Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 44

Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar Davíð Helgason kom til starfa hjá okkur í byggingavörudeild KHB fyrir tæpum tveim árum. Þá var okkur í byggingavör- unni orðið ljóst að áhrifin af virkj- anaframkvæmdunum væru það mikil að við réðum ekki við þau auknu um- svif sem þeim fylgdu. Það var því ekki lítill fengur að fá Davíð nýkominn frá Kaliforníu til að sjá um samskiptin við erlenda verk- taka sem flæddu nú yfir allt. Framkoma hans við viðskiptavini kenndi okkur hinum hvað alúð og vin- semd fá áorkað miklu í viðskiptum. Þarna fór maður með mikla reynslu og þægilega nærveru, sem alltaf hefur aðdráttarafl í verslun eins og okkar. Í manni eins og Davíð fólust verð- mæti fyrir okkur samstarfsfólk hans, þar sem hann nálgaðist verkefnin ávallt með jákvæðu hugarfari og var jafnan bjartsýnn á framtíðina Við er- um þakklát fyrir þann tíma sem Dav- íð var okkur samferða og þann lær- dóm sem við getum dregið af manni eins og honum. Við vottum aðstandendum Davíðs okkar dýpstu samúð Samstarfsfólk í Kaupfélagi Héraðsbúa. Þær voru skelfilegar fréttirnar sem ég fékk frá Íslandi. Davíð er dá- inn. Hvernig á maður að skilja svona? DAVÍÐ HELGASON ✝ Davíð SævarHelgason fædd- ist í Reykjavík 27. janúar 1941. Hann lést á heimili sínu 4. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 17. desember. Maðurinn alltaf svo hress og kátur, kenndi sér hvergi meins. Allt í einu bara farinn. Ég kynntist Davíð og Auði sumarið 1999 þeg- ar þau bjuggu hér í Los Angeles á meðan Auður var við nám. Byrjaði sem heimsókn til að kíkja á tölvuna þeirra, en smám saman þróað- ist út í að þau urðu mér sem fjölskylda. Alltaf gott að koma í heim- sókn og alltaf gaman að fara á golfvöllinn með Davíð. Þetta var eins og að eiga fjölskyldu að heiman. Alltaf kvöldmatur á sunnu- dögum eftir golfið. Ég sem hafði komið hingað einn til að fara í nám og þekkti engan þegar ég kom. Það var ómetanlegt að hafa Davíð og Auði innan handar. Kæri Davíð, þakka þér fyrir sam- verustundirnar, sem voru margar og allar góðar. Blíðari og rólyndari mann hef ég aldrei hitt. Alltaf bros- andi, alltaf jákvæður og þolinmóður og bjartsýnin óbilandi. Minningarnar sem ég á verð ég ávallt þakklátur fyr- ir. Þú gekkst mér nánast í föðurstað og mér fannst alltaf voða gaman þeg- ar einhver á golfvellinum spurði hvort við værum feðgar. Ég skil það ekki alveg að þú sért farinn og finnst eins og ég megi eiga von á símtali eða tölvupósti frá þér hvenær sem er. Auður mín, þakka þér fyrir allt það sem þið voruð mér hérna, fleiri þús- und kílómetra frá fjölskyldunni á Ís- landi. Ég get ekki ímyndað mér hvað þú ert að ganga í gegnum. Missir þinn er mikill. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og vona að ykkur veitist styrk- ur á þessum erfiðu tímum. Þór Melsteð. Með sorg í hjarta kveðjum við nú góðan dreng og frænda sem lést af slysförum hinn 4. desember. Þegar við lítum til baka og rifjum upp þegar hann kom til okkar, fallegur ungur piltur, ljós yfirlitum, hæglátur, prúður, glett- inn þegar það átti við, í stússí bux- um og húfu, sem hann skildi aldrei við sig. Elvar dvaldi og vann hjá okkur í nokkra mánuði þegar hann var á átjánda ári, var hann bæði duglegur og stundaði sína vinnu af kostgæfni, tók því sem að höndum bar með æðruleysi. Elvar var dulur að eðlisfari og ræddi ekki sínar til- finningar við hvern sem var en sagði hann okkur sína framtíðarsýn að hann langaði að læra bæði á tón- listarsviði og myndlist því hann var mjög listrænn. En oft er lífið öðru- vísi en væntingarnar. Undanfarna