Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 39 MINNINGAR ✝ Júlíus Grétar Arn-órsson fæddist á Akureyri 16. septem- ber 1941. Hann lést aðfaranótt 25. desem- ber síðastliðins. For- eldrar hans voru Arn- ór Jón Einarsson, f. 7. maí 1918, d. 7. febrúar 1962 og Sigríður Jón- ína Júlíusdóttir, f. 2. nóvember 1917, d. 27. ágúst 1967. Systkini Júlíusar eru Þorsteinn Einar, f. 1947, Stein- unn Margrét, f. 1951 og Arnór, f. 1954. Júlíus kvæntist 5. júní 1965 Æs- gerði Elísabetu Garðarsdóttur, f. 28. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Garðar Stefánsson, f. 17. sept- ember 1912, d. 14. mars 1999 og Árný Guðlaug Sigurðardóttir, f. 15. október 1907, d. 17. janúar 2002. Dóttir Júlíusar og Æsgerðar er Sig- ríður Árný, f. 1971, maki Jón Bergur Hilmisson og eiga þau eina dóttur Æs- gerði Elínu, f. 1995. Júlíus lauk námi í byggingatæknifræði frá Ingeniörskolen í Horsens í Danmörku 1969 og starfaði að námi loknu við hönn- un og eftirlit í Dan- mörk í 2 ár. Hann var verksmiðjustjóri einingamerksmiðj- unnar Verks hf. 1971–1972 Hann var meðeigandi í Almennu verk- fræðistofunni og starfaði þar frá 1972 og allt þar til hann lést. Júlíus var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju 3. janúar, í kyrrþey að hans eigin ósk. Elsku bróðir, þú varst kallaður burt svo fyrirvaralaust á sjálfa jóla- nótt, þegar allt á að vera svo friðsælt og fallegt og þess vegna vil ég trúa því sem sagt er, að þeim sem deyja á jólunum sé ætlað sérstakt hlutverk í Paradís. Sem krakkar áttum við ekki mikla samleið, þar sem þú varst tíu árum eldri en ég, en eftir að við urðum full- orðin og eignuðumst okkar fjölskyld- ur urðum við nánari. Drengirnir mínir litu alltaf upp til Júlla frænda og höfðu mikið gaman af að fá að kíkja í kistilinn og skoða alla skrítnu hlutina sem þú safnaðir. Einhvertíma þegar þeir voru litlir gafst þú þeim útlenda peningaseðla sem þeim þótti mikið um og hafa varðveitt þá alla tíð síðan. Þótt þú væri dulur og hæglátur var stutt í húmorinn og þú hafðir gaman af að segja skondnar sögur. Þið Gerða höfðuð yndi af að ferðast erlendis, keyra um, skoða og fræðast, og nú í haust fóruð þið í frábæra ferð til Þýskalands og svo stuttu síðar til Danmerkur, en því miður varð ekk- ert úr ferðinni til London sem við Óli ætluðum að fara með ykkur, en þar ætlaðir þú að sýna okkur svo margt því þú þekktir borgina mjög vel. En ég er viss um að þegar við Óli förum loksins til London þá fylgist þú með okkur að ofan. Það er sárt fyrir Gerðu að sjá á eft- ir þér svona fljótt, það voru svo marg- ir fastir punktar í ykkar sambúð sem hún á eftir að sakna. Ég veit líka að litla afastelpan þín á erfitt með að skilja af hverju þú ert ekki heima þegar hún kemur í Ás- garðinn. Elsku Gerða, Sigga, Nonni og Elín, megi góður Guð vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Við Óli kveðjum þig, elsku Júlli, með þessum litla sálmi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín systir Margrét. Það voru sorgarfréttir sem bárust okkur á jóladag. Daginn áður en heimsbyggðin missti svo marga í hörmungunum í Asíu misstum við bræðurnir góðan vin og mentor, hann Júlla frænda. Júlli frændi var í miklu dálæti hjá okkur bræðrunum. Hann kunni flest og vissi mest þegar leita þurfti ráða, hvort sem var við lærdóm eða ferða- lög um heimsins höf, þá var Júlli frændi sú alfræðibók sem við leituð- um gjarnan í. Við bárum ætíð mikla virðingu fyrir honum Júlla frænda. Það bjó alltaf svolítil dulúð og heil- mikil speki í svipnum á honum enda var hann ótrúlega virðulegur með pípuna sína góðu sem við getum ein- faldlega ekki skilið við hann í minn- ingunni. Við eigum margt að þakka Júlla frænda, hann