Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Írsk-spænski rithöfundurinn IanGibson hefur fengist við að ritaævisögur spænskra skálda og listamanna undanfarin fjörutíu ár. Hann hélt fyrirlestur um Federico Garcia Lorca í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag en fyrsta bókin sem Gibson skrifaði fjallaði um dauða Lorca í Granada árið 1936 og nefndist La Muerte de García Lorca. Í fyrirlestrinum sagði Gibson meðal annars frá umræðu sem fer nú fram á Spáni um að grafa upp líkams- leifar Lorcas og annarra fórn- arlamba falangista í borgarastríð- inu 1936 til 1939. Í samtali við blaðamann segir hann mikinn áhuga meðal almennings á að veita fórnarlömbunum kirkjulega greftr- un en flest þeirra liggja í ómerktum gröfum þar sem þau voru drepinn. „Þegar Franco dó árið 1975 hefði getað orðið annað blóðbað á Spáni en pólitísk öfl í landinu ákváðu að koma á lýðræði. Það var bæði góður kostur og slæmur, sagan mun skera úr um það, sjálfur er ég á báðum áttum, hugsanlega hefðu átt að vera eins konar Nürnberg-réttarhöld þar sem glæpir Francos og borg- arastríðsins hefðu verið rannsak- aðir. Einstaklingar hafa rannsakað þessa hluti og unnið gríðarlegt starf án nokkurra opinberra styrkja en nú, þrjátíu árum eftir að Franco dó er sú krafa að verða háværari að það verði að komast fyrir um það hvað varð af fólkinu sem var drepið í stríðinu. Á undanförnum miss- erum hefur það síðan verið rætt á Spáni að það eigi að grafa jarð- neskar leifar fórnarlambanna upp og grafa þær í vígðum reitum.“ Fjölskylda Lorcas hefur lýst and- stöðu sinni við fyrirætlanir um að grafa upp jarðneskar leifar hans. „Með nýrri tækni væri hægt að finna hann,“ segir Gibson. „Við vit- um að hann er grafinn með kennara og tveimur anarkistum sem voru líka nautabanar en við gætum fund- ið beinin hans með DNA-rannsókn. Ég veit ekki af hverju fjölskyldan er á móti uppgreftinum. Ég held að hann gæti fært okkur meiri upplýs- ingar um dauða hans. Ég held til dæmis að hann hafi verið pyntaður áður en hann var drepinn. Við gæt- um hugsanlega séð það á beinum hans. Það gætu verið byssukúlur í gröfinni, það gæti verið úr eða hvað annað sem myndi varpa meira ljósi á manninn sem er mesta skáld Spánar. Ég þoli ekki tilhugsunina um að hann hafi verið skotinn af þessum mönnum í Granada og að borgarbúar hafi hugsanlega ekki sagt satt og rétt frá því sem gerðist. Svartur fáni mun blakta yfir borg- inni um alla eilífð.“    Gibson fór í fyrsta sinn til Spánarárið 1965 að loknu há- skólanámi í Dublin á Írlandi í frönskum og spænskum bók- menntum. Ætlun hans var að skrifa doktorsritgerð um skáldskap Lorcas. „Ég byrjaði á því að tala við fólkið á heimaslóðum skáldsins í Granada um æskuslóðir hans. Fljótlega kom hins vegar í ljós að stríðið lá mjög þunkt á þessu fólki og það fór að segja mér sögur af morðum og fjöldagröfum. Þegar upp var staðið var ég því ekki með efni í rit um skáldskap Lorcas heldur dauða hans.“ Bókin var fyrsta fræðiritið sem kom út um einræðisstjórn Francos en hún var gefin út í París árið 1971 enda Franco enn við völd á Spáni. Verkið vakti mikla athygli og hlaut alþjóðlegu blaðamannaverðlaunin Prix International de la Presse. „Ég tel að viðtökurnar megi skýra að stórum hluta með því að ég setti dauða Lorcas í samhengi við önnur morð og glæpi sem gerðust á Franco-tíma,“ segir Gibson. „En bókin kom líka út á réttum tíma, fólk var farið að þyrsta í að heyra hvernig Franco-tíminn var í raun og veru.