Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 18

Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TÍTAN, stærsta tungl Satúrnusar, er mjög dularfullur hnöttur, eina tunglið í sólkerfi okkar sem er með þykkan lofthjúp. Í honum er mikið af lífrænum efnasamböndum og sum þeirra myndu teljast merki um líf væru þau á plánetu eins og okkar. Hvernig mynduðust þessi lífrænu efnasambönd á Títan? Þetta er ein af þeim spurningum sem geimvís- indamenn vona að svör fáist við þeg- ar Huygens-kanninn lendir á Títan um miðjan janúar. Huygens á að losna á jóladag af geimfarinu Cassini, sem er á spor- braut um Satúrnus, og gert er ráð fyrir því að kanninn lendi á Títan 22 dögum síðar. Ferð Cassini og Huy- gens frá jörðu til Satúrnusar tók sjö ár og er samstarfsverkefni geim- rannsóknastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og evrópsku geimvís- indastofnunarinnar ESA. Fari allt að óskum verður Huyg- ens fyrsta geimfarið sem lendir á hnetti í ytra sólkerfinu. Talið er að lofthjúpur Títans líkist á margan hátt lofthjúpi jarðar eins og hann var fyrir um 3.500 millj- ónum ára, áður en líf tók að myndast á plánetu okkar. Niðurstöður rann- sókna Huygens gætu því gefið mik- ilvægar vísbendingar um hvernig líf myndaðist á jörðinni. Í lofthjúpi Títans er aðallega nitur (köfnunarefni) en einnig metan, öðru nafni mýragas, og mörg önnur lífræn efnasambönd. Þetta kemur fram á vefsetri ESA sem varpar einnig fram þeirri spurningu hvort líf sé á Títan: „Lífræn efnasambönd myndast þegar sólarljós eyðir metani. Þar sem sólarljósið eyðir stöðugt metani vekur það spurninguna: hvernig komst metanið í lofthjúpinn? Á jörðinni er það lífið sjálft sem endurnýjar metanbirgðirnar. Metan er auka-afurð efnaskipta í mörgum lífverum. Á jörðinni eru það einföld- ustu líffræðilegu uppsprettur, t.a.m. þær sem tengjast mómýrum, hrís- grjónaökrum og jórturdýrum, sem bæta stöðugt við nýju gasi í staðinn fyrir það sem eyðist við oxun. Gæti þetta þýtt að það sé líf á Títan?“ Þar eru þó ekki góðar aðstæður fyrir það líf sem við þekkjum. Á yf- irborði Títans er 180 stiga frost. Þar getur því ekki verið fljótandi vatn og allar lífverur, sem við þekkjum, þurfa á vatni að halda. Sett hefur verið fram tilgáta um að hitinn á Tít- an hafi í fyrndinni verið nógu mikill – til að mynda vegna áreksturs loft- steins – til að vatn hafi myndast þar og haldist ófrosið í nokkur hundruð eða þúsund ár. ESA telur ekki líklegt að líf geti þrifist á Títan núna. Það veldur á hinn bóginn vísindamönnum heila- brotum hversu mikið er af metani í lofthjúpi Títans. Sett hefur verið fram kenning um að fljótandi metan myndi höf og fljót á eða undir yf- irborði Títans. Svo gæti því farið að Huygens yrði fyrsta geimfarið sem sykki í haf á öðrum hnetti í stað þess að lenda á yfirborði hans. Búist er við að ferðin niður loft- hjúp Títans taki allt að tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma á Huy- gens að senda upplýsingar um loft- hjúpinn til Cassini. Gert er ráð fyrir því að Huygens geti sent upplýs- ingar í 3–30 mínútur eftir að kann- inn lendir, en það er háð því hvar hann lendir, hvert hann snýr og hversu harkaleg lendingin verður. Þremur klukkustundum eftir að Cassini fær fyrstu upplýsingarnar verður geimfarinu snúið í átt til jarðar í því skyni að senda þangað öll gögnin frá Huygens. Er metanið merki um líf á Títan?                              !  "    # $! !    ! %   ! !   && & '! (  !   !   )  ! !(! + !, !   % - ! .!  !  ! (  / (     0 ! ,  -! ! -!   1   23 4  ,!5! 5! ( ! (!   !!% 26!   !    ! !   !(!      5*  ! $78        9:;        987<          =.>7           $.?      !    77?             7! '%  6 ! @  3 AB. $ !&C !   ! !!% D  !    (   $  1   !*   !*  E ! !! %  !  ! !              =  !  , *   !7! F   G! !!! !, !   *!  % *   FF- ! 5 (%- !  -!     H! (!  ( .! * %* !  ! !  7! !  G , !!  ! !!   6 !  ’Niðurstöður rannsóknaHuygens gætu gefið mikilvægar vísbend- ingar um hvernig líf myndaðist á jörðinni.