Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING i8 Gallerí Klapparstíg 33 101 Reykjavík sími 551 3666 www.i8.is VAXTALAUS LÁN TIL LISTAVERKAKAUPA Nú bjó›ast vaxtalaus lán frá KB Banka til allt a› 3 ára til kaupa á listaverkum hjá i8. Lánsupphæ› getur veri› frá kr. 36.000 til kr. 600.000. 19-23. desember er i8 opi› frá 14 - 22 Viljiði nokkuð vera að takamynd af mér? Ég er svoinnilega ófótógenískur,“segir Bjarni Thor Krist- insson bassasöngvari sposkur á svip við ljósmyndara Morgunblaðsins sem kvaddur hefur verið á vettvang. „Einu sinni þegar ég fór til tann- læknis framkölluðust röntgen- myndirnar ekki einu sinni,“ heldur hann áfram. Það er stríðnisglampi í augunum. „Það kom mér ekki á óvart,“ botnar hann söguna og hlær svo gólf og veggir skjálfa. Þær gerast ekki dýpri, raddirnar. Bjarni Thor er kominn heim í jólafrí. Hann hefur ekki verið á Ís- landi um hátíðarnar býsna lengi og hlakkar til. „Það er hálft ár síðan ég vissi hvernig veturinn yrði og þegar ég sá að desember yrði rólegur var ég ekkert að hrófla við því. Það hefði þurft býsna mikið til að breyta áform- um okkar en sem betur fer kom ekk- ert óvænt upp,“ segir Bjarni en plön óperusöngvara geta verið fljót að breytast. „Að vísu þarf ég að skreppa í þrjá daga til Barcelona milli jóla og nýárs til að æfa fyrir sýningu en það gerir ekkert til.“ Bjarni hefur oft verið að syngja um jólahátíðina. „Ég var t.d. einu sinni að syngja í Töfraflautunni í París 22. desember, á Þorláksmessu, að- fangadagskvöld og jóladag. Það var heldur mikið af því góða. Síðustu jól var ég í Frakklandi, þar á undan heima í Berlín og fyrir þremur árum var ég á ferð og flugi milli Ítalíu og Austurríkis.“ En nú er það gamla góða Frónið. „Það er mjög gaman að geta slapp- að af hér heima um jólin. Jóla- stemmningin er hvergi betri en á Ís- landi. Af þeim stöðum sem ég hef dvalist á um jól komast Þjóðverjar næst okkur í því að búa til stemmn- ingu fyrir hátíðirnar. Það er meira lagt upp úr kristniboðskapnum þar en víða annars staðar. Þar eru líka jólamarkaðir á götum úti og fólk að kaupa piparkökur og drekka púns. Mér finnst hátíðlegri blær yfir jól- unum hér en annars staðar þó auðvit- að blöskri manni stundum neyslan og hraðinn. Hvorugt okkar hjóna er að syngja á Íslandi í þetta skiptið,“ segir Bjarni, en eiginkona hans, rússneska sópransöngkonan Eteri Gvazava, er með í för, ásamt ungri dóttur þeirra hjóna. Jólasteikin verður á borð borin á æskustöðvum Bjarna, Keflavík. Viðburðaríkt Wagnerár að baki Á árinu söng Bjarni Thor mikinn Wagner, t.a.m. söng hann Óðin í Rín- argullinu í fyrsta sinn. „Það var í Karlsruhe og gekk mjög vel. Þar komu m.a. félagar úr Richard Wagn- er-félaginu mér til óblandinnar ánægju. Svo söng ég í uppfærslu á Parsifal sem var tekin upp fyrir sjón- varp og dvd-disk. Þá debúteraði ég sem risinn Fáfnir í hring Wagners í München, með Kolbeini Ketilssyni, sem söng Froh, og fjórum öðrum Skandinövum, þremur Finnum og sænskri altsöngkonu. Loks kom ég í fyrsta sinn fram í óperunni í Róm og söng þá átta sýningar á níu dögum. Það var líka Wagner, Hollending- urinn fljúgandi,“ segir Bjarni. Fyrsta verkefni Bjarna á nýju ári er Parsifal í Barcelona. Þar syngur hann með öðrum íslenskum bassa- söngvara, Kristni Sigmundssyni. „Hann syngur „stóra“ hlutverkið og ég það „litla“. Við höfum aldrei áður sungið saman á sviði og óreynt hvort það rúmar okkur yfirhöfuð báða í einu,“ segir Bjarni og skellihlær. Að öllu gríni slepptu segir Bjarni það heiður að fá tækifæri til að taka þátt í sömu sýningu og Kristinn. „Þetta er áfangi á mínum ferli. Um það er engum blöðum að fletta. Ef við tökum líkingu úr fótboltanum þá er Kristinn í úrvalsdeildinni. Og hann situr ekki bara á bekknum, honum er að jafnaði stillt upp í fremstu víglínu.“ Af öðrum verkefnum Bjarna á næstunni má nefna Rósariddarann í Berlín og nýja uppfærslu af Seldu brúðinni í Volksoper í Vín. „Þetta er svona megnið fram á vorið. Næsta leiktíð er í smíðum.