Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
H
vers vegna er enn
deilt um réttinn
til að tjá skoðanir
sínar umbúða-
laust? Vandinn er
ekki bara fyrir hendi í einræð-
isríkjum, hann er að verða
áþreifanlegur í Bretlandi og á
Norðurlöndum, í ríkjum sem
við teljum yfirleitt vera í
fremstu röð hvað varðar frelsi
og mannréttindi. Rithöfund-
urinn Salman Rushdie varð að
fara huldu höfði í Bretlandi í
mörg ár eftir að ofstækisfullir
klerkar múslíma í Íran gáfu út
yfirlýsingu um að rétt og fagurt
væri að drepa hann. Synd Rus-
hdies var að hann hafði skrifað
skáldsöguna Söngva Satans;
heittrúaðir múslímar álitu að
höfundurinn móðgaði Múhameð
í sögunni. Og fyrir skömmu var
hollenskur kvikmyndagerð-
armaður, Theo van Gogh, myrt-
ur á götu fyr-
ir að hafa
gert mynd
þar sem ráð-
ist var á
kvenfyrirlitn-
ingu í helg-
um ritum íslams. Hann ögraði
múslímum vísvitandi með því að
láta rita ýmsar tilvitnanir úr
Kóraninum á arabísku á nakinn
líkama ungrar konu í myndinni.
Bresk stjórnvöld vilja nú
skerða tjáningarfrelsið með
væntanlegum lögum um bann
við því að hvetja til haturs á
ákveðnum trúarhópum. Aug-
ljóst er að markmiðið er að
minnka hættuna á átökum í
fjölmenningarsamfélagi nú-
tímans þar sem fjöldi múslíma,
hindúa, síka og annarra hefur
flust til landa sem kalla sig
kristin. Leikarinn Rowan Atk-
inson (Mr Bean), hefur mót-
mælt og sagt að raunverulegt
tjáningarfrelsi merki að menn
hafi líka rétt til að móðga og
særa annað fólk. Ella verði
sköpunargáfan heft um of.
Listamenn á Vesturlöndum
hafa margir ráðist harkalega á
kirkjuna og Krist og komist
upp með það. Fáum hefur verið
svo misboðið að þeir hafi bein-
línis lagt til að hefnt verði fyrir
móðganirnar með því að berja
eða jafnvel drepa dónann. Mar-
íu Guðsmóður hefur verið líkt
við lausaleikskvendi, Kristur
sagður hafa haldið við Maríu
Magðalenu o.s.frv. En hógvært
fólk hefur rifjað upp orð Krists
um fyrirgefninguna, ef til vill
mikilvægasta framlag Nýja
testamentisins. Sumir segja að
fyrirgefningin og sú grundvall-
arafstaða að allir séu jafnir fyr-
ir Guði hafi beinlínis orðið kjöl-
festan í siðuðu samfélagi á
Vesturlöndum. Annað sem hlýt-
ur að koma upp í hugann er að
Guð hlýtur að þola börnum sín-
um alls konar uppátekt, hann
hefur marga fjöruna sopið og
lifað af.
Minnkandi trúarhiti í flestum
ríkjum Evrópu og hátt hlutfall
efasemdarmanna og trúlausra
veldur því að þeir sem raun-
verulega taka guðlast alvarlega
eru sennilega orðnir að litlum
minnihluta. Allt er afstætt og
ekkert heilagt, segja menn
spekingslega og hafa þannig
leyst gátur sem hafa vafist fyrir
fólki í þúsundir ára. Vöflur
koma þó á suma þegar spurt er
hvort þá sé ekki í lagi að segja
litlu, saklausu börnunum þeirra
að þau séu bæði ljót og leiðinleg
og ættu að ganga með haus-
poka. Munið, ekkert er heilagt,
ekki einu sinni tilfinningar
barna. Eða hvað?
