Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGAMUNUR í desember er yf-
irskrift árlegra aðventutónleika Óp-
erukórsins í Reykjavík, sem áður
var Kór Íslensku
óperunnar. Tón-
leikarnir hafa
alla jafna þann
aðdraganda að
kórinn safnast
saman í Banka-
stræti og gengur
þaðan syngjandi
til kirkjunnar.
Hætt er við að
ýmsir þeir sem gengu með kórnum
hafi fyrir vikið misst af sæti í kirkj-
unni, því hún var þéttskipuð löngu
áður en tónleikarnir hófust.
Á efnisskránni voru hefðbundin
aðventu- og jólalög, en í um það bil
fimmta hverju lagi, fengu tónleika-
gestir að syngja með, og fylgdu
ljósritaðar nótur af þeim lögum.
Óperukórinn var í feiknar góðu
formi á þessum tónleikum, og söng
eins og hann getur best gert. Það
eru ekki margir dagar síðan gagn-
rýnandi hlustaði á kórinn flytja
Sálumessu Mozarts í Langholts-
kirkju, og virtist þá sem kórinn
væri ekki upp á sitt besta. Ef til
vill má rekja betri frammistöðu
kórsins nú til þess að jólatónlistin
er kórnum svo vel kunn og töm,
enda komin hefð á jólatónleika
hans í Aðventkirkjunni. Sönggleðin
var líka mikil og innileg.
Garðar Cortes kynnti efnis-
skrána og lögin jafn óðum; spjallaði
við gesti, og stjórnaði auðvitað
fjöldasöngnum, og tókst með ein-
lægu og sérstaklega hlýlegu spjall-
inu að skapa afar þægilega
stemmningu í kirkjunni, bæði gagn-
vart kórnum, einsöngvurum úr
hans röðum og áheyrendum. Þetta
var virkilega afslappað og notalegt
og áreiðanlega talsverður daga-
munur fyrir marga þá sem þjakaðir
eru af jólastressi.
Lof syngið drottni, kórinn þekkti
úr Serse eftir Händel, var sér-
staklega glæsilega sunginn; kór-
hljómurinn voldugur og hreinn. Út-
setning Johns Rutters á laginu We
wish you a merry christmas – eða
Við óskum þér góðra jóla, var stór-
skemmtileg, – ein sú besta sem
gagnrýnandi hefur heyrt af þessu
margsungna og vinsæla lagi; – og
kórinn naut þess auðheyrilega að
syngja hana. Á jólunum er gleði og
gaman var enn einn hápunktur á
tónleikunum, sem og lag Tormés,
Chestnuts roasting on an open fire
– eða Þorláksmessukvöld, eins og
það er kallað í ágætri þýðingu Þor-
steins Eggertssonar. Lag Jóns Sig-
urðssonar og Jóhönnu Erlingsson,
Jólin alls staðar, er þó til í mun
betri kórútsetningu Jóns sjálfs. Sú
sem sungin var er eftir Magnús
Ingimarsson, og í hana vantar
ákveðin karaktereinkenni lagsins
eins og dúrþríundina í hljómnum á
orðinu só. Lofsöng eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson við texta ókunns
textahöfundar hafði gagnrýnandi
ekki heyrt áður, en í fljótu bragði
hljómaði textinn eins og önnur þýð-
ing á Davíðssálminum Ég hef augu
mín til fjallanna.
Einsöngvarar úr röðum kór-
félaga voru allir mjög frambæri-
legir, og píanóleikararnir báðir fín-
ir, þótt Karl Olgeirsson mætti að
ósekju temja sér þá músíkölsku
mýkt sem Krystyna Cortes sýnir
hljóðfærinu. Hann var full harð-
neskjulegur í áslætti í fyrstu lög-
unum.
Garðar Cortes stjórnaði sínu
fólki – og áheyrendum – með glans.
TÓNLIST
Aðventkirkjan
Óperukórinn í Reykjavík söng aðventu-
og jólalög. Karl Olgeirsson og Krystyna
Cortes léku með á píanó, Garðar Cortes
stjórnaði. Sunnudag kl. 16.
