Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 43
verið yfir þessum vini okkar. Miklar og líflegar umræður spunnust oft í kringum Gulla, hvort sem um var að ræða trúmál, stjórnmál, stangaveiði eða eitthvað annað. Fannst á stund- um ýmsum nóg um ákafann og lætin, en oftast tókst Gulla að ljúka málum þannig að menn fóru sáttir af fundi. Það sem okkur er minnisstætt við Gulla umfram marga aðra samferða- menn er glaðværð hans og geislandi gleði yfir því einfaldlega að fá að lifa lífinu með vinum sínum og fjöl- skyldu. Gulli var auðvitað umdeildur maður, sem ekki er undarlegt með mann sem hafði sterkar skoðanir á flestu því sem upp kom í samfélagi okkar. Slíkt lét hann þó aldrei trufla sína sannfæringu. Þorstinn í að skilja mál til fullnustu, móta sér skoðun og beita sér svo af krafti í að sannfæra vini jafnt sem andstæðinga um rétta niðurstöðu gekk sem rauður þráður í gegnum viðburðaríkt líf Gulla. Ekki fór þetta þó alltaf hávaðalaust fram. Aldrei lét hann úrtölu- eða öfundar- menn hrekja sig af braut en átti þó gott með að taka rökum og vinna úr þeim. Þú kæri og hjartfólgni vinur, nú ert þú horfinn á braut – „kominn heim“ eins og þú sagðir oft. Ekki vor- um við alltaf sammála, síður en svo, og tókum marga snerruna um lífið og tilveruna, en alltaf skildum við sáttir, en á vináttu okkar bar aldrei skugga. Kæri vinur, á þinni lífsins leið hrepptir þú oft misjöfn veður, stór- viðri og krappan sjó, en naust þess jafnframt að sigla í meðbyr og komst vel frá hvoru tveggja – slíkt er ekki öllum gefið. Nú, okkar kæri vinur, er komið að leiðarlokum. Ekki munum við framar sitja heilluð og hlusta á nið árinnar, full eftirvæntingar, en um leið gagn- tekin af undrum náttúrunnar og stórfengleik sköpunarverksins. Þröst að færa unga sínum maðk, undur morgunsins, eða þögnina, kyrrðina og guðdómleikann þegar kvöldkyrrðin og friðurinn færist yfir okkar fallega land. Við viljum að lokum þakka allar þær góðu stundir er áttum við saman í hartnær 30 ár sem við nú minnumst. Elsku Gunna, Gulli, Guðjón, Óli, Danni og Raggi og aðrir ástvinir, ykkur öllum sendum við, svo og Sig- þór og Silla, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðlaugs Bergmanns. Einar Sigfússon, Anna K. Sigþórsdóttir. Strax og fyrstu fréttir birtust árið 2002 um að nýtt flugfélag væri í burðarliðnum hafði Guðlaugur Berg- mann samband við okkur sem stóð- um að stofnun þess. Hann var boðinn og búinn að miðla af reynslu sinni og gefa góð ráð. Það var Guðlaugi líkt að hafa samband að fyrra bragði og bjóða hjálp. Þannig var hann, eldhugi sem sá enga ástæðu til að bíða. Áhugi hans á framgangi íslenskrar ferða- þjónustu var engu líkur og hann átti auðvelt með að hrífa aðra með sér í þeim efnum. Hann þekkti af eigin raun hvað flugrekstur getur verið hvikull og hvaða pytti þyrfti að forð- ast og var óspar á ráðin í þeim efnum. Það var ekki ónýtt fyrir Iceland Express að eiga bandamann í Guð- laugi. Ekki aðeins lét hann vini og viðskiptavini erlendis vita af þessum nýja valkosti í millilandaflugi, heldur lagði hann lið í leit að fjárfestum og talaði máli félagsins við ótal mörg tækifæri. Mest um vert var þó að heyra hvatningarorð hans í garð hins unga flugfélags. Bjartsýni hans og trú var gott vegarnesti. Það er skarð fyrir skildi í íslenskri ferðaþjónustu við fráfall Guðlaugs Bergmann. Ættingjum hans votta ég innilega samúð mína. Ólafur Hauksson. Látinn er