‘  Meira á mbl.is/itarefni FRÖNSKU blaðamennirnir Christ- ian Chesnot og Georges Malbrunot, sem voru látnir lausir í fyrradag eft- ir að hafa verið fangar uppreisnar- manna í Írak í fjóra mánuði, komu til Parísar í gærkvöld þar sem tekið var á móti þeim með pompi og prakt. Flest er þó enn á huldu um þetta mál, til dæmis hverjir höfðu þá í haldi eða hvað varð til þess, að þeim var sleppt. Fjölskyldur tvímenninganna tóku á móti þeim á Villacoublay- herflugvellinum við París og fögn- uðu ákaft lausn ástvina sinna úr prísundinni, margir grétu af gleði við endurfundina. Jacques Chirac forseti var á vellinum auk nokkurra ráðherra og sögðust fréttamenn- irnir þakklátir stjórnvöldum fyrir framlag þeirra til frelsunarinnar. „Við urðum fyrir erfiðri lífs- reynslu, stundum mjög erfiðri,“ sagði Malbrunot við komuna til Par- ísar í gær. Hann sagði þá stundum hafa óttast um líf sitt en bætti við að þeim liði nú vel. Báðir tala Frakk- arnir arabísku og notfærðu sér þá kunnáttu til að reyna að róa ræn- ingjana. „Við gáfumst ekki upp. Það var brýnt að glata ekki skynseminni og sýna auðmýkt,“ sagði Malbrunot. Frakkarnir höfðu eftir ræningjum sínum að þeir væru ekki neinn sér- stakur happafengur en „fengur samt“. Skildu þeir þetta svo að þar sem Frakkar hefðu ekki stutt Íraks- stríðið væru franskir gíslar ekki jafn mikilvægir og t.d. bandarískir. Faldir í pappakössum Malbrunot sagði að þeim hefði um hríð verið haldið föngnum í úthverfi Bagdad en einnig í borgunum Fall- ujah og Latifiyah. Voru þeir fluttir á milli staða í pappakössum á pallbíl; Chesnot sagði þessi ferðalög hafa verið mikla „eldraun“. Voru þeir rígbundnir og einnig bundið fyrir augu þeirra og heyrðu þeir stundum sprengjudrunur á leiðinni. „Martröðinni lokið“ Allir Frakkar fögnuðu með for- seta sínum þegar fréttin um lausn mannanna barst út. „Martröðinni er lokið. Nú getum við aftur farið að lifa eðlilegu lífi,“ sagði móðir Malbrunots og Thierry, bróðir Chesnots, sagði, að nú gæti fjölskyldan átt gleðileg jól. „Það er ekki hægt að fá yndislegri jólagjöf,“ sagði hann. Í yfirlýsingu frá mannræningj- unum, Íslamska hernum í Írak, sem lesin var upp í Al-Jazeera-sjónvarp- inu, sagði, að mönnunum hefði verið sleppt vegna andstöðu frönsku stjórnarinnar við innrásina í Írak og vegna stuðnings þeirra við sjálf- stæða Palestínu. Þá hefði líka verið gengið úr skugga um, að þeir væru ekki njósnarar Bandaríkjamanna. Jean-Pierre Raffarin, forsætisráð- herra Frakka, fullyrti í gær, að ekk- ert lausnargjald hefði verið greitt fyrir mennina enda hefði þess aldrei verið krafist. Frelsi blaðamanna fagnað Fullyrt er að ekkert lausnargjald hafi verið greitt en franskir fjöl- miðlar segja margt á huldu um málið AP „Frjálsir“ var fyrirsögnin í sumum frönsku blaðanna í gær og lausn blaða- mannanna var að vonum aðalfréttaefnið í öllum fjölmiðlum. París. AFP. LÖGREGLAN á Norður-Írlandi sagði í gær, að þeir, sem rændu bankann Northern Bank í Belfast á mánudag, hefðu haft rúmlega 22 milljónir punda, um 2,67 milljarða ísl. kr., upp úr krafsinu. Lögreglan útilokar ekki, að menn úr einhverri hinna vopnuðu sveita á N-Írlandi hafi staðið að ráninu, sem er eitt hið mesta á Bretlandseyjum fyrr og síðar, og er nú að fara yfir myndir úr eftirlitsvélum. Þá leitar hún líka að hvítum sendiferðabíl af dálítið sérstakri gerð. Talið er, að allt að 20 menn hafi tekið þátt í ráninu en það hófst á sunnudag er vopnaðir menn ruddust inn á heimili tveggja bankastarfs- manna og tóku þá og fjölskyldur þeirra í gíslingu. Var fólkið flutt eitt- hvert annað en starfsmönnunum sagt að fara í vinnu á mánudags- morgni eins og ekkert hefði í skorist. Við lokun opnuðu þeir fjárhirsluna fyrir ræningjunum. Var óvenju mik- ið fé í henni vegna jólanna. Fjölskyldum bankastarfsmann- anna var síðan sleppt seint á mánu- dagskvöld heilum á húfi. Milljarða- rán á N-Írlandi Eitt mesta rán á Bretlandseyjum Belfast. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.