Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 20

Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austur- land@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Samstarf um rannsóknir | For- stöðumenn Náttúrustofu Norðausturlands á Húsavík og Náttúrurannsóknastöðvar- innar við Mývatn undirrituðu nýlega form- legan samstarfssamning. Markmið samningsins, að því er fram kemur á vef Náttúrustofunnar, er að koma á samstarfi um rannsóknastarf, nýtingu að- stöðu, og eftir atvikum kennslu og fræðslu sem tengist Mývatni og Laxá. Í samn- ingnum er lögð áhersla á að efla rannsókna- og fræðastarf á sviði náttúrufræða í Þing- eyjarsýslum og að samstarf stofnananna leiði til þekkingar og menntunar í hæsta gæðaflokki, sem standist í einu og öllu al- þjóðlegan samanburð og stuðli að aukinni atvinnu í héraðinu.    Unglingar útvarpa | Það hefur verið gaman hjá ungmennum sem sækja félags- miðstöðina Vest-End á Patreksfirði síðast- liðna daga, en þau hafa starfrækt jólaút- varpsstöð og mikið hefur verið um að vera. Þau þeyta plötum og ræða um heima og geima í þessu árlega jólaútvarpi sínu. Út- varpið verður í loftinu fram að jólum og er ásamt því að vera skemmtilegt og verðugt verkefni fyrir krakkana hluti af fjáröflun þeirra. Útvarpið er sent út á bylgjulengd- inni FM 100,1.    Samlagið Listhús íKaupvangsstrætimun hætta starf- semi nú um áramót. Það hefur verið starf- rækt síðastliðin 7 ár, var opnað í desember 1997. Samlagið hefur verið vettvangur listafólks, frá Akureyri og ná- grenni, til að hafa verk sín til sýnis og sölu. Samlagið verður opið í dag, Þorláksmessu, frá kl. 13 til 19. Þá verður opið á miðvikudag, 29. desember og á fimmtu- dag, 30. desember frá kl. 13 til 17. Þeir sem eiga gjafa- kort eru vinsamlegast beðnir að framvísa því fyrir lokun, segir í frétt frá Samlaginu og þá er velunnurum og viðskiptavinum þökkuð tryggðin. Samlagið hættir Samkaup færðu á dögunum Glerárkirkju hálfamilljón króna en fénu verður varið til að greiðasteinda glugga í kirkjunni. Við sama tækifæri tóku fulltrúar Mæðrastyrksnefndar á móti einni milljón króna í gjafabréfum fyrir skjólstæðinga nefndarinnar, en féð mun að sögn koma sér vel nú þegar hvað mestar annir eru hjá nefndarkonum fyrir jólahátíðina. Á myndinni eru fulltrúar Glerárkirkju, Samkaupa og Mæðrastyrksnefndar við afhendinguna, frá vinstri Hermann Jónsson, sr. Gunnlaugur Garðarsson, Skúli Skúlason, Sigríður Jóhannsdóttir, Ellert Gunn- steinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigmundur Sig- urðsson, Stella Jónsdóttir, Gísli Gíslason og Jóna Berta Jónsdóttir. Morgunblaðið/Kristján Góðar gjafir Helgi Zimsen gerðisér það að leik ádögunum að yrkja háttalykil. Hér eru nokkur afbrigði sem skýra sig sjálf: Stikluvikin stekk ég á stöku til að botna. Vondu orði víkja má vissulega þannig frá. Langhent kvæði lími saman ljóðastöfum tylli nett. Mönnum þykir mikið gaman megni þeir að yrkja rétt. Dverghent kvæði dugar mönnum dável enn. Formið knappa fimir könnum frómu menn. Stafhent kvæði stuðla kann, stóran vanda ekki fann. Formið einfalt færðu hér, farðu svo að skemmta þér. Breiðhent má nú bragsins formið belgja sig um skjáinn hvíta. Þið sem heima þreyttir dormið þetta vel á skuluð líta. Afhent kvæði ætla ég nú upp að dikta. Gaman er við form að fikta. Háttalykill Helga pebl@mbl.is Flúðir | Margir kaupa blóm fyrir jólin og nota til að skreyta hjá sér híbýlin eða til