Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 35 UMRÆÐAN VÖNDUÐ ÍSLENSK TÓNLIST Ættjarðarlögin í óvæntu ljósi! Skálmandi jólatónlist! www.dimma.is sjónvörp tölvur þynnir rafhlöður málning húsgagnabón M IX A • fít • 0 4 0 6 4 Þakka þér fyrir að skila spilliefnum á réttan stað Mörg þeirra spilliefna sem finnast á heimilum okkar geta valdið varanlegum skaða komist þau í snertingu við náttúruna. Spilliefnum á að skila til viðurkenndra móttökustöðva (Sorpu á höfuð- borgarsvæðinu) svo þeim sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt. Nánari upplýsingar í síma 520 2220 eða á www.efnamottakan.is Dæmi um spilliefni sem finnast á heimilum okkar BRÁÐUM koma jólin og ekki eru allir jafnlánsamir á þessum tíma sem á að einkennast af náungakærleik. Sumum finnst þeir vera aleinir allt árið um kring og þessi árstími ger- ir stundum lítið annað fyrir þá en að magna upp til- finninguna um vonleysið og ein- manaleikann. Sér í lagi fyrir þau okkar sem ekki trúa á æðri mátt, hvað sem það nú er. En ef trúin gagnast ykkur ekki getur skammta- fræði það kannski, því á vissan hátt erum við aldrei ein, heldur erum við alltaf tengd hvert öðru. Í skammtafræði (skammtafræði er öflugasta vísindakenning sög- unnar) flokkast eindir (rafeindir, rót- eindir, ljóseindir o.s.frv.) í tvo flokka, bóseindir og fermíeindir. Fermíeind- ir eru allar þær eindir sem hafa svo- kallaðan hálftölu-spuna eða marg- feldi af oddatölu sinnum 1/2 spuna ((2n + 1)1/2 , þar sem n er nátt- úruleg tala). Í skammtafræði er jafna Schrödingers allt í öllu. Við leysum þessa jöfnu til að fá bylgju- fall eindarinnar sem segir okkur síð- an allt sem við viljum vita um eind- ina. Jafna Schrödingers lítur svona út: Eins og kínverska, ekki satt? Við erum gerð úr atómum sem sam- anstanda m.a. af róteindum og raf- eindum. Það furðulega við þessar eindir er að það er ómögulegt að þekkja þær í sundur, þær eru ná- kvæmlega eins, á hátt sem engir tveir klassískir eðlisfræðihlutir geta orðið. Það er engin vísindaleg tak- mörkun á þekkingu okkar sem veld- ur því að við þekkjum þá ekki í sund- ur; Guð sjálfur veit ekki hvor eind er hvað! Við getum fundið lausnir á jöfnu Schrödingers sem eru „sam- hverf“(eigingildi +1) eða „ósam- hverf“(eigingildi –1) undir „skipt- ingu“; ø(r1, r2) = ±ø(r2, r1). Köllum þetta samhverfisskilyrðið. Fyrir eins eindir þarf bylgjufallið (sem er lausn á jöfnu Sch.) að upp- fylla þetta samhverfisskilyrði. Fræðilega séð eru allar rafeindir tengdar öllum öðrum rafeindum í al- heiminum í gegnum ósamhverfingu bylgjufalla hverra rafeinda!! Við er- um því öll tengd. Ég vona að einhverjum hlýni um hjartarætur við tilhugsunina um að vera ekki jafn-aleinn í þessum skemmtilega skrýtna alheimi. Til- valið er að enda þetta á orðum hins merka eðlisfræðings og spekúlants Richard Feynmann: „Vitið þið af hverju allar rafeindir eru eins? Því þetta er ein og sama rafeindin!