Morgunblaðið - 09.01.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.01.2005, Qupperneq 51
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 51 DAGBÓK Þakkir til Markúsar Arnar og allra hinna EKKI má það minna vera en maður þakki fyrir sig. Þessi gamli vísuhelm- ingur kom upp í huga minn eftir að hafa horft og hlýtt á áramóta- kveðjuna frá Skriðuklaustri á gaml- árskvöld. Sem Austfirðingur hlýt ég að þakka þessa fallegu kveðju að austan þar sem öll umgjörð var afar skemmtileg og hrífandi sem og efni allt og efnistök. Útvarpsstjóri á skilið ágætt hrós fyrir að hafa búið þessa áramóta- kveðju svo vel úr garði sem raun bar vitni með vandaðri kynningu og ekki sakaði það að fá andrúmið frá Gunn- arshúsi í kaupbæti. Það gladdi hugann auðvitað sér- staklega að heyra hversu góða mynd mátti þarna fá af blómlegu tónlistar- lífi eystra, þar sem hvert atriðið var öðru betra, enda ekki í kot vísað þar sem þeir tónsnillingar voru kallaðir til sögu, Ingi T. Lárusson þó mest og helzt svo og þeir Jón Þórarinsson og Björgvin Guðmundsson. Það var augljóst að allir lögðu sig fram og flutningurinn til mikils sóma, til hverra sem litið var, hvort sem var um að ræða einsöng, kórsöng eða hljóðfæraleik. Miklar þakkir skulu þeim öllum færðar og þar mælt fyrir munn svo margra sem ég hefi heyrt í, því það er mikill misskilningur sumra fjölmiðlunga að fáir ef nokkrir hlýði á áramótakveðjuna. Yndislega fagrar myndir af nátt- úruperlum Austurlands prýddu þessa hugnæmu kveðju sannarlega, glöddu sérlega austfirzk hjörtu, en allir sem um hafa fjallað í mín eyru hafa tjáð aðdáun sína á öllu því efni sem svo vel var til skila komið. Kærar þakkir og hughlýjar kveðj- ur til ykkar allra. Helgi Seljan. Takk, Vatnsvirki! MIG langar til að þakka manninum í lagnadeild Vatnsvirkjans í Ármúla sem hljóp undir bagga með mér á gamlársdag. Það er alltaf jafn- notalegt að rekast á fólk sem metur ekki tíma sinn og kunnáttu eingöngu til peninga. Ásgeir. Töpuð hátíðarkápa SÁ/SÚ sem í misgripum tók svarta ullarkápu með breiðum hvítum loð- kraga og breiðum hvítum loðbrydd- ingum á ermum, úr fatahengi Apó- teksins, Póst- hússtræti, aðfara- nótt annars janúar 2005, er vinsam- lega beðin/n um að skila henni til starfsfólks Apó- teksins. Kápan er dragsíð fyrir konu sem er 1,80 cm á hæð, smellt, með lausum vasa á áföstu belti. Kápan er ein sinnar tegundar og því auðþekkj- anleg. Það eru vinsamleg tilmæli til þess sem hana hefur undir höndum að skila flíkinni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is • Fjármálastjóri/meðeigandi óskast að góðu verktakafyrirtæki á Austurlandi sem er með mikil verkefni. • Fiskbúð í rótgrónu hverfi. • Kaffihús, veislusalur og aðstaða fyrir veisluþjónustu við Engjateig. • Þekkt sérverslun með 300 m. kr. ársveltu. • Vel staðsett hótel í austurhluta Reykjavíkur. • Traust iðnfyrirtæki með 200 m. kr. ársveltu. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Velta 360 m. kr. • Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 m. kr. ársvelta. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. • Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land. • Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan. • Íþróttavöruverslun með þekkt merki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð. • Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting. • Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verkefni og góð afkoma. • Lítil húsgagnaverslun. Auðveld kaup. • Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð. • Sérverslun með tæknivörur. 200 m. kr. ársvelta. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr. • Heildverslun með vörur fyrir sjávarútveg. Ársvelta 120 m. kr. