Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 51
DAGBÓK
Nýlega kom út platan „Draumar“, en þarer að finna fjórtán lög og texta eftirBjörn Guðna Guðjónsson, sjómann áStröndum. Nýtur Björn þar aðstoðar
Vihjálms Guðjónssonar við vinnslu plötunnar en
einnig kemur honum til stuðnings Halla Vilhjálms-
dóttir, sem syngur átta lög, en hún er nýúskrifuð
úr leiklistar- og söngnámi í London. Þá syngur Ari
Jónsson fimm lög á plötunni, en Gunnlaugur
Bjarnason frá Hólmavík eitt.
„Þetta eru aðallega lög um ástina og tilveruna,“
segir Björn, sem flutti fyrir tveimur árum á æsku-
stöðvar sínar á Bakkagerði við Drangsnes, en þar
dvelur hann stærstan hluta ársins, nema yfir há-
vetrartímann, en þá kemur hann suður og starfar
við ýmis önnur störf. „Sjómennskan kemur aðeins
þarna inn í og ýmislegt henni tengt. Þetta eru nán-
ast allt ballöður, ljúf lög, það er ekkert rokk og ról í
þessu, þó ég eigi vissulega nokkrar rætur í rokki.“
Er þessi plata búin að vera lengi í bígerð?
„Nei, hún kom í rauninni til mín eftir að ég flutti
vestur. Ég hafði samið fimm lög í ML, þá var ég í
rokkinu, en eitt rólegt lag varð til á þeim tíma. Það
var samið fyrir söngleik og er á plötunni.
Í rauninni gerði ég ekkert í 30 ár, en þegar ég
hætti hjá Ingvari Helgasyni fór ég að yrkja á fullu
og gaf út ljóðabók árið 2000. Í hitteðfyrra byrjaði
ég að semja aftur. Ég nappaði gítarnum af syni
mínum, sem hafði eitthvað lagt hann til hliðar, og
fór að spila. Þá komu þessi lög til mín.
Það var ómetanlegt að fá stuðning Vilhjálms,
Höllu og Ara við gerð plötunnar. Vilhjálmur er eit-
ursnjall tónlistarmaður og spilar á öll hljóðfæri.“
Var það frelsandi reynsla að flytja vestur á
Drangsnes?
„Já, það bjargaði lífi mínu. Stressið var að drepa
mig. Maður var fastur í vinnu og þátttöku í lífs-
gæðakapphlaupinu, en þar er maður oft að eltast
við ýmsar gerviþarfir. Það að koma vestur setur
hlutina í samhengi.
Maður finnur fyrir því þegar maður kemur í bæ-
inn, rétt þegar maður rennir inn í Mosfellsbæinn,
að það kemur eitthvert stress í mann. Það er allt
öðruvísi að lifa á Ströndum, það er rólegra yf-
irbragð yfir öllu og maður er sinn eigin herra. Þó
það sé mikið að gera býður það upp á að maður
vinni mikið einn daginn en minna þann næsta. Það
var aðallega grásleppuvertíðin í vor, sem gaf mér
tíma til að semja lögin.
Breytingar og umskipti eru mannbætandi þegar
vel tekst til. Um leið og þessi umskipti urðu í mínu
lífi fór ég að geta sinnt öðrum hlutum en vinnunni
og því sem henni tengist. Það er eins og maður
sleppi út úr einhverjum hlekkjum.“
Tónlist | Björn Guðni Guðmundsson Strandamaður gefur út hljómplötuna Draumar
Frelsandi að flytja vestur
Björn Guðni Guð-
jónsson er fæddur í
Bakkagerði í Stranda-
sýslu árið 1950. Hann
lauk landsprófi frá
Reykjaskóla árið 1966
og stúdentsprófi frá
Laugarvatni árið 1972.
Björn starfaði hjá Ingv-
ari Helgasyni frá 1972-
1999, m.a. yfir þjón-
ustu- og vara-
hlutasviði. Frá 1999-2002 starfaði hann við
pípulagnir, en 2002 flutti hann á Drangsnes
og hefur starfað við sjósókn síðan.
