Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 52
Skemmtanir
Kaffi Sólon | Kaffi Sólon og Fm 957 bjóða
á Zúúber session-tónleika með Magna og
Sævari. Þeir fá til sín leynigest. Zúúber
session er í anda gömlu eldhúspartýa FM
957.
Bækur
Bókabúð Máls og menningar Laugavegi |
Starfsfólk bókabúðarinnar mun minnast
Haraldar Blöndal í kvöld kl. 21 með mínútu
þögn, en Haraldur var ómissandi hluti af
Þorláksmessustemmningu búðarinar og
var að sögn starfsmanna góður við-
skiptavinur.
Tónlist
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð
| Hin venjubundna tónleikadagskrá Smekk-
leysu Plötubúðar flyst nú frá föstudegi og
laugardegi fram til miðvikudags og
fimmtudags. Amina er strengjakvartett
sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, Ani-
mamina. Hann er þó ekki alveg nýr á nál-
inni þar sem Amina hefur í gegnum árin
verið Sigur Rós til halds og trausts á tón-
leikum. Amina leikur kl. 17. Tenderfoot hafa
komið rólega inn með sína fyrstu plötu og
hrifið alla með sér með sínum lágstemmda
flutningi. Sveitin leikur kl. 20.
Veitingahúsið Kristján X | Ómar Diðriks-
son trúbador spilar á Kristjáni X á Hellu.
Ómar mun byrja að spila um 22.30. Að-
gangseyrir er 500 kr.
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig-
urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Gallerí 101 | Daníel Magnússon – Matpr-
jónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald
heimilisins.
Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim-
dúkka og fönix reglan/spacedol™ and the
phoenix rule. Opið eftir samkomulagi.
Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gall-
erí Tukt. Samsýning níu myndlistarnema úr
FB.
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efn-
ið og andinn.
Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamaður –
mannlífsmyndir af götunni. Þetta vilja
börnin sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum
barnabókum sem gefnar hafa verið út á
árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu
bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta.
Hafnarborg | Sýning á jólagjöfum sem
nemendur hönnunardeildar Iðnskólans í
Hafnarfirði hafa hannað og búið til fyrir
þjóðþekkta Íslendinga opnar í dag í Hafn-
arborg. Meðal þeirra sem fá jólagjafirnar
eru Vigdís Finnbogadóttir, Birgitta Hauk-
dal, Kári Stefánsson og Ingvar Sigurðsson.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk.
Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist-
insson myndlistarmaður sýnir málverk og
tússmyndir í Menningarsal.
Klink og Bank | Carl Boutard – Inner Sta-
tion – the heart of darkness.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist:
um veruleikann, manninn og ímyndina. 20
listamenn sýna.
Listasafn Reykjanesbæjar | Í Listasafni
Reykjanesbæjar stendur yfir sýning á olíu-
verkum úr safneigninni þar sem náttúra Ís-
lands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk
eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stef-
ánsson og Þórarin B. Þorláksson.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum
Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf-
ísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning.
Myndir úr Kjarvalssafni.
Listmunahúsið, Síðumúla 34 | Sýning á
verkum Valtýs Péturssonar.
Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróð-
ur og grjót.
Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán
listamanna og -kvenna.
SÍM salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir
sýnir myndir unnar í ull. Opið virka daga
milli kl. 10 og 16.
Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný
málverk.
Suzuki Bílar | Björn E. Westergren – mynd-
ir málaðar í akrýl og raf.
Leiklist
Iðnó | Jólasöngleikurinn Jólin syngja er
sýndur í Iðnó fram að jólum. Í aðal-
hlutverkum eru Rut Reginalds og Rósa
Guðmundsdóttir. Hægt er að panta miða í
562–9700.
Söfn
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein-
ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem
að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í
skjölum. Tilvalið að rifja upp með fjölskyld-
unni minningar frá árinu 1974.
Þjóðminjasafn Íslands | Ketkrókur kemur í
heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jólasvein-
arnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst
í safninu. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr
Kötlum er einnig í dagatalinu. Veit-
ingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jóla-
kræsingar. Kynntir japanskir og pólskir
jóla- og nýárssiðir auk íslenskra.
Fréttir
Bókatíðindi 2004 | Númer fimmtudagsins
23. desember er 26804.
Mýrdalshreppur | Skrifstofa Mýrdals-
hrepps verður lokuð á aðfangadag.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer
frá bílastæðinu þar sem Skógræktarfélag
Reykjavíkur var í Fossvogi kl. 18. Allir vel-
komnir, ekkert þátttökugjald.