“ Engin minnimáttarkennd hjá íslenskum söngvurum Kolbeinn og Kristinn eru ekki einu Íslendingarnir sem Bjarni hittir fyrir á erlendu óperusviði í vetur. Núna í byrjun desember söng hann með Helgu Rós Indriðadóttur í Rínargull- inu í Karlsruhe. Talið berst að frama íslenskra söngvara í útlöndum. „Hann er síst að minnka þessi hópur, heldur að stækka ef eitthvað er,“ segir Bjarni. „Ég er alltaf að sjá ný nöfn í óperuhúsum í Evrópu og sumt af þessu fólki hef ég aldrei heyrt minnst á. Svo hratt ger- ast hlutirnir. Þetta er mjög ánægju- legt en um leið býsna merkilegt í ljósi þess að óperuáhugi er frekar lítill hérna heima, hefðin er ung og Ís- lenska óperan hefur átt undir högg að sækja. En við Íslendingar erum ger- endur að eðlisfari og fólk hikar ekki við að skella sér í söngnám til útlanda. Það er ekki minnimáttarkenndinni fyrir að fara.“ Að sögn Bjarna hefur þessi frami íslenskra söngvara vakið mikla at- hygli í Þýskalandi. „Þjóðverjum finnst merkilegt hvað margir góðir söngv- arar koma frá Íslandi. Og svo þegar maður segist þekkja þá flesta per- sónulega finnst þeim það ennþá merkilegra. „Hvað, búið þið öll í sama snjóhúsinu?“ hef ég verið spurður. Annars eru Þjóðverjar á heildina litið mjög áhugasamir um Ísland, land og þjóð – við eigum upp á pallborðið.“ Sönghefð er mikil á Íslandi en Bjarni veltir því fyrir sér hvers vegna óperunni gangi svo hægt að skjóta hér rótum. „Ég tel að menntakerfið beri þar mikla ábyrgð. Það vantar að börn- um sé kennt að njóta lista. Þau læra að teikna bolla og spila á blokkflautu en það er engin áhersla lögð á það að leyfa þeim að njóta lista. Þau vantar nálgun. Ég finn þetta sjálfur þegar ég sæki listasöfn erlendis. Ég ólst ekki upp við þetta og skortir þar af leiðandi þessa nálgun sem er nauðsynleg til að upplifunin skili sér.“ En hver er skýringin á þessu? „Hún er einföld. Listin er ekki nægilega þjóðhagslega hagkvæm. Þar sem ekki er hægt að reikna hagnað, skipta hlutirnir minna máli. Peningar skipta með öðrum orðum meira máli en fólk. Það bitnar á listinni.“ Erfitt að bera listamenn saman Íslendingar fylgjast grannt með sínu fólki og Bjarni kveðst oft vera spurður hvort hann sé orðinn „fræg- ur“ og hvort hann sé að „meikaða“. Hvort þessi sé betri en hinn og þar fram eftir götunum. „Þessu er auðvit- að erfitt að svara; það er erfitt að bera listamenn saman. Einn mæli- kvarðinn er kannski hvar söngvarar koma fram, hvað þeir fá að syngja og hvað menn eru tilbúnir að borga þeim fyrir vinnu sína. Sá íslenski söngvari sem sennilega hefur náð lengst og er stöðugt í sókn er Kristinn Sigmunds- son. Hann hefur sungið í helstu óp- eruhúsum heims og er kallaður þang- að aftur og aftur. Af einhverri ástæðu halda margir hér á landi að söngvari verði að vera „ánægður með sjálfan sig“ til að komast langt. Kristinn er hógværðin uppmáluð og hefur fyrir löngu afsannað þessa staðhæfingu. Eins og í hverju öðru starfi verða listamenn að hafa trú á sjálfum sér til að komast áfram en þurfa auðvitað ekkert að vera sjálfsánægðir til þess. Til þess að verða „frægur“ eru á hinn bóginn margar leiðir og hefur það ekki endilega neitt með getu og kunn- áttu að gera. Í kringum sönginn eru tvenns konar áheyrendur. Annars vegar þeir sem koma til að hlusta á tónlistina og/eða flytjendurna. Síðan eru þeir sem koma til að sýna sig og sjá aðra. Seinni hópurinn sækir jafn- vel tónleika af því að það þykir „fínt“. Það er líka frægðin sem heillar þenn- an seinni hóp. Við flytjendur eigum að mínu mati að reyna að höfða til fyrri hópsins. Aðeins þannig erum við trú starfi okkar og list.