Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 29

Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 29 ævintýraheimur Verð 262.000 kr. á mann í tvíbýli...allt innifalið! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A 24. mars - 7. apríl ‘05 5. - 19. maí ‘05 9. - 23. september ‘05 K Ö -H Ö N N U N /P M C s: 570 2790www.baendaferdir.is Fasteignamat ríkisins sendir um flessar mundir tilkynningu um n‡tt fasteignamat og brunabótamat sem gildir frá og me› 31. desember 2004. FASTEIGNAMAT skal endurspegla sta›grei›sluver› fasteignar mi›a› vi› ver›lag fasteigna í nóvembermánu›i 2004. Fasteignamat skiptist í húsmat og ló›armat. Uppl‡singar um söluver› fasteigna má finna á vef Fasteignamats ríkisins www.fmr.is/ver›sjá fasteigna. Samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 ákve›ur yfirfasteignamatsnefnd í nóvembermánu›i ár hvert framreikningsstu›la fyrir skrá› matsver› fasteigna me› hli›sjón af breytingu ver›lags fasteigna vi› kaup og sölu frá nóvembermánu›i fyrra árs. Skrá›u matsver›i fasteigna er sí›an breytt í fasteignaskrá í samræmi vi› flá stu›la, sem og breytingu á byggingarkostna›i og afskriftir, sbr. regluger› nr. 406/1978, og fla› ver› tali› fasteignamatsver› frá og me› 31. desember til jafnlengdar næsta árs nema sérstakt endurmat komi til. A›ili, sem hefur verulega hagsmuni af matsver›i eignar og sættir sig ekki vi› skrá› mat, getur krafist úrskur›ar Fasteignamats ríkisins um mati›. Frestur er til 1. apríl 2005 til a› óska breytinga á fasteignamati frá 31. desember 2004. Krafa um endurmat skal vera skrifleg og studd rökum og nau›synlegum gögnum. Kæra má úrskur› Fasteignamats ríkisins til yfirfasteignamatsnefndar. BRUNABÓTAMAT er vátryggingarfjárhæ› brunatryggingar og skal fla› taka til fleirra efnislegu ver›mæta húseignar sem ey›ilagst geta af eldi og mi›ast vi› byggingarkostna› a› teknu tilliti til aldurs, slits, vi›halds og ástands eignar a› ö›ru leyti. Brunabótamati skal breytt árlega skv. fleim breytingum sem or›i› hafa á byggingarkostna›i hinna ‡msu tegunda húseigna næstli›i› ár a› teknu tilliti til útreikna›ra e›a áætla›ra afskrifta vegna sama tímabils. Brunabótamat breytist jafnframt mána›arlega í samræmi vi› breytingu á byggingarvísitölu. Húseiganda er skylt a› óska n‡s brunabótamats á húseign ef ætla má a› ver›mæti eignarinnar hafi aukist vegna endurbyggingar e›a endurbóta. Á heimasí›u Fasteignamats ríkisins www.fmr.is má fletta eftir heimilisfangi, fastanúmeri e›a landnúmeri upp á fasteignamati og brunabótamati fasteigna. TIL FASTEIGNAEIGENDA húðsjúkdómadeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Taldi hann húð- kvilla minn, psoriases, á það háu stigi að ég yrði að leggjast inn á spítalann sem allra fyrst. Áður lét ég innrita mig í sjúkrasamlag stúd- enta að góðra manna ráðum og var síðan kallaður inn á spítalann þann 25. apríl. Fljótlega hófst meðferðin, en hún var fólgin í því að bera tjöru á líkamann fyrir hádegi, en reyna að ná henni af síðari hluta dags. Gekk þetta svona í 25 daga, að ég var loks útskrifaður 20. maí. Það er mikil lífsreynsla fyrir 19 ára mann að liggja á spítala í útlöndum, en ég hafði aldrei legið á spítala hér heima á Fróni. Þótt margt væri frumstætt svo stuttu eftir heimsstyrjöldina síð- ari og Danir langt frá því búnir að jafna sig eftir þann mikla hildarleik, þá varð þetta lífsreynsla, sem ég hefði ekki viljað missa af. Maturinn var að vísu lélegur, einu sinni ætur matur og það á St. Bededag, sem er einn af fáum hátíðisdögum, sem við höfum ekki apað eftir Dönum. Þá var flæskesteg, vel útilátin. Hár- skeri spítalans bauð upp á rakstur fyrir 15 aura og þá ég það boð nokkrum sinnum. Guðmundur Guð- mundsson, læknir, (1898–1968) var þarna á spítalanum í eins konar framhaldsnámi og varð oft eftir hjá mér, þegar stofugangur var langt kominn hjá Haxthausen. Varð okkur vel til vina og varð ég heimilisvinur hjá þeim hjónum, en kona hans hét Jóhanna M. Guðjónsdóttir (1900– 1982) og bjuggu þau á Amakri í Dronningsgade nr. 2. Nú er það einn morgun að verið er að tjöru- bera okkur tvo sjúklinga niður í kjallara, þar sem böðin voru. Sá ég, að þar var Jóti einn, sem nýlega hafði útskrifast af spítalanum, en strax sótti í sama horf, þannig að nú var hann kominn aftur á spítalann og hálfu verri en fyrr, húðin ein samfelld hella, víða sprungin og vall blóð úr sprungunum. Höfðu allir mikla samúð með manni þessum, jafnt við sjúklingarnir sem starfs- fólkið. Síðar um daginn hitti ég Guð- mund lækni og spyr hann, hver hafi verið þriðji maðurinn í tjöruböð- unum í morgun. „Þið voruð bara tveir, Jótinn og þú“. „Það getur ekki verið,“ segi ég. „Það var einhver brandarakarl sem reif af sér brand- ara svo linnulítið, að hjúkrunarkon- urnar veltust um af hlátri.