Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 59
*
*
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000
www.laugarasbio.iswww.regnboginn.is
Lokað í dag,
Þorláksmessu
Lokað í dag,
Þorláksmessu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 59
ÚTGÁFA á tónlistarmynddiskum
verður tíðari og fjölskrúðugari með
hverju árinu. Möguleikar enda mikl-
ir og gamla góða myndbands-
snældan virðist á hröðu undanhaldi.
Hér kemur yfirlit yfir níu athygl-
isverða titla sem út komu í ár, í engri
sérstakri röð.
Maiden
Út er komin A Reality Tour, tón-
leikadiskur með David Bowie. Út-
gáfan er hrein og bein, ekkert auka-
efni eða annað pjatt, bara tónleikar
frá síðasta hljómleikaferðalagi
meistarans og var efnið tekið upp á
tónleikum í Írlandi. Heildartími er
140 mínútur, lögin þrjátíu og dómar
um diskinn hafa verið einkar já-
kvæðir enda hafa tvær síðustu hljóð-
versplötur Bowie verið prýðilegar.
Öðru máli gegnir um The History of
Iron Maiden – Part 1: The Early
Years, sem lýtur lögmáli heimild-
armyndar og er troðinn af allskyns
góðgæti. Tvöfaldur diskur sem tek-
ur yfir fyrsta hlutann í frægðarför
Iron Maiden (1975–1983), einnar
vinsælustu þungarokkssveitar allra
tíma. Tónleikar, viðtöl, myndbönd;
yfir fimm tímar af efni. Einnig er
komin út tveggja diska útgáfa með
öðrum rokkrisum, Queen, er nefnist
Queen on Fire – Live at the Bowl og
inniheldur tónleika sem teknir voru
upp 5. júní 1982 í MK Bowl.
Kanónur
Þrjár kanónur eru merktar nokk-
uð merkilegum mynddiskum sem út
komu í ár. Fyrst ber að nefna Rock
and Roll Circus þeirra Rolling Ston-
es liða, metnaðarfullt verkefni sem
hafði safnað ryki frá árinu 1968 eða
þar til það var loks gefið út á VHS
árið 1996. Mynddiskaútgáfan inni-
heldur aukaefni.
The First U.S.
Visit fjallar um
innrás Bítlanna
til Bandaríkjanna
í febrúar 1964 og
kom út fyrr á
þessu ári. Elvis –
The ’68 Come-
back Special (De-
luxe Edition
DVD) er þriggja diska sett og tekur
á einni frægustu endurkomu rokk-
sögunnar, er leðurklæddur Elvis
Presley sneri aftur til að end-
urheimta krúnuna eftir æði vafa-
saman kvikmyndaferil.
Band Aid
Þeir sem upplifðu „eitís“-tímabilið
ungir að árum fá stjörnur í augun er
minnst er á Live Aid-tónleikana
1985 og nú eru þessir maraþon-
tónleikar loksins komnir út, í fjög-
urra diska kassa hvorki meira né
minna. Þá vöktu tvær útgáfur einnig
verðskuldaða athygli á árinu. Play
með Peter Gabriel inniheldur tutt-
ugu og þrjú myndbönd frá 1977 til
1983 en Gabriel er einn helsti frum-
kvöðull sem fram hefur komið hvar
myndbandagerð varðar. Þá er einn-
ig kominn út tónleikadiskur með
White Stripes, hljómsveitinni sem
gerði blúsinn að „nýja rokkinu“.
Live Under Blackpool Lights var
tekinn upp á tónleikum í Bretlandi í
janúar á þessu ári og er í „D.A.
Pennebaker“-stíl en sá leikstýrði
Bob Dylan-myndinni Don’t Look
Back, einni frægustu rokkheimild-
armynd sem gerð hefur verið. Svo
kemur væntanlega ný hljóðversplata
með White Stripes á næsta ári (vei!).
Tónlist | Mynddiskaútgáfa ársins
arnart@mbl.is
DVD Bowie DVD Iron Maiden
DVD Queen
„Músík og myndir“
ÞAÐ er vanda-
verk að búa til
barnaplötu. Þar
er að mörgu að
hyggja; söngur
þarf að vera í
heppilegri tón-
hæð til að börn geti auðveldlega
sungið með; það þarf að fara rétt
með texta; útsetningar verða að vera
einfaldar og mega ekki keyra laglín-
ur í kaf. Barnaplötur þurfa ekki síst
að hafa einhver skapandi element í
sér og vera skemmtilegar. Margar
góðar barnaplötur hafa komið út á
Íslandi, sem hafa til að bera allt
þetta og meira til. Á sínum tíma voru
Soffía og Anna Sigga sannar stjörn-
ur og sungu hressilega músík sem
ekki hafði heyrst hér áður með
hljómsveit Árna Ísleifs. Ómar Ragn-
arsson átti margar bráðskemmti-
legar perlur, eins og „Sjö litlar mýs“.
Síðar komu Hrekkjusvínin, Olga
Guðrún og Ólafur Haukur Sím-
onarson með Eninga meninga, og
Olga Guðrún enn síðar með eigin
lög. Edda Heiðrún Backman setti
svo nýjan standard með plötu sinni
Fagur fiskur í sjó, sem kom út fyrir
örfáum árum með barnalögum eftir
Atla Heimi Sveinsson. Þar var mikið
lagt í; – og hverju einasta lagi skap-
aður sinn karakter með vönduðum
útsetningum og framúrskarandi
flutningi.