Björn er í sambúð með Huldu Ragnarsdóttur
stuðningsfulltrúa og eiga þau saman þrjá syni.
Jólastemmning
Í MORGUNBLAÐINU 20. desem-
ber er auglýsing á blaðsíðu 3 frá
Smáralind og þar stendur: „Upplifðu
jólastemninguna“.
Það virðist vera algengt núna í
desember að orðið „jólastemmning“
sé ritað með mismunandi hætti (jóla-
stemning og jólastemming).
Vil ég benda auglýsendum á að
reyna að hafa þetta rétt því þetta er
mjög ruglandi fyrir lesendur.
Elís Adolphsson.
Svar yfirmanns
ÉG var staddur í Nóatúnsverslun
fyrir nokkru í röð þar sem af-
greiðslan gekk hægt. Þegar kom að
mér segi ég svona við strákinn sem
var að afgreiða að tölvan í kassanum
hjá honum sé mjög hæg.
Yfir stráknum stendur kona, rosk-
in mjög og vel fullorðin, sem svarar í
hasti að tölvan sé ekkert hæg!
Ég spurði hana hvort strákurinn
gæti ekki svarað sjálfur, þá segir
hún nei, hann er í minni forsjá og
getur ekki svarað svona málum.
Því er mér spurn. Er af-
greiðslufólk eingöngu eins og vélar
sem eru bara forritaðar til að af-
greiða og mega ekkert segja annað?
Þetta finnst mér frekar skrýtið ef
manneskjan er fullfær um að svara
fyrir sig sjálf. Hvers vegna má hún
þá ekki svara sjálf? Hví þarf ein-
hvern yfirmann til að svara fyrir
hana? Fáránlegt!
Tryggvi Rafn Tómasson.
Taska í óskilum
SUNNUDAGINN 5. des. var sett
taska, með náttfötum í, við dyrnar á
Goðheimum 2, kjallara. Eigandi hafi
samband í síma 553 7112.
Ljós síamskisa týnd
GRANNVAXIN, ljós kisa laumaðist
út frá heimili sínu í Bleikjukvísl fyrir
u.þ.b. 6 dögum. Hún er innikisa af sí-
amsættum og kann ekkert á útiveru
en var nýflutt, og það hefur ruglað
hana í ríminu. Það var hægt að rekja
sporin hennar niður á Bíldshöfða þar
sem þau hurfu svo. Ef einhver hefur
séð hana - eða veit eitthvað um hana
þá vinsamlega látið Katrínu vita í
síma 616 9414.
Kanína týnd
á Seltjarnarnesi
LJÓSBRÚN kanína týndist fyrir
nokkrum dögum á Seltjarnarnesi.
Þeir sem hafa vita um hana vinsam-
lega hringi í síma 664 6484.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5.
a3 Bxc3+ 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4 8.
Dg4 Kf8 9. Dd1 b6 10. h4 Re7 11. h5 h6
12. Hh4 Ba6 13. Bxa6 Rxa6 14. Hf4
Dd7 15. Df3 Rc6 16. Rh3 Hc8 17. g4
De8 18. g5 Re7 19. gxh6 gxh6 20. Hf6
Rf5 21. Rf4 Ke7 22. Rxd5+ Kd8 23.
Re3 Rxe3 24. Bxe3 Hc7 25. dxc5 Rxc5
26. Hd1+ Ke7
Bobby Fischer hafði hvítt í stöðunni
gegn W Hook nokkrum á Ólympíu-
skákmótinu í Siegen árið 1970. Snill-
ingurinn bandaríski mátaði andstæð-
inginn, sem sennilega var frá
Filabeinsströndinni, með einfaldri
fléttu. 27. Bxc5+! bxc5 28. Hxe6+! og
svartur gafst upp enda verður hann
mát í næsta leik.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur mátar í þrem leikjum.