“ Gleðileg jól. VICTOR BLÆR BIRGISSON, Eggertsgötu 30, 101 Reykjavík. Skammtafræðileg jól Frá Victori Blæ Birgissyni eðlisfræðinema í HÍ: Victor Blær Birgisson BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR ekki mörgum árum var stofnaður félagsskapur í Reykjavík sem kallar sig „Samtök um betri byggð“. Auðvitað er ekkert nema gott um það að segja að fólk vilji fegra og bæta sitt umhverfi. En þess verður þó að gæta að það valdi ekki öðrum landsmönnum óbætanlegum skaða. Megintilgangur þessara sam- taka er að leggja Reykjavík- urflugvöll niður. En málið er það að það skiptir ekki aðeins Reykvíkinga miklu máli, heldur alla aðra lands- menn miklu meira máli. Innanlands- flugið er svo snar þáttur í lífi allra landsmanna að það er eins og færa alla þá 40 til 50 ár aftur samgöngu- lega séð, og einkum þá sem búa lengst frá Reykjavík. Nú stefnir allt í það að flugfarþegar á milli Reykja- víkur og Egilsstaða verði nálægt 110 þúsundum á þessu ári samkvæmt nýjustu fréttum og hefur þeim fjölg- að hratt síðustu árin og spáð er að þeir geti orðið 130 til 140 þúsund á næsta ári ef erlendum ferðamönnum heldur áfram að fjölga miðað við síð- ustu ár. Sagt var í áðurnefndri frétt að farþegar milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar mundu líklega verða um 140 þúsund á þessu ári. Um aðra staði veit ég ekki en þykir líklegt að far- þegar til annarra flughafna gætu orðið a.m.k. um eða fleiri en 100 þús- und. Á þessu sést hvað þetta er þýð- ingarmikil starfsgrein fyrir alla landsmenn. Hvað starfa margir menn og konur við Reykjavík- urflugvöll og á flugvélunum og í þjónustu við þær? Þó að þessar hug- myndir láti vel í eyrum í Reykjavík þá finnst mér rökin á móti langtum sterkari. Hafa höfundar þessara samtaka gert sér grein fyrir hvað mörg störf tapast við að leggja flug- völlinn niður og þar með allt innan- landsflugið? Halda þessir menn virkilega að fólk utan af landi færi fyrst að fljúga til Keflavíkur og keyra þaðan til Reykjavíkur og svo til Keflavíkur kannski sama kvöldið eða morguninn eftir? Það hefur færst mjög í vöxt að fólk hér af Austurlandi fer með morgunflugvélinni suður og kemur svo um kvöldið austur með kvöldflugvélinni. Það yrði mun dýr- ara að fljúga til Keflavíkur og veru- legur bílkostnaður í viðbót. Nei, nið- urstaðan yrði sú að fólk utan af landi ferðaðist annað hvort með rútubílum eða kæmi suður á eigin bíl. Það er nóg álag á vegakerfinu þó að slíkt bættist ekki við. Mér finnst nóg at- vinnuleysi í landinu þó að ekki bætt- ust nokkur þúsund við. Haldið þið ágætu menn og konur að fólkið sem hefur unnið við flugvöllinn og aðra starfsemi kringum flugið yrði ánægt með að skipta um störf þó önnur at- vinna væri í boði, sem er alveg óvíst? Hvernig stendur á því að þétt- býliskjarnarnir í nágrenni við höf- uðborgina og höfuðborgin geta ekki haft samráð um að kanna hver þörfin er til dæmis á næstu 5 árum fyrir nýtt íbúðarhúsnæði á svæðinu og samið um hversu margar íbúðir hvert þeirra mætti byggja á næstu 5 árum, en keppa ekki hvert við annað að byggja sem allra flestar íbúðir. Tökum til dæmis Garðabæ, Kópavog og Reykjavík og jafnvel Hafnarfjörð. Mér er sagt af kunnugum mönnum að allir þéttbýliskjarnar utan Reykjavíkur hafi nóg land sem sé hentugt til byggingar íbúðar- húsnæðis, og Reykjavík líka. Er þetta þá hrepparígur? Ég hélt að hrepparígur þekktist ekki milli svona stórra byggðarlaga. Ég vona svo að þetta ágæta fólk hugsi málið betur. SIGURÐUR LÁRUSSON frá Gilsá. Reykjavík og landsbyggðin Frá Sigurði Lárussyni: SAMNINGUR sjómanna verður ekki aftur tekinn ef hann verður samþykktur. Þessi setning er loka- orð Brynjars Eyland stýrimanns