Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 45 MINNINGAR Mig langar að minn- ast með nokkrum orð- um góðrar vinkonu og uppalanda, Jólínar Ingvarsdóttur. Jólín var gift Sigurði, bróður pabba. Lína og Siggi voru mínir aðrir for- eldrar þegar ég var að alast upp. Þeir bræður, Einar og Sigurður, byggðu saman hús á Hólabrautinni í Hafn- arfirði og þar ólst ég upp með þrem- ur börnum Línu og Sigga, Árna, Ingvari og Öddu. Þetta var draumastaða fyrir mig þar sem ég átti ekkert systkini. Það var oft kátt í kotinu því Lína vildi lifa lífinu lifandi. Þá var gjarnan sett plata á fóninn og við frænkur æfðum okkur í að tjútta. Það var líka hag- stætt fyrir mig og okkur krakkana að stundum var hægt að fara og borða á hinni hæðinni og þegar Lína eldaði hrossakjöt var ég oftast mætt í mat þar. En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Ég eignaðist litla systur 1957, sem lifði rúm tvö ár. Þegar hún dó hlúðu Lína og Siggi að mér og fjölskyld- unni á þeim erfiða tíma og útskýrði Lína fyrir mér, barninu, margt um dauðann. Stuttu seinna knúði sorgin aftur dyra er Ingvar sonur þeirra lenti í slysi og dó nokkrum dögum áð- ur en við áttum að fermast. Þetta var mikið áfall í fjölskyldunni allri og aft- ur tók hún Lína mig að sér og við ræddum um lífið og sorgina sem við þurfum að læra að lifa með. Ég eign- aðist svo aðra systur fjórum dögum eftir að Ingvar dó sem varð mikil gleði í þessari sorg. Ég flutti svo að heiman og sam- gangur varð minni. Siggi frændi lést 5. mars 1969 og þá tók við annars konar sorgarferli. Við Lína notuðum nú meira símann til að vera í sam- bandi eftir að lengdist á milli okkar og við frændsystkinin dreifðum okk- ur um landið. Hún sá um að ég vissi hvað væri að gerast í fjölskyldunni þegar við frændsystkinin hittumst sjaldnar. Hún var afskaplega stolt af börnunum sínum og barnabörnum. Lína kynntist svo honum Jóni og áttu þau mörg góð ár saman, ferðuðust mikið og nutu samvistar með fjöl- skyldunni. Það voru skemmtileg ár hjá þeim. Þau fluttu svo í litla íbúð á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem Jón lést í júlí 2003 en Lína bjó þar áfram þar til hún lést. Eftir að Einar, sonur minn, dó sumarið 2001 ræddum við mikið um lífið og dauðann og hvernig maður finnur sér leið til að lifa áfram með minningunum. Ég var svo heppin að eiga leið í Hrafnistu núna viku fyrir andlát hennar og það var einhver sem stjórnaði því að ég gaf mér smástund til að líta til hennar. Eins og venju- lega fórum við yfir fjölskylduna, hvað allir væru að gera, hún sagði mér hvað allt gengi vel hjá öllum, þeim Sigurveigu og Línu sem búa úti, Ár- nýju sem er heima og svo væri Siggi að útskrifast. Við ræddum um hvað hún væri rík að eiga þau öll. Þetta var góð stund en ég vonaðist samt til að hitta hana á Þorláksmessu eins og venjulega. Mikið var ég þakklát fyrir þessa stund þegar Adda hringdi í mig og tilkynnti mér lát mömmu sinnar. Þetta kom svo sem ekki á óvart. Það var að sumu leyti ósköp gott að fá að fara núna án langrar sjúkralegu. Þorláksmessa verður öðruvísi, svo og jólin – sérstaklega hjá þínum börnum, Lína mín, en eins og þú sagðir, þá er lífið alltaf að breytast. Það hefur vafalaust verið tekið vel á móti þér þarna hinum megin og þú hefur skilað kveðju. Elsku Adda mín, Árni og fjölskyld- ur, við höldum áfram að lifa með öll- JÓLÍN INGVARSDÓTTIR ✝ Jólín Ingvars-dóttir fæddist 1. nóvember 