fyrir aldur fram Guð- laugur Bergmann. Guðlaugur var mikill atorkumaður og fyrir okkur hér undir Jökli má segja að hann hafi komið og hrist að- eins upp í okkur. Guðlaugur var með okkur í að stofna Framfarafélag Snæfellsbæjar og var þar meira og minna potturinn og pannan í flestu. Guðlaugur sá í nokkur ár m.a. um út- gáfu blaðs Framfarafélagsins, Snæ- fellsbæjarfréttir, þar sem stiklað var á því markverðasta sem til framfara taldist í bæjarfélaginu okkar. Ég vil þakka Guðlaugi fyrir góð og skemmtileg kynni, því aldrei hitti ég Guðlaug og Guðrúnu öðruvísi en að eitthvað væri gantast með lífið og til- veruna. Oftar en ekki þegar málefnin voru rædd – og þá fórum við Gulli oft hratt yfir, þá stoppaði hann kannski og sagði: „heyrðu Drífa, í hvaða stjörnumerki ertu annars?“ Ég vil fyrir hönd Framfarafélags Snæfellsbæjar, Hellissands og Rifs- deildar þakka Guðlaugi fyrir góð störf og áhuga á mönnum og mál- efnum hér í kringum Jökul. Frá okk- ur í Framfarafélagsdeildinni sendi ég Guðrúnu og aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Drífa Skúladóttir. Sumir hamingjumenn heyra kraft- birtingarhljóm guðdómsins. Slíkir menn óttast ekki dauðann og ganga óhræddir á vit hins ókomna. Líf Gulla Bergmann var mikið ævintýri. Fyrir tólf árum fékk ég það hlutverk að skrá niður lífshistoríu hans – eins og þá var komið sögu. Þá var hann bara rúmlega fimmtugur og hafði lif- að margar ævir frásagnarverðar. Hann bjó yfir listrænu innsæi til upp- lifunar í straumi tímans, heyrði ym- inn og skynjaði litbrigðin. Hann bjó yfir ástríðufullum þrótti til athafna og var sannfærður um erindi sitt við land og þjóð. Það var ekki mulið und- ir Gulla Bergmann í bernsku en hann braust til manns með brauki og bramli, tjútti og fútti, – íslenski draumurinn? Hann bjó yfir hæfileik- um frumkvöðulsins, og hann var brautryðjandi í margvíslegum skiln- ingi og gagnaðist þjóð sinni vel í bráð og lengd, ekki síst í atvinnulífinu. Hann hafði líka sérgáfu sem prédik- ari og áróðursmaður. Stundum var hraðinn mikill og óhjákvæmilega gat hann rekist óþægilega á. En árekstr- ar hans í mannheimum voru ekki afþví hann elskaði ekki mannfólkið nóg heldur skuldaðist flýtinum, as- anum. Hann var ástfanginn af mann- lífinu, fólki yfirleitt og var meira náttúrubarn en flestir samferða- menn hans. Sú var líka nafngiftin á bókinni okkar, Og náttúran hrópar og kallar. Stundum var Gulli sleginn út af laginu, en stóð jafnan upp aftur og byrjaði nýtt líf með sprengikrafti hugsjónamannsins. Einhvern veginn var það líka í stíl við meistara end- urfæðinga og nýs lífs að hverfa á miðjum aldri úr glæsihöllum og bísnisssölum í borginni upp í sveit til að leggja áherslu á andlegt líf og náttúrulega lifnaðarhætti. Slíka stefnubreytingu tóku þau hjón, Gulli og Guðrún, fyrir rúmum áratug er þau stefndu á ljósið undir Jökli. Þar var langur og glæsilegur lífskafli skráður. Undir lok bókar okkar kvaðst Gulli ekki óttast dauðann og vitnaði til gjöfulla morgunstunda sinna: „Ég hef þá legið uppi rúmi og skynjað allt sem mér er dýrmætt; konu mína, alla drengina mína, barnabörnin mín, vini mína, þjóð mína, land mitt og sköp- unina. Þá hef ég fyllst slíku þakklæti og gleði að mér finnst stundum eins og ég sameinist guðdóminum. Sú til- finning er yndisleg.