Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 26

Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans.                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 opið í dag 8 - 22 ÍSLENSKI HESTURINN Gísli B Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson árita bók sína Íslenski hesturinn á milli 13:00 og 16:00. Ámínu heimili er keypturmikill matur enda er égmeð stóra fjölskyldu. ViðGeir eigum samtals fimm börn og fimmta barnabarnið er á leiðinni þannig að þegar maður er bæði margföld mamma og að verða margföld amma er eins gott að eiga nóg í ísskápnum enda er fólkið okkar duglegt að koma til okkar í heim- sóknir,“ segir Inga Jóna Þórðar- dóttir, sem, ásamt eiginmanninum Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, og 15 ára heimasætunni, Hildi Mar- íu, býr vestur í bæ, nánar tiltekið við Granaskjól. Það er því ekkert skrýtið að Mela- búðin skuli vera hverfisbúð þeirra hjóna enda alltaf í leiðinni, eins og húsmóðirin orðar það. „Ég versla mest í Melabúðinni, en geri öðru hvoru stærri innkaup í stærri versl- unum. Þó búðin sé bæði lítil og þröng, er úrvalið ótrúlega gott og viðmót afgreiðslufólksins á persónu- legum nótum. Það líkar okkur. Náðst hefur upp einskonar hverfis- stemmning í búðinni enda þekkja hér allir alla. Ekki þarf að hika við að biðja kaupmennina um að velja fyrir sig og hafa tilbúið ef eitthvað stendur til hjá manni og óhætt er að segja að þjónustan hjá strákunum sé hreint til fyrirmyndar,“ segir Inga Jóna. Á heimilinu er húsmóðirin yfirleitt mikið í matarstússi á jólum, en seg- ist vera orðin ansi lagin við að virkja sína nánustu. „Það er allt í lagi ef maður er ekki mikið í eldhúsinu þess á milli. Það verður að viðurkennast að ég er ekkert rosalega mikil hús- móðir og er lítið í því að búa í haginn. Systir mín Herdís, sem er fiskverk- andi uppi á Skaga, er hinsvegar mjög dugleg og þegar stór matarboð eru á döfinni hjá mér, mætir hún kannski tveimur tímum fyrr og dríf- ur þetta af. Skilur ekkert í því af hverju ég er svona hrikalega sein með allt, sem ætti að vera löngu bú- ið. Svo eru bæði bróðir minn og son- ur ansi liðtækir í sósugerðinni.“ – En hvað með eiginmanninn, er hann til einhvers nýtur? „Hann er gjörsneyddur áhuga á matargerð, en honum finnst voða gott að borða og svo hefur hann það hlutverk að hafa ofan af fyrir þeim, sem eru að bíða eftir matnum,“ segir Inga Jóna. Geir tekur undir þetta og viðurkennir að innlegg sitt í matar- gerðina sé, því miður, harla lítið. „Ég er hinsvegar svolítið duglegur við að hjálpa til við að kaupa í matinn svo ég tali nú ekki um að borða hann, en ég treysti mér alls ekki til að kaupa rétt inn nema að hafa miða meðferðis. Svona hefur þetta verið frá því ég var strákur. Fyrst voru það miðar frá mömmu og nú frá eig- inkonunni.“ – Geir, finnst þér dýrt að kaupa inn og má kannski búast við afnámi matarskattsins? „Verðlag á matvöru hefur farið batnandi á undanförnum árum og kaupmenn hér eru orðnir mun sam- keppnishæfari við það sem maður sér erlendis þó auðvitað sé alltaf hægt að gera betur. Engar ákvarð- anir hafa enn verið teknar um lækk- un virðisaukaskatts á mat, sem nú nemur 14%. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrir síðustu kosningar með það á stefnuskránni að lækka matar- skattinn um helming, ofan í 7%, og í stjórnarsáttmálanum eru ákveðin fyrirheit um endurskoðun virðis- aukaskattskerfisins. Sú vinna er enn í gangi,“ segir Geir þar sem við stöldrum á milli rekka í búðinni. Þegar val á vænum kalkúni, ham- borgarhrygg og mandarínukassa hefur farið fram, tekur húsmóðirin beina stefnu á reykta nautatungu sem hún segist verða að fá á jóla- hlaðborðið, sem fyrirhugað er að halda annan í jólum. „Ég sýð tung- una og hef hana kalda með piparrót- arsósu.