Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
OCEAN´S TWELV
EINNIG SÝND Í
SELFOSSBÍÓ
OCEAN´S TWELVE
EINNIG SÝND Í
SELFOSSBÍÓ
✯
✯
Lokað í dag, Þorláksmessu Lok
MEZZOFORTE hefur nú loks sent frá sér
plötu, eftir heilla sjö ára hlé. Segja má að á þess-
ari hljómplötu, Forward Motion, hverfi Mezzo-
forte-menn aftur til níunda áratugarins. Á henni
má heyra kunnuglegan hljóm, þótt lagasmíð-
arnar séu nýjar. Jóhann Ásmundsson gælir að
sjálfsögðu við bassann eins og ætíð áður.
Hann segir að ýmsar ástæður hafi legið til
þess að ekki hafi komið plata fyrr. „Friðrik
Karlsson flutti til Englands og hefur starfað
þar, eins og alþjóð veit, og plötugerðin lá ekki í
loftinu fyrr en fyrir tveimur árum, þegar við
ákváðum að fara svolítið af stað aftur. Friðrik
hafði reyndar ekki tíma til að vera með okkur þá
og því vorum við með annan gítarleikara, en í
sumar var ákveðið að gera plötu með upp-
haflegri sveitarskipan.“
Hvernig var að fara aftur í hljóðverið eftir
svona langan tíma?
„Það gekk mjög vel. Það hefur aldrei verið
neitt vandamál fyrir okkur að vinna í hljóð-
verinu, en kannski meiri vandi að safna saman
lögunum og sinna undirbúningsvinnunni.“
Funduð þið gamla neistann?
„Já, við ákváðum að reyna að taka
þetta á gamla mátann. Reyna að komast
eins nærri gamla „Mezzó-fílingnum“ og
mögulegt væri.“
Er það ekki svolítið skringilegt eftir
allan þennan tíma? Nú hafið þið allir
fengist við önnur verkefni í millitíðinni.
„Nei, þetta liggur einhvern veginn svo
eðlilega fyrir okkur, að spila þessi lög á
þennan hátt. Síðasta plata, Monkey Face,
var svolítil tilraunaplata og við fengum
fremur neikvæð viðbrögð frá því fólki
sem hafði fylgst með okkur. Þar að auki
var ekki einhugur í hljómsveitinni um
þessar breytingar og platan seldist ekki mikið.
Við gerð Forward Motion nutum við aðstoðar
þýsks trommuleikara að nafni Wolfgang Hoffn-
er og hann hvatti okkur til að leita á gamlar
slóðir.“
Er sama dínamík í bandinu og áður?
„Já, nema hvað ábyrgð á lagasmíðum dreifist
nú á okkur alla, en áður voru þær mest í hönd-
um Friðriks og Eyþórs Gunnarssonar.“
Þið gefið Forward Motion út sjálfir.
„Já, við framleiðum og erum eigin útgef-
endur. Við gerðum þetta á okkar eigin for-
sendum.“
Er platan kannski ekki síður hugsuð fyrir er-
lendan en innlendan markað?
„Já, við fáum Sonet til að dreifa henni hérna
heima og höfum gert samning við þýskt
fyrirtæki um að dreifa plötunni annars
staðar í heiminum.“
Eruð þið enn jafnvinsælir í Japan og
forðum?
„Ég ætla nú ekki að taka svo djúpt í ár-
inni að segja að við séum beint vinsælir, en
það lifir ansi vel í glæðunum hjá ákveðnum
hópi fólks í nokkrum löndum, þeirra á með-
al Japan.“
Ætlið þið að spila eitthvað og kynna plöt-
una?
