Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Með Guðmundi á Eg- ilsá er genginn einn af merkustu sonum Skagafjarðar. Hann var fæddur á Egilsá í Norðurárdal. Þar ól hann ald- ur sinn og vann sitt ævistarf, sem var ærið að vöxtum. Hvorttveggja var að honum entist starfsorka óvenju lengi og jafnframt var vilji hans sterkur til að verk gengju hratt og vel fram. Tímamótin í lífi hans verða 1932. Það ár er hann skráður bóndi á Eg- ilsá og festir hann ráð sitt og flytur brúði sína, Önnu Gunnarsdóttur, heim í Egilsá. Samhentari lífsföru- nauta hef ég enga þekkt en þau. Árið ✝ Guðmundur Lilj-endal Friðfinns- son fæddist á Egilsá í Skagafirði 9. desem- ber 1905. Hann lést á heilbrigðisstofnun Skagafjarðar 4. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Silfrastaða- kirkju 17. desember. 1950 koma út tvær skáldsögur eftir hann. Hlutu þær góða dóma og seldust vel. Síðan rak hver skáldsagan aðra og á næstu 10 árum skipar hann sér á bekk með fremstu rithöfund- um þjóðarinnar. Síðast- liðin 40 ár hefur Guð- mundur á Egilsá verið eitt af gleggstu kenni- leitunum í skagfirsku menningarumhverfi. Síðasta verk hans sem út kom, Þjóðlíf og þjóð- hættir, er gefið út af Erni og Örlygi árið 1991. Fyrir það viðamikla verk um þjóðleg efni hlaut Guðmundur Davíðspennann, sem er mikil viðurkenning. Haustið 1974 flytja þau til Reykja- víkur. Við skrifuðumst á þennan vet- ur. Í bréfi innti ég Guðmund um hvað hann væri að skrifa þá um stundir. Og svarið kom um hæl. Hann var ekkert að skrifa og gat ekki skrifað. ,,Sá sem hefur misst sína á og sinn Dal og sinn Hnjúk skrifar ekki bæk- ur.“ Með vorinu fluttu þau hjón aftur að Egilsá. Skáldgáfan gafst honum aftur og hann átti eftir að senda frá sér margar og merkar bækur. Ég vil að leiðarlokum þakka Guð- mundi á Egilsá fyrir áratuga ná- grenni og vináttu. Ef einhvers þurfti með var hann boðinn og búinn að koma til hjálpar. Eitt smáljóð Guðmundar hefst þannig: „Blámi er yfir þótt skefli skafl.“ Annað ljóð hans byrjar svo: „Langt fram á Lambárfjalli ljóð í þögninni grær.“ Fyrri ljóðlínan lýsir lífsviðhorfi. Hversu dimmt sem var í kring og þungt fyrir fæti vissi hann að élin birtir upp og fram úr tæki, og hann sá jafnan fyrir sér blámann sem yfir var. Hann var hamingjumaður í lífi sínu og starfi. Hann var skáldið sem átti sína á og sinn dal. Hann gekk grónar hlíðar dalsins sem gáfu honum við- urværi, og hann gekk einnig fjöllin þar sem ljóðin gróa í þögninni. Blessuð sé minning Guðmundar á Egilsá. Gunnar Oddsson. Einn besti vinur minn er hniginn til moldar. Hann hringdi í mig fyrir þremur vikum og við ræddum saman. Hann hringdi ekki til að tala um slappleika sinn, nei, hann hringdi til að ræða heimsmálin og það sem efst var á baugi á Íslandi og spurði síðan hvort allt gengi ekki vel hjá mér per- sónulega og í vinnu. Við Guðmundur héldum góðu sam- bandi allt frá því ég kynntist honum, er ég gerðist sóknarprestur á Mik- labæ í vetrarbyrjun 1978. Hann kom iðulega við á Miklabæ, þegar hann átti leið um hlaðið, annaðhvort á leið- inni fram að Egilsá eða út á Krók. Við ræddum á þeim tíma mest um búskap og fylgdist hann vel með því sem ég var að gera í þeim efnum og einnig var honum hugleikið að ræða framtíð Egilsár og hafði hann margsinnis samband við mig um þau mál, er ég var kominn til Reykjavíkur. Já, það er raunar furðulegt að einn besti vin- ur minn hefði orðið 100 ára á næsta ári, ég sem er rétt skriðinn yfir 50 ár- in. Þrátt fyrir háan aldur voru engin ellimörk á huga hans og hugsun, öðru nær, hann hafði fram til síðasta dags gott