Málið snýst auðvitað ekki ein-
göngu um trú, kreddur og kven-
fyrirlitningu heldur tillitssemi
og kurteisi. Sumt er heilagt og
verður það alltaf í mannlegu
samfélagi. Hvaða skoðun sem
fólk hefur á guðstrú almennt er
ekkert sem gefur trúlausum
skilyrðislausan rétt til að særa
aðra með því að svívirða trú
þeirra. Kóraninn einkennist af
þversögnum, rétt eins og Bibl-
ían. Allir hafa rétt á að gagn-
rýna hart þegar trúarkreddum
er beitt til þess að réttlæta að
mannhelgi sé hunsuð, til dæmis
þegar konur eru gerðar að rétt-
lausum fótaþurrkum karla. En
þeir sem vilja ná eyrum heittrú-
aðra gera það sjaldan með því
að storka þeim svo mjög að and-
svarið verði hatur á gagnrýn-
andanum. Þá verður engin sam-
ræða.
En hvað eigum við að gera
þegar múslímar vilja banna
mönnum að tjá sig með
ákveðnum hætti? John Stuart
Mill vildi að frelsi væri skert
sem minnst en mun hafa við-
urkennt að tjáningarfrelsið væri
ekki ótakmarkað. Ef gestur í
troðfullu leikhúsi misnotar tján-
ingarfrelsið og öskrar skyndi-
lega Eldur, eldur! getur hann
valdið því að fólk troðist undir
og deyi í fátinu og gauragang-
inum þegar allir reyna samtímis
að finna neyðardyrnar. Hann
verður óbeint glæpamaður.
Bresk stjórnvöld eru greinilega
á því að svipaðar röksemdir
megi nota gegn þeim sem æsa
til ofsókna gegn ákveðnum
trúarhópum, þjóðum eða kyn-
þáttum. Sporin hræða í þessum
efnum, nóg er að minna á stríð-
in á Balkanskaga og villi-
mennskuna í Rúanda fyrir ára-
tug. Oft getur hatursáróður
verið neistinn sem veldur bál-
inu.
En það sem vefst fyrir mér
og mörgum öðrum er að ef við
ákveðum að setja lög gegn
dónaskap í garð íslam og gerum
það í nafni umhyggju fyrir sam-
félaginu, hljótum við að huga að
því hvort þá eigi líka að banna
illt umtal um Guð kristinna
manna. Ef menn mega átölu-
laust sverta trú kristinna en eru
fangelsaðir fyrir að tala illa um
íslam er komin upp skinhelgi
sem verður aðeins túlkuð á einn
veg: Ofbeldið bar árangur, hið
illa sigraði. Frammi fyrir morð-
hótunum ofstækismanna fórn-
uðum við dýrmætum rétti til að
fara yfir strikið.
Líklega væri skást að setja
engin lög til að takmarka tján-
ingarfrelsið frekar en nú þegar
er gert með meiðyrðalöggjöf.
En um leið er hægt að velta því
fyrir sér hvort samkomulag get-
ur orðið um að fólk reyni yf-
irleitt að innræta börnum, jafnt
í heimahúsum sem í skólum, að
það sé andstyggilegt að ráðast á
fólk vegna trúarskoðana, þjóð-
ernis eða kynþáttar. En ennþá
verra sé að drepa fólk fyrir að
segja eitthvað dónalegt.
Réttindi
dónans
Það er nóg að gott fólk hafist
ekki að til að hið illa sigri.
VIÐHORF
eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
Edmund Burke.
ÍSLENDINGAR fylgdust
spenntir með frammistöðu landa
sinna á Ólympíuleikunum í Aþenu í
sumar, bæði þeim hefðbundnu í
ágúst, þar sem Rúnar Alexand-
ersson og Þórey Edda Elísdóttir
stóðu sig með mikilli prýði, og Ól-
ympíumóti fatlaðra í september þar
sem Jóhann R. Kristjánsson, Jón
Oddur Halldórsson og
Kristín Rós Há-
konardóttir kepptu.