„Næsta verkefni er að gefa út mynddisk
einhvern tímann eftir áramót. Þetta er 27.
starfsár Mezzoforte og við höfum aldrei
gefið út almennilegar „live“ upptökur, en
markaðurinn er allur að opnast fyrir mynd-
diska með lifandi tónlist. Við erum ekki
búnir að ákveða þetta endanlega, en vonandi ger-
um við þetta bara hérna heima. Á disknum verð-
ur saga sveitarinnar væntanlega rifjuð upp, í
bland við nýjar tónleikaupptökur. Annars stend-
ur auðvitað til að fylgja Forward Motion eftir, ef
einhver áhugi myndast fyrir því.“
Tónlist | Mezzoforte sendir frá sér geislaplötuna Forward Motion eftir sjö ára hlé
Aftur í tíma og tónum
Mezzoforte 2004: Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson,
Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson.
ivarpall@mbl.is
…undir jólatrénu og eitt af því fornvitnilegra sem ég
fann þetta árið var þessi diskur hér, Stúfur. Atli nokkur
Bollason, ungur tónlistarmaður (Frír bjór, Norton, Atli
og Leó) gekkst fyrir útgáfu þessarar
„neðanjarðar“-jólaplötu sem inni-
heldur ungar hljómsveitir og lista-
menn á borð við Isidor, bob, Lokbrá,
Hermigervil og Ókind. Það er nokk-
uð um það á hverju ári að fólk flippi
eitthvað með jólalögin en sjaldnast
er það borið á borð fyrir almenna kaupendur. Stúfur
bætir úr því og sum innslögin hér í jólalagakreðsuna
eru ágæta vel heppnuð og gæða útjaskaðan geira fersk-
leika. Diskurinn er þá í sönnum jólaanda að því leytinu
til að allur ágóði hans rennur óskiptur til Mæðrastyrks-
nefndar.
Segja má að öll lögin hér séu utan garðs með tilliti til
þeirrar jólatónlistar sem glymur á þorra landsmanna
um hátíðarnar. Hér er í nær öllum tilfellum reynt að
blanda nýjum blæbrigðum og tónum við auðþekkj-
anlegar uppskriftir.
Ókind ríður þannig á vaðið með útgáfu á „Jólakett-
inum“ eftir Ingibjörgu Þorbergs (sem Björk flutti m.a.
á plötunni Hvít er borg og bær árið 1987). Útgáfa
Ókindar er skemmtilega rafmögnuð og bara nokkuð
mögnuð líka.
Atli & flytur þá „The Christmas Song“ (Hér „Rist-
aðar kastaníur“. Lagið er frægast í flutningi Nat King
Cole og inniheldur m.a. upphafslínurnar „Chestnuts
roasting on an open fire...“). Mjög smekkleg og nýstár-
leg útgáfa af þessu sígilda lagi. God Speed You Black
Emperor! útgáfa Dodda af „White Christmas“ er nokk-
uð vel heppnuð og hin mistæka sveit bob á þá glæsilegt
útspil hér með frumsamda laginu „Clowns in Christmas
Town“. Víruð furðusmíð sem gengur upp, eins og sjálfir
Slint hefðu reynt sig við hátíðarlag.
Lokbrá eiga athyglisverðasta lagið, útgáfu af „Ó
helga nótt“, og er sannarlega ekki ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur. Lagið ber með sér hráan sjarma,
er greinilega flutt af metnaði og ástríðu en söngurinn er
full falskur.
Ekki er þó allt jafn vel heppnað. „Jólasull“ Hermi-
gervils er nákvæmlega það, miður heppnað sull, Top-
less Latino Fever ganga rangsælis í kringum lagið
„Göngum við í kringum“ og innlegg Isidor fellur á milli
þilja. Ég á erfitt með að átta mig á lagi Hjaltalín.
Eðlilega kannski eru einstök gæði laga brokkgeng en
umgjörðin og hugmyndafræðin á bakvið diskinn vegur
upp á móti því. Umslagshönnun er þá minimalísk og
svöl og í góðu samræmi við innihaldið. Framtakið sem
kom Stúf á kreik er þegar allt er talið bæði verðugt og
sniðugt og óhætt að hvetja til áframhaldandi starf-
semi í þessa áttina. Alltént fær undirritaður aldrei nóg
af „exótískum“ jólaplötum sem þessum.