Kórtónleikar
Bergþóra Jónsdóttir
Garðar Cortes
LÚÐRASVEITIN Svanur efndi til
jólatónleika í tónleikahúsinu Ými á
þriðjudagskvöld. Þessi sveit á sér
frækna sögu og
gaman er að geta
þess að með
Svaninum hljóð-
ritaði Sveinn
heitinn Ólafsson
einu saxófónsólóa
sína sem út hafa
verið gefnir og
elsta hljóðritun
með einleik Sig-
urðar Flosasonar
er flautublástur hans með Svan-
inum. Hljómsveitina skipa nú 34
ungmenni og er stjórnandi Rúnar
Óskarsson. Það er skemmst frá því
að segja að hljómsveitin leikur prýð-
isvel og voru mörg verkanna á efnis-
skránni hin skemmtilegustu á að
hlýða. Tónleikarnir hófust á útsetn-
ingu kornungs trommara í sveitinni,
Ellerts S. B. Sigurðssonar, á Litla
trommuleikaranum og síðan var
flutt syrpa af jólalögum í gerð Leroy
Andersson. Þar fléttaði hann saman
jafn ólíkum lögum og Heims um ból
og Jingle bells af alkunnri fag-
mennsku og sem betur fer var lúðra-
sveitarhljómur í tóngerðinni. Sama
má segja um Navigation Inn eftir
Philip Sparke, þar sá maður fyrir
sér prúðbúið fólk á gangi um víða
velli meðan lúðrasveit lék á palli.
Þetta var fín músík en afturá móti
fundust mér tveir fyrstu kaflar Sin-
fóníettu hans númer þrjú ekki eins
heppileg tónlist fyrir sveitina – sér í
lagi ekki annar kaflinn, ballaðan, þar
réð sveitin ekki við tilfinningatúlk-
unina frekar en í Ave verum Corpus
Mozarts, sem útsetjarinn, Barbara
Buehlman, hafði að vísu þynnt veru-
lega. Svo var syrpa af bandarískum
jólalögum í svingútsetningu Roland
Kemens með dálitlu salsainnskoti.
Þetta var sosum allt í lagi en mikið
var hressandi að fá Sousamars sem
aukalag. Slík tónlist heyrist alltof
sjaldan á lúðrasveitatónleikum.
Það er skiljanlegt að svona flinkir
krakkar vilji glíma við erfiða tónlist
– en alltof mikið af þeim útsetn-
ingum sem boðið er uppá á tón-
leikum lúðrasveitanna er heldur rýr
í roðinu og oft ansi belgingsleg.
En mikið er gaman hve vel þetta
unga fólk spilar og duttu mér í hug
orð eins af helstu köppum Svansins
fyrr á tíð, Gísla Ferdinandssonar.
,,Og allt í einu var komið fullt af
krökkum í sveitina sem maður varð
að hafa sig allan við til að fylgja eft-
ir.“ Því sorglegra er að ráðamenn
nútímans skuli ekki hafa skilning
Gylfa Þ. Gíslasonar á gildi tónlistar-
menntunar.
TÓNLIST
Ýmir
Stjórnandi Rúnar Óskarsson.
Þriðjudagskvöldið 21.12. 2004.
Lúðrasveitin Svanur
Vernharður Linnet
Rúnar
Óskarsson
JÓHANN Már Jóhannsson tenór
og bóndi í Skagafirði, hefur ein-
staklega fallega og góða söngrödd
frá náttúrunnar
hendi. Slík rödd
er mikil gjöf. Það
hafa margir velt
því fyrir sér um
dagana hvers
vegna hann hafi
ekki fetað sömu
braut og Kristján
bróðir hans, að
fara í víking suð-
ur á bóginn og
sigra heiminn með söng. Rödd Jó-
hanns Más var ekki síður til þess
fallin að geta náð langt en rödd
Kristjáns. En slíkar vangaveltur og
samanburður eru auðvitað vita
gagnslaus. Jóhann Már kaus sér
einfaldlega annað líf, líf íslenska
bóndans. Hann hefur þó alla tíð
sungið og syngur enn, og hefur
auðheyrilega af því talsvert yndi.
Nýr geisladiskur Jóhanns Más,
Frá mínum bæjardyrum, er góður
af ýmsum ástæðum.
Fyrir það fyrsta er hann unninn
af natni, og lögin, íslensk sönglög
og dægurlög, valin af smekkvísi. Í
öðru lagi er tónlistin vel útsett; –
engu er ofgert, og stílhreint látleys-
ið gerir það að verkum að söngrödd
Jóhanns Más fær að njóta sín. Í
þriðja lagi er hljóðfæravalið vel
heppnað; píanó þar sem það á við,
annars staðar orgel, en harmónikka
og gítar og mandólín setja sterkan
blæ á þau lög þar sem þau hljóð-
færi eru notuð, án þess að vera of
afgerandi. Í fjórða lagi eru umbúðir
plötunnar vandaðar og sérdeilis fal-
legar, með ljósmyndum úr Skaga-
firðinum, Þórðarhöfða og eyjunum,
undir textum laganna. Í fimmta og
síðasta, en hreint ekki sísta lagi, er
söngur Jóhanns Más afbragðs góð-
ur og það sama má segja um hljóð-
færaleikinn.
