Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÚ þögn sem embættismenn við- hafa um rannsóknir meintra skatt- svikamála á sér stoð í ýmsum skyldum sem hvíla á þeim að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. Jón segir að sá skilningur sem lagður er í þagnarskylduna sé dreginn af ýmsum lagaákvæðum og fyrirmælum, m.a. almennum hegningarlögum og stjórnsýslulög- um. Ganga verði fram með tilliti til ýmissa skyldna svo og réttindum annarra. Ríkissjónvarpið skýrði frá því í frétt á miðvikudagskvöld að skatt- rannsóknarstjóri hefði lokið rann- sókn sinni á fyrirtækjunum Baugi og Gaumi og vísað ákveðnum þátt- um málsins til ríkislögreglustjóra og öðrum þáttum þess til ríkis- skattstjóra til hugsanlegrar endur- ákvörðunar. Hvorki Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri né Jón H. Snorrason hafa viljað tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum. Ákvæði hegningarlaganna sem Jón H. Snorrason vísar til er að finna í 136. gr. þar sem segir að opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skuli sæta fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum órétt- mæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem látið hefur af opinberu starfi og eftir það segir frá eða misnotar á ofan- greindan hátt vitneskju sem hann hafði fengið í stöðu sinni og leynt á að fara. Skattstjórum bannað að skýra óviðkomandi frá málum Skattrannsóknastjóri hefur til þessa ekki tjáð sig um einstök mál í rannsókn þótt hann hafi fjallað um skattrannsóknir á almennum grunni. Afstöðu sína byggir hann á ákvæðum laga um tekjuskatt og eignaskatt nr. 90 frá 2003. Í 117. gr. laganna segir að skattstjórum, umboðsmönnum skattstjóra, ríkis- skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. „Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattfram- töl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum,“ segir þar. Að sögn Skúla Eggerts Þórð- arsonar hafa verið skiptar skoð- anir um það hvort þetta ákvæði næði yfir það þegar skattamál í rannsókn væru komin í opinbera lögreglumeðferð. Sjálfur hefur hann tekið þá afstöðu að tjá sig ekki um málefni einstakra gjald- enda jafnvel þótt þau séu komin til lögreglunnar. Telur hann rétt að sá vafi sem kunni að vera á túlkun ákvæðis 117. gr. laganna beri að túlka viðkomandi gjaldanda í hag. Byggist þessi afstaða á tillitssemi þess sem í hlut á að mati skatt- rannsóknastjóra. Fleiri lagagreinar Þessu til viðbótar bendir Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur og kennari í skattarétti við Háskólann í Reykjavík, á að fleiri lagagreinar kunni að koma til skoðunar sem banna opinberum starfsmönnum að tjá sig um mál í rannsókn. Bendir hann á lög um virðisauka- skatt nr. 50 frá 1988. Í 44. gr. lag- anna segir að skatt- og tollyfir- völdum, starfsmönnum þeirra og erindrekum sé bannað, að við- lagðri ábyrgð eftir ákvæðum al- mennra hegningarlaga um opin- bera starfsmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í starfi sínu um við- skipti einstakra manna og fyrir- tækja. Líkt og í lögum um tekju- skatt og eignaskatt helst þagnarskyldan þó að starfsmenn- irnir láti af starfi sínu. Einnig geti í þessu sambandi komið til skoð- unar lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en í 18. gr. laganna segir að hverjum starfs- manni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yf- irmanna eða eðli málsins. Þá geti hugsanlega komið til skoðunar stjórnsýslulög nr. 30 frá 1993 en í 10. gr. laganna er kveðið á um rannsóknaskyldu stjórnvalda þar sem segir að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Fréttaskýring | Þögn ríkir um rannsóknir sem fram