Það leynist ýmislegt…
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Fram koma Ókind, Hermigervill, Topless Latino Fever,
Doddi, Lokbrá, Atli &, bob, Isidor og Hjaltalín. Stúfur er gef-
in út af þátttakendum en umsjón með útgáfunni var í hönd-
um Atla Bollasonar.
Ýmsir – Stúfur
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞEIR eru með öll spil á hendi og hika ekki
við að brjóta ríkjandi lögmál. Hæsta hendin
gaf út plötuna Hæsta hendin fyrr í vetur og
hefur þessi nýja hipp hopp-sveit fengið góð-
ar viðtökur. Gagnrýnandi hjá Morg-
unblaðinu gaf plötunni fjórar stjörnur og er
BlazRoca, Erpur Eyvindarson, ánægður
með það en hann er kjarni sveitarinnar
ásamt U-Fresh, Unnari Frey Theodórssyni.
Erpur segist hafa vitað að þeir væru með
góða plötu í farteskinu og segir að platan
hafi beinlínis orðið að koma út. „Það er önn-
ur stemning á þessari plötu heldur en öðru
sem hefur komið út á Íslandi. Með fullri virð-
ingu fyrir öllum öðrum fannst okkur við
þurfa að taka einhver skref sem enginn hafði
stigið. Maður vill alltaf fara með hlutina
lengra. Á sínum tíma rappaði enginn á ís-
lensku en það fannst okkur vera eðlilegt.
Núna rappa allir á íslensku,“ segir Erpur og
vísar til Rottweiler-hundanna en Unnar var
gestarappari á báðum plötum hópsins.
„Ég er svo háður því að gera eitthvað
nýtt. Ég nenni ekki að endurtaka mig, mér
finnst það mjög leiðinlegt,“ segir hann.
Hæsta hendin er af öðru tagi en Rott-
weiler. „Það er allt svo skiljanlegt og skýrt á
henni. Rottweiler-stíllinn var æstari og stíll.
Núna er þetta fullorðinslegra. Ég er líka
yngstur í þessu verkefni. Sá elsti sem er að
vinna með mér er 35 ára,“ segir Erpur.
Hann bendir á að þessi hæga vest-
urstrandarstemning sem heyrist á Hæstu
hendinni sé eitthvað sem hafi ekki heyrst
mikið hér. Hann segir að hipp hopp hér-
lendis hafi frekar verið undir áhrifum frá
hörðu neðanjarðarrappi frá austurströnd
Bandaríkjanna og hér hafi líka heyrst djass-
að og rokkað rapp. Hæsta hendin lífgar því
upp á rappflóruna.
Hæsta hendin er melódískara en það sem
Erpur hefur gert áður. Hann segir að þó
hann kalli plötuna fullorðinslegri felist engir
fordómar eða fyrirlitning gagnvart öðru í
þeim umælum. „Það er hvergi talað um að
mamma þín sé beygla. Það er ekki eins og
við séum vaxnir uppúr því, við gætum alveg
dottið í það seinna en þetta er stemningin
hjá okkur núna,“ segir hann og bætir við:
„Meira að segja foreldrar okkar Unnars
skilja textana.“
Framundan er vinna við að fylgja eftir
plötunni. „Það er bara búið að gera eitt
myndband og eina smáskífu. Við erum bara
nýbyrjaðir.“
Hvað á nafnið að þýða?
Nafngiftin Hæsta hendin (sumsé ekki
höndin) fer áreiðanlega í taugarnar á ein-
hverjum en þetta eru ekki mistök vegna fá-
fræði í íslenskri tungu. „Pabbi er íslensku-
fræðingur og ég hef alltaf verið góður í
íslensku og ég veit að maður segir höndin.
