Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 53
MENNING
færa þér jólin!
Canon
og Sony
MYNDAVÉL – PRENTARI - SKJÁIR
Glæsileg jólatilboð - Aðeins í verslun Nýherja
Canon Powershot A310
• 3.2 milljón punktar/pixlar.
• 5.1x stafrænn aðdráttur.
• Þriggja mín. kvikmyndaklippur með hljóði.
• Auðveld í notkun.
Listaverð 19.900 kr.
17” Sony HS TFT skjár
• Ótrúleg myndgæði með
X-Black tækni frá Sony.
• 1280x1024.
• 16ms svartími gerir hraða
grafík betri.
• 3 ára ábyrgð.
Verð 61.900 kr.
19” sony HS TFT skjár
• 1280x1024.
• 25ms svartími gerir hraða
grafík betri.
• X-Brite tryggir meiri birtu.
• 3 ára ábyrgð.
Verð 77.900 kr.
Stafræn myndavél á aðeins
14.900 kr.
Canon i905d
• 6 hylkja 4800 x 1200 punkta upplausn.
• Single Ink tækni sem lækkar
rekstrarkostnað.
• Hraðvirk rammalaus prentun.
• Lítill skjár til að skoða
myndir af myndavélakorti.
• Prentar á geisladiska.
Jólatilboð 22.900 kr.
Listaverð 29.900 kr.
Hagkvæmur hágæða
prentari fyrir heimilið
Ve
rð
gi
ld
a
á
m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
.
Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is
Þú
sparar
kr.
5.000
Þú
sparar
kr.
7.000
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað og
jóga kl. 9, boccia kl. 10, myndlist kl. 13,
videohornið kl. 13.30.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14
opin handavinnustofa, kl. 11.15–12.15
matur, kl. 15–15.45 kaffi.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrif-
stofa félagsins verður lokuð í dag, Þor-
láksmessu, og á morgun, aðfangadag.
Furugerði 1 | Starfsfólk Furugerðis 1
óskar íbúum og gestum félagsstarfs,
gleðilegra jóla.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna – bútasaumur, perlusaumur,
kortagerð, hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl.
12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15
kaffi.
Hraunsel | Félag eldri borgara í Hafn-
arfirði óskar ykkur öllum gleðilegrar
hátíðar. Starfsemin liggur öll niðri þar
til 5. janúar. Áramótadansleikur verð-
ur fimmtudaginn 30. des. kl. 20.30
með ásadans og happdrætti. Caprí
Tríó leikur fyrir dansi.
Hvassaleiti 56–58 | Skötuveisla – há-
degismatur frá kl. 11.30. Böðun virka
daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir – hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf.
Listasmiðja og Betri stofa opin kl. 9–
12. Þorláksmessuskata kl. 11.30,
skemmtiatriði. Hárgreiðslustofa s.
568–3139. Fótaaðgerðarstofa s. 897–
9801. Starfsmenn Hæðargarðs senda
landsmönnum öllum sínar bestu jóla-
óskir. S. 568-3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl.
9–10 boccia, kl. 10.15–11.45, enska, kl
10.15–11.45 spænska, kl 11.45–12.45
hádegisverður, kl 13–14 leikfimi, kl. 13–
16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12.
Garðasókn | Bæna- og kyrrðastundin
fellur niður í kvöld, en verður næst
fimmtudaginn 30. desember 2004.
Guð gefi ykkur gleðileg jól.
Grafarvogskirkja | „Morgunstund gef-
ur gull í mund Morgunstundir alla virka
daga aðventunnar kl. 07.00. Hver
stund samanstendur af ritningarlestri,
hugleiðingu og bæn og tekur um 10–15
mín. Gefa fólki tækifæri til að eiga frið-
ar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar.
Morgunverður í safnaðarsal að helgi-
haldi loknu.
Háteigskirkja | Við óskum ykkur öllum
gleðilegra jóla og góðs nýs árs. Öll
starfsemi liggur niðri til 10. janúar. Við
munum dansa kringum jólatréð hinn
6. janúar frá 14 til 16. Þorvaldur Hall-
dórsson stjórnar.
Kristniboðssambandið | Kristniboðs-
sambandið þiggur með þökkum um-
slög og frímerki af jólapóstinum. Þau
eru seld til ágóða fyrir kristniboðs- og
hjálparstarf í Afríku. Móttaka er við
sölubás Kristniboðssambandsins á 2.
hæð Kringlunnar, í húsi KFUM og K á
Holtavegi 28 og Glerárgötu 1 á Ak-
ureyri, svo og í sumum kirkjum.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
Í réttri röð.
Norður
♠ÁG42
♥2
♦ÁDG5
♣Á943
Suður
♠K953
♥ÁK9
♦94
♣KD106
Suður verður sagnhafi í sex spöðum
og fær út hjartadrottningu. Hvernig er
best að spila?
Trompliturinn er kunnuglegur. Ef
vörnin má engan slag fá á spaða er hin
tæknilega rétta leið sú að spila litlu á
gosann. Það gefur 37% vinningslíkur.
Málið horfir allt öðru vísi við ef sagn-
hafi hefur efni á því að gefa slag á
trompið. Þá er spurningin sú hvernig
hann ver sig gagnvart því að gefa tvo
slagi. Í því tilfelli er best að taka fyrst á
ásinn og spila svo litlu að K9x og
„svína“ níunni ef austur fylgir lit. Með
því móti má ráða við D10xx í austur. Ef
austur reynist eiga einspil í trompi, fer
sagnhafi upp með kónginn og spilar að
gosa blinds. Þá má vestur hafa byrjað
með D10xx.