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 190 m. kr. • Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. • Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. • Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling sem vill hefja eigin atvinnurekstur. • Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. • Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 m. kr. Góður rekstur. • Heildverslun með þekktan fatnað. • Þekkt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. • Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni. • Glæsileg ísbúð, videó og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð. Hef flutt starfsemi mína á Meðferðar- og ráðgjafarsetur Forvarna, Lágmúla 5, Reykjavík Viðtöl og ráðgjöf varðandi samskipta- og tilfinningamál fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Handleiðsla fyrir fagfólk, einstaklingsbundið eða í hópi. Dáleiðslumeðferð. Kolbrún Björk Ragnarsdóttir fjölskylduráðgjafi Forvarnir, Lágmúla 5, 4. hæð, 108 Reykjavík. Tímapantanir virka daga kl. 10-12 í síma 590 9290. www.forvarnir.net - kolbrun@forvarnir.net SEKTARKENND OG FYRIRGEFNING Fyrirgefning Guðs gefur þér fyrirgefningu við sjálfa þig. Og hún skiptir öllu. Námskeið sem byggist á bókinni Gleði Guðs eftir séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur hefst þriðjudaginn 11. janúar og stendur yfir í fjóra þriðjudaga frá 17.30 til 19.00 í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Verð 4.000 krónur. Kvennakirkjan, sími 551 3934. ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061 Bolli Þórsson sérfræðingur í lyflækningum innkirtla og efnaskiptasjúkdómum opnar stofu fimmtudaginn 13. janúar nk. í Læknasetrinu, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700 Sæll, makker. Norður ♠86 ♥G9842 S/Enginn ♦G753 ♣D4 Austur ♠74 ♥K73 ♦Á98642 ♣G10 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Eddie Kantar er þekktur fyrir skemmtilegar varnarþrautir og þessi er fengin að láni frá honum. Vestur spilar út tígulkóng og Kantar spyr: Hvernig hyggstu heilsa makker í fyrsta slag? Kantar er líka góður kennari og hann vekur athygli á því hversu oft er hægt að teikna upp allar hendur í fyrsta slag. Áður en lesandinn kastar kveðju á tígulkónginn, er ráð að reyna að teikna upp óséðu hendurnar. Hver er skipting sagnhafa? Suður hefur lýst yfir a.m.k. 5-4 skiptingu í laufi og hjarta. Og makker hefur sýnt sexlit í spaða, svo suður ætti að eiga þrjá og þar með skiptinguna 3- 4-1-5 eða kannski 3-4-0-6. Hann á alla vega ekki tvíspil í tígli, svo það kemur ekki til greina að yfirdrepa tígulkóng og spila tígli áfram. Norður ♠86 ♥G9842 ♦G753 ♣D4 Vestur Austur ♠ÁD10952 ♠74 ♥6 ♥K73 ♦K10 ♦Á98642 ♣7652 ♣G10 Suður ♠KG3 ♥ÁD105 ♦D ♣ÁK983 En það er hins vegar rétt að yfir- drepa tígulkónginn og spila spaða. Vestur tekur á ÁD og spilar þriðja spaðanum, sem tryggir þér slag á hjartakóng. Hvernig á svo að heilsa makker? Með því að segja, þegar öllu er lokið: „Takk fyrir útspilið.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 c6 7. O-O Ra6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 Rc7 10. h3 f6 11. Bd2 Rh6 12. He1 Rf7 13. d5 e6 14. b4 f5 15. exf5 gxf5 16. dxe6 Rxe6 17. Hc1 Re5 18. Rxe5 dxe5 19. c5 Kh8 20. Bc4 Dh4 21. Re2 f4 22. Rc3 Rg5 23. Re4 Staðan kom upp á lokuðu al- þjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Groningen í Hollandi. Yge Visser (2451) hafði svart gegn Sipke Ernst (2521). 23... Bxh3! 24. gxh3 Rxh3+ 25. Kf1 f3 26. He3 hvítur hefði einnig orðið varnarlaus eftir 26. Rg3 Rf4. Í framhaldinu tekst svörtum einnig að halda sókn sinni áfram. 26... Hf4 27. Hxf3 Hxe4 28. Kg2 Hg4+ 29. Hg3 Rxf2! og hvítur lagði niður vopn- in. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.