Plata Jóhanns Más stafar sér-
stakri einlægni og hjartnæmri
hlýju. Þótt Jóhann Már sé ef til vill
lítt skólaður í sönglistinni eru söng-
hæfileikarnir vissulega ærnir. En
hann ber líka skynbragð á það
hvers konar lög hæfa rödd hans, og
ætlar sér ekkert um of. Ef til vill er
það jafnframt eini akkilesarhæll
plötunnar; – hún hefði kannski
mátt skarta einu eða tveimur kraft-
meiri, ekta tenórlögum. Sönglögin
góðu, Þú komst í hlaðið og Kirkju-
hvoll, eru ákaflega hrífandi í inni-
legri túlkun hans og það besta sem
hann býður uppá á plötunni. Dæg-
urlögin eru líka mjög góð mörg
hver, ekki síst það fyrsta og það
síðasta, Hvar ertu og Vetrarsól.
Þótt Jóhann Már sé ekki menntað-
ur fagmaður í söng í strangri merk-
ingu þeirra orða, er platan hans
vissulega fagmannlega unnin, og
gripur sem á vafalítið á eftir að ylja
mörgum þeim sem kunna að meta
íslenska alþýðutónlist flutta af
hjartans innlifun.
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Jóhann Már Jóhannsson syngur.
Meðleikarar hans eru Helga Bryndís
Magnúsdóttir, Guðjón Pálsson og
Þórir Úlfarsson á píanó, Rögnvaldur
Valbergsson á orgel, Magnús Kjart-
ansson á harmónikku og hjómborð
og Vilhjálmur Guðjónsson á gítara
og mandólín.
Útgefandi er Skífan.
Frá mínum bæjardyrum
Bergþóra Jónsdóttir
Jóhann Már
Jóhannsson
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
sun. 26. des kl. 14 SÍÐASTA SÝNING
Tosca – Frumsýning 11. febrúar kl. 20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13. febrúar kl. 19.00
3. sýning 18. febrúar kl. 20.00. – FÁAR SÝNINGAR
Miðasala á netinu: www.opera.is
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Mi 29/12 kl 20, - UPPSELT
Su 2/1 kl 20
Fö 7/1 kl 20,
Fö 14/1 kl 20,
Su 16/1 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögum
Böðvars Guðmundssonar
Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT
Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT
Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT
Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
MIÐASALAN ER OPIN FRÁ 10-23 Á ÞORLÁKSMESSU - OPIÐ 10-12 Á AÐFANGADAG JÓLA
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST
Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400. Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000
VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
- pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14
Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Mi 29/12 kl 20,
Fö 14/1 kl 20,
Fi 20/1 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco - Í samstarfi við LA
Frumsýning fi 30/12 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20
GJAFAKORTIN OKKAR
GILDA ENDALAUST
Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
• Stóra sviðið kl. 20:00
ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson
Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. þri. 28/12 uppselt, 3. sýn. mið. 5/1 örfá sæti laus,
4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 uppselt, lau. 8/1 örfá sæti laus,
sun. 9/1 örfá sæti laus, lau. 15/1 örfá sæti laus, lau. 22/1 örfá sæti laus,
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning örfá sæti laus, sun. 9/1 kl. 14:00, sun 16/1 kl. 14:00.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1.
• Smíðaverkstæðið kl. 20:00
NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco
Mið. 29/12, fös. 7/1.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
• Litla sviðið kl. 20:00
BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson
Fös. 7/1, nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1.
MIÐASALAN ER OPIN
TIL KL. 22:00 Í KVÖLD,
LOKAÐ Á AÐFANGADAG!
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
• Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI
• Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI
eftir LEE HALL
í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR
SÝNING ANNAN Í JÓLUM
Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið. ☎ 552 3000
www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
ÓLIVER!
Frumsýnt
28. des
Óliver! Eftir Lionel Bart
28.12 kl 20 Frums. UPPSELT
29.12 kl 20 2. kortas. UPPSELT
30.12 kl 16 Aukas. UPPSELT
30.12 kl 21 3. kortas. UPPSELT
02.01 kl 14 Aukas. UPPSELT
02.01 kl 20 4. kortas. Örfá sæti
06.01 kl 20 5. kortas. Örfá sæti
08.01 kl 20 6.kortas. UPPSELT
09.01 kl 20 7.kortas. Örfá sæti
13.01 kl 20 Nokkur sæti
15.01 kl 20 Örfá sæti
16.01 kl 20 Nokkur sæti
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
AUKASÝNING mið . 29 .12 k l . 20 .00
ÖRFÁ SÆTI
LOKASÝNING f im. 30 .12 k l . 20 .00
UPPSELT
Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18
Lokað á sunnudögum
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
Ævintýrið um Augastein
Frábær jólasýning
fyrir alla fjölskylduna!
Sun. 26. des. (annar í jólum) kl. 14.00
ÖRFÁ SÆTI
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Leikhópurinn „Á Senunni“ óskar
landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
Miðasala í síma 866 0011
og á senan@senan.is
Leikhópurinn Á senunni - www.senan.is