gjafa. Garð- yrkjustöðin Land og synir á Flúðum sem Emil Gunnlaugsson garðyrkjubóndi rekur ásamt son- um sínum þeim Magnúsi, Gunnlaugi og Rafni, er einn stærsti blómaræktandi landsins. Þar er blómum pakkað á hverjum morgni, allt árið um kring, og eigendurnir aka þeim rakleitt í versl- anir enda mikilvægt að þau komist sem nýjustu á markaðinn. Rafn segir að rauðir túlipanar og rósir séu einna vinsælust af afskornu blómunum fyrir jólin en aðrir litir og tegundir keyptir með. Þá eru jólastjörnunar alltaf vinsælar á þessum árstíma. Mikið var að gera hjá Landi og sonum í gær- morguni, eins og víða annars staðar fyrir jólin. Izabella frá Póllandi var þar við pökkun ásamt eigendum stöðvarinnar og öðru samstarfsfólki þegar Selma Guðrún, dóttir Gunnlaugs, leit við í gróðurhúsinu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jólablóm á leið á markaðinn Garðyrkja Bláskógabyggð | Stjórn Landverndar hefur kært til umhverfisráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfis- áhrifum Gjábakkavegar í Bláskógabyggð. Telur stjórn Landverndar að vestur- hluti vegastæðis sem valið hefur verið fyrir Gjábakkaveg frá Laugarvatni til Þingvalla muni hafi neikvæð áhrif á landslag, það opni og óraskað svæði og að veglagning mun hafa veruleg og óaftur- kræf áhrif á eldhraun og gígaröð sem nýt- ur sérstakrar verndar samkvæmt nátt- úruverndarlögum og er sérstakt á heimsvísu. Þá telur stjórnin að skoðun á öðrum valkostum hafi ekki verið full- nægjandi. Stjórnin vill að málið verði tek- ið til frekari skoðunar og hefur því kært úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverf- isráðherra. Stofnunin féllst á fyrirhugaða lagningu Gjábakkavegar í síðastliðnum mánuði með ákveðnum skilyrðum. Land- vernd gerir nú þær kröfur að ráðherra felli úrskurðinn úr gildi og vísi málinu til nýrrar meðferðar hjá Skipulagsstofnun og er þess krafist að þá fái svonefnd „bætt leið 1“ efnislega umfjöllun sem val- kostur til jafns við aðra leið sem fyrir val- inu varð. Stjórn Landverndar gerir einnig at- hugasemdir við málsmeðferð og segir að svo virðist sem skipulagsvald sveitar- stjórnar sé notað með mismunun til að draga fram kosti ákveðinnar leiðar. Þá hafi ýmislegt í svörum Vegagerðarinnar við athugasemdum ýmissa aðila verið vafasamt, hæpið og jafnvel rangt. Loks er bent á að stjórn Landverndar hafi gert athugasemd við matsskýrslu, en henni ekki verið svarað, hún ekki hrakin með rökum og sé því enn í gildi. Landvernd kær- ir úrskurð um Gjábakkaveg Vestmannaeyjar | Vestmannaeyingum hefur fækkað um 122 á einu ári og eru nú 4.227 skráðir með lögheimili í Eyjum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hag- stofu Íslands en miðað er við dagsetn- inguna 1. desember ár hvert. Á sama tíma í fyrra voru 4.349 skráðir með lög- heimili í Eyjum. Karlar eru heldur fleiri en konur í Vestmannaeyjum en 2.193 karlar búa í Eyjum en konurnar eru 2.034 og hefur fækkað um 66 á einu ári. Fækkar um 122 í Eyjum ♦♦♦ Skipt á húsnæði | Öxarfjarðarhreppur skipti nýlega á húsnæði áhaldahússins og húsi og tækjum Trémáls hf. Ætlunin er að áhaldahúsið verði þar ásamt aðstöðu til tré- smíða sem leigð verður út. Bókasafninu er einnig ætlaður staður í Trémálshúsinu. Byggðasafnið hefur verið aðþrengt „og verður kærkomið að fá salinn sem bóka- safnið hefur haft undir byggðasafnið líka,“ segir í frétt á vefnum dettifoss.is. HÉÐAN OG ÞAÐAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.