“ Óskar Guðmundsson. Góður drengur er fallinn frá í blóma lífsins. Á hugann leita ljúfar minningar, sem sefa sorgina. Minn- ingar um kraftmikinn brautryðjanda og hugmyndasmið, sem lét drauma sína rætast. En um leið kom hann því til leiðar að draumar okkar hinna urðu að veruleika. Hann var þeirrar náttúru að hann hreif fólk með sér bæði í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu. Við kynntumst Gulla þegar hann tók að gefa andlegum málum gaum fyrir alvöru, þegar orku at- hafnamannsins tók að gæta í litlum hópi fólks sem lagt hafði út á þá braut að gæða líf sitt og athafnir dýpri merkingu, hafði opnað augu sín fyrir því að til væri eitthvað annað og meira en hinn þrívíði veruleiki og vildi gjarnan auka vægi hins andlega í tilveru sinni. Undir þessum áhrifum döfnuðu hugmyndir Gulla um bjarta framtíð og þær smituðu út frá sér. Við eigum honum ýmislegt að þakka í þeim efnum. Gulli kynnti okkur t.d. fyrir Patrice Noli og fleiri yndisleg- um manneskjum sem hingað lögðu leið sína fyrir hans tilstilli. Við tengd- umst gegnum vinnu við ljóslíkamann, fræði Mikales og gegnum stjörnu- spekina. Við áttum ótal samræður um þessi áhugamál okkar, sem gerðu okkur víðsýnni og hugrakkari. Oftar en ekki snerist umræðan um það hvernig mætti heimfæra hin andlegu fræði upp á hið jarðneska líf, hvernig skapa mætti paradís á jörð. Hjá Gulla fór aldrei mínúta til spillis, það var sama hvort við hittumst á bíla- stæðum í miðbæ Reykjavíkur eða í gullfallega hreiðrinu þeirra Gunnu á Hellnum, alltaf tókst honum að fá mann á flug. Við ræddum um sjálf- bæra þróun og ferðaþjónustu, ljósið og kærleikann, fagnaðarerindið og friðarboðskapinn. Veltum upp ýms- um spurningum og leituðum svara. Gulli var svo hugmyndaríkur og ímyndunaraflið svo lifandi, að maður fór alltaf endurnærður af þessum snaggaralegu fundum okkar, hvort sem þeir höfðu staðið dögum saman í mögnuðu andrúmslofti Snæfellsjök- uls eða örskotsstund í iðandi mann- þrönginni í Kringlunni. Elsku Gulli, við drógum fyrir þig spil í morgun úr hjarta-stokknum hennar Patrice og fengum þessi skilaboð: Frelsi er hugarástand. Þú varst gangandi sönnun þess og þann- ig minnumst við þín. Kæri vinur, það logar á kerti fyrir þig á altarinu okk- ar, þakka þér fyrir samfylgdina. Þú, sem úr öllu ætíð vildir bæta, munt himna í höllu hinu sama mæta, alsæls um völlu ekkert kann að græta, þess guð mun gæta. Þessi orð Gríms Thomsens fylgja okkar hinstu kveðju til þín, kæri vin- ur. Henni fylgja líka hlýjar hugsanir, ljós og kærleikur til ástvina þinna, sem syrgja nú góðan dreng, til þeirra sem sjá munu til þess að baða minn- ingu þína ljósi hvern nýjan dag. Ágúst Pétursson og Kolbrún Halldórsdóttir. Guðlaugur Bergmann eða Gulli í Karnabæ, eins og hann var kallaður þegar ég kynntist honum fyrir tæp- um 30 árum, er horfinn úr okkar jarðneska lífi. Það er mikill sjónar- sviptir að Gulla, þessum mikla eld- huga eins og hann ætíð birtist mér. Ég á margar og góðar minningar af kynnum okkar og samstarfi ekki síst hin seinni ár. Þau Gulli og Guðrún á Hellnum áttu undanfarin áratug mikið samstarf við mig persónulega og ekki síður við mig sem formann Ferðamálasamtaka Íslands. Innan þeirra vébanda hafa þau bæði látið mikið til sín taka. Guðrún sat í stjórn samtakanna um tíma fyrir hönd Vestlendinga og Gulli tók virkan þátt og var ætíð tilbúinn til að berjast fyr- ir sínum áhugamálum, en þar bar hæst umhyggju hans fyrir umhverf- inu. Gulli lagði mikla vinnu og tíma í umhverfismálin og fannst aldrei nóg að gert í þeim efnum og allt tæki