Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRIÐ 2003 fóru um 100 milljón tonn af koltvísýringi, CO2, út í andrúmsloftið frá raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum. Árið 1997 var samsvarandi tala 81 milljón tonn, 19 millj- ónum tonna minni. Á sama árabili dróst raforkuvinnsla út vatnsorku til álfram- leiðslu í heiminum saman um 10,6 TWh/ ári en raforkuvinnsla úr eldsneyti jókst um 23,9 TWh/ári. Þróun- in gengur sem sé í þá átt að hlutur elds- neytis í raforku- vinnslu til álfram- leiðslu í heiminum fer sívaxandi, með sam- svarandi aukningu í losun gróð- urhúsalofttegunda. Kol námu 84% þess eldsneytis sem notað var til raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum 2003. Afgangurinn kom aðallega frá jarðgasi en hlutur olíu var innan við 1%. „Þakið“ á undanþágu- heimild Íslendinga vegna orkufreks iðnaðar Árið 2002 voru framleidd hér á landi 264 þúsund tonn af áli. Hugsum okkur að við legðum ál- framleiðslu á Íslandi algerlega niður og að hún flyttist eitthvað annað. Í ljósi vaxandi raforku- vinnslu úr eldsneyti til álfram- leiðslu í heiminum er ljóst að raf- orka úr eldneyti ykist þá sem nemur raforkunni til álframleiðslu hér 2002, sem að 99,9 hundraðs- hlutum kom úr vatnsorku og jarð- hita. Því myndi fylgja aukning á losun koltvísýrings í heiminum um 3,3 milljón tonn á ári. Árið 2002 nam losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum áliðnaði 0,5 milljón tonnum af koltvísýringi á ári, sem er langt undir „þakinu“ í íslenska ákvæðinu í Kyoto-bókuninni, 1,6 milljón tonn á ári. Hugsum okkur að 1,3 milljón tonn af því „þaki“ geti komið í hlut áliðnaðar en 300.000 tonn væru ætluð öðrum orku- frekum iðnaði. Þegar því þaki væri náð sparaði áliðnaðurinn á Íslandi heiminum los- un á 8,5 milljónum tonna af koltvísýringi á ári, sem er rúmlega tvöfalt meira en öll losun Íslendinga 2002. Þetta þak samsvarar framleiðslu á 687 þúsund tonnum af áli á ári á Íslandi. Til samanburðar við þá tölu má nefna að þegar afköst Norðuráls á Grundartanga eru komin í 260 þús. tonn á ári og Fjarðarál hefur tekið til starfa er álvinnsla á Ís- landi komin í 756 þúsund tonn á ári ef ekki verður stækkun hjá Alcan í Straumsvík. Þar með vær- um við komin upp úr „þakinu“. Þessu til viðbótar er rætt um ál- ver á Norðurlandi. Mun Norðurál hafa sýnt þeirri hugmynd áhuga samkvæmt fréttum. Hið raunverulega merkingar- innihald „þaksins“ er því þetta: Heimild Íslendinga til að draga úr losun koltvísýrings í heiminum með álframleiðslu á Íslandi tak- markast við 8,5 milljón tonn af koltvísýringi á ári. Þjónar slík heimildartakmörkun því markmiði Kyoto-bókunarinnar að hemja gróðurhúsaáhrifin í heiminum? Að sjálfsögðu var þetta ekki markmið þeirra sem fengu þessa takmörkun við 1,6 milljón tonn setta inn í „íslenska ákvæðið“. En þetta er gott dæmi um til hvers ákvæði sem ekki eru í samræmi við raunverulegar kringumstæður geta leitt þótt það hafi ekki verið ætlunin. Íslensk stjórnvöld þurfa því hið snarasta að fá þakákvæðinu breytt á þá lund að það taki ekki til ál- iðnaðar, jafnvel þótt það standi áfram gagnvart öðrum orkufrek- um iðnaði á Íslandi. Álvinnsla á