Bæði Jón Oddur og
Kristín Rós komust á
verðlaunapall, hann
hreppti silfur í 100 og
200 metra hlaupi og
hún gull í 100 metra
baksundi og silfur í 100
metra bringusundi.
Þeim er þetta skrif-
ar veittist sú ánægja að
fylgjast með hluta
mótsins í september,
þar sem þúsundir
keppenda frá vel á annað hundrað
löndum reyndu með sér, og getur
vitnað um þann fögnuð og stolt sem
Íslendingar fylltust við að fylgjast
með stórkostlegri frammistöðu
þeirra Jóhanns, Jóns Odds og Krist-
ínar Rósar.
Afrek Kristínar Rósar komu
reyndar fæstum á óvart, segja má að
það hefði verið fréttnæmara ef hún
hefði ekki staðið á verðlaunapalli því
hún hefur verið í fremstu röð sund-
kvenna heimsins um langt árabil. Til
vitnis um það eru fjölmörg heims-
met hennar í sínum flokki, hún er
meðal annars heimsmetshafi í 50 og
100 metra skriðsundi, 100 og 200
metra baksundi, 100 og 200 metra
bringusundi og 50 metra bak- og 50
metra bringusundi ásamt 100 metra
fjórsundi í 25 metra laug. Jafnframt
á hún sex heimsmet í 50 metra laug.
Heimsmetin í 50 og 100 metra bak-
sundi bætti hún í sumar. Það vekur
athygli hve jafnvíg Kristín Rós er í
hinum ýmsu greinum.
Ólympíumótið í sumar var það
fimmta sem Kristín Rós tók þátt í og
á fjórum þeirra hefur hún unnið til
verðlauna. Sérstaða hennar sem
íþróttamanns er því augljós. Af öðr-
um alþjóðamótum sem hún sótti á
árinu má nefna Opna danska meist-
aramótið þar sem hún
hreppti þrjú gull, eitt
silfur og eitt brons og
setti tvö heimsmet og
Opna þýska meist-
aramótið sem færði
henni fjögur gull og tvö
silfur. Haft hefur verið
á orði að þessi unga
kona stingi sér vart til
sunds án þess að vinna
til verðlauna. Í nýlegu
blaðaviðtali er haft eft-
ir Kristínu Rós að hún
telji árið í ár meðal
sinna bestu á ferlinum.
Einstök afrekaskrá Kristínar Rósar
hefur vitaskuld vakið athygli víða
um heim og nú í október var hún út-
nefnd af sjónvarpsstöðinni Euro-
sport, í samvinnu við Alþjóðaólymp-
íuhreyfinguna, íþróttakona ársins í
Evrópu í röðum fatlaðra ásamt
breskum íþróttamanni. Fram-
kvæmdastjóri Alþjóðaólympíuhreyf-
ingar fatlaðra lagði á það áherslu við
afhendinguna að fyrst og fremst
væri litið til íþróttafærni titilhafanna
en ekki fötlunar þeirra.
Ólympíumót fatlaðra eiga sér
rúmlega 40 ára sögu, hið fyrsta var
haldið í Róm 1960. Nú er keppt í sex
fötlunarflokkum, flokki mænuskað-
aðra, blindra og sjónskertra, þeirra
sem misst hafa útlim, spastískra
(flokkur Kristínar Rósar), þroska-
heftra og annarra fatlana. Það er
ljóst þeim sem til þekkja að engu
minna þarf til að vera í fremstu röð á
heimsmótum íþróttamanna sem búa
við fötlun en þeirra sem gera það
ekki. Íþróttamenn með fötlun eru
þannig að keppa á sama grundvelli
og aðrir. Haft er eftir Kristínu Rós í
áðurnefndu viðtali að keppni á mót-
um fatlaðra íþróttamanna verði æ
harðari, enda hafði hún æft tíu sinn-
um í viku, alla daga vikunnar, í heilt
ár samfleytt fyrir mótið í Aþenu.
