Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 55

Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 55 MENNING Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Fimm íbúðir, tilbúnar til innréttinga og ein vinnustofa. Íbúðirnar eru frá 59 - 122 fm að stærð. Húsið er fullbú- ið að utan og lóð er hellulögð og frágengin. Allir milli- veggir eru uppsettir sem og útveggir og loft skilast til- búnin. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofur Miðborgar. VATNSSTÍGUR - FIMM ÍBÚÐIR - GAMLA NÝLISTASAFNIÐ Jarðhæð • 59,3 fm 2ja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, stofu með eldhúskrók, svefnherbergi, geymslu, þvottahús og baðherbergi. Verð 10,6 millj. • 59,4 fm 2ja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, stofu með eldhúskrók, svefnherbergi, geymslu, þvottahús og baðherbergi. Verð 10,6 millj. • 98,6 fm vinnustofa sem skiptist í forstofu, vinnustofu, skrifstofu, geymslu og baðherbergi. Verð 16,7 millj. 1. hæð • 120 fm 2ja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, svefnherbergi (útgangur á svalir), geymslu, þvottahús og baðherbergi. Verð 23,3 millj. • 97,9 fm 2ja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, hol, stofu (útgangur á svalir), eldhús, geymslu, þvottahús og baðherbergi. Verð 18,6 millj. 2. hæð • 120 fm 2ja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, svefnherbergi (útgangur á svalir), geymslu, þvottahús og baðherbergi. Verð 24,4 millj. Íbúðirnar eru til afhendingar í janúar. SVO munu fróðir menn mæla, að aldrei hafi skáld verið jafnumdeilt á Íslandi og Halldór Kiljan Laxness var á þeim árum sem þessi bók tekur til. Hann var skammaður og fyrirlit- inn af mörgum, dáður og elskaður af miklu fleirum og engum stóð á sama um hann. Ástæður þessa voru marg- ar. Stjórnmálaskoðanir skáldsins og skelegg framganga hans á þeim vett- vangi fór illa í marga, ýmsir voru pirraðir yfir stafsetningu hans og meðferð á íslensku máli og þeir voru ófáir, sem voru óánægðir með bæði söguefni og söguhetjur Kiljans. Töldu hinir síðastnefndu hann draga fram margt hið versta í fari Íslendinga, ýkja það og skrumskæla og kunnu honum litlar þakkir fyrir „landkynn- ingu á lús og skít“, eins og einhvern- tíma var sagt. Kjarni málsins var vitaskuld sá, að í list sinni fór Halldór tíðum ótroðnar slóðir og þeir sem það gera verða gjarnan skotspónn al- mennings. Deilurnar um Kiljan urðu hins vegar harðari en ella vegna þess hve mjög allt menningarlíf tengdist stjórnmálaflokkum og starfsemi þeirra, auk þess sem heimspólitíkin skipti mönnum mjög í flokka á þess- um árum, jók nýrri vídd í deilur og átök hér innanlands, efldi þær og magnaði. Í þessum deilum var Kiljan síður en svo neinn friðarpostuli og er bæði fróðlegt og grátbroslegt að lesa um samskipti þeirra Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, sem rækileg grein er gerð fyrir í þessari bók. Tímabilið, sem hér er um fjallað, var í senn stormasamasta og blóm- legasta skeiðið á annars löngum og glæsilegum rithöfundarferli Halldórs Kiljan Laxness. Á þessum árum, 1932–1948, samdi hann ýmis mestu og þekktustu verk sín, Sjálfstætt fólk, Heimsljós, Íslandsklukkuna og At- ómstöðina, ferðabækurnar tvær frá Sovétríkjunum, Í austurvegi og Gerska ævintýrið, gaf út ritgerða- og smásagnasöfn, auk þess sem hann skrifaði feikimikið í blöð og tímarit, hér heima og erlendis, ferðaðist víða og fylgdist náið með þýðingum og út- gáfum verka sinna í öðrum löndum. Getur lesandinn ekki annað en dáðst að miklum afköstum og öguðum vinnubrögðum skáldsins á þessum árum, ekki síst þegar þess er gætt, að hann gaf sér einnig tíma til að sinna ýmsu fleiru en ritstörfunum og átti um skeið nokkuð önd- vert í einkalífinu. Hannes Hólmsteinn Gissuarson rekur sögu Kiljans á árunum 1932– 1948 á næsta hefðbund- inn hátt (ef eitthvað er