Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 69 11 1 2/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 69 11 1 2/ 20 04 Fjárfestingafélagið Atorka hf. Skráningarlýsinguna er hægt að nálgast hjá Fjárfestingarfélaginu Atorku hf., Laugavegi 182, Reykjavík, á vefsíðu félagsins www.atorka.net og hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, Reykjavík, og á vefsíðu bankans www.landsbanki.is Skráningarlýsing – desember 2004 Skráningarlýsingin er gefin út vegna hækkunar á hlutafé Fjárfestingarfélagins Atorku hf. að fjárhæð 500.000.000 krónur að nafnverði þann 11. október 2004. Hækkunin var skráð í Kauphöll Íslands hf. 13. október 2004. Hækkunin var notuð til að greiða fyrir hluti í Afli fjárfestingarfélagi hf. Hlutafé félagsins eftir hækkunina er 2.773.650.000 kr. að nafnverði. Þar sem hlutafé Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. hefur verið hækkað samtals um meira en sem nemur 10% af heildarhlutafé ber félaginu að gefa út skráningarlýsingu samkvæmt 1. gr. A-lið 3tl. Viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999. Allt hlutafé Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands undir auðkenninu ATOR. MASSIMILIANO Caminzuli, kall- aður Max í daglegu tali, ber hitann og þungann af hátíðardagskrá fyrir fólkið í aðalbúðum Impregilo á virkj- unarstað. Hann segist leggja ofur- áherslu á að allir, sama af hvaða þjóðerni þeir séu, finni sig velkomna og telji sig eiga erindi á dagskrárlið- ina. Hann hefur lagt mikið upp úr að hátíðarhöldin fari fram samhliða á ítölsku, ensku, kínversku og portú- gölsku og að engum finnist hann vera utanveltu. Í kvöld býður Impregilo í jóla- glögg og piparkökur í klúbbhúsinu, en eiginleg hátíðardagskrá hefst á morgun þegar vinnu lýkur á hádegi. Kvikmyndir sem textaðar eru á portúgölsku og kínversku verða sýndar fram undir kvöldmat, en klukkan 21 flytja söngvarar og tón- listarmenn frá ýmsum löndum tón- listardagskrá. Kl. hálfellefu verður hátíðarmessa í klúbbhúsinu, þar sem allir starfsmenn Impregilo, hverrar trúar sem þeir eru, eru boðnir vel- komnir til að eiga saman hátíðlega stund og sameinast í bæn um frið og umburðarlyndi meðal manna. Að- fangadagskvöldi lýkur svo með því að boðið er upp á hina víðfrægu Pan- ettone köku, sem er hin eina sanna ítalska jólakaka, og kaffi. Á jóladag er boðið upp á ýmsa afþreyingu í klúbbhúsinu og á annan í jólum m.a. efnt til karókíkeppni. Nú eru öðru sinni haldin jól í Kárahnjúkavirkjun. Um 800 manns verða á virkjunarstað og búðum við aðkomugöng yfir hátíðarnar og Impregilo reynir að gera fólkinu sínu jólahaldið gleðilegt. Steinunn Ásmundsdóttir kom við í aðalbúðunum á virkjunarstað. Þjóðir sameinist í jólahaldi við Kárahnjúka Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jólahaldið skipulagt Max pantar nokkur hundruð kíló af Panettone fyrir aðfangadagskvöld. AUSTURLAND Þeir þörfnuðust okkar hér ogþví búum við nú á íslenskumfjöllum,“ segir Zhang Xian Guo, en hann og kærasta hans, Liang Yan, verja jólum á virkjunar- svæðinu. Þau eru barnlaus og hafa bæði unnið á skrifstofum Impregilo við Kárahnjúka, hann frá því að virkj- unarframkvæmdin hófst, en hún kom sl. vor. Xian Guo hefur unnið hjá fyrirtækinu í 13 ár. Hann kom til fyrirtækisins þegar það