Ljóst er að sú festa og agi sem slík
þjálfun útheimtir og sá andlegi
styrkur og baráttuhugur sem Krist-
ín Rós sýnir í keppni er mikilvæg
fyrirmynd alls ungs fólks og þjóðinni
því afar mikil verðmæti. Og ekki
spillir hógvært og prúðmannlegt fas
þessarar glæsilegu ungu konu.
Á dögunum var Kristín Rós kosin
íþróttakona ársins meðal fatlaðra tí-
unda árið í röð. Margir hafa orðið til
að benda á það, og undir það skal
tekið heilshugar hér, að afrekaskrá
Kristínar Rósar á árinu gerir hana
afar verðuga þess að hljóta nú einnig
titilinn íþróttamaður ársins meðal
allra íslenskra íþróttamanna þegar
efnt verður til kosninga um þá veg-
semd síðar í þessum mánuði –
fremst meðal jafningja.
Fremst meðal jafningja
Árni Magnússon fjallar um
Kristínu Rós Hákonardóttur ’Ólympíumótið í sumarvar það fimmta sem
Kristín Rós tók þátt í
og á fjórum þeirra hefur
hún unnið til verðlauna.
Sérstaða hennar sem
íþróttamanns er því
augljós.‘
Árni Magnússon
Höfundur er félagsmálaráðherra.
SEINT í nóvember barst blað-
berum jólaboðskapur Fréttablaðs-
ins en þar segir meðal annars:
„Eins og allir vita þá styttist óð-
um í jólin og þurfa því auglýsendur
og aðrir að koma miklu af skila-
boðum áleiðis til neytenda. Má því
búast við miklu af aukadreifingum
daglega fram að jól-
um. Viljum við minna
á að þyngdarálag er
greitt um leið og
Fréttablaðið og auka-
blað fara yfir 259 g
samtals. Þá er greidd
ein króna á blað, við
300 g 2 kr. á blað, 350
g 3 kr. á blað o.s.frv.
Munar þetta því tölu-
verðu í launum fyrir
þessa daga.“
Svo mörg voru þau
orð. Eins og ég hef
áður vakið athygli á í
Morgunblaðsgreinum eru ekki til
neinir kjarasamningar vegna blað-
bera Fréttablaðsins, heldur ákvarð-
ar Frétt ehf. kaup, kjör og vinnuá-
lag einhliða. Ekki virðast vera nein
takmörk fyrir því magni sem blað-
berum er ætlað að koma til skila á
morgni hverjum. Þyngdarálagið
segir heldur ekki allt því þegar
margir litlir bæklingar fylgja með
blaðinu geta þeir verið undir lág-
marksþyngd en aukið vinnuna engu
að síður verulega. Þar af leiðandi fá
blaðberar ekki greitt neitt aukalega
fyrir verulega aukningu á vinnuá-
lagi í slíkum tilvikum. Á það ber að
minna enn einu sinni að samkvæmt
skilningi dreifingarfyrirtækis
Fréttablaðsins er DV þyngdarlaust
því það er ekki reiknað með í út-
reikningum fyrirtækisins á
greiðslum fyrir þyngdarálag. Enda
þótt blaðið sé á stundum þunnt í
roðinu efnislega þá á ég erfitt með
að skilja að pappírinn sem í það fer
sé þyngdarlaus. Tvo síðustu föstu-
daga (10. des og 17. des) hefur
keyrt um þverbak að mínu mati.
