Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SOLIS PartyGrill
JÓLATILBOÐ: KR 14.900,-
„FRÁBÆR jólagjöf!“
Uss, þú hefur ekki vit á listum frekar en rolluskjáta, þú hefur ekki einu sinni vit til að kaupa
fölsuð málverk.
Á þessu ári hefurverið lagt hald ámeira magn am-
fetamíns og kókaíns hér á
landi en dæmi eru um áð-
ur. Þessi sterku örvandi
fíkniefni hafa raunar verið
í stöðugri sókn undanfarin
ár. Umræða um kókaín
hefur verið sérstaklega
áberandi síðustu daga
vegna fjögurra tilrauna á
tæplega einum mánuði til
að smygla umtalsverðu
magni af kókaíni um
Keflavíkurflugvöll. Í þess-
um tilvikum var lagt hald
á 1,8 kíló af kókaíni sem er
talsvert meira magn en
lagt var hald á allt árið í
fyrra.
Á árinu öllu hefur verið lagt
hald á rúmlega fimm kíló af kók-
aíni, um fjórfalt meira magn en í
fyrra. Lögregla og tollgæsla hafa
einnig lagt hald á meira amfeta-
mín á þessu ári en áður eða um 15
kíló. Munar þar mest um að á
þessu ári komst upp stærsta am-
fetamínmálið hér á landi til þessa
en við rannsókn þess var lagt hald
á um 11 kíló af efninu. Fimm
manns eru enn í gæsluvarðhaldi
vegna rannsóknar málsins.
Aukið magn af kókaíni og am-
fetamíni sem lögregla og tollgæsla
leggja hald á þýðir ekki endilega
að smygl til landsins hafi aukist
sem því nemur. Þrátt fyrir að
magnið sé mun meira en áður er
fjöldi smyglmála ekki mikið meiri
en í fyrra. Fleiri stór mál hafa hins
vegar komist upp. Þó að árangur
lögreglu og tollgæslu byggist á því
hvaða starfsaðferðum er beitt og
hvaða áhersla er lögð á málaflokk-
inn, er það að hluta til tilviljunum
háð hversu mikið magn næst í
hvert skipti. Þá geta nokkur stór
mál verulega hleypt upp heildar-
magninu og skekkt samanburð
milli ára.
Auðvelt að ná í kókaín
En hefur neysla kókaíns og am-
fetamíns aukist á síðustu árum?
„Já, það fer ekki á milli mála,“
segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík. Neysla þessara efna
hafi aukist jafnt og þétt á síðustu
árum og sé nú orðinn fastur þátt-
ur í skemmtanalífi landsmanna.
Stór hópur fólks noti fíkniefni
endrum og sinnum. Þetta eigi ekki
síst við um kókaín en talsverður
hópur fólks virðist nota það þegar
það fer út að skemmta sér og er
kókaíns gjarnan neytt samhliða
áfengi. Neyslan sé mismikil og
sumir noti kókaín aðeins við ein-
stök tækifæri. Ásgeir segir ljóst
að talsverður hópur fólks noti
kókaín með þessum hætti án þess
að það komist nokkurn tímann í
kast við lögreglu og það leiti held-
ur ekki á náðir sjúkrastofnana.
Ásgeir segir að það sé tiltölu-
lega auðvelt sé fyrir fólk sem vel
þekki til í skemmtanalífinu að út-
vega sér kókaín. Fyrir ókunnuga
geti það hins vegar reynst tölu-
vert flókið.
Þessi neytendahópur er þó ekki
sá eini sem hefur stækkað því eins
og fram kom í Morgunblaðinu í
gær hefur neyslan færst neðar í
aldursflokka.
Á síðustu árum hefur verið lögð
aukin áhersla á fíkniefnamál, t.d.
með auknum fjárframlögum, og ef
miðað er við magn sem lögregla
og tollgæsla hafa lagt hald á, hefur
árangurinn aukist eftir því. En þó
að árangur lögreglu og tollgæslu
teljist góður eykst neyslan jafnt
og þétt. Ásgeir segir alveg ljóst að
aldrei vinnist fullnaðarsigur í bar-
áttunni gegn fíkniefnum. Það þýði
hins vegar ekkert að slá slöku við
og lögregla muni halda áfram að
sporna við fíkniefnaneyslu rétt
eins og öðrum afbrotum.
Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, segir
að menn geti orðið háðir kókaíni á
mjög skömmum tíma. Þróun
áfengisfíknar sé jafnan talin í ár-
um ef ekki áratugum þá geti menn
fengið kókaínfíkn á örfáum mán-
uðum. Efnið virki stutt og hægt sé
að nota mikið af því á stuttum
tíma.
Þórarinn segir að virkni kók-
aíns sé að mörgu leyti svipuð og
annarra örvandi efna. „Þegar
menn eru undir áhrifum efnisins
eru þeir mjög örir, líkt og líkam-
inn sé að búa sig undir mikil átök.
Mestallt blóðstreymi er til vöðva
og miðtaugakerfis og menn verða
mjög hugaðir og kröftugir,“ segir
hann. Þegar víman rennur af
mönnum tekur hið gagnstæða við.
„Þá verða menn lélegir, kjarklitlir
og þunglyndir og líður almennt
mjög illa. Þetta er hinn dæmigerði
niðurtúr og þá vilja menn ná í
meira efni svo þeim líði betur.“
Þórarinn segir að það geti tekið
menn margar vikur að jafna sig
eftir neyslu efnisins og þá ein-
kennist hegðun þeirra af þung-
lyndi og dapurleika. Þá virðist
sem langvarandi neysla geti leitt
til varanlega breytinga á persónu-
leika, menn verði þunglyndir,
kvíðnir og almennt ekki til mikilla
átaka í lífinu.
Þórarinn segir vitað að fleiri en
fíklar noti örvandi efni, s.s. e-töfl-
ur og amfetamín og það sé spurn-
ing hvort það sé að verða algeng-
ara að kókaín sé notað á sama
hátt. „Það má vel vera að kókaín
sé „inni“ núna í skemmtanalífinu,“
segir Þórarinn.
Fréttaskýring | Aldrei hefur verið lagt hald
á jafnmikið af sterkum fíkniefnum
Kröftugir og
kraftlausir
Aukinn árangur tollgæslu og lögreglu
en á sama tíma eykst neysla fíkniefna
Eins gott að missa ekki stjórn á neyslunni.
Menn geta orðið háðir
kókaíni á skömmum tíma
Neysla kókaíns hefur aukist
jafnt og þétt og sá hópur ungs
fólks fer vaxandi sem notar efnið
í tengslum við skemmtanalíf en
teljast ekki vera eiturlyfjafíklar.
Þessi hópur notar efnin endrum
og sinnum en lifir að öðru leyti
venjulegu lífi. Kókaín er engu að
síður hættulegt fíkniefni og
menn geta orðið háðir því á til-
tölulega skömmum tíma. Þá eru
mörg dæmi um andlát vegna of-
neyslu kókaíns.
runarp@mbl.is