Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 31
UMRÆÐAN
UMRÆÐA um flugvöll í Reykjavík
er nú hafin að nýju. Á hann að vera
eða fara? Umræðan virðist einskorð-
ast við það að Reykjavíkurborg ásæl-
ist byggingarlandið.
Ein af rökunum fyrir
því eru að það sé að
verða svo langt fyrir
borgarbúa niður í mið-
borg, þeir verði að fá
að búa í Vatnsmýrinni
– í „102 Reykjavík“.
Það sé farið að taka þá
jafnlangan tíma að
keyra að flugvellinum
eins og nemur flugtíma
á áfangastað innan-
lands.
Og sumir spá því
meira að segja að inn-
anlandsflug muni leggj-
ast af. Rökin: Það tekur
„ekki nema“ 4 klukku-
stundir að keyra til Ak-
ureyrar. Ég minni á að
Akureyri er ekki á endi-
mörkum hins byggilega
Íslands og hvenær
myndu höfuðborg-
arbúar láta bjóða sér að
„skreppa“ á fund á Ak-
ureyri með ferðatíma
upp á 8 klukkustundir?
Þetta eru léttvæg rök
og lítið málefnaleg.
Flestar höfuðstöðvar
íslenskrar stjórnsýslu,
viðskipta- og fjármála-
lífs, opinberrar þjónustu og einkageir-
ans eru í Reykjavík. Það leiðir af sér
að þar er meginþorri allrar starfsemi,
þar er hringiðan. Sem aftur leiðir af
sér að þar eru flestir fundir og ráð-
stefnur sem þó eru ætlaðar lands-
mönnum öllum. Ef til vill er óþarfi að
benda lesendum á að fulltrúar t.d.
stjórnsýslu og viðskiptalífs utan höf-
uðborgarsvæðisins sækja svona sam-
komur – en ég geri það nú samt því
ekki virðist vanþörf á. Og sóknin er
gagnkvæm því ég veit ekki betur en
stundakennarar við Háskólann á Ak-
ureyri, svo dæmi sé tekið, fljúgi gjarn-
an til þeirra starfa sinna, mæti t.d. að
morgni og séu komnir heim aftur jafn-
vel um hádegið eða seinni partinn.
En tökum nú dæmi um sveit-
arstjórann í Þingeyjarsveit sem á að
mæta á fund í Reykjavík og langar til
að vera kominn heim í faðm fjölskyldu
sinnar að kvöldi: Hann ekur til Ak-
ureyrar (45 mín.), er mættur þar hálf-
tíma fyrir brottför (30 mín.), flýgur til
Reykjavíkur (45 mín.) og ekur innan
borgar (10 mín.). Samtals ferðatími á
einn fund: 130 mínútur eða ríflega 2
klukkustundir. Aðra
leiðina. Samtals 260
mínútur báðar leiðir:
Fjórar klukkustundir og
tuttugu mínútur í ferða-
tíma til þess að skreppa
á fund í Reykjavík.
„Gúbbevares!“ Finnst
ekki jafnvel sumum
langt að fara á fund úr
Reykjavík til Hafn-
arfjarðar! Og þetta
dæmi um sveitarstjór-
ann í Þingeyjarsveit er
alls ekki það versta. Hér
norðan og austan við
mig er stjórnsýsla og
starfsemi sem á miklu,
miklu lengra að sækja.
Það tilkynnist hér
með yfirvöldum í
Reykjavík, höfuðborg-
inni sjálfri, að nú þegar
vex mörgum okkar, sem
búum utan höfuðborg-
arsvæðisins, gríðarlegur
ferðatími í augum – við
erum þvert á móti að
reyna að fá hann styttan
m.a. með Vaðlaheið-
argöngum sem verða að
komast á dagskrá hið
allra fyrsta og jafnframt
viljum við koma nú þeg-
ar í notkun afar góðum flugvelli í Að-
aldal.
Ég mótmæli því að bætt verði enn
við ferðatíma okkar sem viljum nýta
innanlandsflugið, t.d. 30–40 mínútum
hvora leið til Keflavíkur. Reykjavík er
höfuðborgin okkar allra. Og hún verð-
ur að rísa undir því sæmdarheiti og
þeim skyldum sem því fylgja gagnvart
öðrum Íslendingum á öllum sviðum,
ekki síst í grundvallaratriðum eins og
samgöngumálum.