fara á meintum skattsvikamálum Þagnarskyldan er studd lögum orsi@mbl.is BANDARÍSKIR embættismenn hafa tilkynnt að hugsanlegt væri að langtíma neysla á lyfinu naproxen, sem er bólgueyðandi verkjalyf selt gegn lyfseðli, yki hættu á hjartaáfalli eða heilablóðfalli. Nýlegar rannsóknir hafa áður sýnt að tvö önnur lyf, vioxx og celebrex, kunni að auka hættu á hjartaáföllum sé þeirra neytt í mikl- um mæli. Naproxen hefur verið á markaði í nærri þrjá áratugi. Vioxx var tekið af markaði í haust og lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti í gær að hætt yrði að auglýsa celebrex á neytendamarkaði en það yrði áfram markaðssett til lækna. Fram hefur komið í blaðinu Wash- ington Post, að rannsóknarhópur hafi á föstudag komist að þeirri niður- stöðu að naproxen kynni að auka hættu á hjartaáföllum. Hópurinn fór yfir gögn úr rannsókn, sem staðið hef- ur yfir í þrjú ár á vegum bandarísku lýðheilsustofnunarinnar en markmið rannsóknarinnar hefur verið að kanna hvort bólgueyðandi lyf geti hægt á Alzheimer-sjúkdómnum. Hafa um 2.500 aldraðir einstaklingar tekið naproxen eða celebrix reglulega í tengslum við þessa rannsókn. Yfir 50% aukning á hjartaáföllum Í ljós kom, þegar farið var yfir gögnin, að orðið hafði 50% auking á hjartaáföllum eða heilablóðfalli meðal þeirra, sem tekið höfðu naproxen reglulega ef miðað var við þá sem höfðu fengið lyfleysu. Ekki kom fram marktæk aukning á hjartáföllum hjá þeim sem tóku celebrex. Ákveðið hef- ur verið að hætta umræddum tilraun- um tímabundið. Embættismenn lögðu áherslu á, að þeim væri ekki ljóst hvernig túlka ætti þessar niðurstöður. Sandra L. Kweder, aðstoðarforstjóri lyfjadeild- ar matvæla- og lyfjastofnunar Banda- ríkjanna, sagði á blaðamannafundi í fyrrakvöld að þetta væri í fyrsta skipti sem vísbendingar kæmu fram um að hætta gæti fylgt notkun napr- oxens, sem verið hefur á markaði frá árinu 1976. Hún viðurkenndi hins vegar að enginn virtist hafa rannsakað áhrif langtímaneyslu á lyfinu og heldur ekki áhrif langtímaneyslu á öðrum al- gengum bólgueyðandi lyfjum á borð við ibuprofen sem hægt er að kaupa án lyfseðils. John Breitner hjá Washington-há- skóla, sem hefur stýrt Alzheimer- rannsókninni, segir við Washington Post að frekari rannsókna sé þörf þótt niðurstaðan valdi vissulega áhyggj- um. Í Alzheimer-rannsókninni höfðu 70 af 2500 þátttakendum fengið hjartaáfall eða heilablóðfall og segir Breitner að ekki sé ljóst hvort teng- ingin við neyslu á naproxen sé töl- fræðilega marktæk. Hefur verið á mark- aði í nær þrjátíu ár Bandarískir embættismenn telja hugsanlegt að langtímaneysla á naproxen geti aukið hættu á hjartaáfalli RANNVEIG Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að náið sé fylgst með hugsanlegum auka- verkunum bólgueyðandi lyfja í kjöl- far nýlegra rannsókna á gigtarlyfj- unum vioxx og celebrex. Þá verði eldri bólgueyðandi lyf eins og napr- oxen sjálfsagt einnig skoðuð. „Þetta er gott gigtar- og verkja- lyf en eins og er með öll lyf þá fylgja því aukaverkanir. Í ljósi aukaverk- ana coxib-lyfjanna er full ástæða fyrir sjúklinga í áhættuhóp fyrir hjarta- og æðasjúkdóma að fylgjast með upplýsingum um aukaverkanir þessara lyfja og ræða við lækni sinn óski þeir frekari upplýsinga. Það skal þó tekið fram að þessi eldri gigtar- og bólgueyðandi lyf valda aukaverkunum í meltingarfærum svo að sjúklingar taka þau ekki lengi í senn. Aukaverkanir coxib- lyfjanna á hjarta- og æðakerfi komu yfirleitt ekki fram fyrr en eft- ir langvarandi notkun,“ segir Rann- veig. Að sögn hennar starfar stofnunin m.a. með Lyfjastofnun Evrópu og á fulltrúa í lyfjagátarnefnd sem fylg- ist náið með nýjum aukaverkunum