minni og ræddi ekki síður mál- efni nútímans en fyrri áratuga. Guð- mundur hafði ávallt samband við mig, þegar hann kom suður og hittumst við þá yfirleitt og sagði hann mér þá fréttir úr Skagafirði og ávallt ræddi hann um menn og málefni á jákvæðu nótunum og hallmælti aldrei nokkr- um manni í mín eyru. Ég tel það hafi verið mikið lán fyrir mig að kynnast Guðmundi og það var vel tekið á móti okkur Elsu, þegar Guðmundur og Anna buðu okkur að Egilsá fljótlega eftir að við komum norður. Dætur okkar Svanhildur Ólöf og Herdís muna enn eftir því hversu elskuleg þau hjónin voru við þær. Vinátta okk- ar Guðmundar styrktist er ég jarð- söng Önnu konu hans í Silfrastaða- kirkju, laugardaginn 5. júní 1982 og vígði síðan grafreit á Egilsá og kap- ellu (garðhús), er Anna var jarðsett þar. Ég þakka Guðmundi góða og trygga vináttu og ég votta aðstand- endum samúð á erfiðri kveðjustund. Þórsteinn Ragnarsson, fyrrverandi sóknarprestur á Miklabæ. „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi ritningarorð úr Matte- usarguðspjalli hafa verið einkunnar- orð afa og hans lífsmottó í áranna rás. Það eru liðin nærri fjörutíu ár síðan við bræðurnir kynntumst Guðmundi og Önnu, þegar við vorum pollar sendir í sveit norður að Egilsá í Skagafirði. Fyrstu árin vorum við sem borgarbörn í sveitinni en urðum síðar vinnumenn fram til 16 ára ald- urs. Minningin um okkar fyrstu kynni og æ síðan rista djúpt í huga okkar, því kærleikurinn og hlýjan, sem ein- kenndi allt þeirra viðmót, var einstök. Afi og amma, eins og við krakkarnir kölluðum þau, ráku barnaheimili að Egilsá í áraraðir. Þar voru allt að 85 krakkar á öllum aldri saman komin og því alltaf mikið líf og fjör. Alltaf var séð fyrir því að allir hefðu nóg fyr- ir stafni bæði innanhús og utan og þess gætt að öll verkefni hefðu ákveð- in uppeldisleg gildi. Allt hafði ákveð- inn tilgang, náttúran og landið, dýrin og mennirnir og okkur var kennt að bera virðingu fyrir öllu í okkar dag- lega lífi. Mikið var lagt upp úr kristi- legu uppeldi, manngæsku og kær- leika. Við eigum og geymum margar og góðar minningar frá dvöl okkar á Egilsá. Amma lést árið 1982. Afi var sívinnandi og aldrei verk- laus. Hann var mikill athafna- og atorkumaður og lét sér fátt óviðkom- andi. Hann kom víða við og hafði skoðanir á hinum ýmsu málefnum og lét til sín taka víða þó ekki bærist hann á í pólitíkinni. Hann sat oft við skriftir tímunum saman, og kom fyrir að hann bar sig upp við okkur varðandi ýmis orð og orðasambönd. Ritstörfin voru honum mjög hug- leikin og eftir hann liggja bæði barna- og unglingabækur, fræðibækur, ljóð og leikrit. Margar af bókum hans las hann ýmist sjálfur eða voru teknar til lestrar hjá Ríkisútvarpinu. Afi hafði yndi af bústörfum og var mikill áhugamaður um trjárækt, sem glöggt má sjá í Norðurárdalnum við bæjarstæðið og uppi í hlíðinni við Eg- ilsá. Hann fylgdist vel með tíðarandan- um, var fordómalaus og gladdist yfir öllum jákvæðum framfarasporum manna og málefna. Hann fylgdist allt- af með okkur krökkunum sínum og lét sér annt um velferð okkar. Hann var höfðingi heim að sækja og aldrei komið að tómum kofunum, hvort sem hann vissi af ferðum okkar eða ekki. Ef ekki var hangikjöt á boðstólum þá var slegið í pönnukökurnar sem hann var snillingur í. Afi hélt hús að Egilsá fram á þetta ár þrátt fyrir að drægi úr þreki hans síðustu misserin, og hefur það verið honum mikilvægt að geta hugsað um sig sjálfur, þrátt fyrir háan aldur. Ef eitthvað kom upp á varðandi bilanir í húsinu, í rafmagni eða einhverju öðru, átti hann það til að hringja