Morgunblaðið - 09.01.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.01.2005, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 14 stöðvar KOSIÐ Í PALESTÍNU Palestínumenn ganga að kjör- borðinu í dag og kjósa sér nýjan for- seta í stað Yassers Arafats, leiðtoga þeirra til margra ára, en Arafat lést nýverið. Fastlega er reiknað með því að Mahmoud Abbas vinni öruggan sigur í kosningunum en sennilegt þykir að læknirinn og mannréttinda- frömuðurinn Mustafa Barghouti fái næstmest fylgi. Sjúkrahús fyrir Símann Davíð Oddsson utanríkisráðherra varpaði fram þeirri hugmynd í gær að fjármagn sem ríkið fengi við sölu á Símanum yrði notað til eins stórs verkefnis, svo sem til þess að reisa nýtt og stórt sjúkrahús. Gengið dregur úr tekjum Tekjur fyrir loðnuafurðir verða að óbreyttu 10% minni en í fyrra vegna styrkingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Loðnan er nú á hrað- ferð austur með landinu og sú sem veiðst hefur er stór og falleg. Íraksmál valda áhyggjum Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, hef- ur ákveðið að senda uppgjafahers- höfðingjann Gary E. Luck til að endurmeta stöðu og stefnu banda- ríska hersins í Írak, þar á meðal fjölda bandarískra hermanna og að- ferðir við þjálfun íraska hersins. Er þessi ákvörðun talin til marks um vaxandi áhyggjur af ástandinu í Írak. Veiðibann fækkar útköllum Eftir að bannað var að veiða rjúp- ur varð mun minni erill hjá björg- unarsveitum á haustin en dæmi eru um að sveitirnar hafi verið kallaðar út 16 sinnum á einum degi vegna týndra rjúpnaskyttna. Aukin ferða- mennska allt árið um kring hefur á hinn bóginn valdið því að heildar- útköllum hefur fjölgað. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 39/45 Fréttaskýring 8 Auðlesið efni 46 Hugsað upphátt 19 Myndasögur 50 Menning 30/31, 54/61 Dagbók 50/53 Af listum 30/31 Víkverji 50 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Bíó 59/61 Umræðan 34/38 Sjónvarp 62/63 Bréf 36 Staksteinar 63 Hugvekja 38 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablaðið Costa del Sol frá Heimsferðum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og utanríkisráð- herra, sagði á opnum fundi í Valhöll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins, fyrir hádegi á laugardag, að það væri sjálfsagt, við endurskoðun stjórnarskrárinnar, að finna flöt til þess að koma mikilvægum málum í þjóðaratkvæði. Sagði hann að sú að- ferð sem gefin væri í skyn með 26. grein stjórnarskrárinnar – og at- burðir síðasta árs – sýndi að hún gengi ekki upp. Sú aðferð væri til þess fallin að skapa stórkostlegan óróleika, hatur og stórkostlega gjá milli manna í þjóðfélaginu. Sagði hann að 26. greinin hefði aldrei verið hugsuð til þess „að for- seti Íslands færi að taka afstöðu með stjórnarandstöðu gegn ríkis- stjórn“, sagði hann, „eða afstöðu með tilteknum aðilum sem hafa ver- ið framarlega í því að styrkja kosn- ingabaráttu viðkomandi forseta“. Kvaðst hann vonast til þess að menn bæru gæfu til þess, í þeirri vinnu sem nú væri hafin við endur- skoðun stjórnarskrárinnar, að finna flöt á þeirri óreiðu, eins og hann orð- aði það. „Við vonumst til þess núna að það skapist grundvöllur til þess – þó að framgangur stjórnarandstöð- unnar sé ekki beysinn í bili – að finna lausn sem allir geta unað við, því ef það er svo að menn vilja eiga einhverja leið til þess, að mál megi ganga til þjóðarinnar, sem þingið er með til meðferðar, þá er sjálfsagt að finna þær leiðir; heilbrigðar, eðlileg- ar og lýðræðislegar leiðir.“ Davíð sagði að því færi fjarri að flokkurinn harmaði framgöngu sína í fjölmiðlafrumvarpsmálinu. „Öll at- vik sem síðar hafa orðið undirstrika að það sem meirihluti þingsins var að reyna að gera þá var þarft, svo ekki sé nú meira sagt. En atvikin sem þá urðu, þegar ráðist var úr óvæntri átt gegn ríkisstjórninni og þingræðinu, eru þess eðlis að menn vilja helst sem minnst um það ræða og minnst um það fjalla. Einnig vegna þess að það var gert af full- komlega annarlegum ástæðum. Það var verið að draga taum tiltekins að- ila í landinu, sem átti mikilla hags- muna að gæta.“ Davíð kom víða við í ræðu sinni. Hann fjallaði m.a. um stjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins og fullyrti að það hefði aldrei, eins og stjórnarand- stæðingar hefðu gælt við, verið ná- lægt því að springa. „Stjórnarand- stæðingarnir ættu, þegar þeir leita svara við því, hvers vegna það hefur ekki gerst, að horfa í eigin barm. Eins og staðan er núna hefur hvor- ugur flokkurinn sem er í stjórn neinn [valkost]. Það er enginn kost- ur að vinna með í augnablikinu; upp- lausnin er slík á bæjunum hinum megin dalsins – ef svo má segja – að það fer enginn yfir þá á til að eiga um þessar mundir samskipti við það fólk, þótt ágætt sé inn á milli.