daga hefur hugur okkar verið hjá Elvari og koma þá margar minningar upp um þennan ljúfa pilt, sem hafði gaman af því að ræða við sér eldra fólk. Við minn- umst þess að hann sagði okkur frá því að þegar hann var lítill strákur, hafði hann gaman af því að fara í heimsókn til afa og ömmu á Krókn- um þegar stórfjölskyldan kom sam- an og hitta frændsystkinin sín, sem eru allmörg og var þá oft glatt á hjalla. Eins talaði hann um það hve vænt honum þætti um pabba sinn og mömmu, Þráin bróður sinn og litlu systir sína hana Sunnu. Lífið á stundu sem þessari er svo erfitt að margt sem maður vildi segja getur maður ekki komið frá sér með góðu móti. En á mann leit- ar spurningin um tilgang lífsins og er þá fátt um svör. Elsku Teddi, Lóa, Þráinn og Sunna, Guð gefi ykkur styrk. Sigríður, Þorsteinn og börn. Elvar minn, elsku vinur, það er svo hrikalega sárt að hafa misst þig að engin orð fá því lýst. Ég mun alltaf sakna þín. Ég hugsa stöðugt um fortíðina núna. Þegar við skár- um sár í lófann á hvor öðrum í æsku og tókumst í hendur til að verða blóðbræður, ég skar þig of djúpt, manstu, og við þurftum að spritta allt heila klabbið, svo seinna gerð- um við alltaf grín að þessu og köll- uðum okkur sprittbræður. Allar endalausu uppreisnarhugmyndirn- ar og teikningarnar sem stærð- fræðibækurnar okkar voru alltaf fullar af. Allar brettastundirnar og meiðslin sem þeim fylgdu. Þegar við lærðum á bíl saman og rifumst svo alltaf um hver drap oftar á bíln- um. Þegar við bjuggum í Noregi og suðum borðtuskurnar í pulsupott- inum, því við vildum ekki nota þvottavélina hjá fúla karlinum á efri hæðinni, manstu eftir Stian og hremmingunum sem við lentum í um nóttina út af geitungnum? Vá! hvað við hlógum, allar pöddurnar sem gerðu okkur lífið leitt. Allar heimspekipælingarnar, saman pældum við nánast í öllum ráð- gátum lífsins, dauðanum líka, við vorum stundum eins og einn hugur, skildum alltaf hvor annan strax. Við lentum í svo ótrúlega mörgum æv- intýrum á þessum tíma sem við fengum saman að það væri hægt að skrifa heila bók um það, frá því þeg- ar við vorum 12 ára guttar og þang- að til að veröldin reif þig á grimman hátt frá okkur öllum. Ég held að það sé ekki hægt að finna skemmti- legri persónu heldur en þú varst á góðum degi, húmorinn og ímynd- unaraflið alveg ótrúlegt, þú náðir líka alltaf að draga fram skoðanir ELVAR FANNAR ÞORVALDSSON ✝ Elvar FannarÞorvaldsson fæddist á Sauðár- króki 18. júní 1983. Hann lést af slysför- um á heimili sínu að morgni 4. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauðárkrókskirkju 11. desember. manns á öllum litlu hlutunum sem maður hefði ekki annars pælt í. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og eiga allar þess- ar óteljandi minningar og tilfinningarnar sem þær vekja. Við áttum okkur alls konar drauma og vonir sam- an. Allar stundirnar sem ég átti með þér verða alltaf partur af mér, þú verður alltaf partur af mér. Síðustu orð þín til mín munu bergmála í huga mínum um ókomna tíð og ég vona að mín bergmáli þar sem þú ert núna. Þinn vinur, Pétur Árni. Elsku vinur. Það er okkur mjög erfitt að þurfa að setjast niður og skrifa minning- argrein um þig. Þú fórst frá okkur alltof fljótt, það er nokkuð víst. Þú varst alltaf svo glaður, svo ánægður með lífið og kunnir alltaf að koma manni í gott skap á hvaða stund sem er. Það er ekki hægt að gleyma því þegar þú og fjölskyldan fluttuð í Hvannahlíðina til okkar. Þið Þráinn komust strax í hópinn hjá okkur og til varð óslítanlegur vinskapur í mörg ár. Á unglings- aldri fluttir þú suður og höfðum við lítið samband við þig, en