var með verkefni í Kína 1991, en þetta er í fyrsta sinn sem hann og Liang Yan eru í öðru landi. Xian Guo segir síðustu jól við Kárahnjúka hafa verið köld og kyrr- lát. Nú verði hlutirnir sjálfsagt mun betur skipulagðir, aðstaðan betri og fólkið samrýndara. „Við erum nú 194 Kínverjar við virkjunina og 180 þeirra dvelja hér yfir jól og áramót,“ segir Xian Guo. „Við tökum auðvitað þátt í hátíðar- höldunum um jólin og áramótin, ekki síst messunni, þó að við séum búdd- istar. Kínverska fólkið hér tekur sig svo saman og heldur upp á kínversk- ar meginhátíðir, eins og vorhátíðina og áramót.“ Þrá meiri samskipti við heimamenn Liang Yan segir sér líka vel við Ís- lendinga og hún sjái ekki betur en að þeir séu gott fólk. „Þegar við ökum í Egilsstaði á sunnudögum förum við í Bónus að versla og á kaffihús. Þeir fáu Íslendingar sem við höfum hitt á ferðum okkar eru vingjarnlegir. Við skipulögðum líka þátt Kínverja í Þjóðahátíð Austfirðinga 2004 og þar hittum við margt fólk. Það verður þó að segjast eins og er að það er af- skaplega erfitt að ná sambandi við heimamenn, það er enginn vett- vangur fyrir okkur til að hitta þá. Bónus, kaupfélagið á Egilsstöðum og sjoppan eru ekki bestu staðirnir fyrir skoðanaskipti við nýtt fólk. Ef við bara gætum skipulagt íþrótta- tíma, kaffiboð eða veislu, skoðunar- ferðir um Héraðið, jafnvel dansleik sem stæði frá 3 til 6 á sunnudögum á Egilsstöðum, með heimafólki, myndi strax verða til vettvangur til að kynnast. Einhverjar verslanir eru opnar á sunnudögum, en allt annað er lokað og ekkert fyrir okkur að gera nema að norpa úti. Okkur þyrstir í félagsskap! Við höfum ekk- ert samband við yfirmenn sveitarfé- lagins og vitum ekki hvernig við eig- um að snúa okkur í þessu. Að öðru leyti er gott að vera hér og við mun- um halda áfram að fylgja Impregilo um heiminn ef þess verður óskað,“ segja þau Xian Guo og Liang Yan og senda Íslendingum jólakveðjur úr Kárahnjúkum. „Þau eru brosmildasta fólkið í þessum búðum,“ hnýtir Max Cam- inzuli aftan í samtalið og segir blaða- manni að Impregilo reyni að halda öllum kínverskum starfsmönnum sínum sem fastast hjá fyrirtækinu. Þeir séu yfirleitt harðduglegir og mjög áfram um að sinna sínu verki af kostgæfni. Ekki síst vegna þess að laun þeirra erlendis séu margföld á við Kína. Þeir geti tekið mikla yfir- vinnu og þéni því jafnvel mánaðar- lega sömu upphæð og á heilu ári í Kína. Það opni þeim möguleika í heimalandinu. 180 Kínverjar við Kárahnjúka halda íslensk jól Síðustu jól kyrrlát og köld Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þyrstir í samskipti Zhang Xian Guo og Liang Yan frá Kína. ÞEGAR litið var inn í skólahús Impregilo við Kárahnjúkavirkj- un skömmu fyrir jól, sátu þar sjö börn á skólabekk. Þau voru að horfa á mynd um Jesú þennan síðasta kennsludag fyrir jóla- leyfi. Börnin eiga öll ítalska feð- ur en mæður þeirra eru ýmist frá Ítalíu, Suður-Ameríku eða Afr- íku. Börnin hafa tvo ítalska kennara alla jafna, en í þetta skiptið var ítölsk stúlka að kenna þeim trúarfræði sem sjálfboða- liði. Þau hafa skreytt skólastof- una hátt og lágt með jólaskrauti og myndum og höfðu til dæmis föndrað fallegt jólatré sem skreytti kaffistofuna. Læra um Jesú Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.