“ Launamál listamanna Bjarni hefur fylgst með um- ræðunni á Íslandi að undanförnu í framhaldi af styrktartónleikunum í Hallgrímskirkju. „Á því máli eru auð- vitað margar hliðar. Listamenn sem fram koma á stórum styrkar- tónleikum fá venjulega greitt fyrir vinnu sína. Fengnir eru styrktarað- ilar til að borga allan kostnað, þ.m.t. laun, og svo rennur aðgangeyrir óskiptur í kassa málefnisins. Launin eru samt í samræmi við aðstæður hverju sinni. Íslenskur markaður er ekki fjölmennur og við söngvarar sem komum heim til að syngja setj- um flest hver aldrei upp þau laun hér sem við tökum í útlöndum. Það er því ekki við söngvarana sjálfa að sakast; þeir ráða sig ekki sjálfir í vinnu. Hægt er að líkja okkur við íþrótta- menn. Það dettur engum í hug að halda því fram að atvinnumaður í knattspyrnu vinni einungis 90 mín- útur í viku hverri. Allir vita að þjálfun og æfingar liggja líka að baki. Sama er um sönginn. Eins og í fótboltanum þá þurfa sumir að æfa sig meira og aðrir minna. Launamálin eru þau sömu. Sumir sparka bolta sér til ánægju aðrir spila knattspyrnu fyrir framan milljónir áhorfenda. Sumir syngja í sturtu, aðrir þenja radd- Íslendingar eru gerendur Bjarni Thor Krist- insson, eitt af flagg- skipum íslenska söng- flotans, verður í heimahöfn í góðu yfir- læti um jólin. Orri Páll Ormarsson ræddi við bassasöngvarann um viðburðaríkt Wagnerár, velgengni íslenskra söngvara er- lendis, „frægð“, launa- mál og sitthvað fleira. „BJARNI Thor Kristinsson er alveg eins og Óðinn er í myndabókunum: röddin full, mjúk, hetjubaríton hans er mjög dökkur.“ – Opernwelt. „Framar öllum stendur hinn ákveðni og kraftmikli Óðinn, sem Bjarni Thor Kristinsson syngur með sinni miklu bassarödd, vel stað- settum djúpum köflum, hnökralausum háum köflum og hreinlega óendanlegum birgðum af krafti.“ – Der Neue Merker í Vín. „Frábært úrval einsöngv- ara, framar öllum er íslenski bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson, sem brýst áreynslulaust í gegnum leik hljómsveitarinnar.“ – Deutsche Press Agentur. Umsagnir um „Óðin“ Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari: „Ég hef verið mjög heppinn. Ég hef oft verið réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma.“ KREPPIBARNIÐ er yndisleg saga og sérstaklega vönduð bók. Í fyrra kom út bókin Greppikló við góðar undirtektir, og nú hefur hún eignast afkvæmi. Greppiklóin varar barnið við hættunum sem leynast úti í hinum stóra heimi, m.a ógnarstórri og óg- urlegri mús, sem lesa mátti um í fyrri bókinni. En Greppibarnið er ekki hræddara en svo að það leggur af stað í leiðangur til að finna þessa ógn- armúsin miklu. Á leið sinni hittir Greppibarnið hinar ýmsustu verur og hræðist þær ekkert enda ekki var- aður við þeim. Þetta er í rauninni einföld og skemmtileg saga um barnið sem er að uppgötva heiminn, er forvitið og kemst að því að það er ekki allt sem sýnist. Þetta er bók um fordómaleysi, hugrekki og lífsgleði. Bók um barn sem talar til barns. Aðall bókarinnar er að hún er fyndin. Hreinlega allt er fyndið við hana. Teikningarnar eru svo fallegar að manni þykir strax vænt um þessar litlu verur, sem að útlitinu til eru samt hálfgerðar andhetjur með skúf- fukjaftinn, vígtennur í neðri skolti og hnúðana á bakinu. Hvaða furðuverur eru þetta eiginlega? Sæt og skemmti- leg greppitrýni. Sagan sjálf er einnig fyndin og ekki spurning að börnin hafa gaman að dýrunum og eiga auð- velt með að setja sig í spor Greppi- barnsins forvitna. Textinn er einnig bráðfyndinn. Hann er allur í bundnu máli og snilldarlega þýddur af Þór- arni Eldjárn sem einmitt fékk Barna- bókaverðlaun Fræðsluráðs fyrr á árinu fyrir fyrri bókina. Þórarinn leikur sér svo skemmtilega með greppi-hugtakið að það fær mann til að skella upp úr. Það er ekki spurn- ing að á þessum fleti virkar bókin bæði fyrir börn og fullorðna. Greppi- barnið er því tilvalin fjölskyldulesn- ing og skemmtistund. Krúttleg greppitrýni BÆKUR Börn Texti: Julia Donaldson. Myndir: Axel Scheffler. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. 28 bls. Mál og menning 2004. Greppibarnið Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.