Morgunblaðið - 23.12.2004, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Jólagjöfin hennar:
Leðurjakkar
Pelsar og kápur
Gjafakort
l
j
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Reykjavík | Börn og starfsfólk frí-
stundaheimilis ÍTR í Melaskóla, Selinu,
buðu borgarstjóra í heimsókn í gær. Í
Selinu eru alla jafna um 140 börn en á
milli 40–50 börn voru þar í gær, enda frí
í skólum og margir foreldrar einnig
komnir í frí.
Að sögn Ástu Friðriksdóttur, starfs-
manns í Selinu, hafa börnin átt náðuga
daga vikurnar fyrir jól og þau dundað
sér við að föndra og skreyta fyrir jólin.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arstjóri var leyst út með stærðar jóla-
korti sem börnin hafa föndrað að und-
anförnu, þegar hún heimsótti þau í gær.
Fékk
risajólakort
að gjöf
Morgunblaðið/Jim Smart
Reykjavík | Formaður samgöngunefndar
Reykjavíkurborgar sagði á fundi borgarstjórn-
ar í fyrradag að borgin legði mikla áherslu á að
auka tíðni ferða strætisvagna á stofnleiðum í
nýju leiðarkerfi, og ef önnur sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu væru ekki tilbúin til að taka
þátt í kostnaði við það yrði að skoða þátttöku
Reykjavíkur í byggðasamlaginu Strætó bs. í
því ljósi.
Ekki stuðningur allra við nýtt kerfi
Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð
fyrir fjárframlagi til Strætó vegna nýs leið-
arkerfis, með aukinni tíðni ferða á stofnleiðum
á álagstímum. Árni Þór Sigurðsson, formaður
samgöngunefndar, sagði að svo virtist sem það
væri gegn vilja sumra af sveitarfélögunum sem
eiga aðild að Strætó bs. „Það er einfaldlega
vegna þess að við leggjum mikla áherslu á það
að í tengslum við hið nýja leiðarkerfi verði tíðni
ferða aukin á álagstímum á stofnleiðum, og við
leggjum okkar af mörkum í því sambandi. Og
ef nágrannasveitarfélögin sem eru með okkur í
byggðasamlaginu Strætó bs. eru ekki reiðubú-
in til þess verður auðvitað að skoða aðild okkar
og þátttöku í byggðasamlaginu í því ljósi,“
sagði Árni. „Það er engin tilviljun að mínum
dómi að í þeim sveitarfélögum þar sem sjálf-
stæðismenn ráða för vilja menn heldur draga
úr og sjá á eftir hverri krónu sem fer í almenn-
ingssamgöngurnar.“
Rætt var um skýrslu VSÓ ráðgjafar um
sporvagnakerfi í Reykjavík og sagði Árni að nú
væri það komið á hreint hver kostnaðurinn við
sporvagnakerfi myndi vera, samanborið við
aðra kosti. „Ég tel að það sé einmitt næsta
skref að leggja drög að því og leggja í það
vinnu að efla almenningssamgöngurnar innan
þess kerfis sem við búum nú við.“
Betra að nýta strætisvagnana
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, segir að í raun sé ótrúlegt
hversu lengi hugmyndir um sporvagnakerfi
hafi fengið að ganga, og hafi sjálfstæðismenn
frá upphafi bent á að nær væri að notast við
það kerfi strætisvagna sem fyrir er í borginni.
„Mun ódýrara væri að ná árangri og ná fram
fjölgun farþega með því að bæta það kerfi held-
ur en að byggja upp nýtt kerfi frá grunni. Hafa
þarf í huga að sætanýting í strætisvögnum er í
kringum 10–12% og borgaryfirvöld hljóta fyrst
að hugsa um að bæta það kerfi og fá fleiri upp í
vagnana áður en farið er út í tugmilljarða
króna fjárfestingar.“
Kjartan segir sjálfstæðismenn hafa bent á
að vaxtakostnaðurinn einn við að koma kerfi
sporvagna í gang myndi líklega duga til að
fjölga þeim strætisvögnum um helming sem nú
aka um Reykjavík og tvöfalda ferðatíðnina.
Vilja frekar strætis-
vagna en sporvagna
Morgunblaðið/Eggert
Stefnt verður að því að auka tíðni ferða á
stofnleiðum í nýju leiðakerfi Strætó bs. á höf-
uðborgarsvæðinu sem tekur gildi á næsta ári.
Rætt um almenningssamgöngur á síðasta fundi í borgarstjórn fyrir jól
Reykjavík | Hægt hefur verið að
senda gömul jólakort rafrænt á vef
Reykjavíkurborgar að undanförnu
og í gær-
morgun
höfðu yfir
10.000 gömul
jólakort ver-
ið send með
þeim hætti
af vef borgarinnar og yfir 30.000
flettingar skráðar í kortasafni.
Það er Borgarskjalasafn sem á
heiðurinn af þessu uppátæki og hafa
viðtökurnar verið framar björtustu
vonum. Mjög einfalt er að senda kort
á vefnum á slóðinni rvk.is, með því
að fara á heimasíðu Borgarskjala-
safns. Elstu kortin sem finna má á
vefnum eru frá því um það bil 1920.
