Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 23
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Reykjanesbær | Stefnt er að því
að minnka kostnað við rekstur
Reykjanesbæjar um eitthvað á
annað hundrað milljónir kr. á
næsta ári, samkvæmt fjárhags-
áætlun sem samþykkt var á fundi
bæjarstjórnar í fyrrakvöld. Skatt-
ar verða ekki hækkaðir. Fulltrúar
millihlutans lögðust ekki gegn nið-
urskurði kostnaðar en sögðu að í
því ljósi væri rétt að nýta að fullu
heimildir bæjarins til álagningar
útsvars og fresta framkvæmdum
til að ná saman endum.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri og
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
segir í samtali við Morgunblaðið
að farið hafi verið sérstaklega vel
yfir alla kostnaðarliði og verk-
ferla, eins og raunar þyrfti að
gera á hverju ári. Meðal annars
stendur til að samnýta starfsfólk
grunnskólanna og Frístundaskól-
ans sem fram fer innan veggja
grunnskólanna. Árni segir að
þetta eigi við störf utan hefðbund-
innar kennslu. Þar séu ýmis
áhugaverð tækifæri auk þess sem
unnt verði að þróa starf Frí-
stundaskólans áfram. Breytingar
verða gerðar á sérfræðiþjónustu
Fræðslusviðs og Félagsþjón-
ustusviðs bæjarins með samþætt-
ingu starfa. Dregið verður úr
flutnings- og ferðastyrkjum.
Þá verða gerðar breytingar á
starfsemi Vinnuskóla Reykjanes-
bæjar. Dregið verður úr hefð-
bundinni vinnu en aukin áhersla á
fræðslu og starfskynningu. Árni
segir að á þessu ári hafi verið
unnið ötullega að viðhaldi og
framkvæmdum og ekki þörf á að
leggja eins mikið til þeirra þátta á
næsta ári. Allt þetta á að leiða til
sparnaðar, auk annarra aðgerða,
og áætlar bæjarstjóri að hann
nemi á annað hundrað milljónum
kr.
Grípa þarf til aðgerða
Jóhann Geirdal, oddviti Sam-
fylkingarinnar í minnihluta bæj-
arstjórnar, segir að eftir tæplega
1.700 milljóna króna taprekstur
síðustu tveggja ára verði að grípa
til mikilla aðgerða, nánast neyð-
arráðstafna, í rekstri Reykjanes-
bæjar. Þess vegna hafi minnihlut-
inn ekki lagst gegn
hagræðingaraðgerðum sem fram
komi í fjárhagsáætlun. Þetta verði
sársaukafullar sparnaðaraðgerðir
sem íbúarnir muni finna fyrir og
minnihlutinn hafi í sumum til-
vikum viljað breyta forgangsröðun
í niðurskurði. „Þess vegna geta
menn ekki leyft sér að nýta ekki
þá tekjumöguleika sem fyrir hendi
eru,“ segir Jóhann og er þá að
vísa til þess að tekjur bæjarsjóðs
myndu aukast um 60 milljónir kr.
við það að heimildir til álagningar
útsvars yrðu nýttar að fullu. Jó-
hann segir að bæta hefði þurft
rekstrarniðurstöðu um 80 millj-
ónir, til að ná jöfnuði, og segir að
minnihlutinn hafi lagt til að þær
20 milljónir sem enn vantaði upp á
eftir útsvarshækkun hefði náðst
með frestun smávægilegra gatna-
og umhverfisframkvæmda.
Árni Sigfússon segir aðspurður
að ekki komi til greina að hækka
skatta. „Við lofuðum að hækka
ekki skatta. Við það verður staðið.
Við viljum fara þá leið að fjölga
íbúunum og styrkja atvinnuna og
ná þannig inn auknum tekjum í
framtíðinni. Sú stefna kemur fram
í fjárhagsáætluninni,“ segir Árni
og bætir því við að nýjar tölur
Hagstofunnar um fjölgun íbúa í
Reykjanesbæ gefi vísbendingar
um að það sé að takast. Eftir
fækkun í tvö ár hafi nú aftur fjölg-
að og hafi íbúarnir ekki verið fleiri
í sögu sveitarfélagsins. Aðeins
vanti 46 íbúa upp á að íbúarnir
verði 11 þúsund.
