Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 22
22 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
ar sem Tempelhof-
flugvöllur er nú var
áður heræfinga- og
hersýningasvæði
þýska keisarahers-
ins. Árið 1923 voru
fyrstu flugvallar-
byggingarnar reistar og áætlunar-
flug hófst til borganna Königsberg
og München. Tempelhof er þannig
einn af elstu flugvöllum í heimi.
Á næstu árum var flugvöllurinn
stækkaður og ýmsar byggingar
bættust við. Það var þó ekki nóg
fyrir stórbrotnar áætlanir nasista
sem tóku við völdum árið 1933.
Fyrir nýju heimshöfuðborgina
Germaníu, sem Hitler hugðist
reisa, þurfti myndarlegan og nú-
tímalegan flugvöll. Tempelhof átti
að verða miðstöð flugumferðar í
Evrópu.
Verkið var falið arkitektinum
Ernst Sagebiel. Hann hafði áður
teiknað gríðarstóra skrifstofubygg-
ingu flugmálaráðuneytis Görings,
auk ýmissa annarra bygginga sem
tengdust flugmálum.
9.000 skrifstofur
Hinn þekkti breski arkitekt
Norman Foster hefur kallað Temp-
elhof „móður allra nútímaflug-
valla“. Flugvöllurinn hentar raunar
ekki lengur fyrir stórar farþega-
þotur nútímans, en byggingin þyk-
ir enn vera glæsileg og vel skipu-
lögð.
Gólfflötur byggingarinnar er
samtals meira en 300 þúsund fer-
metrar. Til samanburðar má geta
þess að verslunarmiðstöðin Smára-
lind er um 63 þúsund fermetrar að
stærð.
Í flugstöðvarbyggingunni eru níu
þúsund skrifstofur og sjö stór flug-
skýli. Meginhluti hennar, sá hluti
sem liggur næst flugvellinum sjálf-
um, er bogalaga og um 1.230 metr-
ar að lengd.
Þessi mikla stærð flugstöðvar-
innar á sér ýmsar skýringar. Á
fjórða áratugnum komu um fjögur
hundruð þúsund flugfarþegar til
Berlínar, en gert var ráð fyrir að
umferðin myndi aukast mikið síðar
eftir því sem veldi Þýskalands yk-
ist. Gert var ráð fyrir að flugvöll-
urinn gæti annað sex milljónum
farþega á ári.
Flugstöðvarbyggingin átti að
hýsa margs konar starfsemi
tengda flugmálum. Þar átti að vera
safn, bókasafn og fræðslumiðstöð
um flugmál. Flugfélög áttu að geta
haft þar skrifstofur sínar og svo
framvegis. Í stuttu máli átti að
reyna að safna saman á einn stað
sem mestu af starfsemi sem tengd-
ist flugmálum.
Áhorfendapallar
fyrir 100 þúsund manns
Þak flugstöðvarbyggingarinnar
átti að gegna mikilvægu hlutverki
samkvæmt hugmyndum Sagebiel.
Þar áttu að vera áhorfendapallar
fyrir hundrað þúsund manns sem
talið var að myndu koma til að
fylgjast með ýmsum flugsýningum.
Aldrei tókst að ljúka við gerð
áhorfendapallannna, en fjöldi turna
með rúmgóðum stigagöngum sem
liggja upp á þak er merki um þess-
ar hugmyndir arkitektsins.
Flugvöllurinn var þannig skipu-
lagður að hægt væri að komast
með skjótum hætti frá miðborg
Berlínar og í loftið. Hægt er að aka
alveg upp að inngangi brottfarar-
salarins og ganga þaðan skamma
leið beint í gegnum bygginguna og
upp í næstu flugvél. Lestar- og
neðanjarðarlestarstöð eru einnig
skammt undan.
Bygging flugvallarins hófst árið
1936 en framkvæmdum var hætt
fjórum árum síðar vegna styrjald-
arinnar. Þá hafði verið lokið við um
70% verksins. Þeir hlutar bygging-
arinnar sem þá voru ókláraðir eru
það að mestu leyti enn.
Leyndardómur loftvarnarbyrgisins
Flugvöllurinn var lítið notaður á
styrjaldarárunum, en í göngum
undir flugstöðvarbyggingunni var
rekin flugvélaverksmiðja. Átján
metrum undir yfirborði jarðar var
jafnframt háleynilegt loftvarnar-
byrgi. Vopnaðir verðir gættu inn-
gangsins og fáir vissu hvað þar fór
fram.
Þegar Rússar hertóku flugvöll-
inn í apríl 1945 hófust þeir fljótt
handa við að hirða allt nýtilegt og
flytja með sér til Sovétríkjanna.
Rétt fyrir lok stríðsins hafði verið
reistur veggur til að fela inngang
loftvarnarbyrgisins, en hermenn
Rauða hersins létu ekki blekkja
sig. Þegar þeir höfðu brotið niður
vegginn stóðu þeir frammi fyrir
rammgerðri stálhurð. Rússarnir
dóu ekki ráðalausir enda skorti þá
ekki sprengiefni.
Sprengingin varð heldur öflugri
en hermennirnir höfðu hugsað sér.
Stálhurðin gaf sig að vísu, en jafn-
framt kviknaði mikill eldur í loft-
varnarbyrginu. Gríðarlegur hiti
myndaðist og Rússarnir urðu að
forða sér. Þegar þeir loksins hættu
sér aftur niður að byrginu kom í
ljós að allt þar sem hafði verið
hafði fuðrað upp.
Aldrei hefur tekist að hafa uppi
á neinum heimildarmönnum sem
geta sagt hvað fram fór í byrginu.
Rannsóknir sem fram fóru á
brunarústunum löngu síðar benda
þó til að þar hafi verið kvikmynda-
geymsla. Loftvarnarbyrgið er á
tveimur hæðum og með mörgum
herbergjum. Það er því líklegt að
mikil verðmæti og sögulegar heim-
ildir hafi farið forgörðum vegna
óvarkárni Rússa árið 1945.
Skemmdarverk Rússa
Rússar létu sér ekki nægja að
sprengja neðanjarðar. Þeir tóku
sér einnig fyrir hendur að eyði-
leggja hluta af innréttingu flug-
stöðvarinnar. Þeir komu meðal
annars fyrir öflugri sprengju í and-
dyri byggingarinnar sem olli tölu-
verðum skemmdum.
Klaus Eisermann, sem um árabil
starfaði sem leiðsögumaður á flug-
vellinum, segist ekki kunna neinar
skýringar á þessum skemmdar-
Móðir allra flugvalla
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
Um 460.000 farþegar fara um Tempelhof árlega, en voru um sjö millj. á áttunda áratugnum.
Flugstöðvarbyggingin í
Tempelhof í Berlín var á
sínum tíma stærsta bygg-
ing í heimi. Flugvöllurinn
átti að verða samgöngu-
miðstöð heimsveldis Hitl-
ers, hann átti að standa í
hundruð ára og ekkert var
til sparað við gerð hans.
Nú stendur byggingin að
miklum hluta tóm og ráð-
gert er að leggja flugvöll-
inn niður. Helgi Þor-
steinsson kannaði langa
ganga, stóra sali og óleyst-
ar gátur þessa gríðarlega
mannvirkis.
Bráðabirgðaviðgerðir og ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á brottfararsalnum draga úr klassískum glæsileika hans.
Á þaki flugstöðvarbyggingarinnar áttu að vera áhorfendapallar fyrir hundrað þúsund manns.Í brottfararsalnum er málverk til minningar um loftbrúna til Berlínar 1948—1949.