Frábær gjafasett fyrir börn og
föndrara á lágu verði!
Fimo soft er ný útgáfa af Fimo föndurleir,
leirinn er mjúkur og auðveldur að móta.
Hann er bakaður í ofni við 130˚ C í 30 mín. og verður þá
harður.
Eigum einnig:
Leir sem flýtur á vatni og er silkimjúkur.
Skemmtileg gjafasett fyrir börn frá 3ja ára aldri.
Glimmer leir með ýmsum fylgihlutum s.s. veiðistöngum,
mótum og leirpressu.
Ódýri leir- og föndurmarkaðurinn Laugavegi 66, s. 511 0910
Opið til kl. 22 í dag, kl. 23 á Þorláksmessu
og til kl. 19 milli jóla og nýárs.
Sniðugar jólagjafir!
LEIKSÝNINGIN vinsæla Eldað
með Elvis eftir breska leikskáldið
Lee Hall kveður senn sviðið, þar
sem ný verkefni knýja á í Loftkast-
alanum. Eldað með Elvis hefur
gengið fyrir fullu húsi síðan í haust
og hafa um 10.000 áhorfendur séð
leikritið en nú eru aðeins tvær sýn-
ingar eftir. Þar er um að ræða sér-
staka jólasýningu á annan í jólum
kl. 20, en það kvöld eru enn nokkur
sæti laus. Að sögn Sigurðar Kaiser,
leikhússtjóra Loftkastalans, var
ráðgert að þetta yrði síðasta sýn-
ingin en vegna mikillar aðsóknar og
eftirspurnar áhorfenda verður
aukasýning laugardaginn 15. jan-
úar kl. 20.
Loftkastalinn og veitingastað-
urinn Kaffi Reykjavík hafa tekið
höndum saman fyrir þá sem hafa
áhuga á að gera meira úr kvöldinu
og fara út að borða á undan eða á
eftir sýningunni. Nú býðst þeim sem
kaupa miða á sýninguna sérstakt
leikhústilboð, sem samanstendur af
þriggja rétta máltíð á veit-
ingastaðnum og miða á leiksýn-
inguna á aðeins 4400 krónur.
Fjölbreytt dagskrá verður í Loft-
kastalanum allt næsta ár, en það er
jafnframt tíunda afmælisár leik-
hússins. Hefst dagskráin á frumsýn-
ingu Leikfélags MH þ. 30. desember
á söngleiknum „Martröð á jólanótt,“
sem unninn er eftir kvikmynd Tim
Burton, A Nightmare Before
Christmas.
Næsta sýning Loftkastalans er
leiksýningin „Ég er ekki hommi,“
eftir Daniel Guyton í nýrri þýðingu
Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bach-
mann en hún verður frumsýnd í jan-
úar í samstarfi við Fimbulvetur.
„Hér er um heimsfrumsýningu að
ræða á grínleikriti eftir eitt efnileg-
asta leikskáld Bandaríkjanna,“ seg-
ir Sigurður. „Þetta er myrkur en
drepfyndinn farsi sem ætti að höfða
til allra unnenda ögrandi leiklistar.“
Síðustu sýningar á
Eldað með Elvis
Morgunblaðið/Eggert
Friðrik Friðriksson og Steinn Ármann Magnússon í hlutverkum sínum.
Hugleikar er eftir Aðalheiði Sig-
urbjörnsdóttur.
Bókin hefur að geyma smásögur
sem urðu til og mótuðust á löngum
tíma en annað er, að sögn höf-
undar, haft opinskárra flæði, skrifað
á skömmum tíma. Sögurnar eru úr
reynsluheimi kvenna frá barnsaldri
til efri ára, þar sem tekist er á við
lífið af glettni og alvöru. Síðasta frá-
sögnin er um uppákomur og átök
konu, gagnvart öðrum og félagslega-
og geðheilbrigð-
iskerfinu og er
um leið, að sögn
höfundar, gagn-
rýni á uppivöðslu-
sömu annarra og
fleira hér á landi.
