
enn Helene Rún fæddist, eltir mig á
✝ Hreiðar Þor-steinn Gunnars-
son fæddist í Reykja-
vík 27. janúar 1942.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands á
Selfossi 7. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Skálholtskirkju 17.
desember.
röndum um allt hús og
spurðir svo loks: „Hvað
þýðir að verða afi?“
Þá hafði einhver
sagt við þig að þar sem
ég væri nú ófrísk værir
þú að verða afi en þú
varst ekki viss með
þetta. Eitt sinn er ég
var á gangi við Sól-
heimahús um mitt
sumar stökk allt í einu í
veg fyrir mig jóla-
sveinn! Hreiðar, þú
varst ótrúlegur. Það
sem þér datt ekki í
hug! Og hver á svo að
vinna allar grettukeppnirnar á Sól-
heimum nú?
Það var nú ósjaldan sem þú komst
í búðina til mín og á ég sjálfsagt
aldrei eftir að borða negrakossa og
kókosbolur án þess að hugsa til þín.
Ég get enn heyrt röddina, fundið
lyktina, fundið er þú straukst mér
um kinn. „Gullið mitt,“ sagðir þú og
kysstir blautum kossi.
Elsku vinur, ég kveð þig með
söknuði en veit jafnframt að þú hef-
ur það gott. Sólheimar verða ekki
samir án þín. Mér þykir leitt að
komast ekki og fylgja þér til hinnar
hinstu hvílu en Helene Rún mín á að
stíga á svið í aðalhlutverki á sama
tíma og veit ég að þú skilur það.
Söknuður í brjósti mínu:
svöl tjörn á fjallinu.
Í tærri lygnunni
titrar mynd þín,
þegar blærinn andar
hvísla bárurnar orð þín,
söknuður í brjósti mínu,
segðu það eingum.
Svöl og djúp
tjörn á fjallinu.
(Þorsteinn frá Hamri.)
Þín (fóstur-)dóttir
Erla Björg, Sandgerði.
HREIÐAR ÞORSTEINN
GUNNARSSON