þú snerir fljótlega aftur til okkar á Sauðár- krók og þá var eins og ekkert hefði í skorist, við vorum alltaf sömu gömlu vinirnir. Það eru svo margar minningar sem hafa farið í gegnum huga manns síðustu daga. Maður gleymir ekki þegar við bjuggum til risasnjóhús fyrir utan húsið þitt, eða þegar við vorum heima hjá Davíð að berjast með pullum í kjall- aranum. Þetta voru tímar sem gleymast aldrei og munu geymast í hjarta okkar alla tíð. Við erum svo þakklátir fyrir að hafa fengið þau forréttindi að kynn- ast þér og fjölskyldu þinni. Þegar við munum hugsa um æsku okkar í framtíðinni, þá verður þú alltaf stór partur af henni, elsku vinur. Við sjáumst seinna á betri stað, þar sem við getum fengið tækifæri til að ræða saman um æsku okkar og góðu tímana. Við viljum senda Lóu, Tedda, Þráni og Sunnu innilega samúðar- kveðju, og vonumst til að þið styrk- ist og takið á sorginni saman. Strákarnir í Hvannahlíðinni. Brynjar, Hákon, Kolbeinn og Davíð. Síðustu dagar hafa verið einstak- lega skrítnir og sorglegir án þín. Ég hef verið að rifja upp allar þær ynd- islegu minningar sem við eigum saman og man ég sérstaklega eftir fyrsta skiptinu sem við lékum okk- ur saman. Ég var nýfluttur á Sauð- árkrók og þú komst með pabba þín- um í heimsókn til okkar. Við vorum bara smákríli, rétt orðnir ellefu ára, og höfðum báðir það skemmtilega áhugamál að safna DI Joe-köllum og varð það til þess að við smullum saman strax frá byrjun. Mig langar til að þakka þér fyrir að taka mér eins og ég var og hjálpa mér að falla inn í hópinn. Þú varst alltaf vinur í raun og ég vona að ég hafi sýnt þér hversu vænt mér þótti um þig. Ég mun aldrei gleyma öllu því sem við gerðum saman, fórum með fjöl- skyldum okkar saman til Kanar- íeyja, héldum ferminguna okkar saman, vorum saman í bekk, unnum saman og allt hitt. Jólin eiga eftir að verða skrýtin án þín, við höfum allt- af hist heima hjá ömmu í kvöldkaffi á aðfangadagskvöld og farið svo eft- ir það heim til mín eða þín, nú fer ég víst einn heim en ég veit að þú ert alltaf hjá mér. Elsku Lóa, Teddi, Þráinn og Sunna, ég samhryggist ykkur inni- lega. Guð veri með ykkur. Óskar Þorgils Stefánsson. Guðmundur í Akur- gerði átti við vanheilsu að stríða undanfarna mánuði en hafði ætíð betur, þangað til 10. desember er hann lést. Guðmund- ur var einn sá fyrsti sem byggði á Flúðum, það var rétt um 1950 sem hann og kona hans Hrefna Ólafsdóttir byggðu hús sem þau nefndu Akur- gerði. Þá voru Flúðir ekki þorp eins og í dag, aðeins barnaskóli, sundlaug og tvö íbúðarhús. Hann fylgdist því vel með þeirri uppbyggingu sem varð en nú er svo komið að tæpur helm- ingur íbúa Hrunamannahrepps býr í þéttbýlinu á Flúðum. Guðmundur stundaði akstur vörubíla fyrst og framan af í verktakavinnu en síðan vöruflutninga fyrir íbúa sveitarinnar og nágrannasveitarfélaganna. Var hann með fastar ferðir til Reykjavíkur tvisvar, þrisvar í viku og flutti áburð og fóðurvörur til bænda og grænmeti á markað í Reykjavík, auk þess alls konar smávöru sem til féll. Oft var er- ilsamt að sinna smákvabbi við útrétt- ingar og koma pökkum til skila en það var sama hvað hann var beðinn um, öll vandamál leysti hann með prýði. Þeg- ar þéttbýlið fór að stækka sáu menn að nauðsynlegt var að stofna hitaveitu því nóg var af heitu vatni og því þurfti að dreifa á hagstæðan hátt. Guð- mundur var frumkvöðull við stofnun Hitaveitu Flúða og nágrennis og var gjaldkeri hennar fram á síðustu ár. Þegar Guðmundur hætti vöruflutn- GUÐMUNDUR SIGURDÓRSSON ✝ Guðmundur Sig-urdórsson fædd- ist í Götu í Hruna- mannahreppi 5. september 1921. Hann andaðist á Landspítala, Foss- vogi föstudaginn 10. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hrunakirkju 16. desember. ingaakstri gerðist hann húsvörður í Félagsheimili Hrunamanna. Hann var vel kunnugur rekstri fé- lagsheimilisins því hann var gjaldkeri við bygg- ingu þess og síðar í hús- nefnd þar sem hann gegndi einnig gjaldkera- starfi til margra ára. Húsvarðarstarfið er eril- samt og bindandi en það leysti Guðmundur af mik- illi prýði. Hann setti metnað sinn í að hafa hús- ið sem allra snyrtilegast og gætti þess að notendur fyndu ávallt að þeir væru velkomnir í húsið. Ég held að varla sé hægt að hugsa sér betri húsvörð en Guðmund því lík var natni hans og umhyggja fyrir húsinu og að reksturinn gengi vel, ásamt því að gestir væru ánægðir. Guðmundur starfaði mikið með Ungmennafélagi Hrunamanna ekki síst með leikhópn- um þar sem hann flutti leiktjöld og sá um miðasölu. Söngmaður var hann með ágætum og söng meðal annars í Kirkjukór Hrunasóknar fram á síð- ustu ár. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa náið með Guðmundi á hans efri árum. Ég var oddviti sveit- arinnar með skrifstofu í félagsheim- ilinu. Guðmundur var gjaldkeri hita- veitunnar sem var orðin eign sveitarfélagsins. Hann sinnti gjald- kerastörfum að hluta til á skrifstofu sveitarinnar og fór að aðstoða mig við eitt og annað sem til féll. Koma bréf- um í póst og ýmislegt smálegt. Ef ég þurfti að bregða mér frá og þótti vont að skilja eftir mannlausa skrifstofu var hann ávallt tilbúinn að taka vakt- ina og leysa brýn vandamál. Það var hluti af tilverunni að hafa Guðmund nálægan enda lítið um að hvor okkar um sig vissi ekki nokkurn veginn hvar hinn var að finna. Eftir að skrifstofan flutti í Akurgerði 6 hélst þetta sam- band óbreytt og var svo uns ég lét af störfum. Það var ómetanlegt að hafa Guðmund við hlið sér, jafn nákvæman og samviskusaman og hann var. Aldr- ei vildi Guðmundur þiggja laun fyrir þessa greiðasemi við mig. Að leiðarlokum þakka ég innilega samstarfið og hjálpsemina. Að fá að starfa með og kynnast náið manni eins og Guðmundi eru forréttindi sem ber að þakka og gott er að ylja sér við minningu um góðan dreng. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Tryggvi, Ármann og fjölskyldur! Við Hanna og fjölskylda okkar sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Loftur Þorsteinsson. Kveðja frá félagi eldri Hrunamanna Félagsstarf eldri borgara í Hruna- mannahreppi sem er öflugt og fjöl- þætt er fyrst og fremst að þakka áhugasömum einstaklingum og öfl- ugri forystu. Guðmundur í Akurgerði var einstaklega áhugasamur um starf eldri borgara og sat lengi í stjórn fé- lagsins, þar sem hann sá um fjármálin af sinni alkunnu natni og nákvæmni. Hann var manna ötulastur við að halda saman félagslífi í kjallara Heimalands og spilaði brids við góða félaga. Ferðalög eldri borgara eru vinsæl og naut Guðmundur sín vel í þeim hópi. Hann var manna dugleg- astur við að skipuleggja ferðirnar, panta gistingu, rútu og annað sem til þurfti, enda hagsýnn og náði ávallt góðum kjörum. Hann taldi aldrei eftir sér að vinna fyrir félagið, enda ósér- hlífinn og hjálpsamur að hverju sem hann gekk. Vegna fjarveru á sjúkra- húsi í haust gat Guðmundur ekki sótt félagsstarf í kjallaranum eins og áður, þó gafst tækifæri til að grípa í spil og taka þátt í jóðaboði Hótels Flúða þá daga sem hann fékk að vera heima áð- ur en kallið kom. Félag eldri Hrunamanna þakkar Guðmundi innilega störf hans í þágu félagsins á undanförnum árum og sendir aðstandendum samúðarkveðj- ur. Stjórn félags eldri Hrunamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.