lyfja. Rannveig segir þó ástæðu til að ítreka að heilbrigðisstarfsmenn og einkum læknar tilkynni auka- verkanir til Lyfjastofnunar. Stað- reyndin sé því miður sú að íslenskir læknar séu mjög óduglegir að til- kynna slíkt. „Þeim ber siðferðisleg skylda til að tilkynna aukaverk- anir,“ segir Rannveig. Slíkum upp- lýsingum sem staðfestar eru af Lyfjastofnun sé m.a. komið á fram- færi í Sérlyfjaskrá sem stofnunin gefur út og í fylgiseðli fyrir sjúk- linga sem fylgir lyfinu. „Þetta er þáttur sem skiptir alla máli og varð- ar neytendavernd og Lyfjastofnun leggur mikla áherslu á,“ segir hún. Naproxen er selt í lausasölu hér á landi og bendir Rannveig á að ekki sé æskilegt að taka lyf af því tagi nema í stuttan tíma og að fólk lesi fylgiseðil lyfsins. Sjúklingar í áhættu- hópi fylgist með BARNASTARF Egilsstaðakirkju hefur nú fyrir jólin safnað eitt hundrað þúsund krónum sem renna til hjálparstarfs. Börnin styrkja hinn 12 ára gamla Kranthi Sagar Bathula á Indlandi til skólagöngu og hafa sl. þrjú ár greitt mánaðarlega 2.050 krónur honum til stuðnings og fjármagnað greiðslurnar t.d. með sýningum, kaffisölu og jólakorta- sölu. 7-9 ára börnin seldu á dögunum jólakort fyrir um 60 þúsund krónur og 10-12 ára börnin fyrir 40 þúsund krónur á einni viku og þykir vel af sér vikið. Það er Lilja Sigurð- ardóttir hjá bókaútgáfunni Berglind sem gefur barnastarfinu jólakortin. Með þessu fé var greitt sem svar- ar til tveggja ára skólagöngu ind- verska drengsins og 50 þúsund krónur til hjálparstarfs í Úganda. Anna Ólafsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sendi börnunum bréf og hrósar þeim mjög fyrir framtakið; að hugsa ekki aðeins til þeirra sem eiga bágt, heldur gera eitthvað í því. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sýna bágstöddum kærleik Egilsstöðum. Morgunblaðið. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur rökstutt ráðningu Ingibjargar Þ. Rafnar í embætti umboðsmanns barna, en fjórir umsækjendur ósk- uðu eftir frekari rökstuðningi eftir að þeim var tilkynnt um skipunina bréfleiðis 3. desember sl. Í rökstuðningnum kemur m.a. fram að Ingibjörg eigi að baki bæði langan og farsælan starfsferil. Í bréfinu sem sent var til allra um- sækjendanna segir m.a.: „Í því skyni var að þessu sinni ákveðið að velja til starfans lögfræðing sem hefði að auki langa og farsæla reynslu af störfum tengdum réttind- um barna og aðbúnaði þeirra. Ingibjörg lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Hún var lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar á árunum 1978–1982 og vann sem lögmaður á árunum 1986–1999 einkum að málum er varða málefni barna og fjölskyldna. Hún var borgarfulltrúi í Reykja- vík á árunum 1982–1986 og sat sem slík í félagsmálaráði, þar af sem for- maður í eitt ár. Auk þess var hún formaður Dagvistar barna 1982– 1985. Þá hefur hún tekið þátt í mót- un löggjafar um málefni barna, bæði laga um fæðingarorlof 1986 og laga um vernd barna og ungmenna 1992.“ Löng stjórnunarreynsla Í bréfinu sem var sent umsækj- endunum til frekari rökstuðnings kom m.a. eftirfarandi fram: „Við mat á umsóknum verður áhersla lögð á að viðkomandi hafi nægilega reynslu og þekkingu á stjórnkerf- inu, atvinnulífinu og þjóðfélaginu al- mennt til að geta stjórnað, skipulagt og unnið sjálfstætt að úrlausn þeirra verkefna.“ Í bréfinu kom ennfremur fram að löng og farsæl starfsreynsla Ingibjargar, þ.á m. af störfum tengdum réttindum barna og aðbúnaði þeirra, hafi þótt skapa henni ákveðna sérstöðu í ljósi þeirra sjónarmiða sem komið höfðu fram. Ráðning um- boðsmanns barna rökstudd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.