Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 50
Rakkarapakk - Hvít jól
Mímí og Máni
Kalvin & Hobbes
ÉG VANN!
MÉR TÓKST ÞAÐ!!
ÉG ER BESTUR! ÞAÐ ER
ENGINN SEM GETUR UNNIÐ
MIG! ÉG ER MEISTARINN!!
ER ÞETTA
ALLT OF
SUMT?
saga: Sigrún Edda
teikning: Jan Pozok
framhald ...
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 23. desember, 358. dagur ársins 2004
Víkverji er áhuga-maður um blóð-
gjafir og náði þeim
áfanga fyrir skemmstu
að gefa blóð í sitt 25.
skipti. Við þau tíma-
mót fékk hann snoturt
viðurkenningarskjal
frá Blóðbankanum og
var gaman að lifa dag-
inn þann. Víkverji hef-
ur átt góð samskipti
við Blóðbankann sem
ná allt aftur til ársins
1989. Það er gaman að
geta þess að ný tíma-
mót eru runnin upp í
þessum ágætu sam-
skiptum því Víkverji er
orðinn nágranni hinna ágætu kvenna
og karla (mjög fáir) sem starfa á
Blóðbankanum. Víkverji er fluttur í
næstu götu við bankann og hefur nú
áttað sig á því að hann er loksins
kominn heim á aldeilis öruggar slóðir.
x x x
Er það ekki tímanna tákn að tveirsérfróðir viðmælendur Morgun-
blaðsins í vikunni um málefni Íbúða-
lánasjóðs voru konur? Þarna voru
Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður
greiningardeildar Íslandsbanka,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræð-
ingur hjá sama banka, og Þórður
Pálsson forstöðumað-
ur greiningardeildar
KB banka. Víkverji
fagnar auknum hlut
kvenna á viðskipta-
sviðinu.
Er það ekki líka tím-
anna tákn að í sama
tölublaði Morg-
unblaðsins var mynd
af sigurvegara í feg-
urðarsamkeppni –
karla? Tók hann sig vel
út með kunnuglegan
silkiborða alveg eins
og í fegurðar-
samkeppnum kvenna í
áratugaraðir. Sumt
breytist ekki.
Meðal kunningja Víkverja er mað-
ur sem á sínum yngri árum var beð-
inn um að taka þátt í „Herra Íslandi“
ár hvert í 3 eða 4 ár. Hann sagði nei
takk í öll skiptin. Gott hjá honum.
Líka hjá þeim stelpum sem aldrei
heyrist í en segja nei takk. Kannski
áttar þetta fólk sig á því að það er
ekki verið að keppa í einu eða neinu,
heldur nota ungt fólk í þágu hags-
muna hinna og þessara fyrirtækja.
Og hvernig er það annars, voru
drengirnir látnir dansa hver við ann-
an á nærfötunum eins og kvenkyns
keppendur ungfrú Íslands í fyrra eða
hittifyrra?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Reykjavík | Mikil fjölbreytni hefur verið í plötusölu fyrir jólin sem nú ganga
brátt í garð. Meðal þeirra sem hafa selst hvað mest af plötum eru Ragnar
Bjarnason og Birgitta Haukdal. Bæði gáfu út plötur sínar sjálf fyrir þessi jól
og hafa bæði unnið sér inn platínuplötur. Þau segja þakklæti vera sér efst í
huga fyrir frábæran stuðning landsmanna. „Þetta er besta jólagjöfin,“ segir
Birgitta, sem tekur við platínuplötu sinni fyrir barnaplötu sína í dag.
Ragnar eyðir jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Englandi og tekur því við
viðurkenningunni þegar hann kemur heim. „Það er frábært að fólk skuli taka
svona vel í útgáfuna,“ segir Ragnar, sem gaf nýlega út hljómplötu með vin-
sælustu lögum sínum endurhljóðrituðum.
Morgunblaðið/Kristinn
Yngst og elst með platínu
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: „Lastyrði
þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér.“ (Róm. 15, 3.)