Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Guðrún Lilja Hólmfríðardótt-
ir: „Ég vil hér með votta okkur
mína dýpstu samúð vegna
þeirrar stöðu sem komin er
upp í íslensku þjóðfélagi með
skipan Jóns Steinars Gunn-
laugssonar í stöðu hæstarétt-
ardómara. Ég segi okkur af
því að ég er þolandinn í „Pró-
fessorsmálinu“.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og
Alcoa, er að lýsa því yfir að
Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl-
an í Reyðarfirði og línulagnir
þar á milli flokkist undir að
verða „sjálfbærar“!“
Hafsteinn Hjaltason:
„Landakröfumenn hafa engar
heimildir fyrir því, að Kjölur sé
þeirra eignarland, eða eignar-
land Biskupstungna- og Svína-
vatnshreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á
landinu okkar eru starfandi
mjög góðar hjúkrunardeildir
fyrir heilabilaða en þær eru
bara allt of fáar og fjölgar
hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inn-
taki engu fremur háskólagráð-
ur en þær sem TR útskrifaði
nemendur með, nema síður
sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
Í AÐDRAGANDA heimsstyrj-
aldarinnar fyrri lét góði dátinn
Svæk vinnukonu sína aka sér út á
torg í Prag í hjólastól
sökum illvígrar liða-
gigtar. Hann tók með
sér hækjurnar. Þegar
hann kom þar sem
mannfjöldi hafði safn-
azt saman sveiflaði
hann hækjunum og
hrópaði: Til Belgrad!
Til Belgrad!
Daginn eftir birtist
í blaðinu Prazske Ur-
deni Noviny grein um
þennan atburð undir
fyrirsögninni: Föð-
urlandsást krypp-
lingsins.
Réttum níutíu árum
síðar voru tveir ís-
lenzkir ráðamenn úr
hækjuliði Búss
Bandaríkjaforseta
staddir í sömu borg,
Prag hinni tékknesku.
Þeir veifuðu sínum og
hrópuðu: Til Bagdad!
Til Bagdad!
Morguninn eftir
birtist í Morg-
unblaðinu gleðifrétt
um að hinir íslenzku
soldátar hefðu ákveðið
að Ísland segði Írök-
um stríð á hendur og
hæfu innrás í landið
þegar Rumsfeld gæfi
merki.
Sem hann og gerði.
Þannig endurtekur
sagan sig ávallt nema
hvað hinir íslenzku
eiga ekki eftir að öðlast frægð á
borð við Svæk hinn tékkneska.
Eitt skilur þó greinilega í milli
þessara þriggja soldáta. Svæk var
hreinskilinn og hreykinn af fram-
göngu sinni, en hinir íslenzku
reyna með öllu móti að sverja af
sér hernaðinn í Írak og segjast
vera að vinna að viðreisn og friði
þar í landi, enda hafi það tekizt í
795 borgum og héruðum af sam-
tals 800 sem þar er að finna, sam-
kvæmt skýrslu utanríkisráðherra í
alþingi.
Í Morgunblaðinu laugardaginn
18. des. sl. er ósannindavefurinn
áfram ofinn; að þessu sinni af
Birni Bjarnasyni, æðsta yfirmanni
laga og réttar á Íslandi. Ekki er
ætlunin í örstuttri grein að elta ól-
ar við þann málatilbúnað, en menn
hinsvegar hvattir til að kynna sér
innihaldið.
En til að sýna í sjónhendingu
hvernig eitt rekur sig á annars
horn í málatilbúnaði stríðsherr-
anna skal vitnað í málsgrein í
pistli Björns dómsmálaráðherra
þar sem hann víkur að undanfara
innrásarinnar og segir að áhuga-
menn um málið hljóti að minnast
þess, þegar Blair hinn brezki tók
af skarið í brezka þinginu og taldi
útilokað að ræða stríðsaðgerðir
gegn Saddam Huss-
ein í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna,
þar sem Chirac hinn
franski hefði sagt að
hann myndi beita
neitunarvaldi gegn
öllum tillögum í þá
veru.
Vill nú ekki lög-
fræðingurinn í sæti
dómsmálaráðherra
rifja upp fyrir sér og
öðrum ummæli þá-
verandi forsætisráð-
herra, Davíðs Odds-
sonar, í stefnuræðu
hans (og Björns) í al-
þingi 2. október 2003,
þegar Davíð upplýsti
að Íraksstríðið hafi
verið ,,löghelgað af
samþykktum Samein-
uðu þjóðanna“?