“ Mikilvægum málum megi koma í þjóðaratkvæði Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, talaði á opnum fundi í Valhöll í gær. Er það fyrsti fundur af 45 sem þingmenn og ráðherrar flokksins hyggjast halda næstu vikurnar. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ÖGMUNDUR Jónasson, alþingis- maður og formaður BSRB, segir að spenna vegna forsetakosninganna í Palestínu fari vaxandi og Mustafa Barghouti hafi mjög sótt í sig veðrið á síðustu dögum þótt talið sé öruggt að Mahmoud Abbas beri sigur úr býtum. Mikill áhugi sé fyrir kosning- unum og kunnugir telji að kjörsókn verði 80–90%. Ögmundur er á ferð um Palestínu ásamt Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands, og Borg- þóri Kjærnested í boði palestínsku verkalýðshreyfingarinnar fyrir milligöngu félagsins Íslands- Palestínu. Ögmundur segir að mikill fjöldi eftirlitsmanna sé nú staddur í Pal- estínu vegna kosninganna og það hafi m.a. haft þau áhrif að Ísraels- menn hafi heldur dregið úr öryggis- eftirliti allra síðustu daga en búist sé við að það aukist á nýjan leik eftir kosningarnar. Eftirlitið sé samt sem áður gríðarlegt og hamli mjög ferðum manna milli staða. Ögmundur segir að þó að yf- irleitt stefni í að kjörsókn verði mjög mikil eigi það ekki við um Jerúsalem. Þar hafi aðeins um 6.000 af 120.000 kosningabærum Palestínumönnum skráð sig á kjör- skrá. Ástæðan fyrir þessu sé sú að Palestínumennirnir óttist að missa rétt sinn til að búa í Jerúsalem ef þeir staðfesta palestínskt ríkisfang sitt með þessum hætti. „Þetta er táknrænt fyrir þann ótta sem fólk býr við,“ segir Ögmundur. Ögmundur verður væntanlega í Jerúsalem og Ramallah í dag og hyggst fylgjast vel með kosning- unum og úrslitum þeirra. Ögmundur Jónasson alþingismaður er á ferð um Palestínu Vaxandi spenna vegna forsetakosninga Ögmundur Jónasson SAMTÖK atvinnulífsins (SA) eru ekki sátt við gagnrýni Bandalags há- skólamanna (BHM) á forsendur fyr- ir samanburði SA á lífeyrisréttind- um opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, og segja að bera verði saman epli og epli til að komast að réttri niður- stöðu. Gústaf Adolf Skúlason, forstöðu- maður stefnumótunar- og sam- skiptasviðs SA, segir að í saman- burði samtakanna hafi forsendurnar verið jafnhá laun, hvort sem starfað sé hjá ríki eða einkaaðilum, ekki hafi verið meiningin að bera saman heild- arkjör heldur lífeyrisréttindi. Gagn- rýni BHM á forsendur samanburð- arins eigi því ekki við rök að styðjast. „Við spyrjum bara: hvaða forsend- ur eru það sem standast ekki að þeirra mati? Og hvernig á að bera saman lífeyrisréttindi ef ekki út frá sömu launum og jafnlöngum starfs- tíma?“ segir Gústaf. „Við vorum ekki að fjalla um heildarkjörin heldur bara að bera saman lífeyrisréttindi á almennum markaði og hjá opinber- um starfsmönnum.“ SA um gagnrýni BHM á forsendur samanburðar Verður að bera saman epli og epli UM 50 smáskjálftar urðu úti fyrir Grímsey á föstudag, þar af sá stærsti upp á þrjú stig á Richter klukkan sjö um morg- uninn. Skjálftavirkni hélt áfram fram eftir nóttu aðfaranótt laug- ardags og urðu tólf smáskjálftar fram að hádegi í gær. Þá urðu tólf smáskjálftar um fjóra km suðsuðaustur af Hveragerði á föstudag, þar af stærsti skjálftinn, og sá fyrsti, upp á 2,6 stig á Richter klukkan 18:27. Skjálftahrinan stóð fram til klukkan 21:30 og mældist enginn skjálfti aðfaranótt laug- ardags. Enn skjálftar við Grímsey HAGNAÐUR Orkuveitu Reykjavík- ur af reglulegri starfsemi, þ.e. áður en tekið er tillit til skatta, gengis- hagnaðar og annarra fjármagnsliða, og eftir afskriftir, er áætlaður tæp- lega 1,4 milljarðar á árinu 2004, að sögn Guðmundar Þóroddssonar, for- stjóra OR. Fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBIDTA) er áætlaður hagnaður OR rúmlega 4,7 milljarð- ar. Gengishagnaður er áætlaður 2,5 milljarðar en hann er til kominn vegna hækkunar á gengi krónunnar á árinu 2004 vegna lána OR í erlendri mynt. Guðmundur segir að miðað við þessar tölur hafi hagnaður af reglu- legri starfsemi OR verið heldur meiri á árinu 2004 en á síðustu árum. Að hans sögn er reiknað með að greiða 1,4 milljarða í arð til eigenda. Reykjavíkurborg á um 95% hlut í OR. Rekstur OR eftir fjármagnsliði og skatta Hagnaður 1,4 milljarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.