of langan tíma. Hann hélt margar bein- skeyttar ræður um efnið á okkar vettvangi og taldi ekki eftir sér að út- skýra fyrir einstaklingum og hópum hvað fælist í umhverfishugsuninni og hvernig þetta allt tengdist viðskipt- um í ferðaþjónustu. Umhverfismálin verða stærri og stærri þáttur í ferða- þjónustu um allan heim. Einhvern veginn á þennan hátt orðaði Gulli þetta og hélt áfram með því að hvetja menn til að bregðast við sem fyrst. Ísland mun eiga mikla möguleika í ferðaþjónustu, ef brugðist er fljótt og vel við öllu því sem snýr að umhverf- ismálum. Þetta skilja flestir í dag og þeim fjölgar hratt sem hafa gert sér grein fyrir að eldmóður og orð Gulla áttu við rök að styðjast. Það þarf frumkvöðla til að koma málum af stað og Gulli var einn af þeim, blessuð sé minning hans. Fyrir hönd félaga í Ferðamála- samtökum Íslands vil ég senda Guð- rúnu, afkomendum Gulla og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Það var mikið áfall að heyra þau sorgartíðindi að góður vinur, Guð- laugur Bergmann, hefði skyndilega kvatt þetta jarðlíf. Litríkur maður sem hafði komið mörgu í verk í sínu lífi, en sem átti líka svo margt eftir ógert. Ávallt iðandi af lífi, með enda- lausar hugmyndir og nýjar fyrirætl- anir. Gulli varð snemma þjóðsagnaper- sóna. Hann gaf sig ávallt allan í þau ólíku verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Allt frá því hann stofnaði tískuverslunina Karnabæ með sínum nýjungum hefur verið tekið eftir Gulla Bergmann. Það var ekki aðeins á sviði kaupmennskunnar sem hann lét til sín taka með tilþrifum. Það var eðli hans og skaphöfn að takast á við ögrandi verkefni og ná árangri. Menn hafa kynnst honum í gegnum ýmis áhugasvið hans í gegnum tíðina, dansinn, viðskiptalífið, stjörnuspek- ina, ferðaþjónustuna, staðardag- skrána, laxveiðina eða jafnvel bara í gufubaðinu, og kunningja- og vina- hópurinn var stór. Gulli kom víða við á sinni ævi og frá lífshlaupi sínu segir hann af hisp- ursleysi og einlægni í ævisögu sinni sem kom út fyrir nokkrum árum. Þar er jafnt sagt frá sorg og gleði, sigrum og ósigrum. Heilladísirnar voru þó oftast innan seilingar. Það hafa verið mikil umskipti fyrir stórtækan kaupsýslumann að breyta algerlega um lífsstíl, flytja úr arga- þrasi viðskiptalífsins í friðsæla sveit undir Jökli. Þar fann hann tilgang í nýjum og gefandi verkefnum. Hann lagði sig í líma við að kynnast sögu Hellna og magnaðra staða undir Jökli og hann skynjaði kraft Jökuls- ins. Hann sótti einnig fróðleik til þeirra sem skynja meira en við hin. Var Gulli ötull við að fræða gesti um þá leyndardóma sem hann hafði kynnst í landinu á Hellnum og ógleymanlegar eru frásagnir hans í gönguferðunum um Hellna. Eftir slíka dagstund með Gulla skynjuðu allir landið með öðrum hætti. Snæfellingar standa í mikilli þakk- arskuld við þau hjón, Gulla og Guð- rúnu, fyrir þeirra miklu baráttu fyrir vistvænni byggð. Þau riðu á vaðið með að fá Green Globe-vottun fyrir ferðaþjónustu sína í Brekkubæ á Hellnum og í haust náðist langþráð takmark að fá slíka vottun fyrir Snæ- fellsnesið. Þegar þau hjón ákváðu að að flytj- ast að Hellnum og hefja nýtt og öðru- vísi líf en fyrr varð Snæfellsnesið verkefnið sem átti óskipta athygli Gulla. Þau hjón stofnuðu ferðaþjón- ustu í Brekkubæ á Hellnum og urðu frumkvöðlar í vistvænni ferðaþjón- ustu. Það var mikil gæfa að kynnast þessum mikla eldhuga. Sameiginleg áhugamál okkar voru