Íslandi dregur úr gróðurhúsaáhrifunum en eykur þau ekki. Ekki aðeins í sam- anburði við álframleiðslu með raf- magni úr eldsneyti heldur einnig borið saman við að álið væri alls ekki framleitt. Ástæðan er sú, að sá hluti þess sem notaður er í far- artækjum, svo sem bílum og flug- vélum, járnbrautarvögnum o.fl. dregur meira úr losun koltvísýr- ings frá þessum farartækjum, bor- ið saman við að önnur þyngri efni væru notuð í þess stað, en sem nemur losuninni við framleiðslu álsins alls ef það er framleitt með raforku úr vatnsorku við íslenskar aðstæður, jarðhita eða kjarnorku. Í nýlegri blaðagrein eru íslensk- um stjórnvöldum álasað fyrir hafa uppi áform um að auka losun gróðurhúsalofttegunda frá stór- iðju, þ.e. í raun frá áliðnaði, um 2.650 þúsund tonn (í greininni stendur 2.650 tonn sem er að sjálfsögðu prentvilla). Greinarhöf- undur hefur ekki áttað sig á því að við núverandi hraðvaxandi hlut eldsneytis í raforkuvinnslu til ál- framleiðslu í heiminum sparar staðsetning þeirrar álvinnslu á Ís- landi andrúmsloftinu losun á 17.300 þúsund tonnum af koltví- sýringi! 17,3 milljónum tonna! Rúmlega fjórfalda alla losun Ís- lendinga 2002! Takmörkunin í íslenska ákvæð- inu á þannig engan rétt á sér gagnvart álframleiðslu á Íslandi. Hana ber því að fella úr gildi hvað áliðnaðinn þar varðar. Eins og hún er nú orðuð vinnur hún bein- línis gegn markmiðum Kyoto- bókunarinnar. „Íslenska ákvæðið“ í Kyoto-bókuninni Jakob Björnsson skrifar um ál- framleiðslu og gróðurhúsaáhrif ’Þróunin gengur sem séí þá átt að hlutur elds- neytis í raforkuvinnslu til álframleiðslu í heim- inum fer sívaxandi, með samsvarandi aukningu í losun gróðurhúsaloft- tegunda.‘ Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR náttúran sýnir okkur mannanna börnum mátt sinn og megin eins og gerðist austur í Asíu á annan dag jóla þá sjáum við smæð okkar og vanmátt í þeim sam- skiptum. Þrátt fyrir alla tækni og möguleika samtímans stöndum við ráðþrota, það eina sem við getum gert er að sýna samstöðu og reyna að leggja okkar litla lóð á vogar- skálarnar til að lina þjáningar fólks- ins og koma uppbyggingu á stað. Engin leið er að gera sér í hug- arlund og skilja allar þær hörm- ungar sem þetta blessað fólk hefur orðið að ganga í gegnum. Þegar sjónvarpið sýnir endalausar raðir af líkum á þeim stöðum sem flóðbylgj- an lagði í rúst, fyllist hugurinn sam- úð og vonleysi. Tölur um látna eru eðli máls samkvæmt ekki nákvæm- ar en allar líkur benda til þess að það séu yfir 150 þúsund sem hafa látið lífið. Þarna eru náttúruöflin að verki og engum um að kenna. En sem betur fer hefur þetta þó orðið til þess að vekja samúð og samhug um allan heim. Þjóðir heims keppast við að reyna að draga úr tjóninu með fjár- framlögum og allskyns aðstoð og er það vel. Hitt undrar mig að fáir virðist átta sig á þeim tvískinnungi að und- angengin 2 ár hefur annar eins fjöldi fólks og sennilega enn meiri verðmæti orðið eyðileggingunni að bráð í því stríðshrjáða landi Írak, en þar er ekki um náttúruhamfarir að ræða heldur er mesta herveldi heims að sýna mátt sinn og megin, með því að beita hátækni nútíma- hernaðar á blásaklaust fólk, sem