Sem betur fer hefur samgöngu-
ráðherra reynst okkur skoðanabróðir
í þessu máli. Ég fagna því og hvet
hann til að halda staðfestu sinni í mál-
inu. Flugvöllurinn veri!
Reykjavíkur-
flugvöllur veri!
Jóhann Guðni Reynisson fjallar
um Reykjavíkurflugvöll
Jóhann Guðni
Reynisson
’Sem betur ferhefur samgöngu-
ráðherra reynst
okkur skoðana-
bróðir í þessu
máli. Ég fagna
því og hvet hann
til að halda stað-
festu sinni í
málinu. ‘
Höfundur er sveitarstjóri
Þingeyjarsveitar og formaður
Héraðsnefndar Þingeyinga.
HEIMSPEKI († -is í samsetn-
ingum) KVK 1 heimsp. Fræði sem
miða að skilningi á tilverunni og
stöðu mannsins í henni, einkum á
forsendum og lögmálum þekkingar,
gildismats og athafna. ... (Íslensk
orðabók, bls 563.
Þriðja útgáfa. Edda
2002.)
Kæra Ásdís.
Það er gott til þess
að hugsa að þú sért
að nema þau miklu
fræði sem heimspeki
augljóslega er. Á
heimasíðu Háskóla
Íslands, heim-
spekiskor (www.hi.is/
pub/heimspekiskor/
kynning) má sjá að
heimspekin býður
upp á ýmislegt sem
gott er að nema. T.d. segir neð-
arlega á þeirri síðu að heimspekin
agar hugsunina og gefur útsýn yfir
tilveruna, veitir þjálfun í að greina
og skrifa texta, ræða og skýra hug-
myndir...
Ég er ekki heimspekimenntaður.
Ég hef hinsvegar afskaplega gam-
an af því að hugsa gagnrýnið. Þá á
ég ekki við að ég sé í hugsun minni
að gagnrýna eitthvað, heldur að ég
gagnrýni hugsun mína. Ég reyni
(kannski af veikum mætti) að velta
fyrir mér af hverju og hvers vegna
mér finnist hitt eða þetta um þau
mál sem ég þreyti heila minn á.
Mjög oft kemst ég að því að uppi-
staðan að skoðun minni á tilteknu
efni er byggð á ræðum og ritum
annarra. Ef efnið stendur mér
nærri, reyni ég að leita sem víðast
fanga til að geta dregið mínar eigin
ályktanir. Þess vegna las ég grein
þína í Morgunblaðinu föstudaginn
17. desember, undir yfirskriftinni
Mývatnssveit verði gerð að þjóð-
garði.
Í Mývatni er, réttilega, viðkvæmt
lífríki með fjölda áhrifaþátta. Því er
einnig svo farið um umhverfi þess.
Í mínum huga er fólk ekki síður
hluti af náttúrunni. Og sem hluti af
náttúrunni þá höfum við áhrif á
það umhverfi sem við búum í. Sem
viti bornar skepnur höfum við getu
til að vega og meta. Umdeilt er
hver röskun kísilgúrnáms úr Mý-
vatni er. Það er líka umdeilt hvað
verður um Mývatn ef ekki er dælt
úr vatninu. Kísilgúr er hvergi ann-
ars staðar unninn úr stöðuvatni
heldur úr uppþornuðum vötnum
eða námum. Á það fyrir Mývatni
að liggja að þorna upp? Svo mun
líklegast verða þó ekki séu allir
sammála um hversu
langan tíma það taki.
Sumir náttúruvernd-
arsinnar segja það leið
náttúrunnar og sé því
eðlileg. Ég segi aftur,
maðurinn er hluti af
náttúrunni og áhrif
hans því náttúruleg.