Mannfagnaður
Björgunarsveitarhúsið | Umboðsmaður
jólasveinsins verður í húsi sveitarinnar á
Smiðjuvegi á Þorláksmessu kl. 20–22, við
að skipuleggja aðfangadag.
Kanslarinn | Skötuhlaðborð í hádegi og
kvöld á Kanslaranum, Hellu.
Menntaskólinn á Akureyri | Friðarganga
frá Menntaskólanum á Akureyri v/
Eyrarlandsveg á Þorláksmessu kl. 20.
Embla Eir Oddsdóttir flytur ávarp. Kór Ak-
ureyrarkirkju syngur. Göngukerti seld á
staðnum.
Fundir
GSA á Íslandi | Fundur í kvöld kl. 20.30, í
Tjarnargötu 20. Ef þú hefur reynt allt, en
átt samt við átröskun að stríða, þá ert þú
velkominn á fund. www.gsa.is.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
52 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 stríðsfánar, 8
angist, 9 hryggð, 10 ótta,
11 hagnaður, 13 tómum,
15 skemmtunar, 18 kölski,
21 frístund, 22 kagga, 23
marra, 24 tekur höndum.
Lóðrétt | 2 heimild, 3 af-
komandi, 4 skattur, 5
skynfærið, 6 hrósa, 7 örg,
12 reyfi, 14 dveljast, 15
gera við, 16 líffæri, 17
þjófnað, 18 búa til, 19
hnappa, 20 askar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 sprek, 4 búkur, 7 jöfur, 8 náðin, 9 lúi, 11 lund, 13
hnoð, 14 ýlfur, 15 flár, 17 ókát, 20 err, 22 leiti, 23 ístra, 24
níska, 25 afana.
Lóðrétt | 1 skjól, 2 rófan, 3 karl, 4 bani, 5 kiðin, 6 ránið, 10
úlfur, 12 dýr, 13 hró, 15 fólin, 16 álits, 18 kytra, 19 trana, 20
eira, 21 rífa.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þitt mikilvægasta verkefni á næst-
unni er að styrkja stoðir heimilisins.
Þú þarft að leggja akkeri og festa þig
kirfilega í sessi í veröldinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur mátt gefa ýmislegt upp á
bátinn undanfarin ár. Árið sem er að
líða var ár breytinganna og hið sama
gildir um komandi ár. Fjöldi nauta
flytur eða skiptir um vinnu eða hvort-
tveggja.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn skipti um umgjörð árið
2001 og hefur síðan þá velt því fyrir
sér hver hann sé og hvað hann eigi
að taka sér fyrir hendur. Veldu þér
gildismat sem hægt er að reiða sig á.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur þurft að sleppa hendinni af
ýmsu á liðnum árum og orðið hafa
kaflaskipti í lífi þínu. Allt sem tengist
fjölskyldu og fasteignum mun batna á
næstunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að læra að sjá á eftir öllum
óþarfa í lífinu. Losaðu þig við fatnað,
húsgögn og jafnvel óæskilegan fé-
lagsskap ef því er að skipta. Hættu í
vinnunni ef með þarf.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er ekki ólíklegt að tekjur þínar
aukist á næsta ári. Þú munt reyndar
eyða meiru fyrir vikið. Kannski kaup-
ir þú eitthvað fallegt á heimilið innan
tíðar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Happafengurinn Júpíter verður í
merkinu þínu allt næsta ár og léttir
þér lífið. Búðu þig undir gott gengi,
fjölda nýrra tækifæra og hugsanlega
gjafir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Líf þitt hefur breyst til hins betra á
undanförnum fimm árum. Árin 1984
og 1991 voru afar eftirminnileg fyrir
sporðdrekann og næsta ár verður ár
velgengni, ef að líkum lætur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur verið á fullri fart und-
anfarin misseri. Eitt af því sem þig
langar til þess að sanna fyrir um-
heiminum er geta þín til þess að
græða peninga.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert númer eitt núna. Láttu þínar
eigin þarfir njóta forgangs, það er
nauðsynlegt annað veifið, en alls ekki
alltaf. Ef þú hugsar ekki vel um
sjálfa þig, steingeit, gerir það enginn
annar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú slítur þig lausan á nýju ári, vatns-
beri. Hin mikla áreynsla sem þú hef-
ur gengið í gegnum skilar árangri.
Þú ert með á nótunum og lætur að
þér kveða.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þér áskotnast ýmislegt á nýju ári.
Notaðu góðar aðstæður til þess að
taka bankalán eða húsnæðislán. Fjár-
hagslegt bolmagn annarra kemur þér
að notum.
