Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 10

Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÚ þögn sem embættismenn við- hafa um rannsóknir meintra skatt- svikamála á sér stoð í ýmsum skyldum sem hvíla á þeim að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. Jón segir að sá skilningur sem lagður er í þagnarskylduna sé dreginn af ýmsum lagaákvæðum og fyrirmælum, m.a. almennum hegningarlögum og stjórnsýslulög- um. Ganga verði fram með tilliti til ýmissa skyldna svo og réttindum annarra. Ríkissjónvarpið skýrði frá því í frétt á miðvikudagskvöld að skatt- rannsóknarstjóri hefði lokið rann- sókn sinni á fyrirtækjunum Baugi og Gaumi og vísað ákveðnum þátt- um málsins til ríkislögreglustjóra og öðrum þáttum þess til ríkis- skattstjóra til hugsanlegrar endur- ákvörðunar. Hvorki Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri né Jón H. Snorrason hafa viljað tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum. Ákvæði hegningarlaganna sem Jón H. Snorrason vísar til er að finna í 136. gr. þar sem segir að opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skuli sæta fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum órétt- mæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem látið hefur af opinberu starfi og eftir það segir frá eða misnotar á ofan- greindan hátt vitneskju sem hann hafði fengið í stöðu sinni og leynt á að fara. Skattstjórum bannað að skýra óviðkomandi frá málum Skattrannsóknastjóri hefur til þessa ekki tjáð sig um einstök mál í rannsókn þótt hann hafi fjallað um skattrannsóknir á almennum grunni. Afstöðu sína byggir hann á ákvæðum laga um tekjuskatt og eignaskatt nr. 90 frá 2003. Í 117. gr. laganna segir að skattstjórum, umboðsmönnum skattstjóra, ríkis- skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. „Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattfram- töl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum,“ segir þar. Að sögn Skúla Eggerts Þórð- arsonar hafa verið skiptar skoð- anir um það hvort þetta ákvæði næði yfir það þegar skattamál í rannsókn væru komin í opinbera lögreglumeðferð. Sjálfur hefur hann tekið þá afstöðu að tjá sig ekki um málefni einstakra gjald- enda jafnvel þótt þau séu komin til lögreglunnar. Telur hann rétt að sá vafi sem kunni að vera á túlkun ákvæðis 117. gr. laganna beri að túlka viðkomandi gjaldanda í hag. Byggist þessi afstaða á tillitssemi þess sem í hlut á að mati skatt- rannsóknastjóra. Fleiri lagagreinar Þessu til viðbótar bendir Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur og kennari í skattarétti við Háskólann í Reykjavík, á að fleiri lagagreinar kunni að koma til skoðunar sem banna opinberum starfsmönnum að tjá sig um mál í rannsókn. Bendir hann á lög um virðisauka- skatt nr. 50 frá 1988. Í 44. gr. lag- anna segir að skatt- og tollyfir- völdum, starfsmönnum þeirra og erindrekum sé bannað, að við- lagðri ábyrgð eftir ákvæðum al- mennra hegningarlaga um opin- bera starfsmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í starfi sínu um við- skipti einstakra manna og fyrir- tækja. Líkt og í lögum um tekju- skatt og eignaskatt helst þagnarskyldan þó að starfsmenn- irnir láti af starfi sínu. Einnig geti í þessu sambandi komið til skoð- unar lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en í 18. gr. laganna segir að hverjum starfs- manni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yf- irmanna eða eðli málsins. Þá geti hugsanlega komið til skoðunar stjórnsýslulög nr. 30 frá 1993 en í 10. gr. laganna er kveðið á um rannsóknaskyldu stjórnvalda þar sem segir að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Fréttaskýring | Þögn ríkir um rannsóknir sem fram fara á meintum skattsvikamálum Þagnarskyldan er studd lögum orsi@mbl.is BANDARÍSKIR embættismenn hafa tilkynnt að hugsanlegt væri að langtíma neysla á lyfinu naproxen, sem er bólgueyðandi verkjalyf selt gegn lyfseðli, yki hættu á hjartaáfalli eða heilablóðfalli. Nýlegar rannsóknir hafa áður sýnt að tvö önnur lyf, vioxx og celebrex, kunni að auka hættu á hjartaáföllum sé þeirra neytt í mikl- um mæli. Naproxen hefur verið á markaði í nærri þrjá áratugi. Vioxx var tekið af markaði í haust og lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti í gær að hætt yrði að auglýsa celebrex á neytendamarkaði en það yrði áfram markaðssett til lækna. Fram hefur komið í blaðinu Wash- ington Post, að rannsóknarhópur hafi á föstudag komist að þeirri niður- stöðu að naproxen kynni að auka hættu á hjartaáföllum. Hópurinn fór yfir gögn úr rannsókn, sem staðið hef- ur yfir í þrjú ár á vegum bandarísku lýðheilsustofnunarinnar en markmið rannsóknarinnar hefur verið að kanna hvort bólgueyðandi lyf geti hægt á Alzheimer-sjúkdómnum. Hafa um 2.500 aldraðir einstaklingar tekið naproxen eða celebrix reglulega í tengslum við þessa rannsókn. Yfir 50% aukning á hjartaáföllum Í ljós kom, þegar farið var yfir gögnin, að orðið hafði 50% auking á hjartaáföllum eða heilablóðfalli meðal þeirra, sem tekið höfðu naproxen reglulega ef miðað var við þá sem höfðu fengið lyfleysu. Ekki kom fram marktæk aukning á hjartáföllum hjá þeim sem tóku celebrex. Ákveðið hef- ur verið að hætta umræddum tilraun- um tímabundið. Embættismenn lögðu áherslu á, að þeim væri ekki ljóst hvernig túlka ætti þessar niðurstöður. Sandra L. Kweder, aðstoðarforstjóri lyfjadeild- ar matvæla- og lyfjastofnunar Banda- ríkjanna, sagði á blaðamannafundi í fyrrakvöld að þetta væri í fyrsta skipti sem vísbendingar kæmu fram um að hætta gæti fylgt notkun napr- oxens, sem verið hefur á markaði frá árinu 1976. Hún viðurkenndi hins vegar að enginn virtist hafa rannsakað áhrif langtímaneyslu á lyfinu og heldur ekki áhrif langtímaneyslu á öðrum al- gengum bólgueyðandi lyfjum á borð við ibuprofen sem hægt er að kaupa án lyfseðils. John Breitner hjá Washington-há- skóla, sem hefur stýrt Alzheimer- rannsókninni, segir við Washington Post að frekari rannsókna sé þörf þótt niðurstaðan valdi vissulega áhyggj- um. Í Alzheimer-rannsókninni höfðu 70 af 2500 þátttakendum fengið hjartaáfall eða heilablóðfall og segir Breitner að ekki sé ljóst hvort teng- ingin við neyslu á naproxen sé töl- fræðilega marktæk. Hefur verið á mark- aði í nær þrjátíu ár Bandarískir embættismenn telja hugsanlegt að langtímaneysla á naproxen geti aukið hættu á hjartaáfalli RANNVEIG Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að náið sé fylgst með hugsanlegum auka- verkunum bólgueyðandi lyfja í kjöl- far nýlegra rannsókna á gigtarlyfj- unum vioxx og celebrex. Þá verði eldri bólgueyðandi lyf eins og napr- oxen sjálfsagt einnig skoðuð. „Þetta er gott gigtar- og verkja- lyf en eins og er með öll lyf þá fylgja því aukaverkanir. Í ljósi aukaverk- ana coxib-lyfjanna er full ástæða fyrir sjúklinga í áhættuhóp fyrir hjarta- og æðasjúkdóma að fylgjast með upplýsingum um aukaverkanir þessara lyfja og ræða við lækni sinn óski þeir frekari upplýsinga. Það skal þó tekið fram að þessi eldri gigtar- og bólgueyðandi lyf valda aukaverkunum í meltingarfærum svo að sjúklingar taka þau ekki lengi í senn. Aukaverkanir coxib- lyfjanna á hjarta- og æðakerfi komu yfirleitt ekki fram fyrr en eft- ir langvarandi notkun,“ segir Rann- veig. Að sögn hennar starfar stofnunin m.a. með Lyfjastofnun Evrópu og á fulltrúa í lyfjagátarnefnd sem fylg- ist náið