1924. Hún lést 9. desember síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 21. desember. um góðu minningunum eins og mamma ykkar sagði. Guð veri með ykkur. Far þú í friði, góða vinkona. Helga Einarsdóttir og fjölskylda. Erlingur var gjör- samlega orðlaus þegar honum var boðið í pönnukökur í fyrsta sinn hjá þér, elsku amma, því að eftir síð- asta bitann beið ný- sykruð og upprúlluð pannsa á diskn- um. Mér þótti ekkert athugavert við þetta, en honum þótti þetta vera há- mark þjónustulundarinnar. Það er svo margt sem ég minnist þegar ég hugsa til baka. Öll skiptin sem ég lék mér í garðinum á Skúla- skeiðinu og í Hellisgerði. Öll skiptin sem þú heimsóttir okkur á Selfoss. Öll skiptin sem mér tókst að plata þig með mér í Kaupfélagið, þaðan sem við komum aldrei tómhentar út. Allt prjónadótið þitt, ef hægt væri að setja heimsmet í prjónaskap og ann- arri handavinnu ættir þú það örugg- lega. Mér finnst ekki langt síðan þú og mamma komuð að heimsækja okkur Erling. Það var alveg ofsalega góð helgi. Við áttum skemmtilegar kvöldstundir yfir spilum og drykkj- um, og það var ekki lítið hlegið þá helgina og orðið sjósleikja á eftir að lifa lengi í minningunni. Fyrir rúmum mánuði töluðum við saman þrisvar yfir heila helgi. Við Erlingur vorum að fara í hrekkja- vökuteiti og þú fylgdist með öllum undirbúningi. Búningavalið var búið að vefjast svolítið fyrir okkur og þú komst með margar hugmyndir. Þú sagðir frá öllum grímuböllunum sem þið afi höfðuð tekið þátt í á ykkar yngri árum, hann hefði verið sjóliði eitt árið, og í annað skipti voruð þið indíánar. Þér leist vel á val okkar, þjónustustúlka og geimvera, og hringdir í okkur strax um hádegið daginn eftir teitina til að fá söguna af kvöldinu. Þú varst svo spennt yfir að heyra hvernig hefði gengið og hvað fólki hefði fundist um búningana, svo mikil var innlifunin. Ég er þakklát fyrir að hafa getað eytt tíma með þér í þennan mánuð, sem ég eyddi á Íslandi í haust. Þegar ég kom til þín á leiðinni út á flugvöll 11. september kvaddir þú mig og við vissum báðar að þetta væri í síðasta skiptið sem við sæjumst í þessu lífi, kveðjuorð þín voru samkvæmt því. Takk fyrir allt saman og vonandi bragðast pönnsurnar vel í afmælis- veislunni á Þorláksmessu. Þín Sigurveig. Elsku amma mín. Mikið hvað ég var heppin að hafa fengið að eiga þig fyrir ömmu. Þú varst án efa sú allra besta amma sem nokkur hefði getað óskað sér. Ég á margar fallegar minningar um þig og þó að þú sért ekki lengur meðal okkar þá geymi ég þessar minningar á góðum stað í hjarta mínu. Það var alltaf svo gaman hjá okk- ur. Þegar ég mátaði alla fínu kjólana þína, fékk klemmueyrnalokka í litlu eyrun mín, demanta um hálsinn minn og rauðan varalit á varir mínar. Síðan dansaði ég í stofunni á Skúla- skeiðinu í allt of stórum skóm af þér og þú sagðir alltaf að ég væri eins og prinsessa og veistu, amma, mér leið líka eins og prinsessu. Alltaf þegar ég var hjá þér. Þú varst alltaf svo hlý og góð. Tókst alltaf aðra fram yfir sjálfa þig. Vildir öllum allt gefa. Ég er viss um að ef þú hefðir getað þá hefðirðu gef- ið mér hjarta þitt, svo gjafmild varstu á bæði veraldlega og óverald- lega hluti, elsku amma mín. Þú ferðaðist alltaf mikið og ég man hvað mér þótti það spennandi. Og þegar þú snerir aftur heim voru tösk- ur þínar alltaf fullar af alls kyns fal- legum gjöfum og ég vissi alltaf að margar að þessum gjöfum væru handa mér. Ég