Ég geri ráð fyrir að
eitthvað í lífríki Mý-
vatns skaðist af því
ferli sem dæling botn-
falls hefur í för með
sér. En með þeirri
röskun sköpum við líka
tækifæri fyrir fólk að lifa í nánu
sambýli við eina stórkostlegustu
náttúruperlu sem jörðin hefur
skapað. Ég vil fullyrða að þorri
þeirra sem þar búa geri sér grein
fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að
búa við Mývatn, líka hún Guðrún
María oddviti Skútustaðahrepps.
Það vill svo til að oddviti er lýð-
ræðislega kjörinn fulltrúi fólksins í
Skútustaðahreppi. Sem slíkum ber
honum að standa vörð um hags-
muni þess fólks sem sveitina bygg-
ir. Kísiliðjan við Mývatn var nátt-
úruvæn verksmiðja. Raforkan sem
notuð var við vinnsluna gerist ekki
náttúruvænni. Gufuaflsvirkjun
steinsnar frá. Útblásturinn, vatns-
gufa sem steig upp innanum gufu-
stróka svæðisins.
Kísilgúr er til margra hluta nyt-
samlegur. Þar á meðal til síunar
vökva eins og bjórs, léttvína og
matarolíu. Þá er efnið notað í
snyrtivörur og til lyfjagerðar. Kísill
sem ekki fæst úr setlögum Mý-
vatns verður því fenginn með
vinnslu úr uppþornuðum stöðuvötn-
um eða námugreftri á og undir yf-
irborði jarðar. Til þeirrar vinnslu
þarf mikla orku og mikið jarðrask.
Skyldi sú orka vera jafn nátt-
úruvæn og sú sem fæst úr Bjarnar-
flagi? Skyldi jarðraskið vera minna
og valda minni skaða en dæling úr
Mývatni?
Við búum í neysluþjóðfélagi, Ás-
dís. Kröfuhörðu um þau gæði sem
nútíma tækni hefur skapað. Mun-
aðurinn kostar ekki bara fjármagn
heldur líka röskun á umhverfinu
sem maðurinn býr í. Jörðinni. Það
er því hræsni af þinni hálfu að
kalla álver neyðarbrauð fyrir sið-
menntaðar þjóðir. Hverjir ætli séu
mestu notendur áls? Það skyldu þó
ekki vera þessar svokölluðu sið-
menntuðu þjóðir. Ég og þú. Og svo
allir hinir sem eru að setja enn eitt
metið í innflutningi nýrra bíla,
munaðarvara og ferðum til útlanda.
Við erum þátttakendur í því að
mergsjúga auðævi jarðarinnar og
vogum okkur í sömu andrá að
krefjast þess að ekki sé skert eitt
strá í því yndislega umhverfi sem
við erum svo lánsöm að hafa fæðst
í. Orkan sem býr í og rennur um
landið sem við byggjum er hrein.
Það að beisla orkuna kostar rask á
umhverfi. Umbreyting orku til
hagsbóta fyrir fólkið í landinu er
oft mengandi. Við skulum þó hafa
hugfast, Ásdís mín, að framleiðsla
áls með þeirri orku sem við höfum
uppá að bjóða er hnattrænt mun
vænna en með orku úr olíu, kolum
eða kjarnorku. Ál verður framleitt
vegna ásóknar siðmenntaðra þjóða
í ál og kísill unninn vegna neyslu-
venja þeirra. Það að loka á þessa
framleiðslu hér á landi og halda að
við séum að leysa mengunarvanda
er mikill misskilningur. Að ætla
öðrum þjóðum að taka á sig allan
sóðaskapinn af líferni okkar er
álíka yfirlætislegt og tónninn í lok
greinar þinnar um Pólverja og aðra
menningarsnauða sveitamenn og
búrhænsn.
Gangi þér vel í náminu, Ásdís
mín. Ég vona að heimspekin veiti
þér víðsýni og losi hugsun þína úr
einstefnu þröngra stræta í 101.
Opið bréf til
Ásdísar Arthursdóttur
Þór Gíslason fjallar um
kísilgúrnám úr Mývatni í svari
til Ásdísar Arthursdóttur,
heimspekinema við HÍ
’Það að loka á þessaframleiðslu hér á landi
og halda að við séum að
leysa mengunarvanda
er mikill misskilningur.‘
Þór Gíslason
Höfundur er ljósmyndari.