Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 40

Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Afi var stór og sterk- ur. Hann var með djúpa rödd og stóran faðm. Hann var með ríka réttlætiskennd og stórt hjarta. Hann var alltaf einlæglega glaður. Hann sá það besta í fari fólks og með gleði sinni dró hann það besta fram í fólki. Þeg- ar hann kom í mat til mín, sem hann gerði nánast vikulega eftir að Gunna amma fór á elliheimili, fannst okkur öllum sem eitthvað mikið stæði til. Afi vildi sitja inni í eldhúsi eins og hann hafði gert hjá ömmu, í hlýjunni eins og hann orðaði það. Við áttum góðar stundir inni í eldhúsi meðan ég var að elda og einhvern veginn varð hversdagurinn hátíðlegur. Þannig lét hann okkur líða. Ég held nú reyndar að honum hafi ekki þótt mikið til eldamennsku minnar koma enda óraunhæft að reyna að feta í fótspor ömmu á því sviði. „Ertu viss um að liturinn á sósunni eigi að vera svona, eru kjötbollurnar ekki hráar hjá þér Manga mín?“ spurði hann og skildi ekki af hverju mér þótti erfitt að elda, sjá um börnin, spjalla við hann og reyna að fylgjast með kvöldfrétt- um, allt á sama tíma – „amma þín var nú með fimm börn“, sagði hann og skellihló að nútímakonunni sem var að reyna að vera góð í svo mörgu. Það tók mig nokkurn tíma að venj- ast því að elda mat handa afa. Fannst skrýtið að hann sæti og spilaði við Rakel dóttur mína meðan ég var að elda. Alveg eins og ég og hann höfð- um gert fyrir mörgum árum meðan amma var að elda. Það var á Tóm- asarhaganum þar sem amma og afi bjuggu meðan ég sleit barnsskónum. Ég minnist sérstaklega morgnanna á Tómasarhaga. Þá barst ilmurinn úr eldhúsinu því hún Gunna amma mín vaknaði alltaf fyrir allar aldir og bjó til dýrindis morgunmat. Um helgar bakaði hún jólaköku sem hún færði honum Geira sínum í rúmið með rjúkandi kaffibolla og mér ískalda mjólk. Svo lagðist hún upp í hjá okk- ur og við borðuðum volga kökuna og töluðum um hvað við ætluðum að gera þann daginn. Oftast ákváðu amma og afi að fara í bíltúr og koma við hjá krökkunum. Ég man ekki eft- ir því að þau hafi nokkru sinni neitað mér um að vera hjá þeim um helgar. Þau höfðu alltaf tíma fyrir okkur og voru ætíð innilega glöð þegar við komum. Börnin þeirra og barna- börnin og nú í seinni tíð barnabarna- börnin voru þeim allt og þau ræktuðu sambandið við okkur öll af mikilli al- úð. Stundum voru þau mætt snemma á sunnudagsmorgnum og skildu ekk- ert í því að börnin og barnabörnin voru ekki komin á ról. Síðastliðið ár eftir að amma þurfti að fara á elli- heimili fann ég þessa gleði þegar ég kom þangað. Þá stóð afi upp og kall- aði: „Ertu bara komin, elskan?“ faðmaði mig og kyssti, jafnvel þó að við hefðum hist kvöldið áður. Það var ömmu og afa þungbært þegar amma þurfti að fara á elliheim- ilið. Þau voru gift í fimmtíu og þrjú ár og ég hef aldrei kynnst samheldnari eða ástfangnari hjónum. Afi heim- sótti ömmu á hverjum degi um þrjú- leytið og þau sátu og héldust í hend- ur. Ef honum seinkaði var hún ekki í rónni, var alltaf að líta á klukkuna eða að kíkja út um gluggann. Eins og ung stúlka sem er nýorðin ástfangin. Þannig var samband þeirra. Þau elskuðu hvort annað heitt, voru góð hvort við annað og amma kallaði afa kærastann sinn. Ég held að óbilandi ást þeirra hvors á öðru hafi verið stærsta gjöf þeirra til okkar. Hún veitti okkur öryggi og trú á ástina. Desember var uppáhaldsmánuður afa, hann var mikið jólabarn. Á GEIR ÞORVALDSSON ✝ Geir Þorvaldssonfæddist í Reykja- vík 27. ágúst 1930. Hann lést á heimili sínu Bláhömrum 2 í Reykjavík 9. