Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMIÐ Á LEIKSKÓLUM Leikskólakennarar hafa gert tveggja ára kjarasamning við Launa- nefnd sveitarfélaga sem felur í sér mestar launahækkanir til yngsta ald- urshópsins og þeirra sem sinna deild- arstjórn, en meðallaun þeirra hækka um 20% á samningstímanum. Gert er ráð fyrir að launakostnaður sveitar- félaganna sé um milljarður á samn- ingstímanum vegna þessa sem jafn- gildir 13% launakostnaðarauka á tímabilinu. Stefna ríkinu og LV Landeigendur í Reykjahlíð stefnt Landsvirkjun og íslenska ríkinu og fara fram á að felld verði úr gildi ákvörðun iðnaðarráðherra að veita Landsvirkjun leyfi fyrir rannsóknum og nýtingu á auðlindum í jörðu. Boðar Palestínuráðstefnu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggst efna til ráðstefnu á næsta ári í London og verður þar fjallað um leiðir til að bæta stjórn- sýslu og efnahag Palestínumanna. Mahmoud Abbas, bráðabirgðaleið- togi Palestínumanna og forsetaefni, fagnar frumkvæði Blairs og telur ráðstefnuna geta orðið til að blása lífi í friðarumleitanir Palestínumanna og Ísraela. „Skelfilegt“ ár Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að árið sem er að líða hafi verið „skelfilegt“ fyrir samtökin. Embættismenn þeirra hafa verið sakaðir um spill- ingu í tengslum við olíusöluáætlun sem SÞ stýrði í Írak fyrir stríðið. Gíslar snúa heim Frönsku fréttamönnunum tveim, sem mannræningjar slepptu í Írak eftir fjögurra mánaða fangavist, var ákaft fagnað er þeir komu til Parísar í gær. Var Jacques Chirac Frakk- landsforseti meðal þeirra sem tóku á móti mönnunum. Þeir sögðust ekki hafa hlotið illa meðferð en stundum hafa verið verið hræddir um líf sitt. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 35 Erlent 14/18 Forystugrein 32 Heima 20 Viðhorf 34 Landið 21 Kirkjustarf 36/38 Höfuðborgin 22 Brids 49 Akureyri 22 Dagbók 50/53 Suðurnes 23 Víkverji 5450 Austurland 24/25 Menning 54/61 Daglegt líf 26 Bíó 58/5761 Neytendur 27 Ljósvakamiðlar 62 Listir 28/29 Veður 63 Umræðan 30/35 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #        $         %&' ( )***                   Á ÞORLÁKSMESSU borða menn víða skötu að vestfirskum sið. Við Tjörnina á að sjóða 130 kíló af skötu í dag og standa yfir pottunum langt fram á kvöld. Óskar Haf- steinn Halldórsson setur hér skötu í pottinn, en þeir sem ekki líkar skat- an geta fengið annan fisk. Morgunblaðið/Þorkell Skötudagurinn VERÐ á greiðslumarki mjólkur er komið upp í 295 kr. á lítra. Verðið hefur aldrei verið hærra að sögn Snorra Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands kúa- bænda. Verð á greiðslumarki hefur hækkað um 12% frá 1. september. Snorri segir þetta verð endurspegla bjartsýni í atvinnugreininni. Nýlega var farið að birta op- inberlega upplýsingar um verð á greiðslumarki mjólkur, en verðið er byggt á viðskiptum með greiðslu- mark. 1. september sl. var verðið 263 kr/ltr., en 1. desember sl. var verðið komið upp í 295 kr/ltr. Frá 1. sept- ember hafa átt sér stað viðskipti með samtals 1.811 þúsund lítra. Það lætur nærri að greiddar hafi verið um 490 milljónir fyrir þennan kvóta. Fyrr á þessu ári gerðu kúabænd- ur og ríkið með sér samning um mjólkurframleiðslu til ársins 2012. Snorri sagði að þessi samningur gerði bændum kleift að sjá lengra fram í tímann. Mikið væri um fram- kvæmdir hjá kúabændum. Menn væru að byggja ný fjós, breyta og stækka fjós. Allt leiddi þetta til þess að eftirspurn eftir kvóta væri mikil, en framboð á kvóta væri hins vegar lítið. Þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á verðið. Snorri sagði að kúabúum hefði haldið áfram að fækka á síðustu ár- um, en það væru hins vegar fyrst og fremst litlu kúabúin sem hættu framleiðslu. Hann sagði að menn gætu haft misjafnar skoðanir á þessu háa kvótaverði. Þetta leiddi til þess að veðhæfni búanna ykist. Líta mætti á kvótann sem eins konar líf- eyrissjóð bændanna og það væri auðvitað jákvætt fyrir þá sem væru að hætta framleiðslu að geta selt kvótann á góðu verði. Verð á mjólkurkvóta í sögulegu hámarki RANNSÓKN skattayfirvalda á fyr- irtækjum í eigu Baugs beindist með- al annars að fjárfestingarfélaginu Fjárfari en Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður í Fjárfari, segir að niðurstaða úr þeirri rannsókn liggi ekki fyrir enn. Eins og komið hefur fram í fréttum fengu bæði Baugur Group og Gaumur bréf frá skatt- rannsóknarstjóra um miðjan nóvem- ber þar sem þeim var greint frá því að ákveðnum þáttum málsins hefði verið vísað til lögreglu en öðrum til ríkisskattstjóra. Jóhannes Jónsson segir