Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þrír helstu leiðtogar okkarnú á tímum voru allir ásvipuðum nótum íávörpum sínum til ís-lensku þjóðarinnar um áramótin. Og sjaldan, ef þá nokk- urn tíma, hafa orð þeirra vakið meiri athygli. Þeir töluðu allir um börnin. Halldór Ásgrímsson, forsætis- ráðherra, sagði á gamlárskvöld ýmis teikn á lofti um að áður rót- gróin og mikilvæg gildi væru á undanhaldi í samfélaginu, með óæskilegum afleiðingum, og boðaði þau merku og gleðilegu tíðindi, að ákveðið hefði verið að fara í gegn- um þau mál öll, til að meta stöðu ís- lensku fjölskyldunnar. Og orðrétt sagði hann: Hverju er um að kenna? Langur vinnudagur margra er auðvitað nærtæk ástæða, en örugglega ekki eina skýringin. Er mögulegt að ýmiss konar afþreying tefji svo fyrir börn- um og fullorðnum að heimanám, elskulegur agi og uppeldi líði fyrir? Er ástæða til að sjá fjölskyldugerð fyrri tíma í hillingum? Hefur stórfjölskyldan gefið um of eftir? Látum við aðra um uppeldi barna okkar – dýrmætustu eignina í lífinu? Það er bjargföst trú mín að samheldin og ást- rík fjölskylda sé kjarninn í hverju þjóðfélagi. Þann kjarna þarf að styrkja og treysta... Karl Sigurbjörnsson, biskup, léði einnig máls á annríki foreldra og vanrækslu barna, í messu í Dómkirkjunni á nýársdag, og sagði: Það er alveg ljóst að við þurfum að vakna upp og meta börnin meira og gefa þeim tíma, börnunum sem sannarlega er mikilvægasta auðlind landsins. Sú auðlind virðist afgangs- stærð á Íslandi. Það virðist enginn tími fyrir börnin. Þau verða fórnarlömb lífsgæðakapp- hlaupsins. Vanlíðan barnanna, kvíði og von- leysi ber því vitni, og alls konar dæmi um vanrækslu sem börnin okkar líða. Það er auð- velt að skella skuldinni á kerfið en er ekki eitthvað að hvað varðar gildismat okkar sjálfra? Er ekki kominn tími til að horfa í eig- in barm, er ekki eitthvað alvarlegt að þegar við megum varla vera að því að sinna því sem mestu máli skiptir? Og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var á líkum slóðum í nýársávarpi sínu, leggjandi þunga áherslu á hlut öflugs menntakerfis í baráttunni gegn nefndri upplausn og öðrum vanda, sem að æsku landsins steðjaði. Litlu seinna var í fréttum, að nýjar rannsóknir hefðu sýnt, að ís- lensk ungmenni væru ofbeldis- hneigðari en jafnaldrar þeirra á öðrum Norðurlöndum. Því er nokkuð ljóst, að varnaðarorð þre- menninganna komu á réttu augna- bliki. Þetta leiðir hugann að athyglis- verðu viðtali sem birtist í Tímariti Morgunblaðsins 14. nóvember í fyrra, en þar lýsti Ellen Kristjáns- dóttir m.a. reynslu sinni af ung- lingsárunum. Orðrétt sagði þar: Hún var alin upp við það sem kallað er barnatrú. „En sem unglingur, þegar upp- reisnarandinn gagntekur mann, missti ég hana. Það var mjög vont. Þá fer maður að trúa á að hið vonda muni sigra. Ég finn til með unglingum núna, sem þurfa að taka á móti þeim hræðilegu fréttum sem berast til okkar úr öllum heiminum alla daga. Það hlýt- ur að vera mjög erfitt að trúa á Guð sem ung- lingur í dag. En svo sigrar alltaf hið góða að lokum. Það veit ég að gerist – þótt það geti tekið langan tíma.“ Og hér vil ég meina að sé punkt- ur, sem ekki má gleymast, í þeirri vinnu sem framundan er; það er hinn nauðsynlegi andlegi útbúnað- ur og farareyrir barna okkar. Brýnt er, að þau nái að skynja og vita einhvern kraft utan við eigið sjálf, og að gera ráð fyrir inngripi, leiðsögn og vernd hans á lífsgöng- unni. Gunnar Dal, heimspekingur, fullyrðir t.d. í nýjustu bók sinni, „Þriðja árþúsundið – framtíð manns og heims“, að trúin sé hem- illinn sem forði manninum frá and- félagslegri hegðun. Og hann bætir við: „Það er von mín að þriðja ár- þúsundið skilji að trú og þekking eiga samleið, að veröld án guðs sé innantóm veröld, veröld án merk- ingar.