eftir aðstoð, og voru málin þá oftar en ekki leyst í gegnum síma, slík var þekking hans á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Náin fjölskyldutengsl hafa alla tíð einkennt fjölskyldu afa og persónuleg kynni okkar bræðranna við dætur afa, tengdasyni og önnur ættmenni hefur einkennst af vináttu og kærleik. Kæru vinir. Kristín, Sigurbjörg, Sigurlaug og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilega samúð. Guð blessi ykkur öll. Blessuð sé minning afa á Egilsá. Páll Einar og Halldór. GUÐMUNDUR LILJENDAL FRIÐFINNSSON ✝ Gunnar Einars-son fæddist í Keflavík 29. maí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Guðbergur Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavík, f. 22. sept- ember 1892, d. 26. febrúar 1947 og María Guðmunds- dóttir, f. í Miðnes- hreppi í Gullbringu- sýslu 20. mars 1899, d. 28. desember 1983. Systkini Gunnars voru Lúðvík Ferdinand, f. 1918, d. 1934, Guðrún, f. 1920, d. 1996, Bergþóra Hulda, f. 1921, d. 1930 og Ingimar, f. 1925, d. 2001. Gunnar kvæntist 22. september 1947 Bergeyju Jóhönnu Júl- íusdóttur, f. á Horni í Skorradal í Borgarfirði 3. janúar 1922, d. 24. nóvember 1979. Foreldrar Jó- hönnu voru Júlíus Jón Eiríksson bóndi í Miðkoti í Miðnes- hreppi í Gullbringu- sýslu, f. 1893, d. 1968 og kona hans Salvör Halldóra Pálsdóttir, f. 1891, d. 1972. Börn Gunnars og Jóhönnu eru Berg- þóra Hulda, f. 1945, sambýlismaður Júl- íus Hlynsson, Einar Guðberg, f. 1948, maki Guðný Sig- urðardóttir, Júlíus Halldór, f. 1949, maki Ástríður Sigurvinsdóttir, María, f. 1950, maki Þórður Guðmundsson, Sal- vör, f. 1953, maki Reynir Guð- bergsson og Lúðvík Guðberg, f. 1955, maki Þórkatla Bjarnadótt- ir. Gunnar var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. desember í kyrrþey að hans eigin ósk. Pabbi er farinn frá okkur, hefur fengið hvíldina eftir erfiðar stundir í baráttunni við krabbamein. Við er- um sex systkinin og það yngsta verður fimmtugt eftir tæpt ár, Það er ekki sjálfgefinn hlutur að eignast sex heilbrigð börn og sjá þau kom- ast vel af, ala honum 21 barnabarn og 28 barnabarnabörn og þurfa ekki að sjá á eftir neinu þeirra þegar hann lýkur lífshlaupi sínu, ekki slakur viðskilnaður. Þegar hvert okkar lítur til baka fer ekki hjá því að ýmis minninga- brot birtast okkur eins og leiftur frá ýmsum tímaskeiðum, og ef rifjað er upp lífshlaup hans sjáum við að hann hefur upplifað tímana tvenna, svo mikið hefur heimurinn breyst á hans æviskeiði. Pabbi fæddist í litlu koti við Tún- götu sem nefnt var „Eldhúsið“ í Keflavíkurhreppi 1919, inn í harðan heim lífsbaráttunnar þegar allir sem vettlingi gátu valdið urðu að leggja sitt á vogarskálarnar til að færa björg í bú, af þessu mótaðist harður og ósérhlífinn einstaklingur eins og svo margir á þessum tíma. Hann fór snemma til sjós með föður sínum Einari Guðberg Sigurðssyni sem rak útgerð á þessum árum. Á stríðsárunum var hann nokkur ár kyndari á togaranum Jökli og hert- ist við það sem sjálfstæður einstak- lingur. Hann kynntist móður okkar í stríðslok, Bergeyju Jóhönnu Júl- íusóttur frá Miðkoti í Miðneshreppi og starfaði frá þeim tíma fyrir föður sinn í landi við ýmis störf, vörubíl- stjóri, verkstjórnun við saltfisk- þurrkun og fl. Þegar faðir hans féll frá og út- gerð fjölskyldunnar lagðist niður réðst hann sem bílstjóri hjá Lifr- arbræðslunni og sá um akstur á lýsi til Reykjavíkur í 17 ár. Á þessum árum kom mikill afli á land og fór hann allt að þrjár ferðir á dag eftir gamla Keflavíkurveginum sem var ekki fljótfarinn á þeim tíma. Þetta tímabil fór illa með bakið