Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 19 ERLENT Afgreiðslutími Sparisjóðsins yfir hátíðarnar Heimabanki Sparisjó›sins er alltaf opinn 24. desember, aðfangadagur / lokað 31. desember, gamlársdagur / opið 9.15-12.00 3. janúar 2005 / lokað 4. janúar 2005 / hefðbundinn afgreiðslutími www.spar.isfijónustusími 515 4444 BANDARÍKJAHER hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni Mosul í Norður-Írak eftir árás á bandaríska herstöð þar á þriðjudag sem kostaði tuttugu og tvo menn lífið, fjórtán bandaríska hermenn og fjóra banda- ríska verktaka, auk fjögurra Íraka. Bandaríkin hafa ekki misst svo marga menn í tilræði í Írak eftir að inn- rásin var gerð í mars 2003 og hefur þessi atburður af þeim sökum vakið sterk viðbrögð vestra. Meiri svartsýni ríkir nú í Bandaríkjunum varðandi horfurnar í Írak en áður og fáir eru tilbúnir að spá svo fyrir um að kosningarnar í Írak í næsta mánuði muni breyta miklu hvað varðar öryggisástand í landinu. Bent er á það í leiðara The New York Times að menn hafi á sínum tíma sagt að ástandið myndi breytast til hins betra eftir að búið var að handsama Saddam Hussein, næst var það svo valdaframsalið í hendur íraskri bráða- birgðastjórn um mitt þetta ár, þjálfun íraskra hersveita og hernaðaraðgerðirnar í Fallujah í síðasta mánuði. Ekkert af þessu hafi hins vegar gengið eftir, nema síð- ur sé. Vakin er athygli á því í The Washington Post að áætlanir varnarmálaráðuneytisins í mars 2003 gerðu ráð fyrir því að formlegri hersetu Bandaríkjamanna í Írak yrði lokið í desember 2004; reyndin er hins vegar allt önnur, meira en sextíu sjítar voru drepnir í árásum í borgunum Najaf og Karbala á sunnudag og á mánu- dag viðurkenndi George W. Bush Bandaríkjaforseti í fyrsta sinn að Írakarnir 100.000, sem nú er verið að þjálfa til að taka við hlutverki bandarískra hermanna í landinu, yrðu ekki í stakk búnir til að sinna verkefninu nándar nærri strax. Engar líkur virðast á að Bandaríkjamenn geti farið að fækka í herliði sínu í Írak svo nokkru nemi á árinu 2005 og er raunar vikið að því í leiðara New York Tim- es að eina svarið virðist vera fjölgun hermanna í Írak, aðrar þjóðir séu ekki tilleiðanlegar til að rétta hjálp- arhönd. Ítrekað kvartað yfir aðstæðum ABC-sjónvarpsfréttastöðin bandaríska hafði eftir heimildarmönnum í gær að um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða í herbúðum Bandaríkjahers í Mosul á þriðjudag en áður hafði verið talið að um eldflaugaárás hefði verið að ræða. Árásin þykir til marks um að upp- reisnarmenn séu sífellt að verða færari um að koma höggi á hersveitir Bandaríkjamanna, með hverjum mánuðinum sem líður verða þeir erfiðari andstæðingur en áður. Sjálfsmorðssprengjumenn hafa átt auðvelt með að aka bílum sínum að inngangi tiltekinna bygg- inga, þar sem þeir hafa svo sprungið með tilheyrandi blóðbaði, og einnig hafa uppreisnarmenn átt auðvelt með að varpa sprengjum að skotmörkum á hreyfingu, s.s. herbílum og brynvögnum. Þessi árás á sér hins vegar í herstöð Bandaríkjamanna sem skýrir áhyggjur manna vestra. Virðist margt benda til að í þessu tilfelli hafi viðkom- andi vitað nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig væri best að gera árás á stöðina. Þykir það benda til að árásarmenn kunni að hafa haft aðstoð innan frá. Sagt var frá því í The Baltimore Sun í gær að her- menn í Mosul hefðu raunar ítrekað kvartað yfir því í bréfum til ástvina í Bandaríkjunum að þeir teldu áhættu fylgja því að borða í veitingatjaldinu. Ástæðan var m.a. sú að uppreisnarmönnum hefur ítrekað tekist að skjóta úr sprengjuvörpum á tjaldið, þó aldrei með jafnáhrifaríkum hætti og á þriðjudag. Bush Bandaríkjaforseti lét í það skína að árásin í Mosul yrði ekki til að Bandaríkjamenn hvikuðu frá því markmiði sínu að koma á lýðræði í Írak. Ljóst þykir þó að atburðir þessarar viku hafa verið mönnum áfall og er árásin raunar rædd í þeim tóni í leiðurum helstu dagblaða í Bandaríkjunum í gær. Skoðanakönnun sem birt var í fyrradag sýndi að meirihluti Bandaríkjamanna telur ekki lengur að það sé þess virði fyrir Bandaríkin að heyja stríð í Írak. Lík- lega mun Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra því sæta sívaxandi gagnrýni vegna stríðsrekstursins og mögulegt er jafnframt að Íraksmálin verði Bush for- seta æ erfiðari viðfangs, jafnvel að þau muni varpa stórum skugga á seinna kjörtímabil hans í embætti. Aukin svartsýni á horfur í Írak Fréttaskýring | Árásin á her- stöð Bandaríkjamanna í Mosul hristir upp í umræðum vestra um stríðsreksturinn í Írak. AP Bandarískir hermenn hjálpa einum þeirra, sem særð- ust í árásinni, en hún varð alls 22 mönnum að bana. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, viðurkenndi í fyrradag að ásakanirnar um spillingu innan samtakanna hefðu „varpað skugga yfir“ starfsemi þeirra. Í opinskáustu ummælum sínum til þessa um málið kvaðst Annan einsetja sér að komast til botns í ásökunum um svik og spillingu í tengslum við svokallaða „áætlun um olíu fyrir mat“ á árunum 1996- 2003, en með henni reyndi örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna að lina þjáningar almennings í Írak vegna refsiaðgerða sem beindust að stjórn Saddams Husseins. „Alþjóðlegum verkefnum okkar hefur miðað vel áfram á mörgum sviðum en ásakanirnar í tengslum við áætlunina um olíu fyrir mat hafa varpað skugga yfir starfsemi sem linaði þjáningar milljóna Íraka,“ sagði Annan á blaða- mannafundi. „Það leikur ekki nokkur vafi á því að þetta hefur að nokkru leyti verið erfitt ár og ég er feginn að þessu „annus horribilis“ er að ljúka,“ sagði hann og notaði latnesku orðin yfir „skelfilegt ár“ eins og Elísabet Bretadrottning eftir hneykslis- málin í fjölskyldu hennar árið 1992. Annan vildi ekki svara því hvort hann hygðist segja af sér eins og nokkrir stjórnmálamenn og fjöl- miðlar í Bandaríkjunum hafa krafist. „Skelfilegt ár“ fyrir SÞ Sameinuðu þjóðunum. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.