Stjörnuspá
Frances Drake
Steingeit
Afmælisbarn dagsins:
Fólki líkar við þig, því þú ert afslöppuð,
velviljuð og ábyggileg manneskja. Þú axl-
ar ábyrgð af fullri alvöru og stendur við
það sem þú hefur lofað. Sjálfstæði þitt er
mikið og þú framkvæmir hlutina með
þínum sérstaka hætti. Þú lætur drauma
þína jafnframt verða að veruleika. Næsta
ár mun einkennast af miklu félagslífi og
skemmtunum.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Morgunblaðið/Þorkell
UNDANFARIN ár hefur skapast hefð fyrir
því að á Þorláksmessu heyrist, snemma
kvölds, söngur hljóma á horni Banka-
strætis og Ingólfsstrætis, er „tenórarnir
þrír“ hafa hafið upp raust sína á svölum
Kaffi Sólon vegfarendum til mikillar
ánægju. Er söngur þeirra löngu orðinn
hluti af þeirri stemmningu sem skapast í
miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu.
Tenórarnir þrír eru ekki þeir sömu ár frá
ári, enda ræður oft hvaða stórsöngvari er
heima hverju sinni. Í ár eru það eru þeir
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Þorgeir J.
Andrésson og Snorri Wium sem syngja
nokkur vel valin jólalög og þekktar aríur af
svölunum. Allir eru þeir reyndir og vinsæl-
ir söngvarar og hafa komið víða við á sín-
um ferli.
Eins og í fyrra koma fram sópr-
ansöngkonur sem gera dagskrána enn
skemmtilegri og tilkomumeiri, að sögn
Eyþórs Eðvarðssonar, umsjónarmanns
tónleikanna. Í ár eru það tvær af fremstu
óperusöngkonum landsins; Hulda Björk
Garðarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir.
Hulda Björk Garðarsdóttir hefur sungið
fjölda óperuhlutverka bæði hér og erlend-
is. Einnig hefur hún sungið með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, Söngsveitinni Fíl-
harmóníu og öðrum helstu kórum
landsins. Hulda Björk var fastráðin að Ís-
lensku óperunni í ársbyrjun 2003. Auður
Gunnarsdóttir er nú starfandi í Þýska-
landi og hefur sungið fjölda hlutverka við
óperuhús þar.
Þá mun einnig koma fram ungur og
efnilegur söngvari, sem enn er í námi á
Ítalíu og hefur ekki sungið opinberlega hér
heima fyrr en nú, en píanóleikur er í hönd-
um Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, sem
hefur unnið með tenórunum undanfarin ár
og alltaf komið fram með þeim.
„Efnisvalið er náttúrulega tenóra- og
sópranaaríur með jólaívafi. Dagskráin
samanstendur af klassískum jólalögum,“
segir Eyþór. „Það er geysimikill hljómur
þegar þau öll taka sig til og syngja saman.
Svo syngja þau saman „Ó, helga nótt,“ og
þá er kominn einn tenór í viðbót og tvær
af bestu sópransöngkonum Íslands. Það
er sannarlega tilkomumikið þegar þau
sameina raddir sínar í því lagi.
Það eru þúsundir sem njóta þessara
tónleika, það er stappfullt Bankastrætið
og gatnamótin, svo þetta er búið að
stimpla sig vel inn hjá fólki og á sér orðið
fastan sess hjá Reykvíkingum.“
Sungið á svölunum á Sólon
Brúðkaup | Gefin voru saman 18.
september sl. í Kópavogskirkju af sr.
Jóni Ármanni Gíslasyni þau Guðrún
Kristinsdóttir og Philippe Urfalino.
Heimili þeirra er í París.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Mynd Hafnarfirði
MIKIÐ annríki hefur verið hjá miðasölu
Borgarleikhússins undanfarna daga þrátt
fyrir að engar sýningar séu yfir jólin.
Ástæðan er sú að gjafakort í leikhúsið
njóta mikilla vinsælda sem jólagjöf og hef-
ur mikill fjöldi fólks lagt leið sína í miðasöl-
una að sögn talsmanna Borgarleikhúss-
ins.
„Við höfum ekki við að láta prenta fyrir
okkur kort og gætum því sagt eins og
bókaforlögin: Þriðja prentun uppseld.
Fjórða prentun komin í miðasöluna,“ segir
Sigrún Valbergsdóttir, kynningarstjóri
Borgarleikhússins. „Það þykir óneitanlega
kostur að kortin á fullorðinssýningar gilda
endalaust. Margir horfa þó um þessi jól
sérstaklega til jólasýningar Borgarleik-
hússins, sem er Híbýli vindanna, gerð eftir
vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
og verður frumsýnd 7. janúar.“
Gjafakort Borgarleik-
hússins vinsæl