var okkur ósjaldan inn- an handar við lærdómin og þá sér- staklega þegar kom að stærðfæðinni. Hann var gjarnan okkar kompás á ferðalögum erlendis og Júlla frænda eigum við dálæti okkar á kínverskum mat að miklu leyti að þakka. Það var jú alltaf ljúft að koma á heimili þeirra hjóna, Júlla og Gerðu, og ekki spillti nú fyrir þegar boðið var upp lostæti að kínverskum sið og prjónarnir mundaðir sem aldrei fyrr. Elsku Gerða, Sigríður og fjöl- skylda, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Við höfum öll misst svo mikið og þið mest nú þegar við kveðjum Júlla frænda í hinsta sinn. Elsku Júlli, takk fyrir allar góðu stundirnar, vináttuna og viskuna. Okkur langar að kveðja þig með þessum ljóðlínum: Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Þínir frændur Guðmundur, Baldur og Arnór. Samstarfsfélagi minn til margra ára Júlíus G. Arnórsson tæknifræð- ingur lést á heimili sínu í Reykjavík síðastliðna jólanótt langt um aldur fram, aðeins 63 ára að aldri. Júlíus lauk námi í byggingatækni- fræði frá Tækniskólanum í Horsens í Danmörku 1969, en hann hafði lokið prófi í múriðn áður en hann fór til náms í tæknifræðinni. Hann starfaði sem tæknifræðingur í Danmörku frá 1969 til 1971 og hafði þar m.a. umsjón með byggingu mikils fjölda íbúða fyrir þau fyrirtæki sem hann vann hjá. Júlíus réðist svo til starfa hjá okk- ur á Almennu verkfræðistofunni í Reykjavík árið 1971 og starfaði þar til dauðadags að undanskildum stutt- um tíma á árunum 1972 til 1973 er hann var verksmiðjustjóri húsein- ingaverksmiðju Verks h.f. Til Almennu verkfræðistofunnar kom Júlíus aftur til starfa 1973 og vann þar bæði að hönnun og fram- kvæmdaeftirliti margskonar verka smárra og stórra, einkum á sviði hafnargerðar og gatnagerðar. Síðustu tíu árin annaðist Júlíus framkvæmdaeftirlit með endurnýjun veitukerfa í Reykjavík fyrir Orku- veitu Reykjavíkur, en áður hafði hann haft eftirlit með byggingu stór- bygginga fyrir ýmsa aðila, gatnagerð fyrir Reykjavíkurborg og hafnargerð í Reykjavík, Þorlákshöfn, Helguvík og víðar. Júlíus var með afbrigðum sam- viskusamur og nákvæmur í störfum sínum. Skipulagning og skýrslugerð varðandi verkeftirlit framkvæmdi hann með slíkum ágætum að aldrei kom upp neinn efi eftir á um rétt- mæti ákvarðana eða úrskurða hans. Allt stóð þar sem stafur á bók og ávann hann sér óskorað traust bæði verktaka og verkkaupa. Hann var jafnframt mikill og laginn sáttasemj- ari í þeim verkum sem hann hafði umsjón með og náði einstöku sam- bandi við þá sem hann var að vinna með, bæði verktaka og ekki síst hina fjölmörgu húseigendur sem verk- framkvæmdirnar snertu hverju sinni. Júlíus var fremur dulur maður, en með afbrigðum traustur og þægileg- ur í samstarfi. Hann varð hluthafi í Almennu verkfræðistofunni árið 1983 og var í stjórn stofunnar síðustu þrjú árin og sýnir það hvert traust með- eigendur og samstarfsmenn báru til hans. Mér er það sérstök ánægja að hafa staðið að ráðningu Júlíusar til Al- mennu verkfræðistofunnar á sínum tíma og tel ég að það hafi verið heilla- spor því Júlíus var mjög farsæll í starfi og lagði sig fram um að vinna fyrirtækinu vel og hefur þannig átt sinn þátt í velgengni verkfræðistof- unnar. Ég þakka Júlíusi samstarfið í meira en þrjá áratugi sem aldrei bar skugga á og við Marta sendum eft- irlifandi konu hans Gerðu og dóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Júlíusar. Megi hann hvíla í guðs friði. Svavar Jónatansson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Almennu verkfræðistofunnar. Andlát félaga okkar Júlíusar Grét- ars Arnórssonar var okkur starfs- mönnum Almennu verkfræðistofunn- ar mikil sorg og áfall. Fréttin kom sem reiðarslag og gerði ekki boð á undan sér. Júlíus hafði unnið af krafti eins og hans var siður allt fram að Þorláksmessu. