Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 37 UMRÆÐAN MELHAGI - GLÆSILEG Vorum að fá í sölu mjög fallega 4ra herb. rishæð í einu af þessum virðulegu húsum í vestur- bænum. Franskir gluggar eru í íbúðinni. Svalir til suðurs. Eftirsótt staðsetning. V. 20,5 m. 4689 KLUKKURIMI - LAUS STRAX 3ja herb. falleg íbúð með sér- inng. af svölum. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, 2 herb., baðh. og stofu. Björt og rúmgóð íbúð. V. 13,5 m. 4649 ÆSUFELL - 7. HÆÐ Góð 60 fm 2ja herb. íbúð sem skiptist m.a. í hol, bað- herb., eldhús, stofu og gott svefnherb. auk lítils vinnuherb. Í kjallara fylgir sam. hjólag., þvottah. o.fl. Suðursvalir. V. 9 m. 4694 BIRKIHLÍÐ - SUÐURHLÍÐ- AR Falleg og björt 4ra herb. 100 fm sér- hæð/jarðhæð á þessum vinsæla stað. Íbúð- in skiptist í hol, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús/geymslu og þrjú svefnherbergi. Við hliðina á inngangi er köld geymsla. V. 21,8 m. 4685 MIKLABRAUT - LAUS STRAX Rúmgóð 4ra herb. íbúð í risi í fal- legu 4-býlishúsi við Miklubraut, til móts við Kjarvalsstaði á horni Miklubrautar og Reykjahlíðar. Íbúðin skiptist þannig: Gangur, stofa, eldhús og samliggjandi borðstofa, þrjú herbergi, baðherbergi. Geymsluaðstaða er undir súð. Sérgeymsla í kjallara. Nýbúið er að framkvæma umfangsmiklar utanhúss- viðgerðir á húsinu og tröppum og svölum, auk þess sem húsið var endursteinað. V. 15,5 m. 4684 DRAGAVEGUR - MEÐ SÉR- INNG. Falleg 3ja herb. 90 fm íbúð á jarð- hæð/kjallara á rólegum stað í þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, hol/gang, stofu, 2 svefnherb., eldhús og bað. Skipt hefur verið um þakjárn á húsinu og lagnir endurnýjaðar að hluta undir húsinu fyrir ca 15 árum síðan. Lóðin er falleg og hefur nýlega verið hellu- lögð. V. 16 m. 4676 SAFAMÝRI - ENDAÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR Falleg 4ra herb. 97 fm endaíbúð ásamt 21,5 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, eldhús, stofu og þrjú herbergi. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Nýbúið er að steypuviðgera húsið og mála, auk þess sem bílskúrar voru lagaðir. V. 16,9 m. 3690 EFSTALAND - FOSSVOGI Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist m.a. í stóra stofu og tvö herbergi (þrjú skv. teikningu). Íbúðin hefur nýlega verið stand- sett á smekklegan hátt. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Rúmgóðar svalir til suðurs. Fal- legt útsýni. V. 17 m. 4687 RÁNARGATA - MIÐHÆÐ Vor- um að fá í sölu mjög fallega 3ja herb. íbúð á 2. hæð í 3-býlishúsi við Ránargötu (á horni Garðastrætis). Íbúðin hefur verið standsett en upprunalegur stíll látinn halda sér. Skrautlistar í loftum. Fulningahurðir. Göngu- færi í miðbæinn. V. 14,5 m. 4648 UGLUHÓLAR - M. BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu mjög fallega mikið standsetta um 90 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og þrjú herbergi. Endurnýjað eldhús og baðherbergi. 