að félag- inu hafi ekki borist niðurstaða úr rannsókn skattrannsóknarstjóra á Fjárfari. Spurður hvort hann eigi von á slíkri niðurstöðu segir Jóhann- es að hann geti ekki sagt til um það, hann viti ekki hverju hann geti átt von á frá skattyfirvöldum. Frá því var greint í sumar að Fjár- far væri í umsjón Gaums vegna skulda við Gaum en Gaumur er stór hluthafi í Baugi. Fjárfar hefur komið að ýmsum fjárfestingum í gegnum tíðina, vorið 1999 tók félagið þátt í að kaupa 35% hlut í 10-11 verslununum og þá kom félagið einnig mikið við sögu í átök- um sem urðu um eignarhald á Ís- landsbanka, Straumi og Trygginga- miðstöðinni árin 2001 og 2002. Stjórnarformaður Baugs Group greindi frá því í sumar að Fjárfar væri alls óviðkomandi Baugi og hvorugt félagið væri hluthafi í hinu. Jóhannes Jónsson um skattrannsókn Engin niðurstaða vegna Fjárfars HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karl- mann í eins árs fangelsi fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts og not- færa sér andlega annmarka 17 ára pilts til að svala kynfýsn sinni. Bæði brotin áttu sér stað í október í fyrra. Annars vegar var ákærði sakfelldur fyrir að hafa með ósiðlegu og kynferðislegu tali sært blygðun- arkennd yngri piltsins sem hann gaf sig á tal við í biðskýli strætisvagna. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa tveim dögum seinna nýtt sér andlega annmarka eldri piltsins til að tæla hann með sér til gistiheimilis undir því yfirskyni að þeir færu að hlusta á tónlist en eftir að þangað var komið hafi hann tælt hann til kyn- ferðislegra athafna við sig. Ákærði var dæmdur til að borga yngri piltinum 100 þúsund krónur í bætur og þeim eldri 400 þúsund krónur auk alls sakarkostnaðar Í dómi héraðsdóms segir að ákærði hafi notfært sér andlega ann- marka ungmennis til að svala kyn- fýsn sinni. Væri sú háttsemi mjög al- varleg og hafi brotavilji ákærða verið styrkur og einbeittur. Þá var einnig litið til þess að hann kallaði annan fullorðinn einstakling til þátt- töku í þeim athöfnum. Þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði en dómara þótti að engu leyti fært að skilorðsbinda hana. Skúli J. Pálmason héraðsdómari dæmdi, verjandi var Brynjólfur Ey- vindsson hdl. og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir frá ríkissaksóknara. Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot KLEIFARVATN, glæpasaga Arn- aldar Indriðasonar, er söluhæsta bókin á Íslandi 14. til 20. desember, skv. samantekt Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið. Hefur bókin setið á toppi listans alla jóla- bókavertíðina. Belladonnaskjalið eftir Ian Caldwell og Dustin Thom- ason er í öðru sæti og Öðruvísi fjöl- skylda eftir Guðrúnu Helgadóttur í þriðja. Sigmundur Ernir Rúnarsson á bókina í fjórða sæti, Barn að eilífu og Ólafur Jóhann Ólafsson er höf- undur Sakleysingjanna í fimmta sæti. Birgitta Haukdal á söluhæstu plötuna, Perlur, samkvæmt Tónlist- anum og hefur haldið toppsætinu nánast allan desember. Sálmar Ell- enar Kristjánsdóttur eru í öðru sæti, Vetrarljóð Ragnheiðar Grön- dal í þriðja og Vertu ekki að horfa með Ragnari Bjarnasyni í fjórða. Safnplatan Pottþétt 36 er í 5. sæti. Arnaldur og Birgitta efst á lokasprettinum  Bóksala/56  Tónlistinn/58 Arnaldur Indriðason Birgitta Haukdal ALMENN komugjöld á heilsu- gæslustöðvum á dagvinnutíma hækka 1. janúar um 100 krónur og verða 700 krónur eða um 16%. Komugjöld fyrir ellilífeyrisþega, ör- orkulífeyrisþega og börn hækka úr 300 krónum í 350 krónur sem er einnig 16% hækkun. Kveðið er á um þetta í nýrri reglugerð sem heil- brigðisráðherra hefur gefið út. Almenn komugjöld utan dag- vinnutíma verða 1.750 krónur en voru 1.500 krónur og komugjöld elli- lífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og gjöld vegna barna utan dagvinnu- tíma hækka um 100 krónur og verða 800 krónur. Vitjanir til lækna hækka í 1.850 Gjöld vegna vitjana lækna hækka úr 1.600 krónum í 1.850. Gjöld vegna vitjana lækna til ellilífeyrisþega, ör- orkulífeyrisþega og barna hækka úr 600 í 700 krónur. Gjald vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöðvum hækkar um 100 krónur og verður 2.600 krónur og gjald fyrir bólusetningar þar breyt- ist til að mæta breytingum á inn- kaupsverði bóluefna. Gjöld vegna heimsókna á slysadeildir sjúkrahúsa hækka um 110 kr. og verða 3.320 kr. Gjald fyrir hverja komu og endur- komu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna hækkar um 56 krónur eða í 1.777 kr. 16% hækkun komugjalda heilsugæslu- stöðva

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.