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur samstarfsfélögum. Júlíus var allra manna hugljúfi og hafði einstakt lag á að láta öðrum líða vel í návist sinni. Hann gekk til verka af öruggi og æðruleysi. Hann starfaði að eftirliti með flóknum framkvæmd- um síðastliðin ár sem voru samvinnu- verkefni Orkuveitu Reykjavíkur, Símans og Gatnamálastofu. Verkefn- in fólust í endurnýjun á stoðkerfum fyrir íbúa Reykjavíkur og snertu þar af leiðandi marga. Margt þurfti að at- huga og margt að varast enda stóð ekki á viðbrögðum viðkomandi ef eitthvað fór á annan veg en best var. Var þá oft hringt beint til Júlíusar. Júlíus hlustaði rólegur á allar athuga- semdir og kvartanir með stóískri ró og leysti síðan úr hverju málinu af öðru þannig að flestir gátu vel við un- að. Eiginleikar Júlíusar, staðfestan, mildin, róin, þrautseigjan og sann- girnin nutu sín vel í þessum verkum enda var hann eftirsóttur eftirlits- maður. Við samstarfsmennirnir mun- um eftir mörgum spaugilegum atið- um og fjölmörgum símtölum sem Júlíus afgreiddi á ótrúlegustu tímum. Kosturinn var að hann lét fátt hagga sér og gat gjarnan séð hlutina í spaugilegu ljósi enda stutt í grínið. Við kveðjum góðan dreng og minning hans lifir. Gerðu, Árnýju og fjöl- skyldu Júlíusar semdum við samúð- arkveðju. Megi alvaldur styrkja ykk- ur og vernda á komandi tímum. Magnús Magnússon. JÚLÍUS GRÉTAR ARNÓRSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR BJARNASON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 3. janúar. Jarðsett verður frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 12. janúar kl. 13.00. Sveinþór Eiríksson, Jóhann Ásberg Eiríksson, Hrönn Pétursdóttir, Snorri Eiríksson, Kristín Ólafsdóttir, Jón Eiríkur Eiríksson, Anna Lísa Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÉTUR V. SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 13.00. Arnheiður Hjartardóttir, Sigrún Hjördís Pétursdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sigurður J. Pétursson, Sverrir Pétur Pétursson, Ólöf Birna Garðarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Brynjólfur Smárason og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARÍUS SIGURJÓNSSON, Háteigi 2B, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 14.00. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigtryggur Maríusson, Drífa Maríusdóttir, Erlingur Jónsson, Sigurjón Maríusson, Alba Lucia Aluarez, Jóhann Maríusson, Þyrí Magnúsdóttir, Jón Þór Maríusson, Alda Hafsteinsdóttir, Jón Þór Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, mamma okkar, tengda- mamma og amma, VALGERÐUR FRÍMANN, Suðurbyggð 13, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 2. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 13.30. Karl Jörundsson, Ragna Frímann Karlsdóttir, Helgi Friðjónsson, Aldís María Karlsdóttir, Vignir Traustason, Jórunn Karlsdóttir, Jónas Sigurþór Sigfússon, Valgerður Karlsdóttir, Kári Magnússon og barnabörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI JÓHANNES RAGNARSSON frá Skálum Langanesi, Gyðufelli 12, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 6. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Reynir Ö. Ólason, Jóhanna Stígsdóttir, Þórunn R. Óladóttir, Ernst Berndsen, Anna G. Óladóttir, Gústaf A. Ólafsson, Hörður H. Ólason, Hafdís Y. Ólason, Laufey M. Óladóttir, Sigurjón Gunnarsson, Hólmfríður Óladóttir, Randver Elísson, Helgi S. Ólason, Guðrún R. Valgeirsdóttir, Sölvi S. Ólason, Margrét Pálsdóttir, Linda B. Óladóttir, Bryan Baker og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.