Norður
♠ÁG42
♥2
♦ÁDG5
♣Á943
Vestur Austur
♠8 ♠D1076
♥DG876 ♥10543
♦K1087 ♦632
♣852 ♣G7
Suður
♠K953
♥ÁK9
♦94
♣KD106
Þessi öryggisspilamennska byggist
á níunni heima. En áður en sagnhafi
getur leyft sér að spila trompinu svo
gætilega verður hann að kanna „fjár-
hagsstöðuna“ – og það gerir hann með
því að svína fyrir tígulkóng í öðrum
slag. Þegar svíningin heppnast mynd-
ast svigrúm til að spila trompinu af ör-
yggi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Hlutavelta | Þessir duglegu drengir,
Elmar Örn Gunnarsson og Gunnar
Axel Böðvarsson, héldu tombólu til
styrktar Rauða krossi Íslands og
söfnuðu þeir 2.782 kr.
Morgunblaðið/Ingibjörg
BÓKAFLOKKURINN Norræn
sakamál er orðinn snar þáttur í ís-
lenskri (jóla)bókaútgáfu og er nú
fjórða bókin í þessum flokki komin
út. Að venju eru
það lög-
reglumenn sem
segja frá málum
sem til rann-
sóknar hafa verið
og fengið hafa
dómsmeðferð.
Allt að helm-
ingur sagnanna
er íslenskur og
ekki er hægt að segja annað en að
stór og áhugaverð mál séu til um-
fjöllunar nú sem endranær. Þó hafa
nokkur smámál ratað inn í þessar
bækur líka.
Skeljungsránið 1995 sem upplýst-
ist að lokum í fyrra fær ítarlega
umfjöllun og sömuleiðis þrjú önnur
nýrri íslensk mál.
Hvort heldur sem litið er á ís-
lensku eða erlendu sögurnar er af-
ar forvitnilegt að lesa um málin út
frá sjónarhóli rannsakendanna
sjálfra. Úr því að maður hefur gam-
an af lestri glæpareyfara er mjög
áhugavert að lesa Norræn sakamál
samhliða, svona til að halda manni
niðri á jörðinni. En það er þó ekki
eins og Norræn sakamál sé neinn
keppinautur reyfara, enda leggja
lögreglumennirnir lítið upp úr því
að skapa spennu hvað þá að láta
frásagnir sínar lúta annarskonar
lögmálum skáldskapar. Ég vil leyfa
mér að halda því fram að tilgang-
urinn sé einkum að fræða lesendur
um lögreglumál en ekki skemmta
þeim. Þó eru skondnar hliðar á lög-
reglustarfinu líka. Ég man eftir
einni skemmtilegri lögreglusögu
eftir Ómar Smára Ármannsson að-
stoðaryfirlögregluþjón (NS 2002)
og annarri eftir Jónas Magnússon
rannsóknarlögreglumann (NS
2003).
Allt um það. Málin eru að þessu
sinni sem fyrr úr ýmsum brota-
flokkum, auðgunarbrot, manndráp,
hryðjuverk, vændi og kynferð-
isbrot. Eitt svakalegasta málið er
reifað í Morðunum þremur á Orde-
rud-býli eftir Frank Gander frétta-
stjóra hjá Verdens Gang. (Hvers
vegna skrifaði ekki lögreglumaður
um málið?) Einnig er feiknaþéttur
sagnaþáttur aftast í bókinni um
hryðjuverk eftir Per Larsen yf-
irlögregluþjón í Kaupmannahöfn.
Birgir Sigmundsson lögreglu-
fulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er
með góða frásögn sem hann kallar
Svikavef, furðulegt mál þar á ferð-
inni. Annars eru íslensku sögurnar
mjög jafnar að gæðum og efni.
Engin einstök saga skarar fram úr
eins og raunin var í NS 2002 með
framlagi Jóhannesar Sigfússonar
hjá Akureyrarlögreglunni. Besta
saga bókarinnar er að mínu mati
Morris leigubílstjóri eftir Piiu Rin-
tala, rannsóknarlögreglumann í
Åbo. Ástæðan er sú að frásögnin er
á persónulegum nótum og ekki eins
þurr og margar af þessum sögum.
Það var kærkomið að fá eina svona
í safnið. Sakamálið sjálft er ekki
það stærsta í bókinni en frásögnin
gerir það líklega að verkum að
Morris leigubílstjóri er eft-
irminnilegasta sagan. Annars er
það umhugsunarefni hvað fáar kon-
ur skrifa í Norræn sakamál. Af
þeim 50 sögum sem ég hef lesið frá
2002 eru tvær konur meðal höf-
unda. Báðar erlendar.
Af morðum
og vændi
BÆKUR
Sannar sakamálafrásagnir
Útgefið af Íþróttasambandi
lögreglumanna á Norðurlöndum.
Íslenska lögregluforlagið 2004.
Norræn sakamál
Örlygur Steinn Sigurjónsson
AÐDÁENDUR lágstemmdrar
og þenkjandi tónlistar ættu
að leggja leið sína í Plötubúð
Smekkleysu í dag, en þá
munu hljómsveitirnar Amina
og Tenderfoot leika fyrir
gesti.
Amina, sem gaf nýverið út
skífuna Animamina kemur
fram kl. 17. Tenderfoot kynna
síðan nýútkomna plötu sína
Without Gravity kl. 20.
Hefðin hefur verið sú að
hljómsveitir leiki í plötubúð-
inni á föstudögum og laug-
ardögum, en þar sem þessir
dagar hitta nákvæmlega á
jólahátíðina var ákveðið að
færa tónleikana á gærdaginn
og daginn í dag.
Amina og Tenderfoot í Smekkleysu
Morgunblaðið/Árni Torfason