bundin Helln- um. Í undirbúningi hefur verið að byggja upp lítið frístundaþorp á Hellnum. Fyrsti áfangi þess var að opna Menningarmiðstöð með gesta- stofu síðastliðið sumar. Í þeim und- irbúningi reyndist Gulli okkur sem að því stöndum með miklum ágætum og stöndum við í mikilli þakkarskuld við hann. Uppbyggingin á Hellnum var Gulla mikið áhugamál og vonandi gefst fólki tækifæri á næstu árum til að ganga um Bergmannsstræti á góðum dögum og kynnast einstöku umhverfi Hellna. Það verður öðruvísi að sækja Hellna heim án þess að Gulli fagni þar gestum með bros á vör, en andi hans mun svífa þar yfir vötnum. Guðrúnu og sonunum sendum við Hrefna okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í friði minn kæri, Þorsteinn Jónsson. Sá sem kaupir skyrtu þarf bindi í stíl og sá sem kaupir bindi þarf skyrtu í stíl. Sá sem kaupir jakkaföt þarf bæði skyrtu og bindi í stíl. Skilaboðin voru einföld frá tísku- kónginum í Bonaparte, Gulla Berg- mann. Hann bætti því raunar við að þegar eiginkonur eða kærustur væru með í för væri tilvalið að nefna að skyrturnar væru úr 50% bómull og 50% pólýester og því ekkert annað að gera en henda þeim skítugum í þvottavélina, hengja þær upp og svo færi bóndinn í þær rennisléttar og fínar. Þessi einfalda sölutækni Gulla virkaði og við unglingarnir seldum sennilega tonn af skyrtum, bindum og jakkafötum, auk þess að skemmta okkur aldeilis vel í jólaösinni. Gulli sveiflaðist á þessum tíma milli þess að vera tískukóngur og spákóngur. Hann var farinn að hand- fjatla steina og kristalla af furðulegri áráttu á þessum tíma og lesa úr skrift og teikningum starfsfólksins eftir kúnstarinnar reglum milli þess sem hann stýrði fyrirtæki sínu af mikilli einurð. Líf Gulla átti eftir að taka stakka- skiptum á næstu árum. Hann breytt- ist úr tískukóngi Reykjavíkur í um- hverfisvænan og elskulegan vin alls heimsins. Honum til halds og trausts var dásamleg kona, engill af himnum ofan, eins og dóttir mín orðaði það, Guðrún Bergmann. Leiðir okkar Gulla lágu saman eft- ir furðulegum krókaleiðum öðru hvoru gegnum árin. Við hittumst um 1987 á lúxushóteli í svissnesku ölp- unum og um tíma vorum við sveit- ungar á Seltjarnarnesi. Guðrún sá á þeim tíma engla og ágæta vætti kringum mig og fjölskyldu mína og gaf okkur góð ráð til að sigrast á erf- iðleikum og takast á við það sem við blasti. Síðar áttum við ánægjulega samleið, meðal annars vegna útgáfu- starfsemi Guðrúnar. Gulli og Guðrún ákváðu að stíga stórt skref til framtíðar þegar þau sneru baki við öllu sem sneri að tísku og yfirborðsmennsku og fluttu vest- ur á Snæfellsnes. Markmið þeirra voru háleit og göfug, meðal annars þau að bæta samfélagið og stuðla að betra lífi fyrir Íslendinga og helst alla heimsbyggðina. Gulli og Guðrún áorkuðu heilmiklu á árunum á Snæfellsnesi. Sumt féll í frjóan jarðveg og annað í ófrjóan. Þannig held ég að líf þeirra hafi verið eins og líf okkar allra hinna. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að þau Guðrún og Gulli hafi sáð nægilega mörgum fræjum til að breyta lífi og lífssýn fjölda manns og af því getur hver maður verið stoltur. Blessuð sé minning Gulla og Guð blessi fjölskyldu hans. Brynja Tomer. Gulli vinur minn í Karnabæ var Björgólfur og Jóhannes síns tíma. Hann kom heim frá Carnaby Street í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 43 MINNINGAR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.