Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 MEÐLAGSGREIÐENDUR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur með reglugerð dags. 7. desember 2004 hækkað barnalífeyri um 3,5%. Meðlag hækkar því um 3,5% frá 1. janúar 2005 að telja. Meðlag er nú kr. 16.025 en verður kr. 16.586 á mánuði frá 1. janúar 2005 með hverju barni. Akranes | Fjörutíu og þrír nem- endur voru brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi við skólaslit haustannar. 34 luku stúdentsprófi, sex burtfararprófi af iðnbraut, tveir burtfararprófi af sjúkraliðabraut og einn burtfar- arprófi af íþróttabraut. Í hópnum voru 26 stúlkur og 17 piltar. Skólaslitaathöfnin fór fram á sal skólans og ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari samkom- una. Atli Harðarson aðstoð- arskólameistari flutti annál skóla- starfsins og Söngsveit Tónlistarskólans á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands söng undir stjórn Elvu M. Ingvadóttur. Fyrir athöfnina léku félagar úr Skólahljómsveit Akraness undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur. Fleiri listamenn komu fram. Magnús Ægisson efstur Magnús Ægisson hlaut við- urkenningu skólans fyrir bestan ár- angur á stúdentsprófi á haustönn 2004 og einnig viðurkenningar fyrir ágætan árangur í sögu, félagsfræði og stærðfræði og í viðskiptagrein- um. Anna Jóna Kjartansdóttir fékk viðurkenningu fyrir ágætan árang- ur í raungreinum og stærðfræði. Flosi Hrafn Sigurðsson fyrir ágæt- an árangur í ensku, Helga Sjöfn Jó- hannesdóttir fyrir ágætan árangur í líffræði og í þýsku, Jóhannes Guð- brandsson hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði Þorvaldar Þorvalds- sonar fyrir ágætan árangur í stærð- fræði og eðlisfræði. Einnig hlaut hann viðurkenningar fyrir ágætan árangur í líffræði og náttúrufræði- greinum og íslensku. Njáll Vikar Smárason fékk viðurkenningu fyrir ágætan árangur í líffræði, Ragn- heiður Björnsdóttir fyrir ágætan ár- angur í ensku og frönsku, Rut Berg Guðmundsdóttir fyrir ágætan ár- angur í frönsku og í þýsku og Vera Knútsdóttir fyrir forvarnastarf í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hörður Ó. Helgason skólameist- ari ávarpaði útskriftarnemendur í lok samkomunnar, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir sam- veruna. Ljósmynd/Myndiðjan Akranesi 43 braut- skráðir frá Fjölbrauta- skóla Vest- urlands LANDIÐ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.