“ Geir yppir öxlum og er greinilega par sama um allar nauta- tungur. En þegar loks kemur að kjötborðinu hjá Guðmundi Júlíus- syni, kaupmanni í Melabúðinni, fara öll lyktar- og bragðskyn á flug því komið er að tvíreyktu sauðalæri að norðan sem orðið er hluti af aðventu- stemmningunni. „Lærið er geymt hrátt á köldum stað og það skorið með flökunarhníf í örþunnar sneiðar til að narta í. Nauðsynlegt er að hafa hækilinn á því hann er mjög góð handfesta og stundum er lærið sett stundarkorn í frysti til að fá skurðinn sem fínastan. Þetta er algjört sælgæti. Gott er að nota sauðalærið í forrétti, þá með melónu og feitum ostum, t.d. kastala og gullosti. Hvað hefur maður að gera með rándýra parmaskinku þeg- ar við höfum þetta fína sauðakjöt?“ spyr Inga Jóna. Laufabrauðs- og soðbrauðsgerð eru alltaf fastir liðir í undirbúningi jólanna hjá þeim Ingu Jónu og Geir og í hádeginu í dag má búast við að fram verði borin skata, saltfiskur og síld fyrir þá fjölskyldumeðlimi, sem verða á ferli í Vesturbænum á Þor- láksmessu. „Ég sýð alltaf ríflega af skötunni til að geta búið til skötu- stöppu, sem dugar fram yfir áramót með rúgbrauði. Við fáum allan fisk hjá systur minni og mági á Akranesi og svo sæki ég líka laxinn þangað heim sem ég hef í fjölskyldu-jóla- boðinu annan í jólum þar sem mágur minn er mikið fyrir laxveiðarnar á sumrin. Um miðjan Þorlák er hangi- kjötið svo sett upp til að ná skötu- lyktinni út. Hamborgarhryggurinn verður borðaður á aðfangadagskvöld og kalkúnninn á jóladag með for- eldrum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Við systkinin og systkinabörnin tókum svo upp á því fyrir nokkrum árum að halda jóla- boð annan í jólum og er röðin nú komin að okkur. Von er á þrjátíu manns í mat. Það má því fastlega bú- ast við miklum matarjólum hjá mér þetta árið,“ segir Inga Jóna í sama mund og húsbóndinn er farinn að tína upp úr körfunni enda er nú komið að kassauppgjöri í Melabúð- inni.  HVAÐ ER Í MATINN? | Inga Jóna Þórðardóttir og Geir H. Haarde Hrátt sauðalæri og gott viðmót Morgunblaðið/Golli Tvíreykta sauðalærið að norðan er alltaf keypt á aðventunni og borðað hrátt, til dæmis með melónu og feitum ostum. Þjónustan hjá strákunum er hreint til fyrirmyndar, segir Inga Jóna, sem hér nýtur aðstoðar Freys Rögnvaldssonar starfsmanns og Guðmundar Júl- íussonar, kaupmanns í Melabúðinni. Hamborgarhryggur, kalkúnn, nautatunga og síðast en ekki síst norðlenskt hrátt og reykt sauðalæri er nauðsynjavarningur á jólum hjá hjónunum Ingu Jónu Þórðardóttur og Geir H. Haarde. Jóhanna Ingvarsdóttir fór með Vesturbæing- unum í Melabúðina. join@mbl.is ÞESSI uppskrift af fiskisúpu hefur verið vinsæl hjá fjölskyldunni að undanförnu. Inga Jóna, sem fékk uppskriftina hjá systur sinni, Her- dísi fiskverkanda á Akranesi, segir súpuna bæði einfalda í sniðum, og bráðnauðsynlega eftir mikla kjötneyslu og dugar ýsa, þorskur eða annar fiskur vel sem hráefni í súpuna. Tveir laukar, einn meðalstór blaðlaukur og matarolía sett í pott og látið glærast. Tveimur til þremur lítrum af vatni bætt út í og suðan látin koma upp. Síðan er grænmetiskraftur, tveir stórir teningar, settir út í, ein msk. sítrónupipar, þrír fiskteningar og ein msk. aro- mat. Afhýddar eru hráar kartöflur og þær skornar í báta, gulrætur sneiddar og blómkál brytjað. Allt sett út í og látið sjóða. Rjómaostur, 300–500 g, settur síðast í og látinn bráðna hægt saman við. Ostmagnið fer eftir því hversu súpan á að vera þykk. Fiskurinn er soðinn sér í potti. Suðan látin koma upp, slökkt undir og fiskstykkin færð strax yf- ir í súpupottinn. Fiskisúpa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.