Nú er það eitt með
öðrum uppátækjum
stríðsherranna að
kosið hafi verið um
Íraksmálið í alþing-
iskosningunum 2003!
Svo var auðvitað ekki.
Málið var þagað í hel
að kalla með atfylgi
allra fjölmiðla. Því
var skotið undan
dómi kjósenda líkt og
stjórnarherrunum
tókst með kvótamálið
1999. Að bera kjós-
endum það á brýn að
meirihluti þeirra hafi
gefið samþykki sitt við aðild að
innrásinni í Írak í kosningunum
2003 er dæmalaus ósvífni, sem
refsa ber fyrir einarðlega í næstu
kosningum. Að því sinni mun
stjórnarherrunum ekki takast að
þegja þá svívirðu í hel.
Ráðamenn eru dauðhræddir við
verstu afglöp í íslenzkri stjórn-
málasögu og reyna nú að ljúga
einu til og öðru frá um allan mála-
tilbúnað sinn vegna stríðsins í
Írak.
Hækjulið
Sverrir Hermannsson
fjallar um stríðið í Írak
’Að bera kjós-endum það á
brýn að meiri-
hluti þeirra hafi
gefið samþykki
sitt við aðild að
innrásinni í
Írak í kosning-
unum 2003 er
dæmalaus
ósvífni, sem
refsa ber fyrir
einarðlega í
næstu kosn-
ingum.‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fv. form.
Frjálslynda flokksins.
DAVÍÐ Oddsson hafði ekki verið
lengi forsætisráðherra í
Viðeyjarstjórninni, rík-
isstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðu-
flokks, þegar hann fór
að ræða einkavæðingu
ríkisbankanna. Margir
lýstu yfir andstöðu við
hugmyndir um söluna,
ekki síst Alþýðuflokks-
menn sem komu í veg
fyrir að einkavæðing
bankanna ætti sér stað
á árunum 1991–1995.
Voru höfð uppi stór orð
um að vextir og þjón-
ustugjöld myndu
hækka og vaxtamunur
aukast.
Hvað segir
sérfræðingurinn?
Á síðustu misserum
hefur svo hver vinstri-
maðurinn á fætur öðr-
um komið fram og sagt
að þeir hafi haft rétt
fyrir sér. Jú, vegna
þess að bankarnir skili
svo óskaplegum hagn-
aði. Helsti sérfræðingur Íslands í
efnahagsmálum, Jóhanna Sigurð-
ardóttir, sagði á heimasíðu sinni í
byrjun árs 2003 að allir þyrftu að
taka höndum saman gegn vaxtaokr-
inu og knýja bankana til verulegra
vaxtalækkana. Svo sagði sérfræðing-
urinn: „Bankarnir
skulda heimilunum og
fyrirtækjunum það
sem þeir hafa blóð-
mjólkað alltof lengi.“
Hvað gerðist?
Í haust lækkuðu bank-
ar og sparisjóðir vexti á
íbúðalánum sínum
verulega, fyrst niður í
4,4%. Þá fyrst kom í
ljós með verulega
áþreifanlegum hætti að
einkavæðing bankanna
var ekki bara eig-
endum bankanna til
hagsbóta, eins og Jó-
hanna og félagar héldu
fram, heldur öllum
landsmönnum. For-
svarsmenn Íbúðalána-
sjóðs brugðust við eins
og sannir kommissarar
þegar þeir áttuðu sig á
því að þeir hafa engu
hlutverki að gegna,
þeir sögðust ekki vera í
samkeppni við bankana
og mikilvægi sjóðsins
væri mikilvægara en nokkru sinni
fyrr. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar
hefur Íbúðalánasjóði tekist að lækka
sig um 0,65 prósentustig frá því að
bankarnir hófu samkeppni við hann.
Á hálfu ári hefur vaxtaprósenta
íbúðalánasjóðs lækkað um 0,95% og
hafði þá ekki lækkað um langt skeið.
Hlutverki íbúðalánasjóðs
er lokið!