í grein sem birtist eftir hann í Morg- unblaðinu á dögunum og eru það eina sem að mínu mati er rétt og skynsamlegt í þeirri ótrúlegu yf- irferð. Túlkun Brynj- ars s.s. á ákvæðum gerðardóms og reyndar hvar sem gripið er niður í út- listun hans á samn- ingunum er með slík- um ólíkindum að það hálfa væri nóg. Sem dæmi fullyrðir hann að ákvæði gerð- ardómsins sem sjó- menn hafa unnið eftir síðustu árin feli í sér rétta mönnun flotans. Það virðist ekkert þvælast fyrir honum þótt í ýmsum veiði- greinum sé skiptapró- sentan óbreytt hvort sem mennirnir um borð eru 7 eða 12, svo tekið sé grófasta dæmið. Hann virðist m.ö.o. telja að kerfi sem hefur það innbyggt í sér að launakostnaður útgerðarinnar lækki við að hrúga köllum um borð í flotann sé það sem byggja skuli á til framtíðar. Jafnframt fullyrðir hann að ef fækkað sé í áhöfn þá hirði útgerðin allt. Staðreyndin er sú að áhöfn fær almennt yfir 50 % og allt upp í 70 % af því sem spar- ast við fækkun. Öll hans umfjöllun frá A til Ö er í slíku skötulíki að engu tali tekur. Í þeim samningi sem sjómenn greiða atkvæði um þessa dagana eru ýmis ákvæði sem ekki hafa náðst með þremur verk- föllum, lagasetningum og gerðardómum. Þar vil ég nefna rétt til mótframlags út- gerðar varðandi sér- eignasparnað, 2% við- bót í samtryggingar- sjóðinn, fimmföldun á inngreiðslum í sjúkra- sjóð, verulega leng- ingu á uppsagnarfresti sem ég hef nú þegar séð hvað þýtt getur fyrir menn sem sagt er upp störfum. Þessi ákvæði ásamt ýmsum öðrum sem verið hafa forgangskröfur sjó- manna lengur en elstu menn muna gera það að verkum að hægt verður að einbeita sér að öðrum þáttum í framtíðinni. Ég vil gera orð Brynjars, sem persónulega hefur tilkynnt mér að ég sitji á svikastóli og sé hinn versti maður, að mínum og endurtaka lokaorðin hans. Þau réttindamál sem tókst að ná inn í þennan samning verða ekki af sjó- mönnum tekin ef hann verður sam- þykktur. Samningur sjómanna verður ekki aftur tekinn Árni Bjarnason svarar Brynjari Eyland Sæmundssyni Árni Bjarnason ’Öll hans um-fjöllun frá A til Ö er í slíku skötu- líki að engu tali tekur. ‘ Höfundur er forseti FFSÍ. FULLYRÐINGAR Einars Odds Kristjánssonar í Morgun- blaðinu 20. des. sl. um þróun bóta almannatrygginga og lámarks- launa sæma ekki varaformanni fjárlaganefndar alþingis. Ellilíf- eyrisþegar eru illa tryggðir gegn kjaraskerðingum. Gliðnun milli almannatrygginga (ellilauna), lág- markslauna og almennrar launaþróunar hófst fyrir alvöru er viðmiðunarreglum var breytt 1995. Áður fylgdu ellilaun lág- markslaunum en eftir samþykkt ríkisvaldsins var ákveðið að elli- laun skyldu taka mið af þróun launa sem vitaskuld er túlkunar- atriði og leyfa meiri frávik. Í ljós hefur síðan komið að hvort heldur miðað er við lágmarkslaun eða launavísitölu hefur mikil gliðnun orðið þar á milli (skýrslur eldri borgara og Tryggingastofnunar ríkisins). Fjármálaráðuneytið hef- ur viðurkennt þessa gliðnun á fundum með FEB. Svo langt er gengið að kaupmáttur ráðstöfun- artekna 30% ellilífeyrisþega hefur minnkað frá 1988 um 3,4%. Þess ber einnig að geta að fólk á vinnu- markaði getur skapað sér launa- skrið en ellilífeyrisþegum er það ekki mögulegt. Ólafur Ólafsson Einari Oddi Kristjánssyni svarað Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.