deyr í hópum um leið og borgir þess og bjargræði er lagt í rúst. Það sem mér svíður hvað sárast er að allar þessar árásir, sem í mínum huga eru ekkert annað en hryðju- verk af verstu gerð, eru fram- kvæmdar með samþykki Íslend- inga, sem einnar hinna staðföstu þjóða. Mér finnst full ástæða til að við snúum við blaðinu þó seint sé og reynum að hafa áhrif í þá átt að hjálpa þessu fólki og draga úr þján- ingum þess eftir fremsta megni. Gleðilegt nýtt ár. MAGNÚS FINNBOGASON frá Lágafelli. Náttúruhamfarir og hryðjuverk Frá Magnúsi Finnbogasyni BLÁSALIR - 3JA HERB. ÍBÚÐ - KÓP. - LAUS STRAX Nýkomin í einkasölu mjög góð 93 fer- metra íbúð á annarri hæð í góðu lyftu- húsi í Salahverfi í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, gang, baðherbergi, tvö herbergi, eldhús, stofu og borð- stofu. Þvottahús er inni í íbúðinni og geymsla í kjallara. Fallegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Glæsilegt útsýni. Laus strax. Verð 16,5 millj. 108459 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali 4ra herbergja íbúð, 103-107 fm, 17 fm svalir. Verð 20-21 millj. Glæsilegar 4ra herbergja íbúðir. Íbúðir skilast fullbúnar án gólfefna. Stæði í bílageymslu. • Lyftublokk. • Sérinngangur af lokuðum svölum. • Stórar svalir með fallegu útsýni. • Glæsileg hönnun. • Sérsmíðaðar innréttingar. • Stutt í fallegt útivistarsvæði. • Hús steinað að utan með kvarsi. OPIÐ HÚS - ÁLFKONUHVARF 49-51 Aðeins þrjár 4ra herbergja íbúðir eftir Traustur byggingaraðili: Ólafur Finnbogason sölumaður verður á staðnum milli kl. 14 og 16. GSM 6 900 820 Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum, u.þ.b. 170 fm, ásamt 25 fm bílskúr, á grónum og rólegum stað í Sundahverfi. Húsið er klætt að utan með viðhalds- frírri klæðningu og hefur mikið verið endurnýjað, m.a. þak, klæðning, eldhús, lagnir o.fl. Stórt og vandað eldhús með glæsilegri innréttingu. Lóðin er stór og gróin, með mjög góðri útivistaraðstöðu, m.a. timburpallur og hellulögð ver- önd. Frábær eign á eftirsóttum stað. Bílskúr með sjálfvirkum opnara. Verð 30,4 millj. Þeir, sem vilja skoða eignina í dag, sunnudag, hafi samband í síma 894 7404. Efstasund - Einbýli Upplýsingar hjá ERON í síma 515 7440 - eron@eron.is Stefán Hrafn Stefánsson hdl., lögg. fasts. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Axelshús á Reykjum, Ölfusi Glæsileg og vel staðsett 350 fm eign á 2 hæðum rétt ofan við Hveragerði. Eignin er endurnýjuð bæði að utan sem innan á vand- aðan og smekklegan hátt. 1. flokks gistiheimili hefur verið rekið þar undanfarin ár, en möguleiki er á að breyta því í glæsilegt einbýlis- hús. Alls eru vel útbúin 6 tveggja manna herbergi, öll með sérbaði, borðstofa og fundarsalur auk af- greiðslu, eldhúss, tveggja snyrt- inga, þvottaherb. og geymslu. Teikn. liggja fyrir að 65 fm baðhúsi. 2000 fm ræktuð lóð. Timburverönd með heitum potti og stórt bílaplan. Um er að ræða afar vel staðsetta eign í fallegu umhverfi í næsta nágrenni við Garðyrkjuskóla ríkisins, með víðáttumiklu útsýni til vesturs yfir Hveragerðisbæ, Ölfusið og yfir ströndina. Verð 50,0 millj. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.