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 21. desember. fyrsta sunnudegi í að- ventu byrjaði hann að raula jólalög og hætti ekki fyrr en allt sem minnti á jólin var komið ofan úr geymslu. Hon- um fannst fátt skemmtilegra en að velja jólagjafir handa ömmu, börnunum sín- um, barnabörnum og síðustu ár barnabarna- börnunum. Hann var önnum kafinn allan mánuðinn við að undir- búa jólin. Að þessu sinni byrjaði undirbún- ingurinn um miðjan nóvember. Það hafði aldrei gerst áður. Hann sagði mér þegar hann kom í mat til mín í lok nóvember að nú væri hann búinn að skreyta íbúðina. Næstu daga skrifaði hann á jólakortin, keypti jólagjafir og pakkaði þeim inn. Afi dó 9. desember á heimili sínu, um- kringdur jólaljósum og innpökkuð- um jólagjöfum með merkimiðum sem á stendur „Frá ömmu og afa í Bláhömrum“. Elsku Geir afi minn lifir í fólkinu sínu, börnunum sínum sem hann elskaði svo mikið. Ég hef síðustu daga séð hann í pabba mínum og systkinum hans, frændfólki mínu. Hvernig þau tala við ömmu, hlýleg orðin, sömu orð og afi notaði, sömu áherslur. Hvernig þau faðma okkur, börnin sín, barnabörnin hans afa. Allir eiginleikar afa eru þarna nema gleðin því í stað hennar er sorg, mikil sorg, en gleðin hans afa, sem hann var þekktur fyrir, hún kemur seinna. Ég hlakka til. Margrét. Hann afi sofnaði út frá spennandi fótboltaleik svefninum langa, sæll og ánægður með úrslit leiksins þar sem okkar lið hafði haft betur. Sárt er að komið er að kveðjustund og margs að minnast um Geira afa. Hress, fjall- myndarlegur, skemmtilegur og alltaf brosandi. Það sem mest stendur upp úr í minningunni eru ófáar veiðiferð- ir sem við fórum í. Við áttum margar góðar stundir m.a. í rúgbrauðinu en sú sem ég man best eftir og var mér kær var þegar ég sótti afa í Efstaleit- ið og við fórum í Gíslholtsvatn. Þar var engin veiði frekar en oft áður, við fluttum okkur um set að bænum og þar var sleppitjörn en engin veiði. Afi sætti sig ekki við að fara heim afla- laus svo við stoppuðum hjá bóndan- um á bænum og afa tókst að fá leyfi til að fara í eldiskarið og ná í fisk. Í annarri ferð héldu allir að við hefðum týnst, því við skiluðum okkur ekki heim á tíma, en við gleymdum okkur bara því við vorum að „fá’ann“.Við áttum fleiri stundir. Má þá nefna óbilandi áhuga afa á spilamennsku. Ég og konan mín fórum oft til ömmu og afa til að spila kana og það var afi sem kenndi Ósk hinar almennu spila- reglur og oft fékk hún ávítur frá hon- um fyrir að vera kannski ekki með réttu spilin. Hann tók ótal sénsa í spilum og oftar en ekki endaði spila- mennskan með meiriháttar tapi hjá honum því hann tók marga stóra sénsa. Áður en ég og fjölskyldan mín fluttum í sumar kom afi í vinnuna til mín og heimtaði að ég sýndi honum nýja húsið. Það varð ekki undan því komist. Hann var jú mættur alla leið upp í Mosfellsbæ og húsið skyldi hann sjá, sem hann og fékk, að sjálf- sögðu. Afa leist vel á húsið og sagðist ætla að koma oft til okkar með ömmu. Hann stóð við sín orð og mætti oft í heimsókn, sem okkur þótti vænt um, en hefði mátt koma miklu oftar. Afi var alltaf hjálpsamur og tilbú- inn að gera allt fyrir alla sem hann gat og er ég honum þakklátur fyrir það. Takk fyrir allar þær stundir sem ég fékk að hafa afa hjá okkur. Ég vona að ég verði eins góður maður og hann afi. Megi minningin um góðan mann lifa. Geir Rúnar. Elsku besti afi minn. Ég á eftir að sakna þín svo rosalega mikið og það skarð sem þú skilur eftir þig í hjart- anu mínu kemur enginn til með að fylla. Þetta er svo sárt og ég held að ég hafi alltaf haldið í þá barnslegu von að þú myndir alltaf vera hjá mér. Ég á margar góðar