En þetta er fimm ása póker. Við erum alltaf
með hæstu höndina. Ef hipp hopp-tónlist
væri spil, þá erum við með alla ásana. Svo
sækjum við fleiri ása til útlanda til þess að
vera með fimm ása. Það getur enginn slegið
út fimm ása. Við erum að brjóta regluna og
gerum það sem við þurfum.“
Tónlist | Erpur og U-Fresh eru með Hæstu hendina
Fimm
ása póker
U-Fresh og BlazRoca skipa Hæstu hendina
en þeir eru ekki skussar í íslensku þrátt
fyrir nafngiftina og bera með sér nýja
strauma í íslenskt hipp hopp.
www.haestahendin.com
ingarun@mbl.is
SIGGI Ármann gaf út sína fyrstu plötu
haustið 2001, Mindscape. Þótti platan hin
þekkilegasta frumraun og skömmu eftir út-
komuna komst Siggi eða Sigurður í kynni
við meðlimi Sigur Rósar sem allir sem einn
höfðu heillast af plötunni. Fór svo að Sigga
var boðið að hita upp fyrir sveitina á hljóm-
leikaferðalagi í Ameríku árið eftir og hefur
samstarf hans og Sigur Rósar haldið áfram
eftir það.
Siggi Ármann í Listasafni Reykjavíkur
varð til fyrir hálfgerða tilviljun en ákveðið
var á síðustu stundu að taka upp tónleika
sem Siggi hélt þar þann 3. desember í fyrra.
Það vel tókst til að ákveðið var að gefa þá út
í formi umræddrar plötu. Það er T Í M I,
miðstöð fyrir tímalistir, sem
gefur út en þar á bæ er stefnt
að fjölbreyttri og framsæk-
inni útgáfu í framtíðinni.
Segja má að Siggi hafi
hoppað beint út í djúpu er
hann gerði strandhögg vestur
til Bandaríkjanna með Sigur
Rós. Hann segir það sann-
arlega hafa verið upplifun
að spila frammi fyrir þús-
undum manna, sérstaklega
þar sem hann hafði lítið
komið fram opinberlega
fram að því. Siggi kemur fram einn
með gítar en segir þó að það taki ekkert sér-
staklega mikið á taugarnar.
„Ég pæli bara lítið í þessu. Ég bara geri
þetta og það fleytir mér ábyggilega yfir
stressið. Maður hefur bara sjálfan sig og
músíkina sína og maður veit ekkert hvernig
hún virkar á fólk. Maður bara gerir sitt
besta.“
Hann segir að Sigur Rósar liðar og þeirra
fólk hafi hvatt hann dyggi-
lega á hliðarlínunum og
viðtökur hafi í velflestum
tilfellum verið góðar.
Lögin á plötunni nýju
eru fjórtán. Fjögur þeirra
eru af Mindscape en restin
er nýtt efni sem kemur út á
næstu plötu hans, Music For
The Addicted, sem kemur
væntanlega út næsta vor.
„Ég vinn þá plötu með Sig-
tryggi Baldurssyni og Jó-
hanni Jóhannssyni en þeir
unnu Mindscape með mér,“
segir Siggi. „Örnólfur Krist-
jánsson, bróðir minn, vinnur
hana líka með mér en hann
leikur á selló og raddar í einu lagi á tónleika-
plötunni. Svo vinna Orri og Kjartan úr Sigur
Rós líka að plötunni með mér og einnig Am-
ina kvartettinn.“
Tónlist | Tónleikaplata með Sigga Ármann
„Maður hefur
bara sjálfan sig
og músíkina…“
Þessa mynd af Sigga teiknaðiJón Þór Birgisson, söngvariSigur Rósar, og prýðir húnm.a. umslag plötunnar.
T Í M I gefur diskinn út og fæst hann í
Smekkleysubúðinni (Kjörgarði við Lauga-
veg 59) og 12 Tónum.