Helstu framkvæmdir á vegum
sveitarfélagsins sjálfs á næsta ári
felast í lúkningu gatnagerðar og
undirbúnings í Tjarnahverfi í
Innri-Njarðvík. Þar verða um 530
íbúðir og hefur mörgum lóðum
þegar verið úthlutað. Þá er gert
ráð fyrir að lögð verði ný akbraut
inn í Reykjanesbæ, frá Reykjanes-
brautinni, í stað Flugvallarvegar.
Borgavegur mun gatan heita og
verða þjóðvegur í þéttbýli og sam-
kvæmt því fellur kostnaðurinn á
Vegagerðina. Flýtifjármögnun
vegna þessarar framkvæmdar er
sett inn í fjárhagsáætlun en tekið
er fram að ekki verði ráðist í lagn-
ingu vegarins fyrr en hún verði
komin inn á vegaáætlun ríkisins
og ljóst sé með endurgreiðslu þess
fjár sem bærinn útvegar.
Á vegum Fjárfestingar hf. sem
Reykjanesbær á aðild að verður
lokið við byggingu nýs grunn-
skóla, Akurskóla í Tjarnahverfi,
hafin bygging á 50 metra inni-
sundlaug við Sundmiðstöðina og
byggt hús fyrir Íþróttaakademíu í
Reykjanesbæ. Bærinn mun taka
þessi mannvirki á leigu og reka
þau sjálfur eða í samvinnu við
aðra.
Þá verður unnið að undirbúningi
nýs íþróttasvæðis sunnan Reykja-
neshallar og stórs þjónustusvæðis
eldri borgara á íþróttavelli Njarð-
víkur.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins leggja á það áherslu í
bókun sem gerð var við afgreiðslu
fjárhagsáætlunarinnar að góð
eignastaða sveitarfélagsins gefi
því svigrúm til að fjárfesta til
framtíðar. Fulltrúar minnihlutans,
Samfylkingar og Framsókn-
arflokks, létu bóka að ekki væri
verjandi að núverandi meirihluti
eyddi, án þess að nýta sér þær
tekjur sem heimilar væru og velta
þannig bagganum yfir á komandi
kjörtímabil og börnin í bænum.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt
með sex atkvæðum meirihlutans
en fulltrúar minnihlutans sátu hjá
við afgreiðsluna.
Skattar óbreyttir í Reykjanesbæ – Minnihlutinn vill hækka
Á annað hundrað milljóna
kr. niðurskurður kostnaðar
Reykjanesbær | Ferðastyrkir til
nemenda úr Reykjanesbæ sem
stunda nám á höfuðborgarsvæðinu
verða felldir niður næsta haust. Bæj-
arfulltrúar meirihlutans felldu til-
lögu minnihlutans um að halda
styrkjunum áfram við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Kjartan Már Kjartansson, bæj-
arfulltrúi Framsóknarflokksins,
lagði fram tillögu sína og fulltrúa
Samfylkingarinnar um að ferða-
styrkjunum yrði haldið áfram. Fram
kom hjá honum að ferðastyrkir sem
þessir hafa verið veittir um áratuga
skeið, fyrst sem afsláttur á far-
miðum SBK en síðar í núverandi
mynd. Ákvörðun um að hætta þeim
væri mikil afturför og til þess fallin
að skerða möguleika ungs fólks sem
vilji búa í Reykjanesbæ til að stunda
framhaldsnám í Reykjavík. Hætta
væri á að ungt fólk hætti við nám
eða flytji úr sveitarfélaginu. Í tillögu
minnihlutans var gert ráð fyrir því
að fjárveitingar til framkvæmda í
umhverfismálum yrðu skornar nið-
ur á móti hækkun fjárveitingar til
ferðastyrkja.
Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins lögðu fram kom fram að
með breytingum sem gerðar voru á
ferðastyrkjum á síðasta ári hefði
kostnaður við þá hækkað úr tæpum
tveimur milljónum í átta milljónir og
stefndi í tíu milljónir kr. á næsta ári.
Erfitt hefði reynst að halda utan um
upplýsingar um verkefnið að mati
Fræðsluskrifstofu og talið ólíklegt
að greiðsla ferðastyrkjanna gerði
gæfumuninn fyrir nemendur sem
velja framhaldsnám utan svæðisins
en búa í Reykjanesbæ. Því væri ekki
hægt að fallast á tillögu minnihlut-
ans.
Ferðastyrkirnir falla niður