minningar um þig og það kemst ekki brot af þeim fyrir hérna. Það sem mér dettur samt fyrst í hug, þegar ég hugsa til baka, eru helgarnar á Tómasarhaganum, þá vaknaði maður við góðan ilm af jóla- kökunni sem amma var að baka og þú lást uppi í rúmi með gömlu gufuna í botni og beiðst þess að konan, sem þú elskaðir út af lífinu, kæmi með kaffið og kökuna til þín. Síðan sátum við þrjú saman í rúminu ykkar og borðuðum jólaköku, þið drukkuð kaffi og ég fékk mjólkurglas. Þú elskaðir hryllingsmyndir og ég minnist þess sérstaklega þegar við fórum saman í bíó á einhverja rosa- lega mynd. Allir í bíó voru alveg að farast úr spenningi. Við vorum búin að horfa á myndina í um 15 mínútur og þú varst búinn að átta þig á því hver morðinginn var og ákvaðst að segja það hátt og skýrt yfir allan bíó- salinn, við lítinn fögnuð bíógesta en við hlógum dátt eftir á. Ást ykkar ömmu var óendanleg, þið voruð gift í 53 ár og það sem lýsti ást ykkar mest var hvernig þið horfð- uð hvort á annað, héldust í hendur, sögðust vera kærustupar og síðast en ekki síst ávöxtur ástar ykkar, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ég hef aldrei séð neitt par sem var eins ástfangið. Þið voruð falleg og flott fyrirmynd fyrir okkur hin og verður það erfitt fyrir okkur að feta í fótspor ykkar. Elsku afi minn ég á eftir að sakna þín svo mikið og allt er svo vonlaust þegar ég hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að fá að hitta þig aftur og við eigum ekki eftir að geta tuðað meira hvort í öðru. Það var nokkuð sem við bæði vorum mjög dugleg við, æsa hvort annað upp og hlæja síðan að viðbrögðum okkar. Ég sé ekki fram á það að sársaukinn við það að missa þig eigi eitthvað eftir að minnka, en minning þín lifir með mér og öllum þeim sem fengu þann heið- ur að kynnast þér. Elsku besta amma mín, maðurinn sem þú elskaðir út af lífinu og gerðir allt fyrir er farinn frá okkur. Eftir stöndum við í sorginni. Við þurfum nú ekki að hugsa mikið eða lengi til að muna fallega brosið hans og hlýja og góða hjartað hans. Haltu áfram að vera svona sterk, elsku amma mín, afi lifir í okkur öllum og þá sérstak- lega þér. Elsku fallegi og yndislegi afi minn, sofðu rótt. Þín Íris Dögg. Mig langar að minnast afa míns, Geirs Þorvaldssonar. Það er bankað þunglamalega á gluggann og ég heyri beljandi rödd hans kalla reiðilega: „Andskotinn, er enginn komin á fætur hér ...hvers konar eiginlega er þetta, á að sofa frá sér daginn? Hvar er kaffið?“ Og svo hvellur stríðnishlátur í kjölfarið. Ég veit ekki hvort ég er 14 í ferming- arherberginu í Seiðakvísl, 22ja í fyrstu íbúðinni minni á Sólvallagötu eða í heimsókn á heimili foreldra minna eftir að ég flutti til útlanda. Undarlega hélt ég að ég myndi alla tíð verða vakin með þessari kröftugu og háværu rödd, þessum tveggja metra og sterka uxa, ljúfa og glaða fjölskylduföður. Það var algjört sjokk að heyra hinum megin línunn- ar að Geir afi væri dáinn. Ég trúði því ekki og trúi því eiginlega ekki enn. Þetta er svo óraunverulegt þegar maður er svona langt í burtu. Afi er eins og fjall og hann, eins og fjöllin, er alltaf. Við barnabörnin eigum svo frá- bærar minningar um Geira afa. Hann og Gunna amma fóru með okk- ur í ævintýralegar útilegur og veiði- ferðir. Þau kenndu okkur að spila og að borða, vel og mikið. Amma stóð við eldavélina á Tómasarhaganum og hrærði í pottum á meðan afi spjallaði, tefldi eða spilaði við okkur. Og svo hlógu þau bæði, hlátri sem kom ein- hvers staðar frá iðrum jarðar. Afi var stríðinn og spar á hrósin: Það skyldi sko herða í manni. Þegar ég vann fyrstu medalíuna mína í boltanum