22 fm bílskúr fylgir. Mjög rúmgóðar svalir til suðurs eru út af stofu. Fallegt útsýni. V. 16,3 m. 4686 HAGAMELUR Vorum að fá í sölu mjög fallega 2ja herb. íbúð á jarðhæð í fjöl- býlishúsi við Hagamel. Íbúðin skiptist í rúm- góða stofu, eldhús, herbergi, baðherbergi og hol með skápum. Úr stofu er gengið út í garð. Björt og falleg íbúð. Stór afgirtur garð- ur. V. 12,4 m. 4688 KLAPPARSTÍGUR - M. BÍLAGEYMSLU Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 2ja herb. íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin snýr að mestu leyti til suðurs og er mjög björt. Búið er að leggja ljósleiðara í húsið. Gervihnattadiskur. Íbúð- inni fylgir merkt stæði í bílageymslu. V. 15,3 m. 4644 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Logaland - Endaraðhús Stórglæsilegt 254 fm endaraðhús á tveimur hæðum, með inn- byggðum bílskúr og mjög rúmri aðkomu. Húsið sem er mjög mikið endurnýjað jafnt innan sem utan skiptist m.a. í stórar saml. stofur, stórt vandað eldhús, 4 til 5 rúmgóð svefnherbergi, þvottaherbergi, baðherbergi og gestasalerni. Parket, sandsteinn og flísar á öllu hús- inu. Stór upphituð innkeyrsla fyrir framan húsið. Verð 49 millj. Birkihlíð - 4ra herb. Nýkomin í sölu vel skipulögð 100 fm 4ra herb. íbúð með sérinngangi í þessu fallega tvíbýlishúsi í suðurhlíð- um Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í for- stofu með skápum, hol, opið eldhús með borðaðstöðu, bjarta stofu, rúm- gott hjónaherb. með skápum auk tveggja barnaherb., þvottaherbergi/ geymslu og baðherbergi. Verð 21,8 millj. Skipholt - 5 herb. m. bíls. Björt og mikið endurnýjuð 105 fm endaíbúð á 3. hæð. Íbúðinni fylgir 8,3 fm séríbúðarherb. og sérgeymsla í kj. og 22 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í stórt hol, eldhús m. nýjum vönd. tækjum, uppgerðum innrétt. og góðri borðað- stöðu, bjarta stofu, 3 rúmgóð herb. og nýlega endurnýjað flísalagt baðherb. Vestursvalir. Gler og gluggar nýir að hluta. Parket og mósaikflísar á gólfum. Verð 18,7 millj. ÞAÐ MÁ sjálfsagt ímynda sér verra hlutskipti en það að vera skattþoli á Íslandi hvort heldur varðar pind eða aðra pín. Það er hins veg- ar ljóst að fáar skemmtanir eru fá- fengilegri en þær kúnstir sem skatt- heimtumenn á öllum stigum kjósa að sýna viðskiptavinum sínum nær árlega. Skattar sem innheimtir eru sem þjónustugjöld hafa til dæmis lækkað hérlendis vegna þess að þeir hafa hlutfalls- lega hækkað minna en verðlagið almennt eða öllu heldur svokölluð verð- bólguþróun hefur verið hraðari en hækkanir opinberra álaga. Þess vegna er okkur sagt að fjár- málaráðuneytið hafi ekki hækkað ýmiss þjónustugjöld heldur hafi þau verið aðlöguð annarri verð- lagsþróun, í rauninni hafi þau ekki hækkað í fjögur ár en hækkunin sem var ákveðin hafi verið undir almennri þróun á verðlagi og þess vegna hafi umrædd hækkun í rauninni verið lækkun, þetta sagði m.a. Einar Oddur og hann skrökv- ar ekki, a.m.k. vísvitandi, þetta er sennilega gott mál. Nú hefur ná- grannasveitarfélag ákveðið að lækka fasteignagjöld en er þó bara að hækka þau minna en hækkun fasteignamats gefur til- efni til, þannig verður minni hækkun að lækkun, enn betra mál. Það sem við sauðsvartur al- múginn eigum ef til vill í vandræð- um með að átta okkur á er hver er forsenda þessarar hækkunar fast- eignamats. Er það greiðara að- gengi, eins og hagfræðingar segja, að lánsfjármagni? Eða bara ein- hver stofnun undir stjórn fram- sóknarmanns sem hefur það hlut- verk að hækka fasteignamat árlega, hvað sem tautar eða raul- ar? Kannski er þarna á ferðinni enn eitt skriðjöklalögmálið í efna- hagslífinu, þ.e. að allt sé hvort sem er á leiðinni til helvítis og þess vegna syngjum við sálma alla daga og látum eins og við stönd- um við Gullna hliðið. Það hlýtur að vera með eindæmum að flestar opinberar efnahagseiningar á Ís- landi, s.s. ríkissjóður og sveit- arfélög, eru reknar með bullandi