á honum sem kvaldi hann til síðustu stundar. Eftir þetta réðst hann sem verk- stjóri við fiskverkun, fyrst til Sjö- stjörnunnar og síðar til Valdimars ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd. Síðustu ár hans á vinnumarkaði voru þegar hann var fenginn til að safna dósum fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum, lagði hann þar með grunninn að þeirri starfsemi sem nú blómstrar. Þessi starfsemi í dag veitir nokkrum þroskaheftum ein- staklingum atvinnu og er ómetan- legur fjárhagslegur stuðningur í rekstri félagsins í dag. Þegar starfsævi hans lauk á sjö- tugasta og þriðja aldursári voru skyndilega engar kvaðir um vinnu- framlag hans og hófst þá tímabil sem hann gat aldrei aðlagast. Pabbi kynntist mömmu 1944 og hófu þau búskap að Tjarnargötu 6 um þremur árum seinna, um það leyti sem afi ferst til sjós. Það má segja að þau hafi á unga aldri tekið við erfiðu búi því þegar mest var hafði hann á framfæri 10 manns, fjóra fullorðna og sex börn, því auk móður hans Maríu Guðmundsdótt- ur, var gömul kona þar til heimilis, sem amma hafði séð aumur á, en hún mátti aldrei neitt aumt sjá. Móðir okkar lést í svefni aðeins 57 ára gömul eða fyrir 25 árum. Sérstökum þökkum viljum við börnin koma til starfsfólks Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja og heimahjúkrunar fyrir framúrskar- andi umönnun gagnvart pabba sem reyndist bæði honum og okkur ómetanlegur stuðningur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Börnin. Elsku afi Gussi. Loks er þessari erfiðu þrautagöngu þinni lokið. Líf þitt endaði alls ekki eins og þú pantaðir, heldur með hrikalegri vanlíðan og kvölum. Þín hinsta ósk var að deyja og við vissum öll að það eina sem var öruggt í þessum veikindum væri að sú ósk myndi rætast áður en langt um liði. Þú varst þó svekktur yfir því þegar þér varð það ljóst að þú myndir ekki lifa til að sjá fyrsta langalangaafa barn- ið þitt sem enn er ófætt. Mikið á ég eftir að sakna þín, það er skrítið að þú skulir ekki vera hér lengur, en um leið er ég fegin því að þú kveljist ekki meir. Þegar Bjarki litli heimsótti þig á spítalann í síðasta sinn og ég sá glampann í augunum þínum yfir þykjóleikjum, söng og krókódílatali áttaði ég mig á því að hann er á svipuðum aldri og ég var þegar amma Jóa dó, fyrir aldur fram. Mér hefur oft verið sagt að ég hafi verið þér huggun í þeirri miklu sorg og ég skil það betur núna. Saklaust, glatt barn sem veit ekki hverjar raunir heimsins eru. Bjarki klappar bara á tárvota kinn mömmu sinnar og segir: ,,Þú þarft ekki að gráta, mamma mín“ og býður mér gröfuna til að leika mér með. ,,Sestu bara hérna á gólfið og við skulum fara í bílaleik.“ Í leik við svona sak- laust barn nær maður að gleyma öllum heimsins vandamálum. Til dæmis gaf Bjarki þér líklega síð- ustu máltíðina þína. Þú hafðir nær ekkert borðað né drukkið í rúman mánuð og hann bauð þér kjöt og kartöflumús úr lófa sínum. Þar sem það var allt í þykjustunni borðaðir þú það með bestu lyst. Hvort sem þú trúðir slíku eða ekki, þá trúi ég því afi minn að þú vakir yfir mér núna eins og amma Jóa gerir. Elsku afi, þakka þér fyrir alla síðdegislúrana sem ég kúrði hjá þér, allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir mér og allar hinar yndislegu stundirnar sem við áttum. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég sé einhvern drekka kaffi úr glasi! Það þótti mér alltaf svo skondið. Sölvi og Bjarki biðja innilega að heilsa þér. Hvíl í friði afi Gussi, þín afastelpa, Guðríður. GUNNAR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.