veit líka að án efa hef ég mína ævintýra- og ferðaþrá frá þér. Og saman sátum við oft og skipt- umst á ferðasögum. Ég sagði þér þá mínar frá Mið-Ameríku og þú þínar frá t.d. Spáni eða Belgíu. Mér þótti ansi vænt um þessar stundir. Seinustu þrjú árin hef ég verið bú- sett í Hollandi og þó að mér líði ansi vel þar þá hefur mér alltaf þótt erfitt að vera svona langt í burtu frá þér. En við vorum samt alltaf ansi dug- legar að hringja og þú komst meira segja tvisvar í heimsókn til okkar. Í fyrra skiptið komst þú um páska og þú og mamma hjálpuðuð mér að sauma gardínur fyrir nýju íbúðina okkar. Það var yndislegt veður alla vikuna og ég og þú sátum mikið úti á svölum í sólinni og spjölluðum á með- an þú heklaðir og mamma svitnaði inni við saumavélina. Það var mikið hlegið og grínast þessa viku. Ég er líka svo þakklát að Otto fékk að kynnast þér og þú honum. Þó að hann tali enga íslensku og þú enga hollensku þá lést þú það ekki stoppa þig. Þú talaðir bara við hann á ís- lensku og beittir hinum ýmsu lát- bragðskúnstum þangað til hann skildi hvað þú áttir við hverju sinni. Þú varst svo þolinmóð, elsku amma. Mér líður núna eins hjarta mitt sé brotið. Ég get ekki hugsað til þess að ég eigi aldrei eftir að finna fyrir hlýju höndunum þínum, fá að faðma þig eða heyra fallega hláturinn þinn. En ég veit samt að ég á að vera þakklát fyrir að ég fékk að eiga svona góða ömmu og njóta ástar þinnar og hlýju. Þú yfirgafst þennan heim í miklum friði og það gefur mér styrk til þess að sætta mig við að þú sért farin. Ég veit að núna líður þér líka vel hjá öllum englunum þínum og þú vakir alltaf yfir mér hvar sem ég er og það er svo gott að vita. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Ég veit að það er þér að þakka að ég er eins og ég er, falleg prins- essa eins og þú varst. Þú vakir yfir mér og minning þín lifir alltaf í hjarta mínu og huga. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka inn engill, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Þín Lína Dögg. Við minnumst Jólínar Ingv- arsdóttur, sem okkur þykir svo vænt um. Það var alla tíð gaman að heim- sækja hana og afa og oft var mikið um að vera hjá okkur á Skúlaskeið- inu. Þar voru bakaðar flatkökur, saumaðir jólasveinabúningar og margt fleira sem gott er að ylja sér við. Jólín og afi nutu lífsins saman á ferðalögum innanlands og utan. Þessar ferðir voru mikil ævintýri sem gaman var að heyra þau segja frá. Oft lá þeim svo mikið á að þau voru farin í nýtt ævintýri sama dag og þau komu heim úr öðru. Jólín var mikil handverkskona og eftir hana liggja ótal skrautmunir sem eru alls staðar til prýði. Hún var skemmtilegur og kappsfullur spila- félagi sem ávallt spilaði til að vinna. Það var gaman að spjalla við Jólín sem hafði sterkar skoðanir á öllu og þegar einhver mál komu upp í þjóð- félaginu var oft fyrsta hugsunin: Hvað ætli Jólín segi við þessu? Enda var ekkert dregið undan þar á bæ. Það er margs að minnast og við þökkum fyrir samverustundirnar. Birgir og Sigrún Dóra. Hvenær koma Nonni og Jólín? Þessi spurning var vakandi í hugum frændliðsins á Borgarfirði eystra þegar sumar gekk í garð og von var á þeim í árlega sumarheimsókn. Þeirra var beðið með tilhlökkun, þau gáfu öllum sitt, hlýju-gleði og umhyggju. Þegar Jólín kom inn í þessa stóru fjölskyldu með Nonna frænda, tók hún öllum, stórum og smáum sem sínum. Hún lét sig varða um allra hag, og tók