Þrátt fyrir ómældan sjarma Birg-
ittu Haukdal, nær nýja barnaplatan
hennar ekki að rísa upp í þær hæðir
sem bestu barnaplötur hafa gert. Þó
er engan veginn hægt að segja hún
beri í sér einhverja stórkostlega
galla. Hljóðfæraleikur er ágætur, og
söngur Birgittu sömuleiðis. Þetta
dugar bara því miður ekki til. Heild-
aráhrifin eru einhver óskapleg flat-
neskja sem nær ekki að rísa uppúr
meðalmennskunni, og vantar meira
að segja það grundvallarelement að
hafa húmor og vera skemmtileg. Út-
setningarnar eru hver annarri líkar
og lítil tilbreyting frá einu lagi til
annars. Útkoman er sú að platan er
eins og hvert annað síbyljupopp sem
lifir augnablik og deyr þegar eyrun
fá leið því. Og það munu þau fá, því
það er fátt sem fangar þau, nema ef
til vill lokalagið, „Vögguvísa“.
Það hefði þurft að leggja miklu
meiri alúð í gerð þessarar plötu til að
hún hefði átt von um að ná ein-
hverjum hæðum. Að helmingur
hennar skuli svo vera karókí-
endurtekning á lögunum tólf er svo
eins og hálfgert plat, – eins og það
hafi verið þrautalending að fylla upp
í tómið, í stað þess að bæta við fleiri
lögum. Og þegar þó hlýlegri rödd
Birgittu er ekki einu sinni fyrir að
fara er þetta bara hreinlega and-
vana.
Ólífrænar perlur
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Birgitta Haukdal syngur tólf barnalög.
Með henni leika Guðmundur Pétursson,
Friðrik Sturluson, Ólafur Hólm, Kjartan
Valdimarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvalds-
son, Roland Hartwell og Reykjavík Sess-
ions Quartet. Bakraddir sungu Regína
Ósk og Pétur Örn. Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson syngur með Birgittu í einu lagi
Útsetningar gerði Kjartan Valdimarsson,
en Þorvaldur Bjarni stjórnaði upptökum
sem gerðar voru í Grjótnámunni og að
Hlíðarenda haustið 2004. Útgefandi er
Birgitta Haukdal.
Birgitta Haukdal – Perlur
Bergþóra Jónsdóttir
.„Heildaráhrifin eru einhver óskap-
leg flatneskja sem nær ekki að rísa
uppúr meðalmennskunni,“ segir
m.a. í dómnum.
OCEAN’S Eleven (2002) er end-
urgerð samnefndrar myndar frá
1960, sem státaði af Rottugenginu
svokallaða (Ratpack), sem var klíka
Franks Sinatra, Deans Martin,
Sammy Davis, Shirley McLaine o.fl.
þekktra stjarna um og eftir miðja
síðustu öld. Rottugengið var frægt
að endemum, svallaði ómælt saman
um árabil og óneitanlega skilaði
þetta vinasukk vissri útgeislun á
tjaldið. Sá ágæti leikstjóri Steven
Soderbergh hóaði saman öflugum
stjörnuhóp undir forystu Georges
Clooney (Danny Ocean) og end-
urgerðin sló hressilega í gegn, þó að
löng væri og fyrirsjáanleg. Soder-
bergh reyndi m.a. að ná fram þess-
um afslappa tón ú leikinn og það
gekk svona upp og ofan. Fram-
haldið, þar sem tólfti klíkumeðlim-
urinn, Catherine Zeta-Jones hefur
bæst í hópinn, er skemmtilegri af-
þreying (þurfti reyndar ekki mikið
til) og meira augnakonfekt, þökk sé
Zetu-Jones og Rómaborg, þar sem
hasarinn fer fram. Fyrri myndin
segir af því er gengið hans Oceans
rænir fúlgu fjár úr spilavíti í eigu
Terry Benedict (Garcia) og hefst
framhaldið þremur árum síðar.
Terry er nú kominn á slóð ræningj-
anna og krefur þá um upphæðina
auk vaxta. Flestir eru búnir að sól-
unda sínum hluta fengsins og ekki
um annað ræða en leggja upp í ann-
að innbrot, að þessu sinni í safn þar
sem eitt hinna ómetanlegu Fabergé-
eggja Rússlandskeisara er til sýnis.
Tylftin rekur sig áfram á hefð-
bundinn hátt innbrotsmynda og er
greinileg framför frá undanfaranum
einsog fyrr segir. Framfarirnar er
einkum að þakka óvenjulegum út-
úrdúrum, líflegri kvikmyndatöku og
miklum mun fyndnari samtölum.
Sem fyrr eru persónurnar alltof
margar til að hafa umtalsvert kjöt á
beininu. Leikarasægurinn flækist
því dálítið hver fyrir öðrum en setur
um leið vissan gamaldags stórmynd-
arbrag á hasarinn. Það gera einnig
tignarlegir tökustaðirnir og yfir höf-
uð er Tylftin hans Oceans velkomin
sólbökuð skammdegisafþreying. Á
hinn bóginn vonar maður að Soder-
bergh sé ekki gjörsamlega heillum
horfinn í skyndibitaframleiðslunni.
Sá tólfti kom
og bætti um
(örlítið) betur
KVIKMYNDIR
Háskólabíó, Sambíóin,
Selfossbíó
Leikstjóri: Steven Soderbergh. Aðalleik-
endur: Goerge Clooney, Brad Pitt, Matt
Damon, Julia Roberts, Catherine Zeta-
Jones, Andy Garcia, Elliott Gould o.fl.
120 mín. Bandaríkin. 2004.
Tylftin hans Oceans (Ocean’s Twelve)
Sæbjörn Valdimarsson
!
!
" #
$
%
&
'&
% (
$ )
!
!
*+, -
. "
'
*+,, %* %/
0&
' 1
'2 "