hefðbundið í ævi- sagnaritun) og ferst það vel úr hendi. Hann segir sögu skáldsins í réttri tímaröð, greinir frá helstu viðfangsefnum hans, í starfi og einkalífi, frá ári til árs en hefur stærstu ritverkin sem vörð- ur á veginum. Um þau fjallar hann rækilega, gerir grein fyrir tilurð hvers og eins, lýsir meginefni hvers verks í stuttu máli, greinir frá ein- kennum þeirra og verkum er gætu hafa orðið Kiljan fyrirmynd, fyr- irmyndum að sögupersónum, ýmsum sérkennilegum orðum og orða- tiltækjum o.s.frv. Í þessum köflum eru margar snjallar athuganir og hljóta allir lesendur bókarinnar, a.m.k. þeir sem ekki eru beinlínis sér- fróðir um æviverk Halldórs, að verða nokkru fróðari við lesturinn. Mörgum hygg ég að muni koma nokkuð á óvart, hve víða Halldór leitaði fyr- irmynda er hann samdi verk sín og á það jafnt við um efni sem málfar. Það verður hins vegar engan veginn tal- inn ljóður á ráði hans og dregur síður en svo úr gildi verkanna. Miklu frek- ar má hafa þessi vinnubrögð til marks um þrotlausa elju og nákvæmni, enda er það síst minni skáldskapur að nýta sér heimildir og færa í listrænan bún- ing en að skrifa allt bókstaflega frá eigin brjósti. Geta menn svo spurt sig, hvernig listaverk á borð við Ís- landsklukkuna hefðu orðið til ef eng- ar hefðu verið heimildirnar. Að öllu samanlögðu virðist mér þessi bók vera búin flestum þeim kostum, sem góða ævisögu mega prýða. Hún er ágætlega skrifuð og læsileg, á köflum stórskemmtileg af- lestrar. Frásögnin byggist á ræki- legri rannsókn fjölmargra heimilda, innlendra og erlendra, prentaðra og óprentaðra, sem hvarvetna er sam- viskusamlega vitnað til (tilvís- anaskráin er réttar 60 blaðsíður með smáu letri). Öll er frásögnin hóf- samleg og þótt það geti tæpast farið fram hjá athugulum lesanda að Hannes er hvorki fylgjandi né aðdáandi þeirrar stjórnmálstefnu sem Kiljan studdi á þessum árum, gætir hvergi andróðurs eða vand- lætingar, miklu frekar að skildi sé skotið fyrir skáldi og reynt að skýra afstöðu hans. Annars er sagan rakin, sagt frá staðreyndum og öðru því er máli skiptir og lesandanum látið eftir að dæma. Eins og vænta má kemur fjöldi fólks við sögu í bókinni og segir gjörla frá mörgum en annarra er aðeins getið stuttlega. Allir hafa þó sitt hlutverk og einn stærsti kostur bókarinnar er sá, að hún dregur upp skýra mynd af skáldinu og samtíma hans. Öld Kiljans BÆKUR Ævisaga Höfundur: Hannes Hólmsteinn Giss- urarson. 615 bls., myndir. Bókafélagið, Reykjavík 2004. Kiljan 1932–1948. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness Jón Þ. Þór Hannes Hólmsteinn Gissurarson Í TILEFNI af 75 ára afmæli Vigdís- ar Finnbogadóttur í apríl í vor mun Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands í samvinnu við há- skólarektor, utanríkis- og mennta- málaráðuneytin og Reykjavíkurborg gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um tungumál og samræðu milli ólíkra menningarheima. Undirbún- ingur ráðstefnunnar hefur staðið í nokkurn tíma. Að sögn Auðar Hauks- dóttur, forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, var leitað liðsstyrks norrænu ráðherranefnd- arinnar, sem brást vel við og mun standa að sérstakri málstofu á ráð- stefnunni um tungumál í útrýming- arhættu og margbreytileika tungu- mála og menningarheima. „Þessi málstofa verður tvískipt. Annars veg- ar verður fjallað um það hvernig hægt er að varðveita og nýta gögn um tungumál og menningarbak- grunn á rafrænu formi, meðal annars til kennslu og rannsókna í erlendum tungumálum, og hins vegar verður fjallað um tungumál í útrýming- arhættu,“ segir Auður. Allmargir al- þjóðlegir fyrirlesarar taka þátt í ráð- stefnunni. Á þessari stundu er ljóst að meðal annars munu þau Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands, og David Crystal, sem þekktur er fyrir kenningar sínar um tungumál í