með nýjum aukaverkunum lyfja. Rannveig segir þó ástæðu til að ítreka að heilbrigðisstarfsmenn og einkum læknar tilkynni auka- verkanir til Lyfjastofnunar. Stað- reyndin sé því miður sú að íslenskir læknar séu mjög óduglegir að til- kynna slíkt. „Þeim ber siðferðisleg skylda til að tilkynna aukaverk- anir,“ segir Rannveig. Slíkum upp- lýsingum sem staðfestar eru af Lyfjastofnun sé m.a. komið á fram- færi í Sérlyfjaskrá sem stofnunin gefur út og í fylgiseðli fyrir sjúk- linga sem fylgir lyfinu. „Þetta er þáttur sem skiptir alla máli og varð- ar neytendavernd og Lyfjastofnun leggur mikla áherslu á,“ segir hún. Naproxen er selt í lausasölu hér á landi og bendir Rannveig á að ekki sé æskilegt að taka lyf af því tagi nema í stuttan tíma og að fólk lesi fylgiseðil lyfsins. Sjúklingar í áhættu- hópi fylgist með BARNASTARF Egilsstaðakirkju hefur nú fyrir jólin safnað eitt hundrað þúsund krónum sem renna til hjálparstarfs. Börnin styrkja hinn 12 ára gamla Kranthi Sagar Bathula á Indlandi til skólagöngu og hafa sl. þrjú ár greitt mánaðarlega 2.050 krónur honum til stuðnings og fjármagnað greiðslurnar t.d. með sýningum, kaffisölu og jólakorta- sölu. 7-9 ára börnin seldu á dögunum jólakort fyrir um 60 þúsund krónur og 10-12 ára börnin fyrir 40 þúsund krónur á einni viku og þykir vel af sér vikið. Það er Lilja Sigurð- ardóttir hjá bókaútgáfunni Berglind sem gefur barnastarfinu jólakortin. Með þessu fé var greitt sem svar- ar til tveggja ára skólagöngu ind- verska drengsins og 50 þúsund krónur til hjálparstarfs í Úganda. Anna Ólafsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sendi börnunum bréf og hrósar þeim mjög fyrir framtakið; að hugsa ekki aðeins til þeirra sem eiga bágt, heldur gera eitthvað í því. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sýna bágstöddum kærleik Egilsstöðum. Morgunblaðið. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur rökstutt ráðningu Ingibjargar Þ. Rafnar í embætti umboðsmanns barna, en fjórir umsækjendur ósk- uðu eftir frekari rökstuðningi eftir að þeim var tilkynnt um skipunina bréfleiðis 3. desember sl. Í rökstuðningnum kemur m.a. fram að Ingibjörg eigi að baki bæði langan og farsælan starfsferil. Í bréfinu sem sent var til allra um- sækjendanna segir m.a.: „Í því skyni var að þessu sinni ákveðið að velja til starfans lögfræðing sem hefði að auki langa og farsæla reynslu af störfum tengdum réttind- um barna og aðbúnaði þeirra. Ingibjörg lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Hún var lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar á árunum 1978–1982 og vann sem lögmaður á árunum 1986–1999 einkum að málum er varða málefni barna og fjölskyldna. Hún var borgarfulltrúi í Reykja- vík á árunum 1982–1986 og sat sem slík í félagsmálaráði, þar af sem for- maður í eitt ár. Auk þess var hún formaður Dagvistar barna 1982– 1985. Þá hefur hún tekið þátt í mót- un löggjafar um málefni barna, bæði laga um fæðingarorlof 1986 og laga um vernd barna og ungmenna 1992.“ Löng stjórnunarreynsla Í bréfinu sem var sent umsækj- endunum til frekari rökstuðnings kom m.a. eftirfarandi fram: „Við mat á umsóknum verður áhersla lögð á að viðkomandi hafi nægilega reynslu og þekkingu á stjórnkerf- inu, atvinnulífinu og þjóðfélaginu al- mennt til að geta stjórnað, skipulagt og unnið sjálfstætt að úrlausn þeirra verkefna.“ Í bréfinu kom ennfremur fram að löng og farsæl starfsreynsla Ingibjargar, þ.á m. af störfum tengdum réttindum barna og aðbúnaði þeirra, hafi þótt skapa henni ákveðna sérstöðu í ljósi þeirra sjónarmiða sem komið höfðu fram. Ráðning um- boðsmanns barna rökstudd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.