“ Albert Einstein hefði tekið undir það. Og veganestið sem Hall- dór Laxness fékk, þegar hann fór að heiman í fyrsta skipti, voru þessi kveðjuorð móðurinnar: „Guð fylgi þér.“ Framtíð sérhverrar þjóðar er einfaldlega háð andlegum vexti og þroska hennar. Allt rímar þetta síðan við orð biskups í nýársræðu 2002, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum á því sem væri að gerast hér á landi í trúarlegum efnum. Þar sagði hann: Á morgni 21. aldar spyr maður sig hvort kristinn siður sé að hopa fyrir afstæðishyggju og andlegu dómgreindarleysi og trúarlegu ólæsi. Er nafn Jesú að dofna, er sú guðsmynd og mannskilningur sem hann boðar að hverfa úr minningum okkar og reynsluheimi? Það er alvarlegt fyrir siðmenningu okkar, sálarheill og þjóðaruppeldi. Vegna þess að við lifum ekki af í gjörningaþokum afstæðishyggj- unnar í guðvana heimi undir þöglum himni. Trúarþörf mannsins er ólæknandi og mun leita sér svölunar. Mannanna börn þarfnast hins sanna Guðs, sem skapar, leiðbeinir, end- urleysir, huggar og gefur von og kjark gegn hinu illa valdi og vilja. Þess vegna fæddist Kristur á jörðu. Ef nafn hans gleymist, ef rödd hans drukknar eða týnist í síbylju sam- tímans, ef frásögn, andleg leiðsögn og trú- aruppeldi og iðkun kirkju Krists missir fót- festu á vettvangi dagsins, þá verðum við munaðarlaus og andlega villt. Andleg anor- exía verður hlutskipti barnanna okkar. Hér bera kirkja, heimilin og skólarnir mikla ábyrgð, sem við megum ekki bregðast! Ekki þarf að taka fram, að þessi viðvörun hans og ábending og hvatning er í fullu gildi, og eigin- lega aldrei meira en einmitt núna, þegar hin mikla rannsókn stendur fyrir dyrum. Lokasetningarnar hjá mér í dag á svo hún Ellen Kristjánsdóttir, sem í umræddu viðtali í fyrra sagði – og í raun og veru er það ekkert annað en boðskapurinn sem Hall- dór, Karl og Ólafur fluttu okkur á áramótunum síðustu: Ég var lengi að læra. Hélt að hamingjan væri bak við einhver fjöll. En hún er bara heima. Hamingjan sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í heimi sem ört breyt- ist, og það til hins verra að mörgu leyti, er hugsandi fólki að verða ljóst að sumt er dýr- mætara en allt annað í lífinu, þegar upp er staðið og vel athugað. Sigurður Ægisson fjallar um þær pælingar í byrjun hins nýja árs. HUGVEKJA NÚ ER búið að skipa stjórnar- skrárnefnd. Í forsæti þeirrar nefnd- ar hefur að vísu verið valinn hann Jón Kristjánsson, eini maðurinn á þingi sem maður gæti treyst til að fjalla um málið, en meinið er bara að þetta er ekki þingmál og forsætis- ráðherra á ekki að skipa í nefndina heldur þjóðin. Stjórnarandstaðan sér ekki út fyrir þing- veggi frekar en fyrri daginn og heldur að aðalatriðið sé sam- ræmt göngulag þing- manna. Þrátt fyrir at- burði síðasta sumars áttar hvorki stjórn né stjórnarandstaða sig á því að við erum á hraðri ferð inn í hrika- lega hagsmuna- árekstra. Starfslýsing Fyrsti áreksturinn er við þá stað- reynd að stjórnarskráin er starfslýs- ing þings og stjórnar og því alls ekki við hæfi að þeir sem þar sitja skrifi hana. Starfsmenn skrifa ekki starfs- lýsingar. Ökumenn skrifa ekki um- ferðarreglur. Kosning okkar á þing- manni er samningur um að við felum honum starf með miklum völdum og mikilli ábyrgð og ekki glóra í því að hann ráði meiru um samningsskil- málana en við. Við vitum og þeir vita, að vald, sérstaklega vald án ábyrgðar, spillir