krafðist ég þess að fara beint til Geirs afa í JL húsið og sýna honum. Hrósin voru sætust frá honum. Minningarnar eru margar og ljúfar. Á gamlárskvöld komu amma og afi alltaf á ameríska drekanum hlaðin rakettum og bombum og kjöguðu yf- ir þröskuldinn með vanabundnum hávaða. Þau skemmta sér að venju konunglega og eftir að búið er að diskútera skaupið, fella nokkur tár við „Nú árið er liðið“ og með svosem tvo til þrjá, þráast afi að keyra heim laust eftir miðnætti. Þegar ég hugsa um geislandi glatt andlit hans þá dettur mér helst í hug bóndi sem virðir fyrir sér fallega, brakandi upp- skeruna. Svei mér ef það vorum ekki bara við fjölskyldan sem gerðum hann svona glaðan. Fjölskyldufaðir- inn, Don Carleone. Alla tíð mun ég búast við bankinu og beljandi kallinu. Afi er eins og fjall. Bless í bili. Pétur Hafliði. Elsku besti afi minn. Þegar ég settist niður eitt kvöldið og ætlaði að byrja að skrifa minningargreinina um þig vissi ég ekki alveg hvar ég átti að byrja. Minningarnar um þig eru svo rosalega margar að ég gæti vel skrifað heila bók. Við unnum saman, þú bjóst hjá okkur og síðan eru það auðvitað ferðin til Vest- mannaeyja, allar veiðiferðirnar, heimsóknirnar og rúntarnir niður í bæ. Það bara er svo ótrúlega margt sem við höfum gert saman. Eitt sumarið var ég hjá ykkur ömmu á hverjum degi í nokkrar vik- ur. Ég var 11 ára og nýkomin heim frá Mallorca, mamma og pabbi voru aftur byrjuð að vinna og það voru nokkrar vikur þangað til skólinn byrjaði. Við spiluðum rommý og fleiri spil á hverjum degi og fórum síðan með ömmu í bíltúr, við fengum okkur ís og skoðuðum skipin á höfn- inni. Að sjálfsögðu þurftum við að vera komin heim áður en Leiðarljós byrjaði, við máttum sko ekki missa af því. Manstu þegar ég, þú, amma og Sveinn Þorri fórum í veiðitúr eitt sumarið, við veiddum bara einn fisk og vorum ekki alveg sátt. Við Svenni fórum aðeins út í vatn að synda og amma eldaði fyrir okkur á meðan. Þegar við vorum búin að borða hent- ir þú kolunum í ruslið og við fórum að taka dótið okkar saman, okkur Svenna varð þá litið á ruslið sem stóð í ljósum logum út frá kolunum sem þú hafðir hent. Ég og Svenni grenj- uðum úr hlátri milli þess sem við hlupum að vatninu með fötu og hellt- um vatninu á ruslið. Þið amma bjugguð hjá okkur fyrir um fjórum árum. Á hverjum degi þegar ég kom heim úr skólanum ætl- aði ég að horfa á sjónvarpið. Þú skild- ir ekki alveg hvaða vitleysa var í mér að vilja á horfa á þætti á borð við Friends og sagðir alltaf við mig: „Fríða, hvar er byssan (fjarstýring- in), komdu með byssuna, horfum á eitthvað spennandi.“ Þannig varstu, það þurfti alltaf einhverja „aksjón“, annars var ekkert gaman að því. Æi, elsku afi minn, ég get ekki hugsað mér að við eigum ekki eftir að búa til fleiri æðislegar minningar, eigum ekki eftir að fara í neina veiði- ferð, eigum bara ekki eftir að gera neitt meira saman. Elsku afi minn, við barnabörnin þín vorum svo heppin að eiga þig sem afa, í þér áttum við okkar eigin jóla- svein sem var tilbúinn að gera alla heimsins vitleysu með okkur. Ég sakna þín svo mikið en minningarnar um þig hjálpa mér í gegnum sorgina og söknuðinn. Ég mun alltaf elska þig, elsku afi minn, og eins og við sögðum alltaf, sjáumst seinna! Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir. Elsku afi, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég sakna þín svo mikið en ég er svo heppin að eiga alveg fullt af góðum og skemmtilegum minningum um þig og ömmu. Ég hef verið svo lán- söm að fá að eyða miklum tíma með ykkur. Ég man þegar ég var krakki þá gat ég varla beðið eftir að það kæmi föstudagur því þá vissi ég að ég gæti farið til ykkar ömmu á Tómas- arhaganum og gist hjá ykkur alla helgina. Þetta var svo yndislegur tími. Þið amma hafið kennt mér svo mikið. Þið voruð alltaf svo góð hvort við annað, hamingjusöm og sam- rýnd. Elsku afi minn, þú varst höfðing- inn í fjölskyldunni og mér þótti svo ótrúlega vænt um þig. Þið amma haf- ið alltaf verið svo góð við mig og dekrað við mig í gegnum árin. Ég og þú náðum svo vel saman, höfðum lík- an húmor og svipuð áhugamál. Ekki leiddist okkur að fara í veiðitúra, keilu og sumarbústaðarferðir. Spennumyndir fannst okkur mjög gaman að horfa á og giskuðum við oftast á hvernig myndirnar enduðu. Það var svo yndislegur tími sem við áttum saman í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum þegar þið amma komuð til okkar Bibba og Hlyns. Þú fórst beint í keilu með Bibba og strákunum á kollegíinu og þeir áttu ekki orð yfir snilldartöktum gamla mannsins. Ég var svo stolt að eiga þig fyrir afa. Við áttum æðislegan tíma saman er við fórum í Tívolí, Bakken, ógleymanlega ferð á úti- markað í grenjandi rigningu og margt fleira. Elsku afi, þú komst svo aftur út til okkar í júní sl. og varst hjá okkur í nokkra daga yfir afmælið hans Hlyns. Ég er svo ánægð með að Hlynur og Matthildur áttu þann tíma með þér. Takk fyrir það, afi minn. Elsku amma mín, við fráfall afa hefur þú misst mikið. Guð gefi þér styrk á þessari sorgarstundu. Elsku afi minn, takk fyrir allt og það að vera besti afi í heimi. Þín Gunnhildur Ósk. Ein hringing seint að kvöldi, Elli frændi er í símanum og tilkynnir mér að Geiri bróðir sé látinn. Þessi fregn er eins og þungt högg í hjartastað, þetta getur ekki verið núna mitt í jólaundirbúningnum, að minn stóri bróðir sem var svo mikið jólabarn sé dáinn, og minningarnar hrannast upp frá bernsku okkar, fyrst heima á Bergþórugötu, síðan á Bollagötu. Alltaf var jafn gaman í jólaundirbún- ingnum enda var mamma svo ánægð hvað Geiri var mikið jólabarn, alltaf tilbúinn að setja músastigana í loftið í stofunum, og á aðfangadag, meðan mamma var að elda jólamatinn, þá tók hann mig upp á öxl sér og labbaði með mig um gólf og sagði mér sögur því það var svo erfitt að bíða eftir að klukkan yrði sex. Við vorum svo lánsöm að eiga und- ur góða foreldra, því varla er hægt að husgsa sér betra fólk en Helgu og Þorvald. Þau voru einkar samtaka með að ala okkur upp og okkar besta veganesti í lífinu. Það var níu ára aldursmunur á okkur þannig að hann var alltaf stóri bróðir og ég litla systir og eru það orð að sönnu. Eitt atvik lýsir Geira mínum ansi vel þegar litla systir fékk skarlats- sótt og var send á Farsótt í einangr- un og mamma og pabbi voru lokuð inni í viku og allt sótthreinsað. Geiri kom heim, tók föt sín og nauðsynjar og lét ekki sjá sig í viku, ætlaði nú ekki að láta loka sig inni, enda á besta aldri, um 19 ára. Árin líða, ég komin á unglingsárin og farin að skemmta mér og hafði stóri bróðir svolitlar áhyggjur af litlu systur. Eitt sinn beið hann eftir mér fyrir utan Breiðfirðingabúð til að gá að hvernig ég hefði það við litla hrifn- ingu af minni hálfu. Um 1950 hitti Geiri bróðir sína góðu konu Gunnhildi og var ekki laust við að það væri dularfullur tónn í röddinni þegar hann sagði mér að hann ætti kærustu sem ynni á Hvít- árbrú og hann færi þangað til að heimsækja hana. Mjög lánsöm voru þau og eignuð- ust fimm börn. Að leiðarlokum þakka ég og mín fjölskylda frábæra samfylgd sem seint mun gleymast. Megi góður guð gefa Gunnhildi og fjölskyldum þeirra styrk. Halla systir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.