“ Gibson segir erfitt að útskýra hvers vegna beinlínis Lorca var drepinn, hann var umdeildur, jafn- vel í heimaborg sinni, Granada. „Hann átti óvini í borginni og það er í sjálfu sér undarlegt að hann skuli hafa farið þangað þegar hann var drepinn. En hann var á leið til Mexíkó að fylgjast með uppsetningu á leikritum sínum. Hann var lýð- ræðissinni, hann hafði sterka sam- kennd með hinum arabíska upp- runa borgarinnar, hann var hommi og hann var öfundaður af mörgum, ekki síst í Granada sem er lítil borg og fræg fyrir öfundina sem þrífst þar á meðal borgarbúa.“    Gibson segir að það hafi tekiðmjög á að skrifa þessa fyrstu bók sína og hann hafi því ætlað að snúa sér að öðru. Menn sögðu hins vegar að fyrst hann væri búinn að skrifa bók um dauða Lorcas yrði hann að skrifa bók um líf hans. „Ég þráaðist við um tíma. Á end- anum ákváð ég ásamt fjölskyldu minni að flytja aftur til Spánar árið 1978 og hefja ritun ævisögu Lorcas. Það tók mig sjö ár að koma út fyrra bindinu 1985 og síðara bindið kom út 1987.“ Fyrir ævisöguna, sem nefnist Federico García Lorca: A Life, vann Gibson einnig til fjölda verðlauna en hún var útnefnd bók ársins af New York Times og Boston Globe. Gib- son segir að þetta sé mikilvægasta verk sitt enda sé Lorca mesti snill- ingur spænskra nútímabókmennta. „Hann var ótrúlega hæfi- leikaríkur, bæði sem ljóðskáld, leik- ritaskáld, tónlistarmaður, leikstjóri og leikari. Hann var stórmerkilegur maður. Þrátt fyrir að hafa rann- sakað hann í fjörutíu ár hef ég enn ekki sagt skilið við hann. Síðustu ár hef ég reyndar ekkert haft fyrir því að rannsaka Lorca en ég fæ enda- lausar ábendingar frá fólki. Ég held dagbók þar sem ég skrifa allan þennan fróðleik um skáldið, hugs- anlega mun einhver geta nýtt sér hana við rannsóknir síðar.“ Að grafa upp Lorca ’Ég held til dæmis aðhann hafi verið pynt- aður áður en hann var drepinn. Við gætum hugsanlega séð það á beinum hans.‘ AF LISTUM Þröstur Helgason throstur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn „Ég þoli ekki tilhugsunina um að Lorca hafi verið skotinn af þessum mönnum í Granada og að borg- arbúar hafi hugsanlega ekki sagt satt og rétt frá því sem gerðist. Svartur fáni mun blakta yfir borg- inni um alla eilífð,“ segir Ian Gib- son sem nú vinnur að ritun ævisögu Antonios Machado. SMÁSAGAN heillar mig sem bók- menntagrein, ekki síst vegna þess hve knöpp hún er. Hún er nær frá- sögninni en skáldsagan, nær rótum skáldskaparins. Góðar smásögur opna aukinheldur oft sams konar sýn inn í tilveruna og langar skáldsögur, einungis í knappara formi. Hitt er annað mál að mjög vandasamt er að skrifa góða smásögu. Skáldsagna- höfundar geta leyft sér útúrdúra og að slaka á frásögninni í lýsingum og dramatík. Smásagnahöfundur verð- ur að halda á hvað sem á gengur. Það er raunar sjaldgæft fyrir bragðið að rekast á góðar smásögur með frá- sagnakjarna sem hrífur. Þess vegna finnst mér það virðingarvert þegar rithöfundar glíma við þetta erfiða form. Pjetur Hafstein Lárusson sendir um þessar mundir frá sér smásagna- safn sem hann nefnir Nóttin og al- veran. Þetta er mjög alvarlegur skáldskapur, fullur af einsemd og til- vistarkvöl og segir frá hverfulu lífs- láni. Þetta er með betri verkum Pét- urs sem aðallega er þekktur fyrir ljóðagerð sína og þýð- ingar en haslar hér sér völl sem ég hygg að henti honum vel. Það er dimmt yfir mörgum sögunum enda einsemd mannsins þess eðlis. Yfir þeim er grá- móskulegur blær sem styrktur er af listi- legum myndskreyt- ingum Einars Há- konarsonar, sem vinnur einkum með gráa tóna og dökka. Viðfangsefni sagn- anna tengjast með ein- um eða öðrum hætti einsemd, elli eða dauða. Lifandi dauði er honum ásækið