og þess vegna verður að setja þá varnagla sem duga til að draga úr áhrifum spillingarinnar. Það gerum við meðal annars í stjórnarskrá. Við berum ábyrgð á þingmönnum og viljum tryggja að saman fari svo skýrt sé vald þeirra og ábyrgð. Við berum jú alltaf kostnaðinn á endanum. Það er í okkar buxnavasa sem þingmenn fara til að greiða út- gjöld þessa fyrirtækis sem við rek- um saman og þess vegna er það okk- ar skýlausi réttur að setja reglurnar um störf þingmanna og ráðherra. Við viljum ekki reglur um þeirra vald og okkar ábyrgð heldur um okkar vald og þeirra ábyrgð. Mannréttindi Hinn áreksturinn er við þá stað- reynd að stjórnarskráin er líka lýs- ing á réttindum okkar allra og þar eiga þingmenn og ráð- herrar jafnan rétt til að fjalla um þau efni á við okkur hin en alls ekki, ég endurtek, alls ekki meiri rétt. Ef einhver á að skammta mér mannréttindi vil ég fá að velja þann sem ég treysti til verksins. Stjórnarskrár verða ekki til á hverjum degi, látum þesa stjórn- arskrá koma frá okkur sjálfum og vera fyrir okkur öll. Hvers vegna á almenningur að ráða meiru en þingmenn um gerð stjórnarskrár? Jú af því að hags- munir okkar eru meiri en þeirra. Við búum við lög þeirra og stjórn alla ævi, leggjum hvert okkar um 200 milljónir (GDP) til þjóðarbúsins á þeim tíma og um 100 milljónir í sköttum. Þingmenn staldra oftast ekki við á þingi nema nokkur ár á góðum launum og sposlum. Meiri hagsmunir vega upp minni hags- muni. Buxnavasar okkar eru fleiri en þeirra. Aldrei myndi þingmaður t.d. setja af sjálfsdáðum í stjórnarskrá að rík- istekjur megi ekki vera meiri en 20% af vergri þjóðarframleiðslu því það þýddi að þingmenn allir yrðu að koma sér saman um hvaða þjónusta eða framkvæmd væri mikilvægari en önnur. Aldrei myndu þingmenn binda í stjórnarskrá að enginn þing- maður megi ráðstafa meiru en nem- ur 1⁄63 af þjóðartekjum því það þýddi að menn yrðu að komast að sam- komulagi um verkefnin á þingi og standa ábyrgir gerða sinna. Ákvæði sem þessi væru í okkar þágu því þótt þau ykju vægi þingmanna drægju þau úr valdi ráðherra, gerðu þing- mönnum nauðsynlegt að hlusta á kjósendur og yfirsýn okkar yrði betri. Stjórnlagaþing og þjóðfundur Auðvitað getum við ekki öll unnið að nýrri stjórnarskrá en við eigum heimtingu á að fá að kjósa þá menn sem gera nýjar tillögur að stjórn- arskrá. Við eigum heimtingu á að greiða atkvæði um menn með mis- munandi viðhorf til réttinda okkar. Við eigum heimtingu á að greiða at- kvæði um mismunandi tillögur. Stjórnarskráin er okkar mál en ekki þingmanna og alls ekki stjórn- málaflokka. Þingmenn og ráðherrar ættu að sjá sóma sinn í því að greiða nú þeg- ar götu stjórnlagaþings. Kjósa mætti til þess í vor. Þingið kæmi strax saman og ynni að undirbúningi til næsta árs en fengi 90 daga sum- arið 2006 til að ljúka umræðu um til- lögur að stjórnarskrá fyrir opnum tjöldum. Að því loknu yrði fullmótuð tillaga eða tillögur að stjórnarskrá kynnt og sumarið 2007 yrði haldinn þjóðfundur á Þingvöllum þar sem þjóðin greiddi atkvæði um þau frum- vörp sem fram kæmu á þinginu. Þeir sem ekki komast greiða atkvæði heima. Það er ekki á hverjum degi að þjóð setur sér stjórnarskrá og yrði eftir tekið um allan heim ef við Ís- lendingar stæðum sómasamlega að þessu. Stjórnarskrá og buxnavasar Stefán Benediktsson fjallar um endurskoðun stjórnarskrár ’Við viljum ekki reglurum þeirra vald og okkar ábyrgð heldur um okkar vald og þeirra ábyrgð.