Sjálfstæðismenn hafa lengi lagt
áherslu á að fólk eigi kost á að eign-
ast sitt eigið húsnæði með sem auð-
veldustum hætti. Vegna þessa töld-
um við þörf á Húsnæðisstofnun
ríkisins og síðar Íbúðalánasjóði. Við
einkavæðingu bankanna og stór-
felldar vaxtalækkanir þeirra und-
anfarið á íbúðalánum hefur grund-
völlurinn fyrir stuðningi við
stofnunina horfið. Reyndar hafði
Samband ungra sjálfstæðismanna oft
bent á að verkefnum Íbúðalánasjóðs
mætti koma fyrir hjá bönkum og
sparisjóðum og spara þar með
rekstrarkostnað sjóðsins að stórum
hluta. Loksins þegar leit út fyrir að
ríkið þyrfti ekki lengur að koma að
fjármögnun íbúðarhúsnæðis kom
krókur á móti bragði frá kommissör-
unum. Félagsmálaráðherra reyndi
með örvæntingarfullum hætti að
hægja á dauða Íbúðalánasjóðs með
hækkun hámarkslána og hækkun
lánshlutfalls í 90%. Líkurnar á að
tekist hefði að koma í veg fyrir eðli-
legan dauðdaga jukust verulega eftir
að ríkisstofnunin Íbúðalánasjóður
ákvað skyndilega að taka upp sam-
starf við aðeins einn aðila á fjár-
málamarkaði, SPRON. Einn stærsti
gallinn við ríkisafskipti er að þeim
virðist aldrei ljúka, þrátt fyrir að for-
sendurnar fyrir þeim séu löngu
horfnar.
Pétur Árni Jónsson
skrifar um húsnæðislán
’Á hálfu ári hefur vaxta-
prósenta íbúða-
lánasjóðs lækk-
að um 0,95% og
hafði þá ekki
lækkað um langt
skeið.‘
Pétur Árni Jónsson
Höfundur situr í stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Ódýrari lán fyrir
húsnæðiskaupendur
FORSVARSMENN og stjórn-
endur fríhafnarversl-
unar í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar (FLE),
sem er alfarið í eigu
ríkisins, hafa ítrekað
haldið því fram í fjöl-
miðlum að þeir séu
ekki í samkeppni við
innlenda verslun held-
ur aðeins við flug-
stöðvar í útlöndum.
Þetta er þó alrangt
eins og SVÞ – Samtök
verslunar og þjónustu
hafa bent á og verð-
kannanir starfsmanna
Fríhafnarinnar í verslunum í Reykja-
vík bera vott um. Nú síðast tekur svo
Fríhöfnin af skarið með því að birta í
Viðskiptablaðinu hinn 8.des. sl. aug-
lýsingu þar sem ein vinsælasta jóla-
gjöf ungs fólks um allan heim, sk.
Ipod mini vasatölva, er auglýst á „að-
eins“ kr. 22.990. Sama tæki er auglýst
í smásöluverslun í Reykjavík fyrir kr.
29.990 eða sjö þúsund krónum meira.
Þá hefur smásalinn í Reykjavík lagt
toll og virðisaukaskatt ofan á vöruna,
sem Fríhöfnin þarf ekki
að gera. Óvíst er hvor
söluaðili ber meira úr
býtum, en ekki kæmi á
óvart að það væri Frí-
hafnarverslun ríkisins í
FLE.
Það er með ólíkindum
hversu ósvífin þessi
háttsemi Fríhafn-
arinnar er í ljósi um-
mæla talsmanna hennar
og að um ríkisrekstur er
að ræða. Ríkið hvetur ís-
lenska neytendur til að
kaupa toll- og skatt-
frjálst í verslun Fríhafnarinnar í stað
þess að versla við innlenda verslun
sem greiðir sína skatta og skyldur til
ríkisins. Auk þess má nefna yfirlýs-
ingar allra flokka á Alþingi fyrir síð-
ustu kosningar um að ríkið eigi að
draga sig út úr þessum rekstri. Enn
er kallað eftir efndum þeirra loforða.
Sigurður Jónsson
fjallar um samkeppni
Sigurður Jónsson
’Ekki virðist liggja fyrir skýr stefnumörkun
frá hendi utanríkisráðu-
neytisins varðandi
starfsemi FLE og
Fríhafnarinnar.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri, SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu.
SVÞ hafa krafist þess að sk. komu-
verslun í FLE verði lögð niður sem
tollfrjáls verslun og ítreka þá kröfu,
enda ljóst af gerðum Fríhafnarinnar
að hún er í beinni samkeppni við inn-
lenda verslun og að um sama markað
er að ræða.