yrk- isefni. Hverfulleiki tímans er líka mikilvægt viðfangsefni og blekk- ingar og sjálfsblekkingar með ýms- um hætti. Sögupersónur Pjeturs og sögumenn eru oft menn í sál- arkreppu, tilvistarnauð eða þá í glímu við einhvers konar lífsgátu. Sögur Pjeturs eru einatt bein- skeyttar og sumar með raunsæisblæ sem þó minnir um sumt á express- jónískar smásögur vegna þess hversu innhverfar þær eru og hversu einblínt er á ákveðin sérkenni, allt að því mónómanísk sérkenni. Aðrar sögur sækja föng sinn í hugarburð. Hér er þó ekki um töfraraunsæi að ræða heldur eru þær meira í átt til fantastískra bók- mennta á borð við smá- sagna Borgesar þó að ekki sé rétt að bera þær saman við verk hans að öðru leyti. Þó má t.a.m. sjá í sögum Pjeturs svipuð við- fangsefni, t.d. tvífara- minnið. Pjetur finnst mér þó feta sig fullhik- andi í sumum sögunum út á braut fant- asíunnar. Það er eins og einhver raunsæishugsun, skyn- semishyggja, haldi aftur af honum. Hugarburðurinn má hins vegar ekki vera fugl í búri ef hann á annað borð fær vængi. Það verður að láta hann lausan, leyfa honum að flögra um eins og ekkert sé sjálfsagðara. Pjetur Hafstein Lárusson fetar sig hér inn á nýja braut í smásagna- skrifum og ekki verður annað sagt en það form henti honum vel því að smásögur hans eru með hans bestu verkum. Smásagan og fantasían BÆKUR Smásögur eftir Pjetur Hafstein Lárusson. 119 bls. Salka 2004 NÓTTIN OG ALVERAN Skafti Þ. Halldórsson Pjetur Hafstein Lárusson                   !" #$%     & '  (!  )"*!" +,# - .     /-  0  #$%      1* 2 -!!" +,# - .    3  +0) 3 !!" #$%     3  14!!"  $ )5     6. 7  !!" +,# - .   60 2 8. #$%  !    ( 7"' 78  "#   +0) 9! 80!0  :. " * 2! $  "$$;    !!"!            !" #$%     & '  (!  )"*!" +,# - .    3  +0) 3 !!" #$%      6. 7  !!" +,# - .   60 2 8. #$%  !    ( 7"' 78   $    9! < :8 7 !0  :. " * $% 2 :. /*!!" :. " *  &  7 3 !!" 78  '    +0!0 $ :. " *    !!#$   #%             /-  0  #$%  ( )  6"<* 6.!!"  )5   * # #$ # (4 , $= +,# - . '    $ 9! <   /!0  :. " *     2" &"  +,# - .   2*>  ?5 7.0  " 0  @5 78 4!!"5 :. " * +,,-. :  :< +0!0  A ! 85B #$%  /   +0 (4< 60 +0!!"   $- - $"*C< 1  # DE"  7F  1 > 2     G 9>>H #$%  &  '  !#%            3  14!!"  $ )5 3   1 180!!" I + $ !0  J"  #  $3 +4,)5,,) 1  1 >< !! . K!  )5 3      1L4 /*!!" :. " *  6"  7$  & * "%,$ 1      888 /<!  1!!" 1$ 2   #9   #$%  :  ;  60 /= 0  2 < =<   : ><      78  78  #( )*+,-./01( 234115 67727-77- % 8   !&             1* 2 -!!" +,# - . "#   +0) 9! 80!0  :. " * ?   (0 78 !0  :. " * 2 @A   0 /*!!" +,# - . 2    J "! 3 !!" 1$ @    M +")! #$%   ! 0 *!  /!!!" 70$N  2B  C   CD   @  : )<! # 1L*!!" +,# - .   E # &) ! 5 &"!! 70$- . 0  :   9" >- 7O0!0  #$%     !!9          /   +0)! - 9 * :. " * 3<  / 7. )5 " &  1-! 78 *!!" 78  /  +0 2 ! 25 /80!!" 2 ! 25 /80!!" @  /* 7 4!!"  C- . $ #     1$. )" !- . .  7& ;   >  $ 4!!" :. " *5 2$ $ #$%  !      6@ F; #G +0 +- <!!" +,+  7$ <D    ! !!" 70$- . 0  ';  # >" (>8 !0  +,# - .      !"#          1* $ JN !4<!! " . !  >0$  5 !5 5 I = :">   JN  <! !$ >0$-  " JN  >0$% "  4! 5 9! >L$  $$   * N >L$ !* $$  <  * 5 ,%70$>- 9 4<$ 9 4<$ 70! :"! !>L D84<$ 4 1 "!! 7"! 1 =$$!)0 * K! $= " 2 !! * 70$4!  +0! 0*!!" K! $C $= D 0 $! " $= 9C5 #%-4  4**!  ,%70$4  4 ! L  $= ,%2=*!!" / . " $= 1*$C%4  /4<$ D84<$ 1  3 ! ( 4<$ " -!4<$ 70$>- 2!$8 2!$ 70$>- :. ! " * G4 :80 " 1<*-  70$!  ! -  4 >  70$0 $ 1<*-  70$>- *>" 90C4" 2=*!!" 9  " 1*.  /  1$ $C 2! " 9  1$ 1*.  " 1C  70! 1 8! 98  9  "  * >L 1C  1*. " "   GL$8  D 0 :80 " 1 4 ,  *-  " 9  ,% 2=*!!" ! ! L  "  1*$C% 4  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.