“ „Það var nú einmitt Jótinn,“ svaraði Guð- mundur. Fyrir þessum manni hefi ég borið meiri virðingu en nokkrum öðrum á ævinni, hann bjó mig út með það veganesti á einni morgunstund, sem hefur dugað mér í lífinu síðan. Þrátt fyrir allt, þá var það hann sem hafði sigrað. VI. Eigi fékk ég að leggjast inn á spítalann án tryggingar, þrátt fyrir sjúkrasamlagsskírteinið góða. Varð við innlögn að reiða fram Dkr. 150 sem depositum. Nú rennur upp sá langþráði dagur, að ég skyldi út- skrifast. „Nei, borga fyrst“, til- kynnti yfirhjúkkan. Daggjald var 4 krónur, svo 25 daga dvöl kostaði 100 krónur. Fékk ég því 50 krónur til baka, en sætti mig ekki við það og sagðist ætla að fá hundraðkallinn líka. Ég rétti þeim sjúkrasamlags- skírteinið góða, þeir litu á það, en sögðu að ég hefði ekki verið nógu lengi í samlaginu, 6 mánuðir væru venjulegur biðtími, en ég slyppi með 3 mánuði, sem auðvitað reyndi ekki á. Ekki sætti ég mig við þetta, benti á samkomulag milli Dana og Íslend- inga, þar sem Íslendingar hefðu jafnan rétt í Danmörku og Danir og Danir jafnan rétt á Íslandi og Ís- lendingar. Var mér nú vísað upp á 2. hæð til skrifstofustjóra Ríkisspít- alanna og hringdi hann þegar í Sjúkrasamlag Stúdenta og spurði, hvort þeir vildu borga fyrir þennan stud. jur. Sveinsson, sem væri með erfiðustu sjúklingum, sem lengi hefðu komið á spítalann. Játtu þeir því, en ég varð að fara alla leið niður í miðbæ (Studiestræde) til þess að fá kaution (ábyrgð) og það gerði ég, án þess að vita, hvað orðið kaution þýddi. Svo til baka til spítalans, reiddi fram ábyrgðina, fékk hundr- aðkallinn og svo beint í Nyhavn 20 til Júllu frænku, þar sem þau Sveinn bróðir og hún sátu að snæðingi. Ég var heldur rogginn og veifaði seðl- unum framan í þau og sagði þeim allt af létta af viðskiptum mínum við spítalann: „Eigi vissum við að þú kynnir dönsku, Leifur,“ svöruðu þau einum rómi, en ég mælti: „Þegar peningar eru annars vegar, þá tala ég öll mál.“ Að lokum má geta þess, að þar sem sjúkrasamlagsgjöld voru mun hærri á Íslandi en í Danmörku, þá gekk ég út með 18 króna hagnað eftir 25 daga spítalaveru. Þá sagði fólk við mig: „Leifur, þú átt örugg- lega heima í lögfræðideildinni.“ VII. Eftirmáli Danmerkurdvölin lengdist af ýmsum ástæðum, Haxthausen heimtaði sólböð sem ég stundaði í Horneby á Sjálandi í sumarhúsi Júllu frænku. Lenti í næstheitasta sumri í sögu veðurathugana í Dan- mörku, aðeins 1911 var heitara. Varð kolbrúnn og bakaði mig á strönd Eyrarsunds með lagaskrudd- urnar með mér. Heim flaug ég loks með Heklu flugvél Loftleiða þann 28. janúar 1948, með viðkomu í Glas- gow (Renfrew-flugvelli). Það var stjörnubjört nótt er við flugum yfir suðurströnd Íslands, en hvað var þetta, 17 rauð ljós og fossandi fljót niður hlíðar Heklu. Sautján eldgígar blöstu við úr eldfjallinu, það var stórkostlegri sjón, en ég get með orðum lýst. Slíka sjón mun ég aldrei líta framar á ævinni. Heimildir 1. Guðmundur Einarsson frá Miðdal: Heklu- gos 1947–1948, Guðjón Ó. 1948. 2. Eldur er í norðri, Afmælisrit helgað Sig- urði Þórarinssyni, sjötugum. Sögufélag, Reykjavík, 1982. 3. Íslenska alfræðiorðabókin H–O, bls. 274. 4. Öldin okkar 1931–1950, bls. 256. Forlagið Iðunn, Reykjavík 1951. 5. The Eruption of Hekla, Reykjavík MCMLXXVI, H.F. Leiftur. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Pappi, sem kveikt var í í Heklueldum 5. apríl 1947, við Næfurholt. Íslenska alfræðiorðabókin H—O — Örn og Örlygur 1990 Kirkjubær í Færeyjum, gamli bærinn og rústir ófullgerðrar dómkirkju frá 14. öld. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.