‘ Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt. FORSÆTISRÁÐHERRA sagði í kastljósi Sjónvarpsins 6. desem- ber sl., að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði ekki verið formlega samþykktur í ríkisstjórn. Áður hafði verið upp- lýst, að engin ákvörð- un hefði verið tekin um málið á Alþingi og málið var heldur ekki afgreitt í utanrík- ismálanefnd eins og lög gera ráð fyrir. Heimildarlaus og ólögleg athöfn Eftir þessar nýjustu upplýsingar forsætis- ráðherra er ljóst, að sú ráðstöfun forsætis- og utanríkisráðherra að setja Ísland á lista hinna stað- föstu ríkja var heimildarlaus með öllu og ólögleg athöfn. Í umrædd- um kastljósþætti sagði forsæt- isráherra, að innrásin í Írak hefði verið gerð til þess að koma Sadd- am Hussein frá völdum. Það er rangt. Innrásin var gerð til þess að uppræta gereyðingarvopn en Bandaríkin sögðu slík vopn vera í Írak. En einnig sögðu Bandaríkja- menn, að Íraksstjórn væri í sam- bandi við Al Kaida-hryðjuverka- samtökin. Hvort tveggja reyndist rangt. Það fundust engin gereyð- ingarvopn í Írak og Írak reyndist ekki í neinum tengslum við Al Kaida. Innrásin var því gerð á fölskum forsendum. Og þegar það kom í ljós, að engin gereyðing- arvopn voru í Írak þá byrjuðu Bandaríkjamenn og fylgisveinar þeirra hér að reyna að finna nýjar ástæður fyrir innrásinni og þótti þá nærtækast að segja, að koma hafi þurft Saddam Hussein frá! Stjórnarliðar í vandræðum Stjórnarliðar eru í miklum vand- ræðum með að verja það athæfi forsætis- ráðherra og utanrík- isráðherra að setja Ís- land á lista hinna staðföstu ríkja. Þegar þeim er bent á, að ríkisstjórnin hafi aldr- ei samþykkt það fara þeir undan í flæmingi. Og þegar þeim er bent á, að hvorki Al- þingi né utanríkis- málanefnd Alþingis hafi samþykkt að setja Ísland á um- ræddan lista svara þeir eitthvað á þessa leið: Íraksmálið var margoft rætt á Alþingi og í utanríkis- málanefnd. En málið snýst ekki um það hvort einhverjar umræður hafi farið fram um Írak. Málið snýst um það hvort lögleg ákvörð- un hafi verið tekin í ríkisstjórn og á Alþingi um að styðja innrás í Írak og setja Ísland á lista þeirra ríkja, sem studdu innrásina. Sú ákvörðun var aldrei tekin á lögleg- an hátt. Þess vegna er athæfi tví- menninganna ólöglegt. Þeir höfðu ekkert leyfi til þess að setja Ís- land á lista þeirra ríkja sem studdu innrásina. Ábyrgð þeirra er mikil Kjarni málsins er þessi: Það voru tveir menn sem tóku ákvörðun um stuðning Íslands við árásina á Írak, þ.e. forsætis- og utanrík- isráðherra. Þeir tóku þessa ákvörðun í heimildarleysi. Þeir bera því einir ábyrgð á þessu máli. Ábyrgð þeirra er mikil. Þeir bera meðábyrgð á drápi fjölda manns í Írak, þar á meðal fjölda barna og kvenna. Allir sem lýstu yfir stuðningi við stríðið eru með- ábyrgir. En talið er að alls 100 þús. manns, óbreyttir borgarar, hafi látist í stríðinu. Eiga að játa mistök sín Forsætis- og utanríkisráðherra ættu að játa mistök sín í þessu máli og biðja Íslendinga og Íraka afsökunar. Ljóst er, að þeir fengu rangar upplýsingar frá Bretum og Bandaríkjamönnum. Í janúar nk. mun birtast auglýsing í New York Times frá Þjóðarhreyfingunni, sem nú safnar fjármunum hér á landi til stuðnings umræddri aug- lýsingu. Í auglýsingunni mun Þjóðarhreyfingin og þeir Íslend- ingar, sem að málinu standa, biðja írösku þjóðina og allan heiminn af- sökunar á því, að Ísland skyldi styðja innrásina í Írak. Þetta er lofsvert framtak hjá Þjóðarhreyf- ingunni. Það ber að fagna því. Íraksstríð: Ekki samþykkt í ríkisstjórn Björgvin Guðmundsson fjallar um Íraksstríðið ’Forsætis- og utanríkis-ráðherra ættu að játa mistök sín í þessu máli og biðja Íslendinga og Íraka afsökunar.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.