Viðfangsefni
bókarinnar eru
ekki síður siðferðilegs eðlis.
Útgefandi er Aðalheiður Sig-
urbjörnsdóttir. Bókin er 223 bls.
Stormur eftir Einar
Kárason hefur ver-
ið gefin út í kilju.
Eyvindur Jóns-
son Stormur; gust-
mikill sagnamaður
ef lítill iðjumaður,
er í forgrunni þess-
arar kraftmiklu
samtímasögu. Að Eyvindi Stormi safn-
ast alls konar lið; drykkjumenn, hipp-
ar, bissnessmenn, bókaútgefendur,
landeyður og íslenskir námsmenn er-
lendis. Og fyrir eina jólavertíðina vant-
ar bókaforlag litríkan höfund og vin-
unum verður hugsað til Storms…
Rétt eins og í fyrri verkum tekst Ein-
ari frábærlega vel að lýsa tíðaranda og
hugmyndum, um leið og hann
skemmtir lesendum með svipmiklum
persónum og kostulegum uppá-
komum.
Stormur var á dögunum tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs fyrir Íslands hönd. Hún var til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna það ár og hlaut síðan
Menningarverðlaun DV í bókmenntum.
Á næsta ári kemur Stormur út á veg-
um Gyldendal í Danmörku, Cappelen í
Noregi og Verlagsgruppen Random
House í Þýskalandi, en að auki standa
yfir samningar við fleiri útgefendur í
öðrum löndum.
Bókin er 333 bls.
Útgefandi: Mál og menning
Verð: 1.799 kr.
Nýjar bækur
Nóttin og alver-
an er nýtt smá-
sagnasafn eftir
Pjetur Hafstein
Lárusson. Sög-
urnar eru 11 tals-
ins og fjalla allar
um einsemd
manneskjunnar
og hverfulleikann. Þarna getur hver
og einn þekkt sitthvað í sjálfum sér
– hversdagsleikann í einhverri mynd
og óvænt, stundum ógnvekjandi, at-
vik semkrydda hann á mismunandi
hátt.
Útgefandi er Salka. Bókin er
myndskreytt af Einari Hákonarsyni
og gefin út með styrk frá Menning-
arsjóði, 120 bls., prentuð í Prent-
met. Leiðbeinandi verð er 2.490 kr.
Einkalíf hunda eft-
ir Elizabeth Mars-
hall Thomas er
komin út hjá Sjón-
máli í þýðingu Ás-
laugar Ragnars.
Bókin hefur ver-
ið gefin út víða um
lönd og var á met-
sölulista The New York Times um sjö
mánaða skeið. Fyrir hálfgerða tilviljun
varð höfundur þess áskynja að sam-
félag hundanna á hennar eigin heimili
var miklu flóknara en hún hafði ætl-
að. Söguhetjan er Misha, síberískur
sleðahundur, sem Elizabeth Marshall
Thomas lét ganga lausan um alla
Boston og útborgirnar. Hún fylgdi hon-
um eftir og skráði viðbrögð hans við
því sem varð á vegi hans, svo og því
sem fram fór heima fyrir.
Skráningin varð uppistaðan í bók-
inni Einkalíf hunda sem skrifuð er af
fágætum skilningi og nærfærni. Frá-
sögnin er spennandi, fyndin og veitir
ómetanlega innsýn í eðli „besta vinar
mannsins“.
Einkalíf hunda á erindi við börn
jafnt sem fullorðna.
Höfundur er bandarískur mann-
fræðingur sem upphaflega vakti at-
hygli fyrir rannsóknir á lifnaðarháttum
búskmanna í Afríku. Hún tók þátt í vís-
indaleiðangri til Baffinslands þar sem
hún fylgdist meðatferli úlfa, en sló þó
fyrst í gegn með Einkalífi hunda.
Bókin er 194 síðna kilja og ríkulega
myndskreytt. Leiðbeinandi verð er
2.990 kr.