út- rýmingarhættu, flytja erindi. „Hann heldur lykilfyrirlestur málstofunnar sem norræna ráðherranefndin stend- ur að, en aðrir þeir sem tala þar verða fræðimenn sem eru allir mjög virtir á sínu sviði og koma víðs vegar að, meðal annars frá Norðurlöndum, Frakklandi, Ástralíu, Bandaríkj- unum, Asíu, Bretlandi og víðar. Þar verður fjallað um afrísk tungumál, áströlsk og asísk; tungumál í Nepal, Indónesíu, Kreólamál, samísku og fleira. Þessi málstofa tengist störfum Vigdísar Finnbogadóttur á al- þjóðavettvangi sem velgjörða- sendiherra tungumála í heiminum og hennar sýn og vinnu við það að benda stöðugt á mikilvægi tungumála fyrir lífsgæði manneskjunnar og menn- ingu heimsins. Það er auðvitað stór- kostlegt að fá þennan myndarlega styrk til að standa fyrir þessari mál- stofu, en styrkurinn til hennar nemur alls rúmum fjórum milljónum króna. Án hans hefði tæplega verið hægt að kalla jafn marga þekkta fræðimenn til, frá fjarlægum stöðum, því slíkt er vitaskuld mjög dýrt. Með honum gefst Íslendingum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum á nokkr- um tungum heimsins. Vigdís hefur verið óþreytandi við að minna á það að þegar tungumál hverfa, hverfi um leið reynsla, tilfinningar, saga og menning sem bundin eru því máli. Slíkt er auðvitað óbætanlegur skaði.“ Fjallað verður um samræðu milli ólíkra menningarheima frá mjög ólíkum sjónarhornum í málstofum ráðstefnunnar, bæði hvað varðar tækni, tungumál, listir, stjórnmál, viðskipti og fleira. Nokkrar málstofur munu tengjast sér- staklega þeim fræða- sviðum sem heyra und- ir Stofnun Vigdísar, en aðrar verða skipulagð- ar í samvinnu við aðra aðila innan Háskólans og utan. Unnið er að því að fá viðurkennda erlenda og innlenda fyrirlesara á þessum sviðum. Nánar verður greint frá dagskrá ráð- stefnunnar þegar nær dregur. Dýrmæt hefð Auður segir að lokum, að í okkar heimshluta höfum við lagt áherslu á að læra mál nágranna okkar auk ann- arra erlendra tungumála. „Við teljum að hér hafi skapast ákveðin reynsla og hefð sem sé orðin mjög dýrmæt, og mikilvægt sé að standa vörð um. Við á Íslandi eigum langa hefð fyrir því að ungmenni læri mörg tungu- mál. Þetta hefur gefið ungmennum aukin tækifæri til náms, og þjóðinni um leið tækifæri til aukinna sam- skipta og viðskipta við umheiminn. Um leið höfum við líka betri tækifæri til að láta í okkur heyra á alþjóðavett- vangi. Fyrr og síðar hafa komið er- lendir menningarstraumar inn í sam- félag okkar, og við höfum auðgast af því. Við teljum að þessi reynsla geti gagnast öðrum þjóðum, annars stað- ar í heiminum, og verið þeim til eft- irbreytni sem góð fyrirmynd.“ Ráðstefnan mun standa frá 13.–15. apríl, en 15. apríl er afmælisdagur Vigdísar Finnbogadóttur. Tungumál | Efnt til ráðstefnu um tungumál og fjölmenningu á afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í apríl næstkomandi Auður Hauksdóttir Vigdís Finnbogadóttir Tungumál mikilvæg fyrir lífsgæði manneskjunnar STÓRLEIKARINN Sir Derek Jac- obi steig á svið með leikhópnum í sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu í Playhouse-leikhúsinu á West End í London í fyrrakvöld. Áður höfðu fleiri stjörnur á borð við Jo- anna Lumley, Jenny Seagrove og Vanessa Redgrave farið með loka- orðin og Jonathan Pryce var með hópnum í gær. Jacobi er heimsþekktur leikari, fæddur árið 1938 á Englandi. Hann var aðlaður árið 1994. Hann hefur getið sér gott orð fyrir leik í mynd- um á borð við Gosford Park og Gladiator. Jacobi hreppti Tony- verðlaun fyrir leik sinn í Much Ado About Nothing árið 1985 og sýndi stórleik sem Claudius í I, Claudius, þáttaröð frá 1976. Leiklist | Rómeó og Júlía í London Morgunblaðið/Daniel Sambraus Vel fór á með Sir Derek og Nínu Dögg Filippusdóttur, sem leikur Júlíu. Derek Jacobi með í sýningunni MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.