tapi, hagvöxturinn er byggður á innfluttu fjármagni, fengnu að láni og það græða allir þrátt fyrir aug- ljóst tap. Það er því ekki furða að um þessar mundir eru gjöld ákveðin hærri til að hægt sé að setja þau lægri, öllum til augljósra hagsbóta. Skattalækkunin gleymda er gott dæmi um austur úr þessum ótæmandi góðverka- sjóði þeirra sem treyst er til valda. Hvaða máli skiptir það meðal-jóninn úr hvaða vasa hann borgar keisaranum skattinn, beint eða á ská, sem tekjuskatt, VSK eða þjónustugjöld? Það má senni- lega færa rök að því að þeir sem áttu að njóta hvað helst þessara skattalækkana eru jafnframt þeir sem líklegastir eru til að skila mestu til baka í óbeinum sköttum og þjónustugjöldum af ýmsu tagi og eru þess vegna jafn blankir eft- ir sem áður. Orkuveita Reykjavíkur hefur náð lengra en margir í inn- heimtubransanum. Þar á bæ veld- ur minnkandi eftirspurn verð- hækkunum, rétt eins og í sprittbúðum ríkisins. En þar varð til sú merkilega hagfræði að með því að hækka verð á brennivíni mætti draga úr neyslu sem síðan, ef virkaði, varð tilefni til frekari hækkana vegna dræmari sölu og tekjutaps. Orku- veitan fer ekki fram úr áætlunum, þær eru rangar. Að vísu beitir ríkissjóður svipuðum rökum gagnvart „nei- kvæðum afgangi“ rík- isreikningsins ár hvert en hér verður almenn della ekki rétt frekar en í annan tíma. Orkuveitan hefur í gegnum gjaldskrár jóðsóttir skilað Perl- unni og Royal Alfreð Hall, ekkert mál. Orkuveitan hreykir sér af því að vera með ódýrara orkuverð en aðrar veitur í landinu, þakka skyldi þeim. Orkuveitan er elsta fyrirtækið af sínu tagi og hlaðið afskrifuðum mannvirkjum og með einokunarstöðu á stærsta mark- aðinum, það væri eitthvað meiri- háttar að ef fyrirtækið væri ekki vel samkeppnishæft. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvers vegna yfirvöld sjá ekki þann augljósa hlut að þær Evr- ópureglur sem verið er að innleiða um sölu og dreifingu á rafmagni eiga að sjálfsögðu einnig við um heitt vatn. Allt bendir til þess að eitt stórt orkuskrímsli hafi aukið á mögu- lega sóun og miðstýringu en dreg- ið úr nauðsynlegu gegnsæi og ná- lægð við viðskiptavinina. Hvaðan skyldi t.d. sú mannúð sprottin sem kemur fram í reglum fyrirtækisins og kveður á um heimild til að veita afslátt frá vatnsgjöldum ef húsnæði þitt er ekki tengt veit- unni! Það er lágmarkskrafa í þessu sem öðru að við vitum hvað við erum að borga fyrir í orku- reikningnum, þ.e. heitt vatn og kalt vatn til þvotta og þrifa en ekki rækjueldis, rafmagn til eigin nota en ekki fyrir álver hvort sem er í Hvalfirði eða á Hvalsnesi. Gjaldskrár æfingar eru óþolandi, skattar kunna að vera afstæðir, heitt vatn og rafmagn eru það ekki. Glaður skal ég trúa því að Orkuveitan sé að lágmarka áhrif verðhækkana með því að lækka hækkun afnotagjalda og hækka lækkun fastagjalda sem aug- ljóslega er öllum til hagsbóta en leiðir óhjákvæmilega til minnkandi arðsemi og þá lengri meðgöngu- tíma með næstu „Perlu“. Við getum vafalaust þakkað Orkuveitunni tryggð framsókn- arflokksins við Err-listann. Hvenær er lækkun hækk- un og hækkun lækkun? Kristófer Már Kristinsson fjallar um hækkun þjónustugjalda ’Hvaða máli skiptir þaðmeðal-jóninn úr hvaða vasa hann borgar keis- aranum skattinn, beint eða á ská, sem tekju- skatt, VSK eða þjón- ustugjöld?‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er háskólanemi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.