Ég vigtaði hlaðann sem fimmtán
ára syni mínum var gert að bera út
hinn 17. desember og voru það um
60 kíló sem átti að bera út til 123
heimila eða tæp 500 grömm (hálft
kíló) í hverja bréfalúgu. Ekki var
viðlit að koma þessu fyrir í kerr-
unni í einni ferð, slík var fyr-
irferðin. Einn aðili þarf því að fara
tvær ferðir um hverfi
sitt til að koma öllu til
skila. Þegar einungis
er um að ræða einfalt
venjulegt blað erum
við tveir samtals um
einn klukkutíma að
koma blöðunum til
skila. Þegar hlössin
koma erum við mun
lengur að bera út eins
og gefur að skilja og
erum þá samtals ekki
undir 1½ klst. að
vinna verkið. Ef ekki
tekst að koma hlassinu
öllu út um morguninn hefur brott-
rekstri verið hótað samdægurs. Ég
veit að margir blaðberar eru með
mun fleiri blöð en við eða allt að
160 blöð og jafnvel fleiri. Því hefur
hlaðinn hjá þeim verið um 80–90
kíló þegar best lét. Aukagreiðslur
fyrir þetta viðbótarmagn eru síðan
einhverjir smápeningar. Blaðberar
Fréttablaðsins mega yngstir vera
13 ára gamlir. Þeir mega ekki hefja
vinnu fyrr en kl. 6.00 á morgnana.
Það segir sig sjálft að það tekur 13
ára barn lengri tíma að skila sama
verki og fullfrískur karlmaður og
stálpaður unglingur. Ég áætla því
að 13 ára barn sé ekki minna en
tvo klukkutíma að vinna það verk
sem við feðgar erum einn og hálfan
tíma að vinna þrátt fyrir að ráðn-
ingarsamningur kveði á um að
verkið eigi að klárast á klukkutíma.
Þar sem börn eiga að mæta í skóla
upp úr kl. 8.00 á morgnana segir
það sig sjálft að þær kröfur sem
hafa verið gerðar til blaðburð-
arbarna eins og verið hefur nú í
desember eru komnar út fyrir öll
skynsemismörk hvað varðar vinnu-
álag. Eins og magn og fyrirferð
blaða og bæklinga hefur verið er
þetta verk einungis fyrir fullorðið
fólk en ekki börn og unglinga. Sú
röksemd að þetta sé leyst sem fjöl-
skylduverkefni er eintóm hundaló-
gík því þeir foreldrar sem eru að
gera börnum sínum yfirhöfuð kleift
að ljúka blaðaútburðinum með því
að aðstoða þau fá ekkert greitt fyr-
ir sína vinnu og því er töluverður
hluti blaðanna borinn út ókeypis.
Þetta er náttúrulega kjörstaða fyr-
ir vinnuveitandann (Frétt ehf. í
þessu tilviki) en ekki að sama skapi
sjálfsögð. Alger forsenda þess að
þessum málum verði komið í við-
unandi horf er að gerður verði
formlegur kjarasamningur milli
stéttarfélags og þeirra aðila sem
gefa út blöðin (eins og þegar hefur
verið gerður við Árvakur, útgáfu-
félag Morgunblaðsins). Í slíkum
kjarasamningi yrði meðal annars
samið um vinnuálag, hámark á
þunga, þyngdarálag og greiðslur
fyrir aukabæklinga svo dæmi séu
nefnd. Mér er það í raun alveg
óskiljanlegt að það skuli vera liðin
nær fimm ár síðan klásúla var sett
inn í kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði um að gengið skuli
frá kjarasamningum fyrir blaðbera
og málið ekki frágengið enn. Hvað
veldur skal ég ekki um segja en
niðurstaðan er að mínu mati fyrir
neðan allar hellur.
Jólaboðskapur Fréttablaðsins
Gunnlaugur Júlíusson fjallar
um störf blaðbera ’Enda þótt blaðið sé ástundum þunnt í roðinu
efnislega þá á ég erfitt
með að skilja að papp-
írinn sem í það fer sé
þyngdarlaus.‘
Gunnlaugur Júlíusson
Höfundur er hagfræðingur.