Ekki virðist liggja fyrir skýr
stefnumörkun frá hendi utanrík-
isráðuneytisins varðandi starfsemi
FLE og Fríhafnarinnar. Er nú ekki
rétt að menn stígi á stokk og strengi
heit um efndir fyrri ummæla á nýju
ári?
Orð og gerðir Fríhafnar FLE
1.008 þátttakendur sóttu þau 36
endurmenntunarnámskeið, sem hald-
in voru á vegum Garðyrkjuskóla rík-
isins á Reykjum í Ölfusi á árinu 2004
eða að meðaltali 28 þátttakendur á
hverju námskeiði. Námskeiðin voru
bæði fyrir áhugafólk og fagfólk. Flest
námskeiðin voru haldin í húsnæði
skólans en nokkur á öðrum stöðum.
Til dæmis má nefna námskeiðið
Skógrækt við ströndina, sem haldið
var í Hafnarfirði í samvinnu við Hafn-
arfjarðarbæ og Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar. Í byrjun ársins var
staðið fyrir námskeiðinu Yfirvetrun
plantna í samstarfi við NSFP, Nor-
ræna fræ- og plönturáðið (Nordiska
skogsbrukets frö och planteråd), í
tengslum við stjórnarfund samtak-
anna á Íslandi. Einnig var haldið fjög-
urra daga námskeið í blómaskreyt-
ingum fyrir fagfólk með Brittu
Kroggel, blómaskreytingameistara
frá Þýskalandi. Afmæl-
isráðstefna Garðyrkju-
skólans, Félags skrúð-
garðyrkjumanna og
Félags garðyrkju-
manna var haldin í
mars undir heitinu
Gróður er góður. Um
var að ræða tveggja
daga ráðstefnu sem um
170 manns sóttu. Nokk-
ur námskeið voru einn-
ig haldin fyrir almenn-
ing, s.s. um skóg- og
trjárækt fyrir sum-
arbústaðaeigendur og námskeið fyrir
umsjónarmenn skólagarða. Þá voru
páska-, haust- og jólaskreytinga-
námskeiðin á sínum stað.
Grænni skógar slá í gegn
Það sem einkenndi árið fyrst og
fremst var mikill vöxtur í Grænni
skógum en það nám hefur heldur bet-
ur slegið í gegn. Um 120 bændur eru
nú skráðir í námið á Suðurlandi,
Norðurlandi, Austurlandi og Vest-
fjörðum. Námið sam-
anstendur af sautján
námskeiðum þar sem
þrettán eru skyldu-
námskeið og a.m.k. tvö
valnámskeið. Nám-
skeiðaröðin spannar
þrjú ár. Garðyrkjuskól-
inn sér um framkvæmd
námsins en þeir aðilar
sem koma að náminu
auk skólans eru Skóg-
rækt ríkisins, Land-
græðsla ríkisins, lands-
hlutabundnu
skógræktarverkefnin og Félög skóg-
arbænda í viðkomandi landsfjórð-
ungi. Þeir sem ljúka a.m.k. 80% af
námskeiðunum þrettán fá námið met-
ið til eininga við Garðyrkjuskólann.
Öflug endurmenntun 2005
Á nýju ári verður haldið áfram á full-
um krafti að sinna endurmenntun en
þá undir merkjum Landbúnaðarhá-
skóla Íslands en sá skóli verður form-
lega til 1. janúar 2005 við sameiningu
Garðyrkjuskólans, Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins (RALA) á
Keldnaholti og Landbúnaðarháskól-
ans á Hvanneyri. Skólarnir tveir, á
Reykjum og á Hvanneyri, hafa staðið
fyrir öflugri endurmenntun síðustu
ár og mun hún eflast enn frekar með
sameiningunni. Einnig verður horft
til samstarfs við ýmsa aðila í nýja
skólanum eins og Skógrækt ríkisins
og Landgræðslu ríkisins svo ein-
hverjir séu nefndir.
Magnús Hlynur Hreiðarsson
skrifar um endurmenntun á
vegum Garðyrkjuskóla ríkisins ’Skólarnir tveir, áReykjum og á Hvann-
eyri, hafa staðið fyrir
öflugri endurmenntun
síðustu ár og mun hún
eflast enn frekar með
sameiningunni.‘Magnús Hlynur
Hreiðarsson
Höfundur er endurmenntunarstjóri
Garðyrkjuskólans.
1.008 þátttakendur á 36 námskeiðum