10.000 jólakort
send með tölvupósti
ÞAÐ var handagangur í öskjunni í
kennslueldhúsi Verkmenntaskólans
á Akureyri í gær en þar voru nokkr-
ir ungir menn að búa til eplabökur
fyrir allt að 250 manns. Martin Kell-
ey, matreiðslunemi á Foss-Hóteli á
Húsavík, fór fyrir hópnum en hann
hafði lesið viðtal við Magnús Garð-
arsson í Mangó Grilli í Grafarvogi í
Reykjavík. Þar fram kom að Magn-
ús ætlaði að hafa veitingastað sinn
opinn á aðfangadagskvöld og bjóða
þangað í mat þeim sem minna mega
sín í þjóðfélaginu, auk þess sem
hann ætlar að færa þeim gjafir.
„Mér fannst þetta flott framtak,
hringdi í Magnús og bauðst til þess
að taka þátt í þessu með honum og
gera eftirréttinn, sem hann þáði. Ég
fékk aðstöðu hér í VMA og með mér
í þessu verkefni eru fimm félagar
mínir, frá Húsavík og Akureyri.
Fyrir valinu varð uppskrift að epla-
bökunni hennar mömmu, sem hún
er alltaf með á aðfangadagskvöld,“
sagði Martin.
Hann ætlar að keyra bökurnar
suður til Reykjavíkur í dag og fékk
hann lánaðan sendibíl hjá bygg-
ingafyrirtækinu Hyrnu til far-
arinnar. Fleiri fyrirtæki lögðu þeim
félögum lið, Nettó, Norðurmjólk,
Heildverslun Valgarðs, Bautinn og
Greifinn.
Eplabökur
fyrir 250
manns
Morgunblaðið/Kristján
Félagarnir með eplaböku úr ofninum, f.v. Baldur Ragnarsson, Arnar Þór
Sigurðsson, Ævar Ómarsson, Atli Sveinbjörnsson og Martin Kelley. Sá sjötti
úr hópnum, Viðar Helgason, var að sendast eftir ís þegar myndin var tekin.
Skákmót | Halldór Brynjar Hall-
dórsson sigraði á 15 mínútna móti
Skákfélags Akureyrar. Halldór
hlaut 4 vinninga af 6 mögulegum en
keppendur voru aðeins 4 og tefldu
þeir tvöfalda umferð. Í öðru sæti
varð Þór Valtýsson með 3 vinninga.
Næstu mót hjá félaginu eru jóla-
hraðskákmótið mánudaginn 27. des-
ember kl. 20 og hverfakeppnin
fimmtudaginn 30. desember kl. 20.
Teflt er í KEA-salnum í Sunnuhlíð
og eru allir velkomnir.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Ak-
ureyrarbær sendi engin jóla-
kort til starfsmanna sinna en
styrki þess í stað gott málefni
líkt og gert var í fyrra. Að
þessu sinni er styrknum deilt
niður í tvo staði og hann hljóta
Hetjurnar, félag aðstandenda
langveikra barna á Norður-
landi, og Aflið, systursamtök
Stígamóta á Akureyri.
Kristján Þór Júlíusson, bæj-
arstjóri, sendi starfsfólki Ak-
ureyrarbæjar jólakveðju með
tölvupósti og segir þar meðal
annars: „Líkt og í fyrra hef ég
ákveðið að ráðstafa þeim fjár-
munum sem ella hefðu farið í
að prenta og senda út jólakort,
til að styrkja gott málefni og
veita tveimur félagasamtökum
fjárhagslegan stuðning. Ég er
þess fullviss að þið virðið og
styðjið þá ákvörðun mína.
Þetta hefur verið gott ár fyrir
okkur Akureyringa.
Bæjarbúum fjölgar
Ljóst er að bæjarbúum fjölg-
ar árið 2004 umfram landsmeð-
altal fimmta árið í röð og lítur
allt út fyrir að um áramót
verðum við orðin 16.600. Slík-
ur samfelldur vöxtur væri aldr-
ei mögulegur án góðs starfs-
fólks sem leggur allan sinn
metnað í að efla hag bæj-
arfélagsins.“
Hetjurnar og Aflið fá styrk
Friðarljós | Friðarljós verða seld
úr bíl sem verður í göngugötunni í
Hafnarstræti í dag, Þorláksmessu
frá kl. 11 til 23 og einnig verður tekið
við framlögum til Hjálparstarfs
kirkjunnar. Friðarljósin verða einn-
ig seld við Kirkjugarðinn á Akureyri
á aðfangadag.
HJÁLPARSTARF kirkjunnar á
Akureyri fékk í vikunni góða gjöf, 80
matarpoka sem verður dreift til
skjólstæðinga hennar í Eyjafirði og
á Húsavík núna fyrir jólin. Í hverj-
um poka er hamborgarhryggur frá
Norðlenska ásamt meðlæti.
Andri Teitsson, framkvæmda-
stjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason,
markaðsstjóri Norðlenska, segja að
með þessum gjöfum vilji KEA og
Norðlenska létta undir með því fólki
sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jól-
in. Norðlenska leggur fleiri fé-
lagasamtökum lið á einn eða annan
hátt, t.d. Mæðrastyrksnefnd.
Jón Oddgeir Guðmundsson, sem
veitti matarpokunum viðtöku fyrir
hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á
Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil
þörf fyrir aðstoð Hjálparstarfsins og
þetta framlag komi því í góðar þarf-
ir. Jón Oddgeir segir að um 50 aðilar
í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir að-
stoð frá Hjálparstarfinu og til við-
bótar verður haft samband við ein-
staklinga sem talið er að sé hjálpar
þurfi.
Fékk 80 matarpoka að gjöf
Góð gjöf Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, Jón Oddgeir
Guðmundsson hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Andri Teitsson, fram-
kvæmdastjóri KEA, við afhendingu matarpokanna.