hverjum og ein- um eins og hann var, dæmdi ekki. Tók þátt í gleði og sorg. Við sjáum hana enn í huga okkar á góðum sum- ardegi fyrir austan. Djúpar samræð- ur við eldra fólkið, hlý og falleg orð til barnanna, dans í hópi unglinga. Alls staðar í takt við líðandi stund. Við kveðjum Jólín með virðingu og þakklæti. Við vottum aðstandendum Jólínar okkar innilegustu samúð. Systkinin frá Framnesi. Stórbrotinni og merkilegri ævi ein- stakrar konu er lokið. Á meðal okkar systkinanna gekk hún ætíð undir nafninu Blaka frænka en hún og móðir mín voru systkinabörn og miklar vinkonur. Ég minnist póstkorta frá henni víðsvegar að úr heiminum þar sem hún var við störf eða á ferðalögum og yfir þeim var ævintýraljómi. Fyrir nokkrum árum ákváðu for- ráðamenn Haraldar Böðvarssonar hf. að nefna eitt skip sitt eftir fyrsta bát Haraldar, Helgu Maríu en hún var móðir Blöku. Afi minn Jóhann Björnsson hreppstjóri á Akranesi seldi Haraldi þennan bát ✝ Guðrún LaufeyJónsdóttir, ævin- lega nefnd Blaka, fæddist 1. desember 1910 í Borgarnesi. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 6. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 17. desember. sem hann hafði nefnt eftir systur sinni, árið 1906 og þar með hófst saga útgerðar sem er að verða 100 ára. Af þessu tilefni fórum við Haraldur Sturlaugs- son forstjóri HB hf. í heimsókn til Blöku ásamt blaðamanni Morgunblaðsins. Þeir sáu að saga hennar var mun merkilegri en sá atburður að nefna skip eftir móður henn- ar og langt og ítarlegt viðtal birtist við hana í sunnudagsblaði Mbl. Hún hafði unnið langa starfsævi af alúð og trúnaði í opinberri þjónustu sem forsetaritari Ásgeirs Ásgeirssonar og sem sendirráðsritari víða um heim og kunni frá mörgu að segja. Uppi á vegg hjá okkur systkinum eru myndir eftir Blöku en hún byrjaði að mála þegar hún vakti yf- ir móður sinni síðustu mánuði hennar. Ég minnist Blöku með virðingu og þökk fyrir vináttu og hlýhug til okkar systkina og móður okkar. Björn S. Lárusson, Akranesi. GUÐRÚN LAUFEY JÓNSDÓTTIR (BLAKA) Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS BJÖRNSSONAR, Efri-Reykjum, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. Ásta Jónsdóttir, Björn R. Einarsson, Jón Davíð Ragnarsson, Björn Ingi Ragnarsson, Lovísa Rut Jónsdóttir, Jóhann Óskar Ragnarsson, Ásta Margrét Jónsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR EINARSSON frá Iðu í Biskupstungum, Heiðarbrún 88, Hveragerði, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstu- daginn 17. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 28. desem- ber kl. 14.00. Sigfríð Valdimarsdóttir, Ásdís Birna Stefánsdóttir, Sigurður Hjalti Magnússon, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Kristján Línberg Runólfsson, Einar Guðmundsson, Inga Línberg Runólfsdóttir, Valdimar Ingi Guðmundsson, María Björnsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Hjalti Ben Ágústsson, Ásta María Guðmundsdóttir. Kæru vinir og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og ómetanlega sam- kennd vegna fráfalls og útfarar elskulegs sonar okkar, fóstursonar og bróður, REGINS ÞÓRS EÐVARÐSSONAR, Grundargötu 18, Grundarfirði. Sérstaklega viljum við þakka séra Elínborgu Sturludóttir fyrir dýrmætan stuðning. Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð. Fyrir hönd aðstandenda, Eðvarð F. Vilhjálmsson, Unnur B. Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.